Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALDIÐ var fjöltefli í Grunnskóla Grindavíkur nú í byrjun vikunnar. Tilefnið var kynning á Taflfélagi Grindavíkur sem var stofnað nú á dögunum í samvinnu við Taflfélag Garðabæjar. Það voru þær Anna Björg Þor- grímsdóttir og Sylvia Johansen sem tefldu við krakkana en alls tóku um 60 nemendur þátt í fjöl- teflinu. Sylvia er margreynd norsk landsliðskona sem hefur keppt á átta Ólympíumótum en Anna er í landsliði Íslands og keppti í haust á sínu fyrsta Ólympíumóti. Ein ell- efu ára gömul stúlka, Helga Dís Jakobsdóttir, náði að sigra þessa sterku skákmenn en aðrar skákir unnu þær Anna og Sylvia. „Næstkomandi miðvikudag verður haldið fyrsta alþjóðlega kvennamótið hér á landi og stað- urinn ekki af lakara taginu, Salt- fisksetur Íslands. Þarna keppa ís- lenska landsliðið, það norska og Evrópumeistarar Frakka. Sam- hliða er síðan Þorbjarnar Fiska- nes-mótið þar sem bætast við lið,“ sagði Jóhann H. Ragnarsson, skákfrömuður. Þess má einnig geta að verðlaunaafhending fer fram næstkomandi sunnudag í Blá lóninu og í tengslum við afhend- inguna verður teflt ofan í Bláa lóninu. Mótið í Saltfisksetrinu á miðvikudag hefst kl.19.30. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Anna Björg Þorgrímsdóttir teflir fjöltefli við áhugasama nemendur grunn- skólans í Grindavík. Stelpur og strákar tefldu við gestinn. Fyrsta alþjóðlega kvenna- skákmótið Grindavík Taflfélag Grindavíkur stofnað og teflt í Saltfisksetrinu BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar samþykkti í gærkvöldi að fela bæj- arstjóra að undirbúa breytingar á lögreglusamþykkt sem miða að því að banna einkadans á næturklúbb- um. Átta af ellefu bæjarfulltrúum stóðu að samþykktinni. Nektardans hefur ekki verið bannaður í Reykjanesbæ og er nú stundaður á næturklúbbnum Cas- ino í Keflavík. Í greinargerð með tillögu bæjarfulltrúanna er vakin athygli á niðurstöðum dóms Hæsta- réttar vegna banns við einkadansi á næturklúbbum í Reykjavík, þá er vakin athygli á skýrslum og upplýs- ingum um mansal og vændi. Fram kemur að það sé skylda stjórnmála- manna að taka þátt í upplýstri um- ræðu um þessi málefni og bregðast við ef nýjar upplýsingar koma fram. Það hafi þrjú af þeim fjórum bæjarfélögum, sem leyfa starfsemi næturklúbba, gert með því að banna einkadans. „Í ljósi alls framangreinds teljum við það skyldu okkar að bregðast við með sama hætti og önnur bæj- arfélög hafa gert. Með því er ekki verið að fella neinn dóm yfir þeirri starfsemi sem hér er í Reykja- nesbæ, heldur viljum við senda ákveðin siðferðisskilaboð, ekki síst til æsku Reykjanesbæjar, en um leið að túlka allan vafa þeim í hag sem telja að ólögleg starfsemi teng- ist þessum stöðum,“ segir í lok greinargerðarinnar. Átta bæjarfulltrúar stóðu að til- lögunni, það er að segja allir nema Böðvar Jónsson, formaður bæjar- ráðs, og Guðbrandur Einarsson og Ólafur Thordersen, fulltrúar Sam- fylkingarinnar. Hyggjast banna einkadans Reykjanesbær Kjöri íþróttamanns Sandgerðis 2002 verður lýst á hátíðlegri sam- komu í kvöld. Samkoman fer fram í golfskála Golfklúbbs Sandgerðis og hefst klukkan 20.30. Hátíð- arsamkoman er opin almenningi og er áhugafólk um íþróttir hvatt til að mæta og samgleðjast með afreks- fólkinu, segir í frétt frá Sandgerð- isbæ. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.