Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 62. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hús skáldsins Gröndalshús fellur undir friðun húsa á Naustareit 20 Fimm kvikmyndir frá fimm löndum Fólk 52 Formúlan á fulla ferð Fimm líklegir til að slást við Schumacher Bílar 12 Norrænir bíódagar HJÓNIN Sverrir Hilmarsson og Steinunn Jakobsdóttir eru nýkomin frá Suðurskautslandinu, þar sem þau hafa verið við ískjarnarannsóknir í tæplega þrjá mánuði. „Frostið í Kohnen-stöðinni á Suð- urskautslandinu var orðið 47 gráður á Celsíus og þegar svo er komið er tími kominn til að pakka saman og koma sér í burtu,“ segir Sverrir, sem var þarna þriðja veturinn í röð við störf. Verkefnið er samevrópskt og hafa um 23 til 27 manns verið í stöðinni hverju sinni. Verið er að rannsaka veðurfarið undanfarin 150.000 til 200.000 ár með ískjarnaborunum. Borað hefur verið niður á um 1.550 metra dýpi en gert er ráð fyrir að bora niður á um 2.700 metra dýpi. Ljósmynd/Sepp Kipstuhl Hjónin Steinunn Jakobsdóttir og Sverrir Hilmarsson í Kohnen. Við rannsóknir í tæplega 50 gráða frosti  Hefur verið/12 MJÖG alvarleg staða er komin upp á kjötmarkaði. Öll svínabú á landinu eru rekin með halla og eigið fé er víða gengið til þurrð- ar. Stórfellt tap er einnig hjá öll- um kjúklingaframleiðendum. Þetta kom fram í máli Ara Teits- sonar, formanns Bændasamtak- anna, við setningu Búnaðarþings í gær. Ari sagði að einnig hefði orðið veruleg verðlækkun á kindakjöti. Staðan væri mjög alvarleg og myndi fyrirsjáanlega valda fá- tækt og jafnvel gjaldþroti hjá fjölda bænda. Eigið fé víða gengið til þurrðar Í máli Ara kom fram að mjög hörð samkeppni hefði verið á svínakjötsmarkaði. „Samkeppnin hefur þó keyrt úr hófi á liðnu ári og munu nú öll svínabú í landinu rekin með halla og eigið fé víða gengið til þurrðar. Engar vís- bendingar eru um að staða á mörkuðum sé að lagast og eðli- legt er að spurt sé hvort þetta sé einfaldlega afleiðing af frjálsu markaðskerfi eða svínabændur skorti vilja til að draga nægilega úr framboði svínakjöts á mark- aði. Að minnsta kosti er ljóst að hver vika sem líður í þessu um- hverfi er svínabændum og fjöl- skyldum þeirra dýr. Framleiðsla alifuglakjöts jókst mjög hratt á síðari hluta ársins og verðfall fylgdi í kjölfarið. Stór- fellt tap er því hjá öllum fram- leiðendum og getur slíkt ástand ekki varað lengi,“ sagði hann. Draga skipulega úr framleiðslu Að mati Ara eru þrjár leiðir til að laga stöðuna. Í fyrsta lagi að bíða þess að hluti bænda gefist upp og verði gjaldþrota. Sú leið sé bæði kostnaðarsöm og sárs- aukafull. Í öðru lagi að flytja skipulega úr landi framleiðslu sem ekki er rúm fyrir á inn- lendum markaði og í þriðja lagi draga skipulega úr framleiðslu þar til kjötmarkaðurinn kæmist í jafnvægi. Sagði Ari að sú leið væri bændum hagkvæmust. Verðfall vegna offramboðs Ari sagði að undanfarin ár hefðu margir spáð mikilli aukn- ingu kjötframleiðslu og erfiðleik- um og verðhruni í kjölfarið. Ým- islegt hefði orðið til að fresta því að það gengi eftir, auk þess sem kjötmarkaðurinn hefði stækkað meira en búist var við. „Ef til vill á þetta sinn þátt í því að of margir höfðu óraunhæf- ar væntingar um að áframhald- andi aukning kjötframleiðslu væri möguleg án vandræða. Sú hefur ekki orðið raunin og á síð- asta ári varð verðfall á öllu kjöti vegna offramboðs þannig að mik- ið af framleiðslunni er selt undir kostnaðarverði, en jafnframt safnast birgðir upp,“ sagði Ari. Hann sagði að eðlilega væri spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa stöðu. Hefði mátt beita Lánasjóði landbúnaðarins Eftir á að hyggja hefði mátt beita Lánasjóði landbúnaðarins öðruvísi en gert var. Það hefði engan veginn verið auðvelt, ekki síst vegna þess að aðrar lána- stofnanir hefðu verið ótrúlega fúsar til að lána fjármagn til kjöt- framleiðslu. Fátækt og gjaldþrot fjölda bænda eru fyrirsjáanleg Mjög alvarleg staða á kjötmarkaði, segir formaður Bændasamtakanna  Staðan/6 „ÉG hef verið svínabóndi í 36 ár og ég hef aldrei kynnst svona ástandi fyrr. Nú er þetta komið út í algjöran fáránleika,“ segir Guð- brandur Brynjúlfsson, svínabóndi á Brúarlandi. Guðbrandur segir stöðuna há- alvarlega vægt til orða tekið. „Það er öll kjötframleiðsla í land- inu rekin í dag með bullandi tapi,“ segir hann. Á síðustu dög- um hafi borist fregnir af því að lægsta verð til framleiðenda væri komið niður fyrir 100 kr. á kílóið. „Það þýðir að viðkomandi bóndi selur kjötið 150 krónum undir framleiðslukostnaði,“ segir hann. „Staðan er mjög slæm,“ segir Guðríður Guðmundsdóttir, sem rekur kjúklingabú á Austur- Héraði. „Við ákváðum að fara ekki niður fyrir framleiðslukostn- að við sölu heldur bíða átekta og höfum bara dregið úr framleiðsl- unni. Við höfum ekkert selt í verslanir síðan í nóvember.“ Ekki kynnst svona ástandi fyrr í 36 ár RÚMLEGA annar hver Rússi telur að Jósef Stalín hafi gegnt já- kvæðu hlut- verki í rúss- neskri sögu, samkvæmt nið- urstöðum nýrr- ar skoðana- könnunar er birtar voru í gær, en í dag er hálf öld liðin frá andláti Stalíns. Alls tóku sextán hundruð manns þátt í könnuninni. Fimmtíu og þrjú prósent aðspurðra kváðust telja að Stalín hefði gegnt jákvæðu hlutverki, en 33% sögðust telja hlutverk hans hafa verið neikvætt. Fjórtán prósent vildu ekki svara. Um þrjátíu og sex prósent aðspurðra sögðu að „þrátt fyrir mistök hans“ verðskuld- aði Stalín að hans væri minnst fyrir þátt sinn í að leiða Sovétríkin til sigurs í seinni heimsstyrjöld. Um 27% sögðu hann hafa verið morð- óðan harðstjóra, en 20% kváðust líta á hann sem vitr- an leiðtoga sem gert hefði Sovétríkin að stórveldi. Stalín jákvæður Moskvu. AFP. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, og Ígor Ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands, ræddust við í gær, en fyrir fundinn sagði Straw að Bret- ar teldu sig hafa „nægjanlegar laga- legar forsendur“ til að fara með Bandaríkjamönnum í stríð gegn Írök- um. Straw játti því þó, að Bretum þætti betra ef öryggisráðið sam- þykkti herförina í nýrri ályktun. Ívanov kvaðst aftur á móti ekki geta útilokað að Rússar myndu beita neitunarvaldi í öryggisráðinu, þar sem þeir eiga fastafulltrúa. Ef nauð- syn krefði gætu þeir nýtt sér neitun- arvaldsréttinn sem fylgdi föstu sæti, sagði Ívanov. „Rússar geta ekki tekið þann kostinn að sitja hjá.“ Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær, að neitunar- valds yrði ekki þörf í öryggisráðinu þar sem tillaga um ályktun um herför myndi aldrei hljóta nægan stuðning þar. Frakkar eiga einnig fastafulltrúa í ráðinu. Þeir sögðust telja, að meiri- hluti ráðsins væri fylgjandi því að vopnaeftirliti yrði haldið áfram í Írak. Eftirlit er ekki nóg Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að hann teldi að Írakar gætu haldið áfram að smíða sér vopn þrátt fyrir að eftirlitsmenn SÞ væru í landinu. Rumsfeld kvaðst ekki hafa trú á því að Saddam Hussein Íraksforseti væri að afvopnast, eins og SÞ hafa krafist, þótt Írakar hefðu eytt al-Samoud II- eldflaugum sínum. Það myndi taka mörg ár að tryggja að Írakar eyddu sjálfir öllum vopnabirgðum sínum. Rússar útiloka ekki beitingu neitunarvalds  Ætla að fella/15 Bagdad. AFP. RÚSSAR sögðu í gær að þeir útilokuðu ekki að þeir myndu beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) til þess að koma í veg fyrir stríð í Írak, en Bretar gáfu í skyn að þeir væru reiðu- búnir til herfarar til Íraks án samþykkis öryggisráðsins. BANDARÍSK B-52-sprengjuþota kemur til lendingar á Fairford-flugvelli breska hersins í Bretlandi í gær. Bretar féllust á beiðni Bandaríkjamanna um leyfi til að 14 slíkar þotur yrðu fluttar til vallarins og er það liður í víg- búnaði hersins vegna hugsanlegra átaka í Írak. Reuters Vígbúnaði haldið áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.