Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 25 Fermingar Laugardagur 15. mars Blaðauki um fermingar fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 15. mars. Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 þriðjudaginn 11. mars! Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða augl@mbl.is gjafir - skreytingar - veislan föt - hár - förðun FRESTUR til umsóknar um nám við leiklistardeild Listaháskóla Ís- lands er runninn út. Alls bárust um 130 umsóknir og er það fjölgun um 16% frá því í fyrra en þá fjölgaði umsóknum um 15% frá því árinu þar áður. „Við höfðum orðið vör við aukinn áhuga á þessu námi, en nú er enn aukning frá því í fyrra og því ljóst að áhuga á svona námi er mjög mik- ill,“ sagði Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, í sam- tali við Morgunblaðið. „Ungt fólk, sérstaklega, leitar í auknum mæli í átt til skapandi starfa. Ég held að þessi vaxandi aðsókn endurspegli mjög jákvætt viðhorf, ekki bara gagnvart leiklistinni, heldur gagn- vart slíkum störfum almennt.“ Inntökupróf í leiklistardeildina verða haldin á næstu vikum og á grundvelli niðurstöðu þeirra verður 8–9 umsækjendum boðið að hefja nám við deildina. „Við erum bundin þeim takmörkunum að geta einung- is sinnt litlum hópi, einfaldlega vegna þess að þetta er dýrt nám. Þarna verður þéttur hópur starf- andi saman í fjögur ár og alveg ljóst að það verður erfitt að velja úr um- sóknum, sérstaklega á síðustu stig- unum.“ Hjálmar segist ekki geta bent umsækjendum á hvernig best er að búa sig undir inntökuprófin, en segir umsækjendur leita ýmissa ráða til undirbúnings. „Það háir mjög leiklistarnámi á Íslandi að það vantar formlegt undirbúningsnám í þessari listgrein, eins og við höfum á flestum öðrum sviðum. Margir sem sækja um nám við leiklistar- deildina hafa menntun í tónlist eða tengdum greinum, og svo leitar fólk auðvitað til ráðgjafa og listafólks á þessu sviði.“ Umsóknir um nám við tónlistar- deild Listaháskóla Íslands eru enn að berast en frestur þar um rann út í gær. Umsóknarfrestur um mynd- listardeild rennur út 10. mars og um hönnunar- og arkitektúrdeild 4. apríl. Listaháskólinn býður einnig upp á nám til kennsluréttinda fyrir myndlistarfólk, hönnuði og leiklist- arfólk og þurfa umsóknir um það nám að berast skólanum eigi síðar en 5. maí. Listaháskólinn starfar á grund- velli samnings við menntamála- ráðuneytið. Í samningnum er tiltek- inn sá fjöldi nemendaígilda í mismunandi greinum sem ríkið er reiðubúið að greiða fyrir. Fjöldi sæta í hverri deild er takmarkaður samkvæmt því. Sérstakar dóm- nefndir eru skipaðar í hverri grein sem meta umsóknir á grundvelli inntökuprófs og/eða mati á inn- sendu efni. Nákvæmar upplýsingar um hvernig að inntöku er staðið og til hvers er ætlast af umsækjendum er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is. Metaðsókn að leiklistardeild Verður erfitt að velja úr umsóknum JÓN Aðalsteinn Þorgeirsson klarin- ettuleikari og Örn Magnússon pí- anóleikari leika á tónleikum í Saln- um í kvöld kl. 20. „Við spilum fimm verk, þrjú íslensk og tvær erlendar sónötur,“ segir Örn Magnússon. „Þetta eru allt verk frá 20. öld. Við leikum fyrst Sónötuna eftir Poulenc, sem er vel þekkt verk, og þá verk eftir John Speight sem heitir …into that good night. Titillinn er tilvitnun í mjög frægt ljóð eftir Dylan Thom- as, en John Speight samdi verkið fyrir okkur og við frumfluttum það fyrir tveimur árum. Okkur þykir verkið gott, – og það þótti fleirum, því það var tilnefnt til Íslensku tón- listarverðlaunanna í fyrra. Þriðja verkið eru Ristur Jóns Nordals, sem eru orðnar sígildar í ís- lenskum klarinettulitteratúr, og menn hafa spilað mikið – frábær ljóð án orða. Þá er komið að Sónötu eftir Aaron Copland, sem er svolítið ný- næmi í klarinettuheiminum. Hann samdi verkið 1943 fyrir fiðlu og pí- anó en hann umritaði verkið sjálfur á áttunda áratugnum fyrir klarin- ettu og píanó. Þetta er einföld og fal- leg músík og það er búin að vera skemmtileg glíma að koma henni saman. Verkið er sérstakt – því þótt það sé einfalt er það um leið ansi snúið að spila og mikið virtúósitet, sérstaklega hjá klarinettunni. Við ljúkum tónleikunum svo á Nóvelettu eftir Atla Heimi Sveins- son sem ég held að hann hafi samið á einni nóttu. Þetta er flott verk og var á sínum tíma tileinkað Guðmundi Emilssyni þegar hann tók við Bjart- sýnisverðlaunum Brøstes 1987. Það voru Sigurður I. Snorrason og Anna Guðný Guðmundsdóttir sem frum- fluttu það.“ Örn segir að mikið sé að gerast í íslenskri klarinettumúsík og til marks um það séu fjölmargir klarin- ettutónleikar að undanförnu. „Það er merkilegt hvað það er mikill blómi meðal klarinettublásara um þessar mundir. Allt frábærir menn. Það verður líka alltaf þannig að ef það koma upp færir hljóðfæraleik- arar þá verður til svo skemmtilegt samspil við tónskáldin sem fara þá að hugsa betur um þessi hljóðfæri og gefa sér meira frelsi til að semja meira og skrifa snúna hluti.“ Tíu ár eru liðin frá því Jón Að- alsteinn og Örn héldu síðast dúó- tónleika af þessu tagi en hafa þó allt- af spilað eitthvað saman á öðrum vettvangi – til dæmis í tríói með Sig- urði Halldórssyni sellóleikara. „Það hefur verið nefnt Karlatríóið,“ segir Örn og hlær og skýrir nafngiftina með því að ekki séu mörg tríó starf- andi á Íslandi án þess að kvenfólk komi þar við sögu. „En klarinettan er sérstaklega heillandi hljóðfæri sem gaman er að spila með. Hún á sér svo margar hliðar.“ Klarinettan á sér margar hliðar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Örn Magnússon og Jón Aðalsteinn Þorgeirsson leika í Salnum í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.