Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 39
Ljósmynd/Áskell Þórisson LANDBÚNAÐARVERÐLAUNIN voru afhent við setningu Bún- aðarþings í gær, en þau eru veitt þeim aðilum sem á einn eða annan máta tengjast landbúnaði og hafa sýnt með verkum sínum áræðni og dugnað og eru til fyrirmyndar. Þau sem hlutu verðlaunin í ár voru Már Sigurðsson (lengst t.v.) og Sigríður Vilhjálmsdóttir í Hauka- dal, Sólveig Sigurðardóttir og Jó- hannes Kristjánsson í Höfðabrekku og Félagsbúið á Laxamýri, en Sif Jónsdóttir og Atli Vigfússon tóku við verðlaunum sem fulltrúar að- standenda búsins. Með þeim á myndinni er Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra. Landbúnaðarverðlaunin veitt FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 39 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Hótel Búða ehf. „Vegna fréttar DV af mótmælum Gólflagna ehf. og þriggja annarra verktaka fyrir utan heimili stjórn- arformanns Hótel Búða í morgun [í gær] vill stjórn hótelsins koma eft- irfarandi á framfæri: Stjórnin telur með ólíkindum að menn gangi á eftir fjármunum sín- um með harkalegum ofbeldisað- gerðum sem þessum og telur að mjög ómaklega hafi verið vegið að mannorði stjórnarformanns fyrir- tækisins, sem hefur algerlega hreinan skjöld. Staðreyndin er sú að skuld hótelsins við verktakana fjóra nemur rúmri milljón króna en ekki 53 milljónum eins og DV greindi frá. Ekkert er hæft í ásökunum verk- takanna fjögurra um undanskot eigna. Byggingarfélag Búða hefur frá upphafi staðið að byggingar- framkvæmdum samkvæmt samn- ingi við eignarhaldsfélagið Hótel Búðir ehf. þar sem að koma fleiri hluthafar. Fyrirkomulag þetta hef- ur verið á frá upphafi framkvæmda á Búðum. Að baki Hótel Búða ehf. standa nokkrir hluthafar sem lagt hafa umtalsvert fé til félagsins í formi hlutafjár. Lokaáfangi endurfjár- mögnunar hótelsins stendur nú yfir. Veitingastaður Hótel Búða var opnaður síðasta sumar og var opinn fram á haust. Uppbygging nýs hót- els er á lokasprettinum og er opnun þess fyrirhuguð í vor.“ Yfirlýsing frá stjórn Hótel Búða ehf. Skotveiðifélag Íslands heldur fræðslufund í kvöld, miðvikudag- inn 5. mars, kl. 20.30 á Ráðhús- kaffi (Ráðhúsið í Reykjavík, geng- ið yfir brúna). Gestur fundarins er Ólafur K. Nielsen og fjallar hann um rjúpnarannsóknir næstu 5 ár- in. Allir velkomnir. Stuðningshópur um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabba- meinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 5. mars kl. 17. Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur fjallar um Íslendingabók. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðru- hálskirtli og aðstandendum þeirra. Listaháskóli Íslands, Laug- arnesi Sænski hljóðlistamaðurinn Jesper Nord fjallar um eigin verk kl. 12.30. Jesper er kennari við Valand-listaháskólann í Gautaborg en er hér staddur á vegum Listaháskóla Íslands sem gesta- kennari. Í DAG Fræðsluerindi Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins, Keldna- holti, verður haldið á morgun, fimmtudaginn 6. mars kl. 10, í fundarsal á 3. hæð. Erindi halda: Mariusz Grabda og Björn Gunn- laugsson. Raktar verða nið- urstöður mælinga á jarðvegi og vexti flatargrasanna. Fyrirlestrar og umræður um umhverfismál á vegum Um- hverfisstofnunar Háskóla Íslands, í samstarfi við Líffræðistofnun, umhverfis- og byggingarverk- fræðiskor verkfræðideildar og jarð- og landfræðistofu Raun- vísindastofnunnar verða á morg- un, fimmtudaginn 6. mars, kl. 16.15–18, í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar VRII við Hjarðarhaga. Erindi heldur L. Donald Duke, dósent við umhverfisfræði- og umhverf- isstjórnunarskor Suður-Flórídahá- skóla í Tampa í Florída-fylki í Bandaríkjunum og Fulbright- gistiprófessor við Umhverf- isstofnun HÍ á vormisseri 2003. Fyrirlestur og umræður fara fram á ensku. Fræðslufundur Keldna verður á morgun, fimmtudaginn 6. mars kl. 12.20, í bókasafni Keldna, bóka- safnið er í húsi 2, inngangur að norðanverðu. Fyrirlesari er Sig- urbjörg Þorsteinsdóttir líffræð- ingur á Keldum og nefnist erindið Sumarexem í íslenskum og er- lendum hestakynjum. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, bjóða til samtals um sorg í Safnaðarheimili Há- teigskirkju á morgun, fimmtu- dagskvöldið 6. mars kl. 20–22. Kvöldinu lýkur með stuttri kyrrð- arstund. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Ítalskur viðskiptadagur Fundur um viðskipti við Ítalíu verður haldinn í fundarsalnum á 14. hæð í Húsi verslunarinnar á morgun, fimmtudaginn 6. mars kl. 15–17. Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Daniele Molgora, aðstoðarfjár- málaráðherra Ítalíu, flytja ávörp. Fjallað verður um reynslu Íslend- inga af viðskiptum við Ítali og munu William Symington, Treas- ury & Risk Management hjá Ís- landsbanka, Tino Nardini, eigandi og kokkur Veitingahússins Ítalíu, Ragnar Borg hjá G. Helgasyni og Melsted hf., Ólafur Gíslason, list- fræðingur og fararstjóri, og Ro- berto Velo hjá Impregilo Iceland Branch vera með framsögur. Sendiherra Ítalíu á Íslandi, Andrea G. Mochi Onory di Saluzzo, mun einnig koma með innlegg. Fundarstjóri verður Guðjón Rúnarsson, formaður Ítalsk-íslenska verslunarráðsins. Eftir framsögur gefst kostur á umræðum og fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á ensku. Ekk- ert þátttökugjald er vegna fund- arins. Á MORGUN ÞÓRARINN Guðnason hefur verið skipaður í emb- ætti forstöðumanns Kvikmyndasafns Íslands, til fimm ára frá 28. febrúar 2003 að telja. Tólf umsóknir bárust um embættið. Þórarinn hefur starfað hjá Kvikmyndasafninu frá árinu 1995 og gegnt stöðu safnstjóra frá desember 2001. Skv. 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í kvikmyndalögum nr. 137/2001 hefur Þórarinn sem safnstjóri gegnt embætti forstöðu- manns Kvikmyndasafns Íslands frá gildistöku lag- anna hinn 1. janúar sl. Nýr forstöðumaður Kvikmyndasafns INNSIGLINGARRENNAN tilGrindavíkurhafnar hefur verið hreinsuð og steinn sem þar var talinn valda hættu fjarlægður. Nýlega uppgötvaðist við úrvinnslu úr fjölgeislamælingu sem þarna var gerð að 30 tonna steinn væri í innsigl- ingunni en talið er að hann hafi verið þar í nokkur ár, eða frá því innsigl- ingin var dýpkuð. Siglingastofnun og Grindavíkurhöfn fengu Sjóverk í síð- ustu viku til að fjarlægja steininn. Það tókst á laugardag, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra. Steinninn fjarlægður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.