Morgunblaðið - 05.03.2003, Page 1

Morgunblaðið - 05.03.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 62. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hús skáldsins Gröndalshús fellur undir friðun húsa á Naustareit 20 Fimm kvikmyndir frá fimm löndum Fólk 52 Formúlan á fulla ferð Fimm líklegir til að slást við Schumacher Bílar 12 Norrænir bíódagar HJÓNIN Sverrir Hilmarsson og Steinunn Jakobsdóttir eru nýkomin frá Suðurskautslandinu, þar sem þau hafa verið við ískjarnarannsóknir í tæplega þrjá mánuði. „Frostið í Kohnen-stöðinni á Suð- urskautslandinu var orðið 47 gráður á Celsíus og þegar svo er komið er tími kominn til að pakka saman og koma sér í burtu,“ segir Sverrir, sem var þarna þriðja veturinn í röð við störf. Verkefnið er samevrópskt og hafa um 23 til 27 manns verið í stöðinni hverju sinni. Verið er að rannsaka veðurfarið undanfarin 150.000 til 200.000 ár með ískjarnaborunum. Borað hefur verið niður á um 1.550 metra dýpi en gert er ráð fyrir að bora niður á um 2.700 metra dýpi. Ljósmynd/Sepp Kipstuhl Hjónin Steinunn Jakobsdóttir og Sverrir Hilmarsson í Kohnen. Við rannsóknir í tæplega 50 gráða frosti  Hefur verið/12 MJÖG alvarleg staða er komin upp á kjötmarkaði. Öll svínabú á landinu eru rekin með halla og eigið fé er víða gengið til þurrð- ar. Stórfellt tap er einnig hjá öll- um kjúklingaframleiðendum. Þetta kom fram í máli Ara Teits- sonar, formanns Bændasamtak- anna, við setningu Búnaðarþings í gær. Ari sagði að einnig hefði orðið veruleg verðlækkun á kindakjöti. Staðan væri mjög alvarleg og myndi fyrirsjáanlega valda fá- tækt og jafnvel gjaldþroti hjá fjölda bænda. Eigið fé víða gengið til þurrðar Í máli Ara kom fram að mjög hörð samkeppni hefði verið á svínakjötsmarkaði. „Samkeppnin hefur þó keyrt úr hófi á liðnu ári og munu nú öll svínabú í landinu rekin með halla og eigið fé víða gengið til þurrðar. Engar vís- bendingar eru um að staða á mörkuðum sé að lagast og eðli- legt er að spurt sé hvort þetta sé einfaldlega afleiðing af frjálsu markaðskerfi eða svínabændur skorti vilja til að draga nægilega úr framboði svínakjöts á mark- aði. Að minnsta kosti er ljóst að hver vika sem líður í þessu um- hverfi er svínabændum og fjöl- skyldum þeirra dýr. Framleiðsla alifuglakjöts jókst mjög hratt á síðari hluta ársins og verðfall fylgdi í kjölfarið. Stór- fellt tap er því hjá öllum fram- leiðendum og getur slíkt ástand ekki varað lengi,“ sagði hann. Draga skipulega úr framleiðslu Að mati Ara eru þrjár leiðir til að laga stöðuna. Í fyrsta lagi að bíða þess að hluti bænda gefist upp og verði gjaldþrota. Sú leið sé bæði kostnaðarsöm og sárs- aukafull. Í öðru lagi að flytja skipulega úr landi framleiðslu sem ekki er rúm fyrir á inn- lendum markaði og í þriðja lagi draga skipulega úr framleiðslu þar til kjötmarkaðurinn kæmist í jafnvægi. Sagði Ari að sú leið væri bændum hagkvæmust. Verðfall vegna offramboðs Ari sagði að undanfarin ár hefðu margir spáð mikilli aukn- ingu kjötframleiðslu og erfiðleik- um og verðhruni í kjölfarið. Ým- islegt hefði orðið til að fresta því að það gengi eftir, auk þess sem kjötmarkaðurinn hefði stækkað meira en búist var við. „Ef til vill á þetta sinn þátt í því að of margir höfðu óraunhæf- ar væntingar um að áframhald- andi aukning kjötframleiðslu væri möguleg án vandræða. Sú hefur ekki orðið raunin og á síð- asta ári varð verðfall á öllu kjöti vegna offramboðs þannig að mik- ið af framleiðslunni er selt undir kostnaðarverði, en jafnframt safnast birgðir upp,“ sagði Ari. Hann sagði að eðlilega væri spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa stöðu. Hefði mátt beita Lánasjóði landbúnaðarins Eftir á að hyggja hefði mátt beita Lánasjóði landbúnaðarins öðruvísi en gert var. Það hefði engan veginn verið auðvelt, ekki síst vegna þess að aðrar lána- stofnanir hefðu verið ótrúlega fúsar til að lána fjármagn til kjöt- framleiðslu. Fátækt og gjaldþrot fjölda bænda eru fyrirsjáanleg Mjög alvarleg staða á kjötmarkaði, segir formaður Bændasamtakanna  Staðan/6 „ÉG hef verið svínabóndi í 36 ár og ég hef aldrei kynnst svona ástandi fyrr. Nú er þetta komið út í algjöran fáránleika,“ segir Guð- brandur Brynjúlfsson, svínabóndi á Brúarlandi. Guðbrandur segir stöðuna há- alvarlega vægt til orða tekið. „Það er öll kjötframleiðsla í land- inu rekin í dag með bullandi tapi,“ segir hann. Á síðustu dög- um hafi borist fregnir af því að lægsta verð til framleiðenda væri komið niður fyrir 100 kr. á kílóið. „Það þýðir að viðkomandi bóndi selur kjötið 150 krónum undir framleiðslukostnaði,“ segir hann. „Staðan er mjög slæm,“ segir Guðríður Guðmundsdóttir, sem rekur kjúklingabú á Austur- Héraði. „Við ákváðum að fara ekki niður fyrir framleiðslukostn- að við sölu heldur bíða átekta og höfum bara dregið úr framleiðsl- unni. Við höfum ekkert selt í verslanir síðan í nóvember.“ Ekki kynnst svona ástandi fyrr í 36 ár RÚMLEGA annar hver Rússi telur að Jósef Stalín hafi gegnt já- kvæðu hlut- verki í rúss- neskri sögu, samkvæmt nið- urstöðum nýrr- ar skoðana- könnunar er birtar voru í gær, en í dag er hálf öld liðin frá andláti Stalíns. Alls tóku sextán hundruð manns þátt í könnuninni. Fimmtíu og þrjú prósent aðspurðra kváðust telja að Stalín hefði gegnt jákvæðu hlutverki, en 33% sögðust telja hlutverk hans hafa verið neikvætt. Fjórtán prósent vildu ekki svara. Um þrjátíu og sex prósent aðspurðra sögðu að „þrátt fyrir mistök hans“ verðskuld- aði Stalín að hans væri minnst fyrir þátt sinn í að leiða Sovétríkin til sigurs í seinni heimsstyrjöld. Um 27% sögðu hann hafa verið morð- óðan harðstjóra, en 20% kváðust líta á hann sem vitr- an leiðtoga sem gert hefði Sovétríkin að stórveldi. Stalín jákvæður Moskvu. AFP. Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, og Ígor Ívanov, utanríkisráð- herra Rússlands, ræddust við í gær, en fyrir fundinn sagði Straw að Bret- ar teldu sig hafa „nægjanlegar laga- legar forsendur“ til að fara með Bandaríkjamönnum í stríð gegn Írök- um. Straw játti því þó, að Bretum þætti betra ef öryggisráðið sam- þykkti herförina í nýrri ályktun. Ívanov kvaðst aftur á móti ekki geta útilokað að Rússar myndu beita neitunarvaldi í öryggisráðinu, þar sem þeir eiga fastafulltrúa. Ef nauð- syn krefði gætu þeir nýtt sér neitun- arvaldsréttinn sem fylgdi föstu sæti, sagði Ívanov. „Rússar geta ekki tekið þann kostinn að sitja hjá.“ Talsmaður franska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær, að neitunar- valds yrði ekki þörf í öryggisráðinu þar sem tillaga um ályktun um herför myndi aldrei hljóta nægan stuðning þar. Frakkar eiga einnig fastafulltrúa í ráðinu. Þeir sögðust telja, að meiri- hluti ráðsins væri fylgjandi því að vopnaeftirliti yrði haldið áfram í Írak. Eftirlit er ekki nóg Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að hann teldi að Írakar gætu haldið áfram að smíða sér vopn þrátt fyrir að eftirlitsmenn SÞ væru í landinu. Rumsfeld kvaðst ekki hafa trú á því að Saddam Hussein Íraksforseti væri að afvopnast, eins og SÞ hafa krafist, þótt Írakar hefðu eytt al-Samoud II- eldflaugum sínum. Það myndi taka mörg ár að tryggja að Írakar eyddu sjálfir öllum vopnabirgðum sínum. Rússar útiloka ekki beitingu neitunarvalds  Ætla að fella/15 Bagdad. AFP. RÚSSAR sögðu í gær að þeir útilokuðu ekki að þeir myndu beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ) til þess að koma í veg fyrir stríð í Írak, en Bretar gáfu í skyn að þeir væru reiðu- búnir til herfarar til Íraks án samþykkis öryggisráðsins. BANDARÍSK B-52-sprengjuþota kemur til lendingar á Fairford-flugvelli breska hersins í Bretlandi í gær. Bretar féllust á beiðni Bandaríkjamanna um leyfi til að 14 slíkar þotur yrðu fluttar til vallarins og er það liður í víg- búnaði hersins vegna hugsanlegra átaka í Írak. Reuters Vígbúnaði haldið áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.