Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Alfons-dóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvem- ber 1936. Hún and- aðist á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi hinn 25. febrúar síðastliðinn. Hún er dóttir hjónanna Alfons Oddssonar, f. 5. nóvember 1905, og Sigríðar Jeppesen, f. 10. desember 1908, d. 25. apríl 1981. Hún er elst þriggja systkina: eftir lifa Guðrún, f. 2. júní 1940, og Bergsveinn, f. 2. febrúar 1946. Anna giftist 19. júní 1958 Harry Sampsted, f. 13. júní 1935. Börn Önnu eru 1) Alfons Sigurður Kristinsson, f. 1. mars 1957, kvæntur Gerði Aagot Árnadóttur, f. 7. júní 1964. Börn þeirra eru Gunnhildur Anna, f. 1983, Árni Kristinn, f. 1993, og Sigríður Ása, f. 1995. 2) Hannes Ómar Sampsted, f. 1. maí 1958, kvænt- ur Eygló Írisi Odds- dóttur, f. 2. mars 1960. Börn þeirra eru Harry, f. 1980, og Karen Ósk, f. 1985. 3) Bergsveinn Sampsted, f. 15. maí 1966, kvæntur Hrönn Sveinsdótt- ur, f. 23. mars 1967. Börn þeirra eru Sveinn, f. 1995, og Alfons, f. 1998. Anna stundaði verslunar- og framleiðslustörf á sínum yngri árum. Stærstan hluta starfsævi sinnar helgaði hún heimili sínu og fjölskyldu. Garðrækt var henni afar hugleikin. Garður þeirra hjóna hefur hlotið fjöl- margar viðurkenningar. Útför Önnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var ausandi rigning daginn sem hún Anna mín kvaddi, sannkall- aður hlýinda- og gróðrarskúr og því í samræmi við áhugamál hennar garð- ræktina. Hún kvaddi á sinn hógværa hátt í svefni og lét ekki hafa mikið fyrir sér frekar en fyrri daginn. Hún Anna var um margt ólík öðr- um konum sem ég hef kynnst. Hún var heimavinnandi, hafði þó ekki mikinn áhuga á hefðbundnum hús- móðurstörfum en lagði sig alla í að vera eiginkona, móðir og amma og sinnti fjölskyldunni sinni af öllu hjarta. Hún hugsaði um föður sinn af mikilli alúð, var ávallt til staðar fyrir eiginmann sinn, syni og tengdadæt- ur og sinnti barnabörnunum af mik- illi umhyggju. Hún var miðdepill fjölskyldunnar og hélt henni saman. Það var afar kært á milli þeirra hjóna, Önnu og Harry, og við hin fengum að njóta þeirrar hlýju með þeim. Þegar erfiðleikar eða veikindi steðjuðu að í kringum hana kom hún til aðstoðar þótt þeir sem í hlut ættu væru ekki alltaf nátengdir henni. Það var hennar stíll að hugsa meir um aðra en sjálfa sig eins og svo glöggt sást þegar hennar eigin veik- indi komu í ljós. Hún var skapmikil kona og ákveðin en afar hlý og raun- góð. Vorið 2001 steðjaði vandi að í skól- anum hjá honum Árna mínum. Verk- fall var í gangi og við foreldrarnir höfðum miklar áhyggjur af því hvernig við leystum það að hafa hann heima og af því hvernig honum liði þegar hin daglega rútína riðlað- ist. En vandinn leystist fljótt. Anna bauðst til að passa drenginn þessa daga og þau áttu saman yndislegar stundir þar sem Árni strauk ömmu um veika magann og hún stjanaði við hann. Svo ljúfar voru stundirnar að það gerðist síðar ítrekað að sonurinn gerði sér upp veikindi að morgni til að geta fengið að fara til ömmu Önnu. Foreldrarnir sáu þó fljótlega í gegnum veikindakvartanirnar og drengurinn var sendur í skólann. Þessi aðstoð ömmunnar var okkur ómetanleg og milli þeirra tveggja mynduðust sérstök tengsl sem vörðu á meðan amma Anna lifði. Lítill drengur saknar nú ömmu sinnar og er ósáttur við fráfall hennar. Hún Sigga mín fékk ekki síður að njóta samverunnar með ömmu. Anna hafði lag á að sinna hverjum og einum á þeirra forsendum. Hún var meðvituð um ólíkar þarfir hvers og eins og börnin nutu þess. Barna- börnin voru alltaf velkomin til ömmu sinnar og ef veikindi steðjuðu að fengu þau að kúra hjá ömmu þegar uppteknir foreldrar þurftu að mæta til vinnu. Við Anna vorum á margan hátt ólíkar konur, báðar skapmiklar og ekki alltaf sammála. Milli okkar ríkti þó alltaf gagnkvæmt traust og virð- ing og í gegnum veikindi hennar myndaðist milli okkar sérstakt sam- band þar sem báðar nutu. Þegar ég kveð tengdamóður mína er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að ganga með henni þennan hluta lífs- leiðarinnar, þakklæti fyrir allar ljúfu stundirnar og þakklæti fyrir um- hyggjuna sem ungviðið mitt naut svo ríkulega. Að leiðarlokum eru læknunum Friðbirni Sigurðssyni og Valgerði Sigurðardóttur færðar þakkir fyrir þá virðingu og hlýju sem þau sýndu Önnu í veikindum hennar og starfs- fólki Heimahlynningar og líknar- deildarinnar í Kópavogi eru færðar þakkir fyrir frábæra umönnun og umhyggju fyrir fjölskyldunni allri. Gerður A. Árnadóttir. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég stóð inn í stofu í Star- hólmanum, aðeins sautján ára gömul og nýbúin að kynnast Bessa mínum. Inn gengu Anna og Harry og ég var óstyrk yfir því að vera kynnt fyrir foreldrum hans. Sú líðan varði ekki lengi því að mér var strax tekið opn- um örmum, með hlýju og væntum- þykju. Síðan hafa liðið átján ár og þegar ég læt hugann reika er mér efst í huga allar stundirnar sem við áttum saman inni í stofu í Starhólm- anum, í snúningstólunum, horfandi út um gluggann, ræðandi á heim- spekilegan hátt um hin góðu gildi lífsins. Það var ósjaldan sem ég leitaði ráða hjá Önnu minni því að hún var ráðagóð og gædd þvílíkri hjarta- gæsku að segja má að hennar hlut- verk í lífinu hafi verið að hugsa um og hjálpa öðrum. Hún var alltaf boð- in og búin ef eitthvað bjátaði á og mátti ekkert aumt sjá, oft á tíðum þurfti ekki einu sinni að nefna það við hana, hún var búin að bjóða fram hjálp sína, rétt eins og hún gæti lesið hug okkar. Anna var mikill skörungur og af- skaplega snyrtileg með heimilið sitt, enda var það stolt hennar og yndi. Hún taldi ekki eftir sér að skutla sóf- anum og öðrum húsmunum út, bara svona til að viðra þá og skipti þá engu hvort að einhver var heima til að hjálpa henni. Oft á tíðum byrjaði að rigna þegar allt var komið út og þá var ekkert annað en að skutla öllu inn aftur. Svona var Anna, hún taldi ekkert eftir sér og kvartaði aldrei. Blómarækt var hennar stolt og yndi og þvílík litadýrð á sumrin í garðinum í Starhólmanum að engu lagi var líkt. Fljótlega eftir að við Bessi eignuðumst okkar eigin garð smituðumst við af einskærum áhuga hennar og alla tíð síðan höfum við notið þess að uppskera með henni af- rakstur vorsins. Samband okkar styrktist enn meira þegar við Bessi eignuðumst strákana okkar. Hún umlék þá með sömu væntumþykju og ég hafði kynnst strax í upphafi og gætti þeirra fyrstu æviárin. Hún var óþreytandi að sitja með þeim og kenna þeim vísur sem hún hafði lært hjá Alfonsi föður sínum því það var henni mjög mikilvægt að þær myndu ekki gleymast. Hjá Önnu kynntist ég hversu mik- ilvægt það er að rækta fjölskylduna því að henni var fjölskyldan allt. Við áttum óteljandi sunnudaga saman í Starhólmanum, meðan Anna hafði heilsu til, þar sem við gæddum okkur á góðum mat og spjölluðum saman. Þessar stundir eru okkur ómetan- legar. Elsku Anna, þú gafst okkur svo mikið að við fáum aldrei þakkað nóg fyrir yndislegu stundirnar sem við áttum með þér. Megi guð blessa þig. Og elsku Harry, Alfons, Bessi, Hannes og Siggi, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Þín Hrönn. Elsku amma mín, afhverju varstu tekin frá okkur svona fljótt? Þú varst á besta aldri og áttir svo mikið eftir af lífinu. Þú varst alltaf svo lífsglöð, sama hvað á gekk og hvernig þér leið. Það er svo ofboðslega sárt að vera búin að missa þig og við getum ekki trúað því að þú sért horfin úr lífi okkar. Þú varst besta amma sem hægt er að eiga og ímynda sér, við getum ekki hugsað okkur að vera án þín, það er engin sem getur komið í þinn stað. Það er svo erfitt að sætta sig við það að þú sért farin, það var alltaf svo gott að koma til þín, við gátum alltaf sagt allt sem okkur lá á hjarta og talað um allt við þig sama hvað það var því þú skildir okkur alltaf svo vel og hafðir svar við svo mörgu. Þú varst ekki bara besta amma í heimi heldur líka ólýsanlega góður vinur í alla staði. Alveg var það sama hver kom til þín, það leið öllum svo vel hjá þér og í návist þinni, þú varst svo rosalega góð við alla og vildir öllum vel, sama hver það var, alltaf skein gleðin frá fallega andlitinu með hvíta hárið, þú varst alveg eins og engill. Það var svo gaman að koma til þín því okkur leið alltaf svo vel. Þau voru nú ekki fá skiptin sem þú passaðir okkur systkinin og okkur leið alltaf jafnvel hjá þér enda var líka dekrað við okkur út í eitt, við fengum líka alltaf að búa til okkar eigin matseðil því alltaf vildi hún að við hefðum það sem allra best. Bæjarferðirnar eru okkar ógleymanlegar, það var svo gaman þegar við fórum að rölta í bænum upp og niður Laugaveginn og gáfum oft öndunum brauð í leiðinni, en aðal- málið hjá okkur ömmu var að stoppa á Lóuhreiðri og fá okkur góða hress- ingu, svo í enda göngutúrsins röltum við uppí vinnu til afa og fengum far með honum heim. Það var svo gaman að sjá hvað var alltaf fínt og snyrtilegt í kringum þig, það má líka sjá á garðinum þín- um hann var alltaf í blóma og ofboðs- lega fallegur enda ekki að ástæðu- lausu að þú fékkst verðlaun oftar en einu sinni fyrir garðinn. Þér fannst líka svo gaman að rækta blómin og hugsa um þau, og leyfðir öllum að njóta þeirra með þér, þú ræktaðir sko aldeilis ekki bara fyrir þinn garð heldur fyrir 4-5 garða auk allra leið- anna sem þú gróðursettir líka á, því alltaf passaðirðu að hugsa um alla í kringum sig líka eins og henni var lagið. Amma var alltaf svo góð við alla, alltaf þegar við komum var hún til í smá kaffisopa með okkur með mikl- um sykri. Hún amma var alveg ein- staklega barngóð, þau eru nú ótelj- andi börnin sem hún passaði, alltaf var hún að passa börnin og fórnaði miklu fyrir þau. Fyrir ári síðan eign- uðumst við loksins lítinn sætan hund, og taldi hún heldur aldrei eftir sér að leyfa honum að vera hjá sér á daginn og þótti henni alveg einstak- lega vænt um hann þótt hann væri hundur og var það hún sem skýrði hann Prins, enda voru þau voðalega góðir vinir. Elsku amma mín þú getur ekki ímyndað þér hvað þú varst stór hluti í lífi okkar því alltaf varstu tilbúin að vera með okkur í öllu og koma með okkur allt sama hvert það var, eins og þegar við fórum til Portúgal fyrir rúmu ári síðan, sú ferð var algjört æði og við skemmtum okkur svo rosalega vel saman, en við höfðum aldrei trúað að þetta væri seinasta utanlandsferðin okkar saman. Við myndum gera allt til að hafa þig hjá okkur ennþá því þú ert svo stór hluti af fjölskyldunni, en svona er víst lífið og þetta er eitthvað sem allir þurfa að ganga í gegnum, en það er samt svo sárt og ólýsanlega mikill missir fyrir okkur öll. En að hugsa út í það að vera án þín í lífinu er ekki hægt, en við vitum öll að þú ert hjá okkur og stendur með okkur og afa í öllu eins og þú gerðir alltaf. Við vonum að þú hafir það gott núna, amma mín, því við vissum hversu mikið veik þú varst síðustu vikurnar. En takk æð- islega fyrir allar stundirnar sem við áttum saman þær eru bæði óteljandi og ógleymanlegar, við elskum þig öll út af lífinu og komum aldrei til með að gleyma þér og við vonum að þú passir okkur öll áfram eins og þú hefur alltaf gert. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, gefið okk- ur og allar þær samverustundir sem við höfum átt saman. Og við vonum fyrir þína hönd og okkar allra að þér líði vel, þá líður okkur vel að vita að þú hafir það gott og að Guð passi þig, elsku amma okkar. Guð blessi þig. Þín barnabörn Karen og Harry. Elsku amma mín, það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig í síðasta sinn. Þrátt fyrir erfið og löng veikindi þá stóðstu þig alltaf eins og hetja, aldrei kvartaðir þú, eða lést okkur finna fyrir því hversu erfitt þú áttir. Innst inni vonaði ég að einn daginn þá kæmirðu aftur heim í Starhólma, en þú varðst að lokum að játa þig sigr- aða. Eftir lifa ótal minningar um yndislega konu sem bar svo mikla umhyggju fyrir sínum nánustu og öllu í kringum sig. Það voru forréttindi að fá að eiga jafn góða ömmu að og þú varst. Ég man eftir því þegar við gátum setið og spjallað heilu dagana um lífið og tilveruna, þú hafðir alltaf tíma til þess að hlusta. Það var alltaf svo notalegt að koma í Starhólmann til ykkar afa, ég efast um að það finnist samhentari og hamingjusamari hjón en þið afi voruð. Aldrei bar á neinu ósætti hjá ykkur, þið voruð alltaf full af hlýju og höfðuð alltaf einhverjar gamlar og spennandi lífsreynslusög- ur að segja frá. Afi hefur ekki aðeins misst elskulega eiginkonu heldur einnig góðan vin. Þú varst svo dug- leg og góð og aldrei man ég eftir að þú hafir skammað okkur, sama hversu erfið við vorum. Ég get ekki lýst því hvað ég sakna þín mikið og ég vildi að ég hefði fengið tækifæri til þess að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. En ég veit að þegar minn tími kemur þá tekur þú á móti mér, elsku amma mín. Guð blessi minningu þína. Þín, Gunnhildur Anna. Til elsku ömmu: Við skiljum hana að lokum fegurð lífsins hún kemur til okkar í hlýju og fingrum og umvefur okkur og elur við daga og nætur fegurðin hún er ekki hluti af tíma og líðan hún er og fer ekki býr í okkur og við skiljum hana að lokum þegar lífið skilur við. (Sigmundur Ernir.) Þínir strákar, Sveinn og Alfons. Það er ekki auðveld tilhugsun að þú elsku Anna systir og mágkona sért ekki lengur á meðal okkar. Þú sem varst búin að berjast svo hetju- lega við erfiðan sjúkdóm síðustu tvö árin með Harrý þinn og fjölskyldu ykkar svo þétt þér við hlið. En við vitum að öll eigum við eftir að hittast aftur síðar. Minningarnar þjóta um hugann. Allar góðu stundirnar sem fjölskyld- ur okkar hafa átt saman eru okkur ómetanlegar. Allar stundirnar sem þú annaðist börnin okkar, hvort sem það var daglangt, yfir helgi eða til lengri tíma á meðan við fórum í ferð- ir til útlanda. Þú og Harrý voruð eins og þeirra aðrir foreldrar enda sóttu þau mikið til ykkar í Starhólmann því þar var svo gaman og gott að vera. Þar fengu þau að kynnast garðræktinni og fal- legu blómunum ykkar. Eins og son- ur okkar Sölvi Þór spurði þig þegar hann var þriggja ára í pössun hjá þér og var að reyna að hjálpa þér í fal- lega margverðlaunaða garðinum þínum: „Anna mín, er þetta líka dalía?“ Svo fékk hann líka að vökva blómin í gróðurhúsinu og dunda í bíl- skúrnum með Harrý. Og þegar Linda Björk dóttir okkar mátti ekki vera að því að kveðja okkur þegar hún fór í fóstur til ykkar því hún var sko að fara að hjálpa Önnu frænku að baka og fékk líka að sleikja þeyt- arann. Á veturna fékk hún svo að fara á skíði með Harrý og strákun- um. Siddý, þeirri elstu, fannst svo frábært að fá að koma í gróðurhúsið og fallega lystigarðinn ykkar þar sem var gosbrunnur og fallegu blóm- in sem þið ræktuðuð sjálf. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Harrý, Alli Siggi, Hannes, Bessi og fjölskyldur og pabbi Alfons, við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg og missi. Minningin um elsku Önnu mun verða ljós í lífi okkar allra. Bergsveinn og Þuríður. Við viljum minnast með örfáum orðum Önnu mágkonu, sem er í dag borin til hinstu hvílu. Anna mág- kona, eins og hún var kölluð af öllum í fjölskyldunni hafði ætíð sitt blíða bros og gaf ávallt af sér hlýtt viðmót. Ekki breyttist það, þrátt fyrir veik- indi hennar, en stuttu fyrir andlátið heimsóttum við hana og Harry. Þau voru að undirbúa sumarið með því að sá til blóma í skrúðgarð þeirra hjóna, Anna þá orðin mjög veik, en horfði björtum augum fram á við. Nú mun hún sá til nýs skrúðgarðar á nýjum stað og verður sá garður efalítið jafn fallegur og hún hefur átt á þessu jarðríki. Heimili hennar og Harrys er hlý- legt og var samband þeirra einstak- lega gott og elskulegt. Þeir eru ófáir sem komið hafa í Starhólma 16. Þar er veitt af rausn, hverjum sem að garði ber. Það er svo margt að muna, þakka, geyma, því mild þú áttir ríka kærleikslund. Það var svo gott að vera hjá þér heima, þú vaktir trú og gæddir hverja und. Í sjúkdómsraunum sýndir þú með prýði, að sanna áttir dyggð og hetjulund. Og það er gleði, sár þó harmur svíði, að sæla eigum von um endurfund. Ó vertu sæl, þig geymi Guð á hæðum göfga móðir, amma, systir kær. Þú varst svo auðug ástúðar og gæðum, að ástrík minning birtúá veginn slær. Og við, er síðast vorum með þér heima, nú viljum þakka hverja liðna stund. Og marga gleði minningarnar geyma, sem mætar vaka, þó að svíði und. (Ó.Á.) Við kveðjum þig elsku Anna mág- kona og sendum Harry, sonum, föð- ur, tengdadætrum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hanna Sampsted, Hákon B. Sigurjónsson. Fyrir tæplega sextíu árum fluttist ég í Hlíðarnar með fjölskyldu minni. ANNA ALFONSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.