Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 51
HLJÓMSVEITIN Kentár var stofnuð árið 1982 en lagði upp laup- ana átta árum síðar, eftir talsverða spilamennsku og tvær hljómplötur (Same places frá ’85 og Blús Djamm frá ’87). Undanfarin ár hefur hún svo skriðið reglubundið úr híði og hyggst sveitin halda tvenna tónleika á Grand rokk, í kvöld og annað kvöld. Ekki nóg með það heldur verða þeir hljóðritaðir með útgáfu í huga. Svipaður háttur var reyndar hafður á er Blús Djamm var hljóð- rituð en þá tóku menn upp „beint“ um eina helgi í Sýrlandi. Upptök- umaður þar var Jón „Skuggi“ Stein- þórsson en hann er einmitt helsti hvatamaðurinn að væntanlegri hljómleikaplötu. Sveitina nú skipa þeir Guðmundur Gunnlaugsson (trommur), Hlöðver Ellertsson (bassi), Matthías Stefáns- son (gítar), Pálmi Sigurhjartarson (píanó), Sigurður Sigurðsson (söng- ur / munnharpa) og Tómas Tómas- son (gítar). Hlöðver rifjar upp að sveitin hafi hafnað í öðru sæti á undanúrslita- kvöldi fyrstu Músíktilraunanna árið 1982 en þær hefjast einmitt í tutt- ugusta sinn á morgun í Tónabæ. Illa hafi hins vegar farið á úrslitakvöld- inu og sveitin náði ekki verðlauna- sæti. Kentár byrjaði sem hálfgildings þungarokkssveit en þróaðist síðar út í hreinræktað blúsband. „Frumsamda tónlistin var svolítið í ætt við Yes,“ segir Pálmi. „Við sett- um þungarokkið í gegnum tónverka- miðstöðina.“ Frá ’86 til ’89 réð blúsinn svo ríkj- um og varð Kentár þar með und- anfari íslensku blúsbylgjunnar sem tröllreið landanum upp úr ’90 er Vin- ir Dóra og fleiri fóru mikinn. Pálmi segir efnisskrána í dag samanstanda af því sem þeir fé- lagarnir hafi leikið í gegnum tíðina en einnig nýju „gömlu“ efni. Einnig reyni þeir að sneiða fram hjá blús- stöðlunum að mestu. Þeir Pálmi og Hlöðver segja að nú sé Kentár svona áhugamál og at- hvarf sem þeir leita til, klúbbur sem óþarfi sé að loka á. Spilagleðin keyr- ir því Kentárliða áfram enda segir af hógværð á heimasíðu sveitarinnar „ …Alltaf gaman að spila og við munum örugglega gera það áfram hvort sem einhver vill hlusta eða ekki.“ Kentár með tvenna tónleika á Grand Rokk Með blús í hjarta Morgunblaðið/Árni Sæberg Kentár 2003. Blúsað af innlifun. TENGLAR ..................................................... centaurblues.tripod.com Tónleikar Kentárs verða í kvöld og annað kvöld á Grand rokk. Húsið verður opnað kl. 22. arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 51 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 RADIO X SV MBL  Kvikmyndir.com  SG DV  kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. Salma Hyaek sem besta leikkona í aðalhlutverki6 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Sýnd kl. 4. ísl. tal. 400 kr.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlaun- anna í ár fyrir leik sinn í mynd- inni. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16 ára. Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd.  HJ MBL BRETTAFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir hjólabrettamóti í nýjum húsakynnum félagsins við Seljaveg 2 (gengið innum port við hliðina á 10–11) klukkan 20.30 í kvöld. Ennfremur koma fram rappsveitirnar Forgotten Lores og Bæj- arins bestu auk plötusnúða. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, formaður Brettafélags Reykjavíkur, býst við á milli 20 og 30 keppendum í kvöld. „Ef það eru margir yngri þá skiptum við í tvo aldurshópa,“ segir hann. „Það er mjög afstætt hver er góður,“ segir Hafsteinn Gunnar og leggur áherslu á að keppn- in fari fram með óformlegum hætti. „Þetta er meira gert til að koma fólki saman og skapa góða stemningu.“ Þetta er fyrsta mót sem félagið, sem var stofn- að árið 1996, heldur í nýrri innanhússaðstöðu en aðeins hluti aðstöðunnar hefur hingað til verið notaður frá því að húsnæðið var formlega tekið í notkun 27. desember síðastliðinn. Ætlunin er að kynna nýja hlutann en keppt verður í hálf- skálinni Dúmunni. Mót annan hvern mánuð „Við höldum þetta mót í tilefni af nýja húsnæð- inu. Við stefnum á að halda mót núna annan hvern mánuð. Í sumar ætlum við líka að færa okkur eitthvað út því húsnæðið er ekki mjög stórt.“ Vegleg verðlaun eru í boði verslunarinnar Smash og Mountain Dew, að sögn Hafsteins Gunnars, sem segir að síðastnefnda fyrirtækið auk ÍTR, séu helstu styrktaraðilar félagsins. Hann er ánægður með þann stuðning, sem fé- lagið fær, en segir að hann mætti vera meiri. „Við fáum ekki mikla peninga, ekki í samanburði við það sem er sett í aðrar íþróttir. Við erum einu samtökin á öllu landinu sem þjónusta þenn- an hóp. Það kemur fólk frá öllum úthverfunum til okkar. Við búum við þröngan kost og vildum gjarnan gera betur við félaga,“ segir Hafsteinn Gunnar, sem hvetur sem flesta til að mæta í kvöld, annaðhvort til að taka þátt eða til að fylgj- ast með. Nýju hús- næði fagnað Morgunblaðið/Golli Brettafélag Reykavíkur stendur fyrir óform- legri keppni í kvöld við undirleik plötusnúða, Bæjarins bestu og Forgotten Lores. Brettamót á Seljavegi 2 klukkan 20.30 í kvöld. Aðgangur er ókeypis og veitingar í boði Mountain Dew. Ed Harcourt – From Every Sphere Frumraun þessa unga Suður-Eng- landsbúa (25 ára), Here Be Monsters, var tvímælalaust ein besta plata árs- ins 2001. Vitanlega æsir slíkt hjá manni væntingar eftir framhaldinu, hvað ungt séní – sem ku eiga yfir 300 lög í fórum sínum – hefur fram að færa á annarri plötu sinni, þegar kröfurnar eru orðnar svo miklar. Þótt flestir vildu tengja Here Be Monsters Americana-bylgjunni þá tókst mér að merkja skýr áhrif frá Elvis Costello og rennir From Every Sphere styrkari stoðum und- ir þá kenningu. Maður á til að gera óraunhæfar kröfur, en platan er kannski ekki alveg eins öflug og maður hafði gert sér vonir um. En þó gleður hversu ævintýragjarn Harcourt er og hugaður, alltaf til í að láta reyna á hvert nýjar og ótroðnar slóðir leiði píanópoppið hans. Stórmerkileg plata frá stór- merkilegum tónlistarmanni – sem örugglega á fullt inni.  Paul Weller – Illumination Gamli Jam-arinn samur við sig. Enn ein sálar- skotin og lífræn rokkplata, með fínum textum og fádæma snilld á stöku stað. Eitthvað er rokkarinn Weller þó orðinn lúinn og ósannfær- andi því bestu sprettina á hann í angurværu ballöðunum, sem ættu í réttlátum heimi að hljóma reglulega á „stálpaðri“ stöðvum eins og Rás 2 og Bylgjunni.  The Lighthouse Family – Greatest Hits Hér heima eru þessi eðal- poppdúett nær eingöngu þekkt- ur fyrir fyrsta smellinn sinn „Lifted“. Það lag er þó langt frá að vera það besta sem hann hefur sent frá sér og á heimaslóðunum í Bretlandi hafa plötur dúettsins, 3 talsins, selst í bíl- förmum og lög hans hljóma þar dag- lega í útvarpi. Þessi nýja safnplata gefur vel til kynna hvers vegna, því leitun er á eins haglega smíðuðu gæðapoppi.  Í umsögnum sem birtust í þriðju- dagsblaði vantaði stjörnugjöf. Hún er sem hér segir: Zwan – Mary Star of the Sea  Turin Brakes – Ether Song  Erlendar plötur Skarphéðinn Guðmundsson Brettafélag Reykjavíkur stendur fyrir hjólabrettamóti í kvöld SÚPERMÓDELIN hafa látið sjá sig á sýningarpöllunum í Mílanó á ný. Á yfirstandandi tískuviku sneri ofurfyrirsætan Linda Evangelista, sem skaut upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar, aftur á gangbrautir tískunnar. Fyrirsætan og leikkonan Rebecca Rom- ijn-Stamos fylgdi í fótspor hennar á mánudaginn og tók þátt í sýningu Giorgio Armani. Evangel- ista, sem er 37 ára, tók hins vegar þátt í sýningu Domenico Dolce og Stefano Gabbana á sunnudag. Önnur ofurfyrirsæta, Naomi Campbell, sem er ekki enn hætt í bransanum, tók líka þátt í sýningu Dolce & Gabbana … Bandaríska söng- og leik- konan Ma- donna hefur gert samning við breska út- gáfufyrirtækið Penguin um að skrifa fimm barnabækur. Sú fyrsta, sem heita mun Enska rósin, verður gefin út í sept- ember á þessu ári. Bækurnar eru ætlaðar börnum sex ára og eldri. Bækur Madonnu verða gefnar út undir merkjum Puffin, barna- bókadeildar Penguin. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.