Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ARI Teitsson, formaður Bændasamtakanna, sagði við setningu Búnaðarþings í gær að öll svínabú í landinu væru rekin með halla og eig- ið fé víða gengið til þurrðar. Stórfellt tap væri einnig hjá öllum kjúklingaframleiðendum og gæti slíkt ástand ekki varað lengi. Þá hefði orðið veruleg verðlækkun á kindakjöti. Staðan væri mjög alvarleg og fyrirsjáanlega valda fá- tækt og jafnvel gjaldþroti hjá fjölda bænda. Ari sagði að undanfarin ár hefðu margir spáð mikilli aukningu kjötframleiðslu og í kjöl- far þess erfiðleikum og verðhruni á kjötmark- aði. Ýmislegt hefði orðið til að fresta því að þetta gengi eftir og jafnframt hefði kjötmark- aðurinn stækkað meira en búist var við. „Ef til vill á þetta sinn þátt í því að of margir höfðu óraunhæfar væntingar um að áfram- haldandi aukning kjötframleiðslu væri mögu- leg án vandræða. Sú hefur ekki orðið raunin og á síðasta ári varð verðfall á öllu kjöti vegna of- framboðs þannig að mikið af framleiðslunni er selt undir kostnaðarverði, en jafnframt safnast birgðir upp.“ Ari sagði að í þessari stöðu væri eðlilega spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyr- ir þessa stöðu sem fyrirsjáanlega ylli fátækt og jafnvel gjaldþroti hjá fjölda bænda. Eftir á að hyggja hefði mátt beita Lánasjóði landbún- aðarins öðruvísi en gert var. Það hefði engan veginn verið auðvelt, ekki síst vegna þess að aðrar lánastofnanir hefðu verið ótrúlega fúsar til að lána fjármagn til kjötframleiðslu. Ari benti á þrjár leiðir til að laga stöðuna. Í fyrsta lagi að bíða þess að hluti bænda gæfist upp og yrði gjaldþrota. Sú leið væri bæði kostnaðarsöm og sársaukafull. Í öðru lagi að flytja skipulega úr landi þá framleiðslu sem ekki væri rúm fyrir á inn- lendum markaði en það hefðu sauðfjárbændur gert á undanförnum árum. Í þriðja lagi að draga skipulega úr framleiðslu þar til kjöt- markaður kæmist í jafnvægi. Sú leið væri bændum hagkvæmust. Ari sagði að erfiðleikar á kjötmarkaði hefðu haft áhrif á afkomu sauðfjárbænda. Veruleg verðlækkun hefði orðið á kindakjöti en sú lækkun lenti í fyrstu mest á sláturleyfishöfum. Sölusamdráttur hefði einnig orðið verulegur. Öll svínabú rekin með halla Mjög hörð samkeppni hefði verið á svína- kjötsmarkaði. „Samkeppnin hefur þó keyrt úr hófi á liðnu ári og munu nú öll svínabú í land- inu rekin með halla og eigið fé víða gengið til þurrðar. Engar vísbendingar eru um að staða á mörkuðum sé að lagast og eðlilegt er að spurt sé hvort þetta sé einfaldlega afleiðing af frjálsu markaðskerfi eða svínabændur skorti vilja til að draga nægilega úr framboði svína- kjöts á markaði. Að minnsta kosti er ljóst að hver vika sem líður í þessu umhverfi er svína- bændum og fjölskyldum þeirra dýr. Framleiðsla alifuglakjöts jókst mjög hratt á síðari hluta ársins og verðfall fylgdi í kjölfarið. Stórfellt tap er því hjá öllum framleiðendum og getur slíkt ástand ekki varað lengi.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði á Búnaðarþingi að margt ánægjulegt hefði verið að gerast í nautgriparækt á síðustu árum. Kynbætur og betri búskaparhættir hefðu aukið meðalnyt mikið. Á sama tíma verður mjólkin próteinríkari en áður. „Samn- ingur við kúabændur um framleiðsluskilyrði í mjólkurframleiðslu gildir til ársins 2005. Sá samningur hefur reynst vel. Bændur hafa end- urnýjað hús og framleiðslutæki og ungt fólk er viljugt að koma til starfa.“ Á síðasta ári var skipuð nefnd til að vinna að nýjum samningi um mjólkurframleiðslu. Nefndin er undir forystu Guðmundar B. Helgasonar ráðuneytisstjóra. Guðni sagði að aðilar vinnumarkaðarins hefðu samþykkt að taka þátt í starfi nefndarinnar. „Í væntanlegum samningum er að mörgu að hyggja. Það verður að gera samning sem tryggir starfsskilyrði til ákveðins tíma og að jákvæð þróun greinarinnar haldi áfram. Þá þarf samningurinn einnig að taka mið af þeim breytingum sem óhjákvæmilega munu verða í reglum um alþjóðaviðskipti með land- búnaðarvörur. Þær viðræður, sem nú eru hafnar, um breytt umhverfi í alþjóða- viðskiptum með landbúnaðarvörur munu hafa áhrif á íslenskan landbúnað. Fyrstu tillögur þjóða og þjóðabandalaga eru mjög breytt mynd frá því sem nú er. Ísland hefur nú þegar hafnað þessum tillögum með formlegum hætti og talið þær óviðunandi. Þar vegur þyngst að við metum það svo að ekki gefist nægur tími til aðlögunar að breyttu kerfi og að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til sérstöðu þjóða eins og Ís- lands.“ Morgunblaðið/Jim Smart Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávarpaði þingið. Við hlið Guðna situr David Gislason, bóndi á Svaðastöðum í Manitoba. Formaður Bændasamtakanna við setningu Búnaðarþings Staðan á kjötmarkaði er mjög alvarleg HJÓNIN Guðríður Guðmundsdóttir og Örn Stefánsson, sem reka kjúklinga- og eggjabú í Fossgerði á Austur-Héraði, ákváðu að taka ekki þátt í verðstríðinu á alifuglamarkaðinum með því að selja afurðirnar undir kostnaðarverði. Þess í stað ákváðu þau að draga úr framleiðsl- unni meðan á þessu stæði með von um að kjöt- markaðurinn kæmist í jafnvægi á ný. Í búinu eru framleidd um 35 tonn af kjúkling- um á ári og hafa þau einskorðað söluna við markaðssvæðið á Austurlandi. „En svo hafa þessir stóru komið og selt langt undir kostn- aðarverði út úr búðunum. Við reynum ekki einu sinni að koma til móts við þá. Við ætlum ekki að fara að gefa vörurnar okkar eða borga með þeim,“ segir Guðríður. „Staðan er mjög slæm,“ segir hún. „Við ákváðum að fara ekki niður fyrir framleiðslu- kostnað við sölu, heldur bíða átekta og höfum bara dregið úr framleiðslunni. Við höfum ekkert selt í verslanir síðan í nóvember,“ segir hún. Hún segir mjög erfitt að segja fyrir um hvað þetta ástand geti varað lengi. „Við erum líka með eggjabú, sem hefur haldið okkur á floti, en við vorum nýbúin að stækka eggjabúið vegna yf- irvofandi framkvæmda hér á Austurlandi og það hefur eiginlega bjargað okkur.“ Kjúklingar boðnir á 259 kr. kg út úr búð Guðríður segist ekki vita hversu miklar birgð- ir séu til af alifuglakjöti í landinu en heyrst hafi að stóru búin standi mjög höllum fæti. „Við höfum reynt að halda okkur á floti með því að minnka framleiðsluna og vera ekki með of mikinn kostnað,“ segir hún. Guðríður segir að enginn hafi átt von á svo miklu verðhruni á markaðinum sem raun ber vitni. Sem dæmi um stöðuna benti hún á að um þessar mundir væru kjúklingar frá Reykjagarði seldir á 259 krónur kg í Bónus á Egilsstöðum. „Þetta er alveg óviðunandi. Hjá okkur kostar 350 krónur að framleiða hvert kíló af kjöti. Þeir hljóta að snartapa á að selja þetta á þessu verði, en eru greinilega með það miklar birgðir að þeir verða að láta þetta fara.“ Guðríður Guðmundsdóttir, kjúklingabóndi á Austur-Héraði Höfum ekkert selt frá því í nóvember „STAÐAN er vægt til orða tekið háalvar- leg,“ segir Guðbrandur Brynjúlfsson, svína- bóndi á Brúarlandi. „Það er öll kjötfram- leiðsla í landinu rekin í dag með bullandi tapi,“ segir hann. Selja kjötið 150 kr./kg. undir framleiðslukostnaði Guðbrandur, sem auk þess að stunda svínarækt er einnig með sauðfjárrækt, segir að lægstu verð til framleiðenda sem fregnir hafi borist af á síðustu dögum séu rétt innan við 100 kr. á hvert kíló. „Það þýðir að við- komandi bóndi er að selja kjötið 150 krónum undir framleiðslukostnaði. Ég hef verið svínabóndi í 36 ár og ég hef aldrei kynnst svona ástandi fyrr. Nú er þetta komið út í algjöran fáránleika,“ segir hann. Guðbrandur segir erfitt að gera sér grein fyrir hvert framhaldið verði. „Ég veit að það eru þó nokkrir svínabændur sem þola þetta ástand ekki mikið lengur og eru sumir kannski raunverulega orðnir gjaldþrota en bankar eða aðrir lánardrottnar halda mönn- um uppi ennþá,“ segir hann. Guðbrandur segist aðspurður sjá þá leið út úr erfiðleikunum í svína- og alifuglarækt- inni að menn reyni að koma sér saman um að fækka í bústofninum. „Það er mjög auð- velt að koma á jafnvægi í kjúklingaræktinni á fimm til sex vikum, vegna þess að eldisfer- illinn er ekki lengri. Það hlýtur að vera skynsamlegra fyrir þá framleiðendur að reka húsin með t.d. 80% afköstum og vera með framleiðsluna í jafnvægi. Í svínarækt- inni þurfum við einfaldlega að fækka gyltum um a.m.k. 300 í landinu til að koma á jafn- vægi,“ segir hann. „En það vill oft stranda á því að menn nái samstöðu. Því er ekki að leyna að það eru til menn í þessum greinum, sem vilja bara láta markaðslögmálin um þetta. Samkeppnin er komin út í algjöra vit- leysu. Heilbrigð samkeppni er bara af hinu góða en þegar hún er komin út í svona öfgar og vitleysu hefur hún snúist upp í andhverfu sína,“ segir Guðbrandur. Guðbrandur Brynjúlfsson, svínabóndi á Brúarlandi Aldrei kynnst svona alvarlegu ástandi DAVID Gislason, bóndi á Svaðastöðum í Nýja Íslandi í Manitoba í Kanada, telur að Íslendingar geti komið í veg fyrir upp- blástur lands með því að sá í það án þess að plægja það, en hann hafi gert þetta vestra með mjög góðum árangri. Hjónin Gladys og David Gislason voru heiðursgestir við setningu Búnaðarþings Íslands í gær, en þau eru á landinu í boði Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra. David ávarpaði þingið og greindi meðal annars frá breytingum sem hafa orðið hjá bændum í Nýja Íslandi. Í máli hans kom fram að bændur af íslenskum uppruna hefðu aðlagast vel aðstæðum vestra, en með aukinni sérhæfingu á ný- liðnum árum hefðu orðið miklar breyting- ar á búrekstri. Mestu tekjur í svínarækt Um 300 bændur eru í Nýja Íslandi og um helmingur þeirra af íslenskum ættum. David segir að staða landbúnaðarins sé al- mennt góð í Manitoba. Eftir að ríkis- stjórnin hafi hætt að styrkja kornútflutn- ing hafi dregið úr þessum útflutningi vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafi menn snúið sér að því að rækta eitthvað verð- mætara, léttara og umfangsminna eins og t.d. grasfræ. Eins hafi bændur í auknum mæli farið út í svínarækt og alifuglarækt og nýtt þannig kornið heima. Gjarnan sé um samvinnubú að ræða í svínaræktinni þar sem 5 til 10 bændur vinni saman og fjármagni búin en hver hafi síðan sínar skyldur. „Mestu heildartekjur hjá bænd- um í Manitoba eru í svínaræktinni, en samt hefur verið tap á rekstrinum eins og á Íslandi,“ segir hann. Nokkrir bændur hafa farið út í lífræna ræktun. David segir að uppbyggingin gangi hægt en örugglega og eigi eftir að skila sér. Íslendingar standi framarlega á þessu sviði og bændur vestra gætu sjálf- sagt nýtt sér þá vitneskju. Sjálfur hafi hann lagt áherslu á að varðveita jarðveg- inn sem hafi gefist vel. „Hjá okkur er frost í jörðu fram á vor og sumrin eru stutt, en við berum áburð á í litlar skorur á haustin og þetta opnar jörðina aðeins og nóg til þess að hún hlýnar fyrr og þornar. Þetta virkar vel í sandkenndum jarðvegi og það væri gaman að reyna þetta á Íslandi.“ Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Hólaskóli eru í góðu samstarfi við land- búnaðardeild Manitobaháskóla í Winni- peg og David segir að hann hafi hug á við- skiptum við Íslendinga. „Við ræktum grasfræ sem eru notuð víða um heim og það væri áhugavert að bæta Íslandi í hóp- inn,“ segir hann. David Gislason, bóndi í Manitoba, heiðursgestur á Búnaðarþingi Bendir á vörn við uppblæstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.