Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 27 ATLAGA Fréttablaðsins að Davíð Oddssyni er tilraun harð- drægra kaupsýslumanna til að sverta mannorð forsætisráðherra vegna gagnrýni hans á óeðlilega viðskiptahætti stórfyrirtækja. Á bakvið tilræðið að mannorði Dav- íðs eru fyrst og fremst viðskipta- hagsmunir en þeir sækja sér póli- tíska réttlætingu til fá lögmætt yfirbragð. Forsætisráðherra hefur gagn- rýnt fyrirtæki fyrir að misnota að- stöðu sína. Hann hefur varað við fákeppni og verðsamsæri stórfyr- irtækja gagnvart almenningi. For- svarsmenn Baugs, sem stjórnar stærstum hluta matvörumarkaðar- ins, hafa borið sig illa undan gagn- rýni forsætisráðherra og eru til- búnir að seilast langt til að koma höggi á hann. Upplýsingarnar sem Fréttablað- ið birti laugardaginn 1. mars eru úr trúnaðarskjölum sem geymd eru í höfuðstöðvum Baugs og hefðu ekki ratað á síður blaðsins nema með vitund og vilja forsvars- manna Baugs. (Látum vera í sviga umræðuna um meint eignarítök Baugsmanna í Fréttablaðinu.) Til- gangurinn var að láta líta svo út að Davíð Oddsson hefði vitað með löngum fyrirvara um ætlun Jóns Gerald Sullenberger að kæra Baug til lögreglu. Þar með átti að gefa undir fótinn þeirri flökkusögu að forsætisráðherra hefði beint eða óbeint stuðlað að heimsókn lög- reglu í bækistöðvar Baugs í ágúst liðinn. ,,Frétt“ Fréttablaðsins er kostu- leg blaðamennska. Blaðið lætur að því liggja að það hafi þurft að hafa fyrir því að komast yfir trúnaðar- skjölin en ekki fengið þau afhent á silfurfati. Það væri þá í fyrsta sinn í sögunni að fjölmiðill þurfi að kreista út upplýsingar um fyrir- tæki til þess að fegra ímynd fyr- irtækisins. Að jafnaði eyða stórfyr- irtæki fúlgum fjár til að bæta áferð sína í augum almennings. ,,Frétt“ Fréttablaðsins gæti verið skrifuð af almannatengli á launum hjá Baugi. Til að flétta Baugsmanna gengi upp þurfti utanaðkomandi aðstoð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for- sætisráðherraefni Samfylkingar- innar bauð sig fram sem nytsaman sakleysingja þegar hún í alræmdri Borgarnesræðu í febrúar bar blak af þrem nafngreindum fyrirtækj- um sem tæplega eru fyrirmynd- ardæmi um atvinnurekstur, svo ekki sé meira sagt, og ásakaði for- sætisráðherra fyrir að leggja fyr- irtækin í einelti. Eitt þeirra er Baugur og annað Norðurljós/Jón Ólafsson. Með því að taka þessi fyrirtæki í faðm sér gaf Ingibjörg Sólrún Baugi og Noðurljósum siðferðilega fjarvistarsönnun frá þeim sakar- efnum sem á fyrirtækin eru borin og sæta opinberri rannsókn. Í leið- inni veitti Ingibjörg Sólrún Baugi tækifæri til að hefja gagnsókn á hendur yfirvöldum. Ef tækist að telja almenningi trú um að Baugur væri í lögreglu- rannsókn vegna andúðar for- sætisráðherra á fyrirtækinu þyrftu forsvarsmenn Baugs ekki að hafa áhyggjur af niðurstöðu lög- regluyfirvalda og dómstóla. Sekt þýddi einfaldlega að forsætisráð- herra væri búinn að ákveða að svo yrði en sýkna að jafnvel almátt- ugur Davíð Oddsson gæti ekki komið á kné svo grandvöru og heiðarlegu fyrirtæki sem Baugur er. Hér er meira í húfi en orðstír Davíðs Oddssonar. Ef atlaga Fréttablaðsins heppnast bíður hnekki tiltrú almennings á rétt- arríkinu. Kaupsýslumönnum á ekki að líðast að hafa stofnanir lýðveldisins og réttkjörin yfirvöld að leiksoppi. Atlagan að Davíð Eftir Pál Vilhjálmsson Höfundur er blaðamaður. „Til að flétta Baugs- manna gengi upp þurfti utan- aðkomandi aðstoð.“ EYVERJAR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum, hafa farið yfir þá möguleika sem koma til greina í samgöngum milli lands og Eyja. Það er hverjum manni ljóst að nú þegar þarf að fjölga ferðum Herjólfs á mestu álagstímabilum, ljúka lagningu bundins slitlags á miðkafla vegarins milli Bakkaflugvallar og Þjóðvegar 1 og bæta flugstöðvaraðstöðu á Bakkaflugvelli eins og þegar hefur verið ákveðið í samgönguáætlun. Framtíðarsýn Þessi brýnu verkefni eru þó ekki hluti af framtíðarsýn Vestmannaey- inga hvað samgöngur varðar, heldur nauðsynlegar samtímaframkvæmd- ir. Næsta stórátak mun snúast um byggingu nýs Herjólfs, um ferjuað- stöðu á Bakkafjöru eða gerð jarð- ganga. Fyrir skömmu var samþykkt þingsályktun á Alþingi varðandi könnun og undirbúning á vegteng- ingu milli lands og Eyja og könnun á byggingu ferjuaðstöðu á Bakka- fjöru. Í samþykktum Alþingis liggur fyrir að með vel skipulögðum rann- sóknum er unnt að ljúka þeim á þremur árum bæði hvað varðar veg- tengingu og ferjuaðstöðu. Hluta af þessu er þegar búið að kanna með jákvæðri útkomu þannig að skyn- samlegur viðmiðunartími fyrir ákvörðun að næsta stórátaki er 2–3 ár. Þessi rannsóknatími hefur verið staðfestur af hálfu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Siglingastofn- unar. Þar hefur komið fram að á þessum 2–3 árum sé eðlilegt að ljúka úttekt á möguleikum á smíði nýs Herjólfs, ljúka mælingum og könnun á möguleikum ferjuaðstöðu við Bakkafjöru og ljúka öðrum þætti rannsókna varðandi vegtengingu milli lands og Eyja. Í samþykktum beggja tillagnanna, sem Árni John- sen þáverandi alþingismaður lagði fram, var gert ráð fyrir fjármagni til rannsókna og það beinlínis tilgreint. Niðurstöður fyrstu rannsókna Ljóst er að niðurstaða fyrstu rannsókna Vegagerðarinnar er sú að unnt sé að gera jarðgöng milli lands og Eyja. Næsti þáttur rann- sóknarinnar er að kanna áhættu- þætti en umfang þeirra ræður öllu um kostnað við gerð slíks mann- virkis og gæti munað allt að helm- ingi frá kostnaði með öllum áhættu- þáttum opnum og til lágmarks- áhættuþátta. Fyrstu athuganir benda til að þarna sé um að ræða kostnað frá 11 milljörðum kr. til 22 milljarða króna, allt eftir mati á áhættuþáttum. Kostnaðurinn Ætla má að endurnýjun og rekst- ur Herjólfs á 15 ára fresti kosti um 6–7 milljarða króna. Kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar á jarðgöngum milli lands og Eyja er um 22 millj- arðar frá Eyjum að Krossi með öll- um áhættuþáttum og óvissuþáttum, en raunhæft er að ætla að þessi tala geti lækkað um 25–50%, ekki síst með tilliti til örrar þróunar í jarð- gangagerð sem fyrr getur. Til að mynda kostaði hver km í Hvalfjarð- argöngum um 900 millj. kr. en innan við 300 millj. kr. í nýjustu göngum Færeyja. Sé miðað við gerð jarð- ganga undir Hvalfjörð, gerð nýjustu jarðganga í Færeyjum og horft til verulega lækkandi kostnaðar við hvern km í jarðgöngum bendir flest til þess að jarðgöng milli lands og Eyja verði sjálfbær eins og Hval- fjarðargöngin eru. Kostnaðartölur við gerð jarðganga milli lands og Eyja ættu því síður en svo að vaxa mönnum í augum þegar alls er gætt og kosturinn verður að teljast gíf- urlega spennandi og yrði án vafa mestu samgöngubætur sem um get- ur í sögu samgangna á Íslandi. Vegtenging er besti kosturinn Það er því skoðun Eyverja að ekkert taki vegtengingu fram í þeim möguleikum sem kanna ber til hlít- ar. Með vegtengingu er ekki ein- ungis verið að taka á þeim vanda- málum sem hafa skapast í kringum samgöngur til Eyja heldur mundu slíkar framkvæmdir styrkja at- vinnulíf í Eyjum sem og á Suður- landi öllu, þar sem til yrði stórt markaðssvæði við tenginguna. Því er það mat Eyverja að leggja beri meiri áherslu á að skoða af alvöru þann möguleika sem vegtengingin er þrátt fyrir að áfram verði unnið að því að brúa á annan hátt þann tíma sem það tekur að koma slíku verki í framkvæmd. Stofnun félags Eyverjar munu á næstunni beita sér fyrir því að stofnað verði félag sem mun fylgja eftir og safna saman þeim upplýsingum sem til eru og munu verða til um vegtengingu milli lands og Eyja. Félag þetta mun einnig hafa það að markmiði að fylgja því eftir að samgönguyfirvöld sinni þeirri skyldu sinni að halda áfram vinnu við rannsóknir og kannanir. Félagið mun vinna með hagsmunaaðilum eins og bæjaryfir- völdum, ferðamálayfirvöldum, flutn- ingafyrirtækjum, almenningi o.fl. Áskorun Eyverjar telja að samgönguyfir- völdum beri skylda til að halda af fullum krafti og með jákvæðum huga áfram vinnu við rannsóknir og kannanir á þeim möguleika sem vegtengingin er. Þess vegna skora Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, á sam- gönguyfirvöld að veita fjármagn til rannsókna á möguleikum á vegteng- ingu milli lands og Eyja. Vegtenging við Vestmannaeyjar Eftir Selmu Ragn- arsdóttur og Egil Arngrímsson Höfundar eru formaður og varaformaður Eyverja. „Ekkert tekur vegteng- ingu fram.“ Selma Ragnarsdóttir Egill Arngrímsson Ef menn vissu ekki betur þá mætti halda að í samningum sjó- manna og útvegsmanna, þar sem fjallað er um sölu aflans innan- lands, væri meinleg prentvilla, en þar segir: Útgerðarmaður hefur með höndum sölu aflans og hefur til þess umboð áhafnar að því er aflahlut hennar varðar. Hann skal tryggja skipverjum hæsta gang- verð fyrir fiskinn. Miðað við þann raunveruleika sem nú á tímum blasir við, mætti ætla að í stað hæsta gangverðs ætti að standa lægsta gangverð sem völ er á, enda sú staðreynd ljós, að útgerð er í allt of mörgum tilvikum ekki lengur sjálfstæð rekstrareining sem ætlunin er að hagnast á held- ur skal virðisaukningin eiga sér stað eftir að útgerðarmaðurinn/ fiskkaupandinn, þ.e.a.s. einn og sami aðilinn, hefur greitt sjó- manninum eins lágt fiskverð og hægt er að komast upp með á hverjum tíma. Sú tíð, þegar sjó- menn og útgerðarmenn voru raunverulegir samherjar sem ávallt stefndu að sama markmiði (hæsta verði), heyrir í raun sög- unni til og verður ekki endurvakin fyrr en búið verður að koma á fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu rétt eins tíðkaðst víðast hvar hjá vestrænum þjóðum. Einn „ávinningur“ hagræðing- arinnar er veruleg fækkun starfa í greininni. Framkvæmdastjórum og útgerðarstjórum þessara fjöl- mörgu smærri útgerða, sem nú eru að „skemmta skrattanum“ vítt og breitt um landið, myndi fækka um leið og þær vinnsluein- ingar, sem ekki skiluðu nægum arði, legðust af. Störf sem eftir standa til sjós og lands verða trú- lega betur launuð. En eru samein- ingar sjávarútvegsfyrirtækja endilega einhver sérstök ávísun á betri tíð með blóm í haga? Sú sameiningarhrina, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, hefur alls ekki í öllum tilvikum verið sú patentlausn sem að var stefnt og stundum hafa skapast fleiri vandamál heldur en leyst voru þótt vissulega megi finna dæmi um hið gagnstæða. Ófáar lýsingar hef ég heyrt þar sem smærri að- ilar hafa sýnt hugkvæmni og frumkvæði með því að sérhæfa sig á einhverju sviði fiskvinnslu og hafa með dugnaði og þrautseigju byggt upp arðvænleg viðskipta- sambönd fyrir afurðir sínar. Í framhaldinu hefur athygli stærstu aðilanna í framleiðslu og sölu sjávarafurða beinst að viðskipt- unum og er þá brugðist við með því að undirbjóða frumkvöðulinn og hann kæfður í krafti stærð- arinnar og í nafni hagræðingar. Getur verið að þessi mest notuðu hugtök atvinnulífs samtímans svo sem hagræðing, samlegðaráhrif, hámarkshagnaður og arður, hætti að hafa þá merkingu sem þeim upphaflega var ætluð? Ef krafan um hámarksarðsemi í rekstri stórfyrirtækjanna leiðir af sér stóraukið atvinnuleysi vegna sam- þjöppunar og endalausrar „hag- ræðingar“ þá hlýtur sú spurning að vakna hvort við séum að ganga veginn til góðs. Er það hugsan- lega þjóðhagslega hagkvæmt að hætt verði að einblína á há- marksarðsemi og í staðinn lögð áhersla á að halda ásættanlegu at- vinnustigi? Hvort vegur þyngra t.d. að arðgreiðslur til hluthafa stórfyrirtækja lækki um helming eða að atvinnuleysið minnki um 50%? Er almenn velsæld um þessar mundir á leiðinni upp eða niður? Fróðlegt væri að fá fram vel út- listaða stefnu stjórnmálaflokk- anna hvað varðar framtíð sjávar- útvegs. Hvað finnst ykkur, lesendur góðir? Að lokum legg ég til að við för- um að veiða hval strax. Byrjum á hrefnunni. Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. ...í skíðaferðina N O N N I O G M A N N I • 4 8 0 1 / sia .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.