Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að loknum atkvæðagreiðslum eru eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Stjórnsýslulög. 2. Útlendingar . 3. Hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignar- stofnanir. 4. Fyrirtækjaskrá. 5. Búnaðarlög. 6. Eftirlit með skipum. 7. Vinnutími sjómanna. 8. Vátryggingastarfsemi. 9. Ársreikningar. 10. Samvinnufélög. 11. Sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur. 12. Einkahlutafélög. 13. Hlutafélög. 14. Samkeppnislög. 15. Opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. 16. Aðgerðir gegn peningaþvætti. 17. Tóbaksvarnir. 18. Umhverfismengun af völdum einnota umbúða (hækkun umsýsluþóknunar). 19. Vegagerð milli Loðmundarfjarð- ar og Seyðisfjarðar. PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði í fyrirspurnartíma á Al- þingi í fyrradag að hann myndi ekki beita sér fyrir því að hækka atvinnu- leysisbætur upp að lágmarkslaunum í landinu. Hann sagði jafnframt að hann hefði ekki greitt atkvæði með ályktun, sem samþykkt hefði verið á nýlegu flokksþingi framsóknar- manna, um að hækka bæri atvinnu- leysisbætur og stefna að því að „þær verði ekki lægri en lægstu launataxt- ar,“ eins og segir í ályktuninni. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyr- irspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinar -græns framboðs. „Atvinnuleysibætur voru hækkað- ar um fimm prósent síðustliðin ára- mót,“ sagði ráðherra og hélt áfram. „Er skemmst frá því að segja að ég mun ekki beita mér fyrir því að hækka atvinnuleysisbætur upp að lágmarkslaunum eða gera þær jafnar lágmarkslaunum. Ég tel að það þurfi að vera einhver hvati til að fólk taki vinnu fremur heldur en að vera á bót- um.“ Félagsmálaráðherra tók þó undir með Steingrími að atvinnuleys- isbætur væru lágar og sagði að það væri athugandi að „lyfta þeim eitt- hvað upp“. Steingrímur sagði svör ráðherra „framsóknarleg“ og lítið á þeim að græða. Steingrímur minnti á að at- vinnuleysisbætur væru um 77 þús- und kr. á mánuði. „Af því er mönnum ætlað að lifa sem missa atvinnuna – jafnvel fólki sem hverfur úr vellaun- uðum störfum.“ Hann sagði að kvart- að hefði verið yfir því ítrekað á und- anförnum mánuðum og misserum að upphæð atvinnuleysisbóta hefði ekki fylgt verðlagsþróun. Þess vegna hefði verið ánægjulegt að framsókn- armenn hefðu munað „eftir þessum hlutum“ á nýlegu flokksþingi sínu og ályktað að bæturnar yrðu ekki lægri en lægstu launataxtar. „Það sem vek- ur þó auðvitað sérstaka athygli er að hér talar flokkur félagsmálaráðherr- ans. Hér talar sá flokkur sem hefur farið með félagsmálaráðuneytið í átta ár og því haft nægan tíma til að vinda þessum hlutum í framkvæmd ef vilji hefði verið til staðar; ef þetta væru meira en orðin tóm.“ Síðar í umræðu Steingríms og ráð- herra um þessi mál tók sá síðarnefndi fram að hann hefði ekki staðið að því að undirbúa umrædda ályktun. „Þótt það komi ekki þessu máli við stóð ég ekki að þessari tillögugerð á flokks- þingi framsóknarmanna og greiddi henni ekki atkvæði,“ sagði ráðherra. Myndi skrimta Steingrímur spurði ráðherra, und- ir lok umræðunnar, að því hvort hann treysti sér til að fara á atvinnuleys- isbætur og lifa af þeim. Ráðherra svaraði spurningunni á eftirfarandi hátt: „Ég get svarað því til að ég myndi skrimta einhverja mánuði á atvinnuleysisbótum, ef að og þegar ég missi vinnuna, en ég myndi ekki hafa löngun til þess að vera á þeim lengi.“ Ráðherra beitir sér ekki fyrir hækkun atvinnuleysisbóta Ályktun þessa efnis samþykkt á flokksþingi fram- sóknarmanna ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs héldu uppi harðri andstöðu á Alþingi í gær við frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um heimild til samn- inga um álverksmiðju í Reyðarfirði. Þriðja og síðasta umræða um frum- varpið hófst eftir hádegi en lauk í gærkvöld. Þingmenn VG voru þeir einu sem héldu framsögur. Þingmenn annarra flokka komu þó upp í pontu í andsvörum. Í upphafi þingfundarins lagði þing- flokkur VG fram breytingartillögu við frumvarp ráðherra, en með breyting- artillögunni er lagt til að bygging Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði hefjist ekki nema fram- kvæmdirnar hafi verið samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fari samhliða komandi alþingiskosning- um. Þingmenn VG hafa í umræðunni m.a. bent á, að bygging Kárahnjúka- virkjunar sem sé forsenda samninga um byggingu álversins í Reyðarfirði muni leiða af sér gríðarleg óafturkræf náttúruspjöll auk þess sem mengun af álverinu yrði umtalsverð. Stefnt er að því að fram fari loka- atkvæðagreiðsla um frumvarpið og breytingartillögu VG í dag, miðviku- dag. Morgunblaðið/Kristinn Ögmundur Jónasson hefur mælt gegn virkjunarfrumvarpinu í þinginu. Umræðu lýkur um álversfrumvarpið Þingmenn VG hafa haldið uppi harðri andstöðu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudag að hann óttaðist að með hverjum degi drægist heimurinn nær styrjöld í Írak. Hann sagði að stefna ríkisstjórnarinnar í Íraksmál- inu væri sú að menn ættu að stuðla að friðsamlegri lausn málsins. Stríð væri ætíð „afarkostur, neyðarkost- ur, neyðarbrauð“. Ráðherra sagði þó að íslenska rík- isstjórnin legði áherslu á að Íraks- stjórn færi eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1441, en hún kveður m.a. á um að þeir afsali sér gereyðingarvopnum. Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ögmundur kvaðst harma að ís- lensk stjórnvöld væru ekki gagn- rýnni í afstöðu sinni til stríðsæsinga og yfirgangsstefnu Bandaríkja- stjórnar í Austurlöndum. Óttast stríð í Írak ÓUPPLÝST mannshvörf hér á landi frá árinu 1945 til ársins 2002, annarra en þeirra sem farist hafa við störf á sjó, eru talin vera 47. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sólveigar Pét- ursdóttur dómsmálaráðherra við fyr- irspurn Björgvins G. Sigurðssonar, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Svarinu var dreift á Alþingi á fimmtudag. Er það byggt á upplýs- ingum sem teknar voru saman af rík- islögreglustjóra. 47 óupplýst mannshvörf STJÖRNUBÍÓSREITURINN svokallaði, þar sem fyrirhugað er að gera bílastæðakjallara, varð til- efni umræðna og bókana á víxl í borgarráði í gær. Sögðu sjálfstæð- ismenn augljóst að bílastæðavandi í miðborginni hefði ekki ráðið kaupum Reykjavíkur á lóðinni, sem áður var í eigu Jóns Ólafs- sonar, þar sem skipulagsáætlanir borgarinnar lutu að því að reisa bílastæðahús á bak við hús Lands- bankans á Laugavegi 77. Fulltrúar meirihlutans bentu hins vegar á að ekki hefði verið áhugi hjá eigend- um Laugavegar 77 að ráðast í upp- byggingu á lóðinni. Samþykkt var á fundinum að auglýsa deiliskipulag reitsins en gert er ráð fyrir að byggja á hon- um þriggja hæða verslunarhús með inndreginni fjórðu hæð fyrir íbúðir. Undir byggingunni verður síðan bílastæðakjallari fyrir 250 bíla. Óhentug staðsetning Að mati Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, var lóðin keypt allt of háu verði en hún kostaði um 140 milljónir króna. „Við höfum einnig bent á að lóðin var keypt á afar undarlegum tíma, skömmu eftir kosningar síðastliðið vor. Hins vegar vita allir að þetta var und- irbúið löngu fyrir þann tíma.“ Hún bendir á bókun R-listans í júlí sl. í því sambandi þar sem kemur fram að málið hafi verið lengi í und- irbúningi af hálfu borgarinnar. Hanna Birna segir aðalatriði málsins þó að ekki hafi verið þörf á því að kaupa lóðina. Staðsetning hennar, í grennd við gatnamót Laugavegar og Snorrabrautar, sé ekki hentug fyrir bílastæðahús auk þess sem lengi hafi verið horft til lóðarinnar við Laugaveg 77 í sambandi við uppbyggingu bíla- stæðahúss. „Nýlega hafa embætt- ismenn upplýst í nefndum borg- arinnar að það sé vilji eigenda Laugavegar 77 að taka upp um- ræður um að byggja þar bíla- stæðahús. Mér finnst afar ein- kennilegt, í ljósi þess að hugsanlega getum við tekið besta kostinum, að þá sé borgin að fara leið sem er ekki talin hagkvæm.“ Hvað varðar yfirlýsingu fulltrúa R-listans á borgarráðsfundi í gær þess efnis, að þeir væru einnig til- búnir til viðræðna við eigendur Laugavegar 77, segir Hanna Birna ekki þörf á tveimur bílastæðahús- um á efri hluta Laugavegarins. Í bókun sjálfstæðismanna kem- ur fram að þegar lóðin var keypt hafi deiliskipulag hennar gert ráð fyrir 100 stæða bílakjallara og ekki hafi legið fyrir áætlanir um kjallara sem tæki 250 stæði. „Nú ætla menn hins vegar að taka þetta í annan farveg og gera þenn- an stóra bílastæðakjallara þarna. Við teljum að það eigi að skoða aðrar leiðir og sjáum ekki hvers vegna R-listinn keypti þetta á sín- um tíma fyrir þetta háa verð. Það var ekki gert með hagsmuni mið- borgarinnar í huga.“ Landsbankinn vildi ekki frekari viðræður Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-listans og formað- ur skipulagsnefndar borgarinnar, undirstrikar að það hafi verið stjórn skipulagssjóðs sem átti við- ræður við eigendur Stjörnubíós- reitsins um kaupin á honum en í henni sitji eingöngu embættis- menn. „Það er því af og frá að það hafi verið einhver pólítísk ákvörðun sem lá þar að baki. Þetta er klár- lega mál stjórnsýslunnar og emb- ættismannakerfisins og eftir að hafa fengið umsögn fasteignasala var það mat þeirra, sem sátu í skipulagssjóði, að þetta verð væri í takt við fasteignamarkaðinn og mjög eðlilegt.“ Aðspurð segir hún ákvörðun um kaup á lóðinni hafa komið á end- anum til staðfestingar borgaryf- irvalda en það hafi verið að und- angenginni ákvarðanatöku embættismannakerfisins. Hún segir að búið hafi verið að skoða alla möguleika á svæðinu fyrir slíkan bílastæðakjallara. „Þetta varð niðurstaðan eftir þá skoðun og við teljum að það sé mjög viðunandi fyrir þetta svæði vegna þess að þarna vantar klár- lega bílastæði. Við vorum búin að vera í viðræðum mánuðum saman við Landsbankann á Laugavegi 77, sem endaði með því að Lands- bankinn baðst formlega undan því að halda þeim áfram.“ Þannig hafi verið ákveðið að ráðast í kaup lóðarinnar eftir að afsvar Landsbankans lá fyrir. „Það er aðalatriði málsins. Við höf- um heyrt af þessum áhuga þeirra núna og segjum að við útilokum ekkert í þeim efnum ef það eru breyttar forsendur hjá bankan- um.“ Steinunn segist þó ekki geta metið hvort þörf sé á báðum húsunum. „Það er fyrirhuguð heilmikil uppbygging þarna í næsta nágrenni þannig að það kann vel að vera að það sé markaður fyrir fleiri bílastæði,“ segir hún. Kaup borgarinnar á Stjörnubíós- reitnum gagnrýnd í borgarráði Morgunblaðið/Jim Smart Frá niðurrifi Stjörnubíós: Á lóðinni þar sem kvikmyndahúsið stóð er nú fyrirhugað að reisa verslunarhús og bílastæðakjallara. Lóðin kostaði um 140 milljónir Ákvörðun embættismanna segir formaður skipulagsnefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.