Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALVARLEG STAÐA Staðan á kjötmarkaði er orðin mjög alvarleg, sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, við setningu Búnaðarþings í gær. Hann sagði að öll svínabú landsins væru rekin með halla og eigið fé víða gengið til þurrðar. Stórfellt tap væri einnig hjá öllum kjúklingaframleið- endum. Farsímaleyfi í útboð Allt að fjórum bjóðendum verður úthlutað tíðni til rekstrar þriðju kyn- slóðar farsímaneta að undangengnu almennu útboði, skv. frumvarpi sam- gönguráðherra. Gildistími úthlut- unarinnar verður 15 ár og gjaldið 190 milljónir kr. fyrir hverja tíðniút- hlutun. Sameining úr sögunni Stjórnir SÍF og SH hafa ákveðið að hætta viðræðum um sameiningu félaganna. Ástæðan er ágreiningur um mat á virði félaganna. Í sameig- inlegri tilkynningu segir að viðræð- urnar hafi leitt í ljóst að of mikið beri í milli hvað varðar mat á virði félag- anna til að samkomulag náist. Óbreyttar verndunarreglur Reglur um verndun hrygning- arþorsks verða óbreyttar frá síðasta ári og því verður ekki farið að tillögu Hafrannsóknastofnunar um helm- ingslengingu veiðibanns á þorski, samkvæmt reglugerð sem sjáv- arútvegsráðuneytið gaf út í gær. 19 fórust í sprengjutilræði Að minnsta kosti nítján manns fórust í sprengjutilræði við flugstöð á sunnanverðum Filippseyjum í gær. Að sögn yfirvalda særðust 147, margir alvarlega, og talið að tala lát- inna kynni að hækka. Enginn hafði í gær lýst ábyrgð á hendur sér. Rússar íhuga neitunarvald Utanríkisráðherra Rússlands sagði í gær að hann útilokaði ekki að Rússar myndu beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt álykt- unar er heimilar herför gegn Írak. Handfrjáls búnaður í bíla fyrir flestar gerðir GSM síma. Ísetning á staðnum. FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is  ÖRLAGARÍKAR BEYGJUR  KÖRTUBRAUT Í GARÐABÆ DROTTNUN FERRARI HONDA ACCORD REYNSLUEKIÐ  BREYTINGAR Á REGLUM  BÍLASÝNINGIN Í GENF  FORMÚLAN BRESTUR Á Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/14 Minningar 34/37 Erlent 15/17 Kirkjustarf 37 Höfuðborgin 20 Bréf 40 Akureyri 21 Kirkjustarf 41 Suðurnes 22 Dagbók 42/43 Landið 23 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 5o/53 Umræðan 26/33 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Með Morgunblaðinu í dag fylgir tíma- ritið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. ÞESSAR yngismeyjar sveifluðu svo sann- arlega hárinu á árshátíð Réttarholtsskóla í gærkvöld enda mikið líf og fjör á ballinu. Há- tíðin hófst í félagsmiðstöðinni Bústöðum áður en haldið var til hátíðarkvöldverðar í safn- aðarheimili Bústaðakirkju þar sem ungmenn- in gæddu sér á hinum ljúffengustu kræs- ingum. Sjálfsagt hafa margir borðað á sig gat en það kom þó ekki í veg fyrir að dansinn væri stiginn við dynjandi tónlist á árshátíðarballi í húsnæði Réttarholtsskóla á eftir. Í dag hefjast svo þemadagar í skólanum þar sem meginviðfangsefnið verður leikir fyrr og nú. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dansað við dynjandi tónlist SAMTÖK verslunar og þjónustu segja að ekki væri eftirsjá í krónupeningnum sem mynteiningu í verslun og viðskiptum hér á landi yrði hann tekinn úr umferð. Þetta sé niðurstaða sem fengin var eftir lauslega könnun meðal aðildar- fyrirtækja samtakanna. Í fréttabréfi samtakanna kemur fram að Seðla- bankanum hafi verið sendar þessar upplýsingar og eflaust komi að því að krónumyntin verði tekin úr umferð. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Seðlabankans, segir ekki nein áform uppi um að inn- kalla krónuna sem mynteiningu. Frá því í september í fyrra hafi 5, 10 og 50 aurar verið innkallaðir, sem bankar og sparisjóðir taki við til 1. október nk. en Seðlabankinn til 1. október 2004. Afnám auranna sé hreinsunar- starf en allt annað gildi um krónuna. Aðspurður hvað ráði því hvaða mynteiningar séu í notkun kveður Tryggvi það vera verðgildi og notkun myntanna. Útlit sé fyrir að verðmæti krónunnar haldist þar sem verðbólga sé í samræmi við markmið Seðla- bankans. Þetta sé því ekki tímabær umræða. 67 milljónir króna í notkun Samkvæmt upplýsingum frá Seðla- bankanum eru rúmlega 67 milljónir krónupeninga í umferð, sem samsvar- ar því að allir núlifandi Íslendingar væru með 230 krónupeninga að með- altali í sínum fórum. Það eru tæp 5% af heildarverðmæti allrar myntar sem notuð er hér á landi. Eftir að aurar hverfa úr notkun skapast svigrúm til að minnka þá mynt sem þegar er í umferð. Tryggvi segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það innan Seðlabankans. Samtök verslunar og þjónustu telja mikla hagkvæmni felast í því að gera þyngri myntir, sem nú eru í notkun, léttari. Tryggvi segir að Seðlabankinn hugi stöðugt að peningaútgáfu og taki eitt skref í einu til að auka öryggi og tryggja hagkvæmni. Aðspurður hvort tíu þúsund króna seðill sé á teikni- borði Seðlabankans segir hann svo ekki vera. Notkun seðla og myntar í viðskipt- um hefur farið minnkandi undanfarin þrjú ár sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Nú er þetta hlutfall tæpt 1% en heildarverðmæti allrar myntar og seðla í umferð í hagkerfinu utan Seðlabankans er rúmir níu milljarðar króna. Tryggvi segir notkun seðla og myntar hafa dregist saman vegna aukinnar notkunar greiðslukorta, netbanka, sjálfvirkra millifærslna og annarra rafrænna greiðslna. Samtök verslunar og þjónustu skrifa Seðlabankanum bréf Segja ekki eftirsjá í krónupeningnum REGLUR um verndun hrygn- ingarþorsks verða óbreyttar frá síðasta ári og því verður ekki farið að til- lögu Hafrann- sóknastofnunar- innar um helmingsleng- ingu veiðibanns á þorski, samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðuneytið gaf út í gær. Stofnunin hafði lagt til að veiðibann yrði lengt um helming á einstökum svæðum, eða úr 21 degi í 40 daga. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunar, segir það miður að ekki skuli vera tekið tillit til þess sem stofn- unin hafi lagt til. Hann segir að Hafrann- sóknastofnun muni halda sínu striki enda muni þorskstofninn aldrei ná sér á strik aftur nema sóknin verði takmörk- uð frekar. Ekki náðist í Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra í gærkvöldi. Ráðherra ákveður óbreyttar reglur  Ekki farið að/14 Verndun hrygningarþorsks HAFSTEINN Karlsson, skóla- stjóri í Salaskóla, segir að í ljós hafi komið að enginn fótur hafi verið fyrir fréttum af því að mað- ur hafi boðið börnum upp í bíl hjá sér með sælgæti og ýmsum gylliboðum í nágrenni skólans, eins og kom fram í viðvörun sem stjórnendur skólans sendu til for- eldra um helgina. Hann segir að skólinn hafi tal- ið sig hafa fengið staðfestingu á því að svo væri þar sem ábend- ingin hafi komið úr skóla í ná- grenninu, en annað hafi síðan komið á daginn. Bréfið hafi fyrst og fremst verið hugsað sem al- menn viðvörun til foreldra um að vera á varðbergi. Grétar Sæmundsson, yfirmað- ur í rannsóknardeild lögreglunn- ar í Kópavogi, segir að lögregl- unni hafi borist nokkrar ábend- ingar um að menn hafi gefið sig að ókunnugum börnum í Kópa- vogi, sérstaklega eftir að fréttir bárust af viðvörun stjórnenda í Salaskóla. Enginn ábending hafi þó borist úr Salahverfi. Grétar segir að ekki sé vitað til þess að brot hafi verið framin, en lög- regla sé nú að skoða þær ábend- ingar sem borist hafi, eins og alltaf sé gert. Lögregla fékk ábend- ingar úr Kópavogi Enginn fótur fyrir viðvörun til foreldra barna úr Salaskóla ALLS bárust 130 umsóknir um nám við leiklistardeild Listahá- skóla Íslands næsta vetur. Það er fjölgun um 16% frá því í fyrra en þá fjölgaði umsóknum um 15% milli ára. Fleiri hafa ekki í annan tíma sótt um námið. Inntökupróf í leiklistardeild- ina verða haldin á næstu vikum og á grundvelli niðurstöðu þeirra verður 8–9 umsækjend- um boðið að hefja nám við deild- ina. „Við erum bundin þeim tak- mörkunum að geta einungis sinnt litlum hópi, einfaldlega vegna þess að þetta er dýrt nám. Þarna verður þéttur hópur starfandi saman í fjögur ár og alveg ljóst að það verður erfitt að velja úr umsóknum, sérstak- lega á síðustu stigunum,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. 130 sækja um leik- listarnám  Verður erfitt/25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.