Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 41 Í MORGUNBLAÐINU 28.2. reynir Þórólfur Árnason að útskýra fyrír Birni Bjarnasyni skuldasöfnun Reykjavíkur síðastliðinn áratug. Hvorugur þeirra á nokkurn þátt í þessari skuldasöfnun, en þeim ber að horfa beint á staðreyndir sem við blasa. Í fyrsta lagi upphæð skulda, greiðslukjör, vexti og ábyrgðir. Í öðru lagi í hvað peningunum var eytt. Varðandi heildarupphæðina eru Björn og borgarstjóri sammála, lánakjör og ábyrgðir eru skjalfest, þar ber þó að hafa í huga að þar sem um erlend lán er að ræða munu af- borganir stórhækka ef Samfylking- unni tekst að fella gengi krónunnar eins og hennar stefna er, segir krón- una allt of hátt skráða og vill helst skipta henni út fyrir evru. Evran hef- ur á sínum líftíma fallið um u.þ.b. 20% gagnvart krónunni og ég undr- ast hvað skoðanakannanir sýna Sam- fylkinguna sterka, þrátt fyrir skýra stefnu hennar og mikinn áróður fyrir að sækja um aðild að ESB þótt það jafngildi afsali á sjálfstæði þjóðar- innar. Í mínum huga er þessi stefna landráð. Björn og Þórólf þekki ég báða að dugnaði og heiðarleika. Óli Bieltvedt taldi Þórólf einn efnileg- asta strák sem unnið hefði hjá Nesco og Tal-dæmi Þórólfs þekkja flestir. Þórólfur veit að epli og appelsínur eru hollir ávextir, en ef magasýrur eru í ólagi geta appelsínur valdið vanlíðan. Það ber að forðast eins og að sökkva sér í skuldir, sem arðvæn- legar framkvæmdir standa ekki á bak við. Milljarður til greiðslu á skuldum Línu.Nets er dæmi um súra appelsínu svo notað sé dæmi sem borgarstjóra er tamt. Sem áhorfanda sýnist mér að skuldir Reykjavíkur séu komnar yfir hættumörk. Vonandi þiggur Björn heimboðið sem Þórólfur segist hafa lagt fram. Stefna beggja hlýtur að vera hagkvæmni í rekstri borgarinn- ar og kjósendur ætlast til þess að öll- um epla- og appelsínusamlíkingum verði hætt, borgarstjórnendur komi upp úr sandkassanum og taki hönd- um saman við lausn á aðkallandi vanda, til hamingju og heilla fyrir Reykjavík. Megi blessun fylgja störfum beggja. P.S. Í blaðið ritar Salvör Nordal athyglisverða grein um vörslu Kaup- þings á lífeyrisfjármunum hennar síðustu tvö ár, bæði árin er ávöxtunin neikvæð um tæplega 20%. Þetta hefði verið kallað að afla á gráu svæði á dögum viðreisnar. Kaupþing sendi svo Salvöru blátt teppi í sárabætur. Kaupþing notast nú til þess að nappa féi gráu þó Salvör sýnist sæl og hress sveipuð teppi bláu. Samkvæmt fréttum útvarpsins vildi hinn hálaunaði Sigurður Ein- arsson ekkert tjá sig um málið utan venjulegs vinnutíma. PÁLMI JÓNSSON, Sauðárkróki. Fjármálasukk Frá Pálma Jónssyni HALLÓ, sæll þetta er Þórdís. Ég undirrituð flutti lögheimili mitt til Reykjavíkur 1. desember 2001 og hef ekki fengið heimilis- lækni. Ég hringdi í Lágmúla 4 en þar á bæ skrifa þeir ekki niður nöfn fyrir svæðið mitt sem er 104. Þegar ég bjó á litlum stað úti á landi var ég miklu betur stödd hvað varðar heilsugæsluþjónustu. Oft þarf bara einn hlut til að gera lífið auðveldara, þess vegna þarf ég aðstoð þína ráð- herra. Oft er hægt að finna einfalda lausn á málum og þá er gott að tala um hlutina. Tel ég þetta ekki gott ástand; hvað finnst þér herra ráð- herra? Frá því að ég flutti suður hef ég þurft á læknisþjónustu að halda og hef þá stundum farið á lækna- vaktina í Smáranum, tvisvar fengið tíma á heilsugæslunni í Spönginni í Grafarvogi og líka hringt út á land til að fá skrifað upp á lyf sem ég get ekki verið án. Oft hef ég heyrt þá yf- irlýsingu hjá háttvirtum þingmönn- um að við hér á Íslandi búum við frábæra heilbrigðisþjónustu. Oft þarf bara eitt lítið pennastrik til að gera lífið auðveldara; þess vegna þarf ég aðstoð þína herra ráðherra. Ég veit að oft er ekki auðvelt að taka ákvarðanir þegar unnið er með peninga þjóðarinnar. Núna hvet ég alþingismenn dagsins í dag og þing- menn framtíðar til að gera eitthvað í heilsugæslumálum okkar. Við eigum til frábæra lækna og hjúkrunarfólk en svo virðist sem öllum sé sama um hverfi 104. Kæri heilbrigðisráðherra og ágætu þingmenn; vaknið til vitundar og sinnið þörfinni á heilsugæslu á svæði 104. Ef ég hugsa málin dálítið heimspekilega er ég ágætlega hepp- in hvað varðar mína heilsu en það eru margir sem þurfa núna strax á þjónustu að halda. Ég borga skatt og á því rétt á heilsugæsluþjónustu hér í þessu landi. Ég er fullgildur þjóðfélagsþegn. Hvað er til ráða? Allir góðir hlutir ganga upp. ÞÓRDÍS GUNNARSDÓTTIR, Goðheimum 21, 104 Reykjavík. Opið bréf til heil- brigðisráðherra Frá Þórdísi Gunnarsdóttur Mikil spenna í Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni Spennan var næstum óbærileg þegar leikir tveggja efstu sveitanna voru gerðir upp í síðustu umferð Ís- landsmóts kvenna í sveitakeppni. Sveit PricewaterhouseCoopers/ Ljósbrá Baldursdóttir var 9 stigum á eftir sveitinni Fimm fræknar með Stefaníu Sigurbjörnsdóttur í broddi fylkingar. Ljósbrá og félagar unnu sinn leik 21–9 en Stefanía og félagar töpuðu 11–19 þannig að aðeins eitt vinningsstig skildi í lokin. Í sveit PricewaterhouseCoopers spiluðu: Ljósbrá Baldursdóttir, Esther Jakobsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir og Jacqui McGreal. Í Butler-útreikningi varð heiðurs- konan Kristjana Steingrímsdóttir efst með 1,51 impa, í 2. sæti varð Guðrún Jóhannesdóttir með 1,39 impa og Valgerður Kristjónsdóttir varð í 3. sæti með 1,16 impa, en þess- ar þrjár spiluðu sem þriðja par í sveitinni Fimm fræknar. Lokastaðan: Pricewaterh.Coop./Ljósbrá Baldursd. 169 Fimm fræknar/Stefanía Sigurbjörnsd. 168 Hanna/Ólöf Þorsteinsdóttir 158 Fjögur hjörtu/Halldóra Magnúsdóttir 149 Erla Sigurjónsdóttir 131 Búnaðarbankinn/Anna Ívarsdóttir 125 Smárinn/Unnur Sveinsdóttir 115 A-Hún/Sigríður Gestsdóttir 114 Norðan 4/Inga Jóna Stefánsdóttir 103 Birta/Arngunnur R. Jónsdóttir 102 Íslandsmót yngri spilara Íslandsmeistarar yngri spilara urðu Sigurbjörn Haraldsson, Anna Guðlaug Nielsen, Sigurður Björg- vinsson, Halldór Sigfússon, Aðal- steinn J. Halldórsson og Birkir Jóns- son. Í 2. sæti urðu Húsvíkingarnir Hanna Dís Hannesdóttir, Hólmfríð- ur Anna Aðalsteinsdóttir, Arnar Þór Arnarsson og Óttar Ingi Oddsson. Íslandsmeistarar í kvennaflokki ásamt forseta Bridssambandsins. Talið frá vinstri: Jón Sigurbjörnsson, en hann afhenti verðlaunin í mótslok, Ljósbrá Baldursdóttir, Esther Jakobsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir og Jacqui McGreal. Íslandsmeistarar í yngri flokki. Talið frá vinstri: Aðalsteinn J. Halldórsson, Sigurður Björgvinsson, Sigurbjörn Haraldsson, Anna Guðlaug Nielsen og Halldór Sigfússon en auk þeirra spilaði Birkir Jónsson í sveitinni. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni SKIPA ÞJÓNUSTA Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is d es ig n. is 2 00 3 Sími 693 0997 Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 12-17 Skómarkaður Varst þú búinn að kíkja á skómarkaðinn í Sætúni 8 (við hliðina á Heimilistækjum) Ekki missa af honum Alltaf bætast nýjar vörur við Ótrúleg verðlækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.