Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna hefur lokið störfum og bárust alls 636 umsóknir um starfs- laun listamanna, 16 fleiri en í fyrra. Til Launasjóðs rithöfunda bárust 177 umsóknir, Launasjóðs mynd- listarmanna 236 umsóknir, Tón- skáldasjóðs 33 umsóknir, Listasjóðs 190 umsóknir, þar af 52 umsóknir frá leikhópum. Auk starfslauna er úthlutað ferðastyrkjum til lista- manna. Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun: Úr Launasjóði rithöfunda Til þriggja ára: Guðrún Helga- dóttir, Gyrðir Elíasson, Hrafnhildur H. Guðmundsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Í eitt ár: Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson, Guðjón Friðriksson, Hallgrímur Helgason, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Pétur Gunnarsson, Sigfús Bjart- marsson og Steinar Bragi Guð- mundsson. Til sex mánaða: Ísak Harðarson, Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, Jón Kalmann Stefánsson, Andri Snær Magnason, Jón Karl Helgason, Arnaldur Indriðason, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Atli Magnússon, Kristín Marja Baldurs- dóttir, Auður Jónsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Árni Ibsen, Mikael Torfason, Áslaug Jónsdóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Birgir Sig- urðsson, Óskar Árni Óskarsson, Bjarni Bjarnason, Ragnheiður Gestsdóttir, Bjarni Jónsson, Ragn- heiður Sigurðardóttir, Böðvar Guð- mundsson, Rúnar Helgi Vignisson, Elísabet K. Jökulsdóttir, Sigrún Eldjárn, Erlingur E. Halldórsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Geirlaug- ur Magnússon, Sigurður A. Magn- ússon, Guðmundur Andri Thorsson, Sigurjón B. Sigurðsson (SJÓN), Guðmundur Páll Ólafsson, Stefán Máni Sigþórsson, Guðrún Hannes- dóttir, Vilborg Davíðsdóttir, Hjört- ur Pálsson, Þorvaldur Þorsteinsson, Huldar Breiðfjörð, Þórunn Valdi- marsdóttir og Iðunn Steinsdóttir. Ferðastyrk hlutu Hafliði Vilhelms- son, Hallvarður Ásgeirsson og Þór Stefánsson. Úr Launasjóði myndlistarmanna Til tveggja ára: Georg Guðni Hauksson, Hrafnkell Sigurðsson, Valgerður Guðlaugsdóttir og Þór Vigfússon. Til eins árs: Anna Hall- in, Birgir Snæbjörn Birgisson, Egill Sæbjörnsson, Finnur Arnar Arn- arsson, Kristín Gunnlaugsdóttir og Rúrí. Til sex mánaða: Ásmundur Ásmundsson, Ásta Ólafsdóttir, Birgir Andrésson, Jón Axel Björns- son, Bjargey Ólafsdóttir, Jón Berg- mann Kjartansson, Eggert Péturs- son, Jóní Jónsdóttir, Einar Garibaldi Eiríksson, Kristín Reyn- isdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Erling T.V. Klingenberg, Margrét H. Blöndal, Finnbogi Pétursson, Sigríður Ólafs- dóttir, Sigrún Inga Hrólfsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigtryggur Baldvinsson, Haraldur Jónsson, Þóra Sigurðardóttir, Helgi Þ. Frið- jónsson, Þóra Þórisdóttir og Hlyn- ur Hallsson. Til þriggja mánaða: Gústav Geir Bollason og Hekla Dögg Jónsdóttir. Ferðastyrki hlutu Sigurður Örlygsson og Ráðhildur S. Ingadóttir. Úr Tónskáldasjóði Til tveggja ára: Haukur Tóm- asson. Til eins árs: Atli Ingólfsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson og Jón Anton Speight. Til sex mánaða: Elín Gunnlaugsdóttir, Gunnar Þórðarson, Ríkharður H. Friðriks- son og Úlfar Ingi Haraldsson. Til fjögurra mánaða: Óliver John Kent- ish. Úr Listasjóði Til tveggja ára: Kolbeinn Bjarna- son og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Til eins árs: Auður Bjarnadóttir, Ár- mann Helgason, Elín Ósk Óskars- dóttir, Jóel Pálsson, Messíana Tóm- asdóttir og Pétur Grétarsson. Til sex mánaða: Árni Tryggvason, Bryndís Halla Gylfadóttir, Daníel Ágúst Haraldsson, Felix Bergsson, Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir, Nína Mar- grét Grímsdóttir, Skúli Sverrisson, Steindór I. Andersen, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, Valerður Tinna Gunnarsdóttir og Þórunn María Jónsdóttir. Til þriggja mán- aða: Margrét Kristín Blöndal og Þorkell Þorkelsson. Ferðastyrki hlutu Baldur Sigurgeirsson og Bergþór Pálsson. Starfslaun til leikhópa Tíu leikhópar fengu starfslaun. Til eins árs: Dansleikhús með Ekka, Hermóður og Háðvör, Mink, Óperustúdíó Austurlands og Reykjavík Dansfestival. Til tíu mánaða: Eilífur og Vesturport sirk- us. Til átta mánaða: Skemmtihúsið og Kómedíuleikhúsið. Til sex mán- aða: Möguleikhúsið. Listasjóður veitti einnig sérstök framlög til eft- irtalinna listamanna sem fengu listamannalaun áður fyrr og voru 60 ára eða eldri og ekki fengu starfslaun. Styrkurinn jafngildir starfslaunum í einn mánuð. Agnar Þórðarson, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirsson, Einar G. Bald- vinsson, Einar Bragi, Eiríkur Smith, Elías B. Halldórsson, Gísli J. Ástþórsson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur L. Friðfinnsson, Guð- mundur Jónsson, Gunnar Dal, Helgi Sæmundsson, Hjörleifur Sig- urðsson, Hörður Ágústsson, Jó- hannes Geir Jónsson, Jón Ásgeirs- son, Kjartan Guðjónsson, Kristinn Hallsson, Magnús Blöndal Jóhanns- son, Ólöf Pálsdóttir, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurður Hallmars- son, Skúli Halldórsson, Veturliði Gunnarsson og Vilborg Dagbjarts- dóttir. Úthlutunarnefndir Úthlutunarnefnd Launasjóðs rit- höfunda var skipuð Sveini Yngva Egilssyni, formanni, Ármanni Jak- obssyni og Birnu Bjarnadóttur. Úthlutunarnefnd Launasjóðs myndlistarmanna er skipuð Sigurði Árna Sigurðssyni, formanni, Ragn- hildi Stefánsdóttur og Jóhanni L. Torfasyni. Úthlutunarnefnd Tónskáldasjóðs er skipuð Árna Harðarsyni, for- manni, Karólínu Eiríksdóttur og Bernharði St. Wilkinson. Leiklistarráð skipa Magnús Ragnarsson, formaður, Kristbjörg Kjeld og Ragnheiður Tryggvadótt- ir. Þórdís Arnljótsdóttir, varamaður Kristbjargar Kjeld, fjallaði um veit- ingu starfslauna til leikhópa að þessu sinni. Stjórn listamannalauna Um áramótin 2000–2001 skipaði menntamálaráðherra í Stjórn lista- mannalauna til þriggja ára. Stjórn- ina skipa: Guðrún Nordal, formað- ur, samkvæmt tilnefningu Bandalags íslenskra listamanna, Hjálmar H. Ragnarsson, tilnefndur af Listaháskóla Íslands, og Baldur Símonarson, skipaður án tilnefning- ar. Stjórn listamannalauna hefur yfirumsjón með sjóðunum og út- hlutar fé úr Listasjóði. Listasjóður er almennur sjóður en sinnir einkum öðrum listgreinum en þeim sem falla undir sérgreindu sjóðina þrjá sem fyrst eru taldir. Úthlutunarnefnd listamannalauna hefur lokið úthlutun fyrir árið 2003 Dansleikhús með ekka. Úr sýningunni Ber: Karen María Jónsdóttir og Guðmundur Elías Knudsen. 636 um- sóknir um starfslaun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Náttúru- verndarsamtökum Íslands vegna bréfs Peters Bosshards fyrir hönd International Rivers Network: „Kárahnjúkavirkjun er alþjóðlegt mál. Ítalska fyrirtækið Impregilo hefur verið ráðið til að byggja virkj- unina og hyggst flytja hingað til lands mannafla og tækjabúnað til þess arna. Fjármagns til að byggja virkjunina verður aflað á alþjóðleg- um lánamarkaði og hún á að fram- leiða rafmagn fyrir álver í eigu al- þjóðafyrirtækisins Alcoa, sem mun selja framleiðsluna á alþjóðlegum markaði. Með þessu hafa Lands- virkjun og ríkisstjórn Íslands hnatt- vætt rafmagnsframleiðslu á Íslandi og þess vegna er fullkomlega sann- gjarnt að Náttúruverndarsamtök Íslands og alþjóðleg umhverfis- verndarsamtök láti málið til sín taka með því að upplýsa alþjóðlegar lána- stofnanir um málið. Alcoa, Impregilo og alþjóðlegar lánastofnanir bera ábyrgð gagnvart alþjóðlegum aðilum hvað varðar verkefni sem þessi fyrirtæki taka þátt í. Þar á meðal eru hluthafar, starfsmenn, viðskiptavinir, fjöl- miðlar og frjáls félagasamtök. Alcoa og margir alþjóðlegir bankar hafa sett sér háleit viðmið og markmið varðandi umhverfismál og samskipti við umhverfisverndarsamtök. Þar af leiðandi munu alþjóðlegir fjölmiðlar og alþjóðleg umhverfisverndarsam- tök horfa sérstaklega til þátttöku al- þjóðafyrirtækja í verkefnum sem hafa mikil og óafturkræf umhverfis- áhrif. Skiptir þá engu máli hvort um er að ræða Brasilíu, Bandaríkin eða Ísland. Hvers vegna beina umhverfis- verndarsamtök athugasemdum til lánastofnana? Áhrif alþjóðlegra lánastofnana í hnattvæddum heimi eru mikil og fara vaxandi. Oftar en ekki eru það bankar sem ákveða hvaða verkefni eru fjármögnuð og hver ekki. Þetta á einnig við um stórar virkjanir. Þetta eykur ábyrgð lánastofnana á alþjóðlegum markaði á verkefnum sem þær fjármagna. Margir alþjóð- legir bankar eða lánastofnanir hafa viðurkennt þessa ábyrgð með því að setja sér viðmið og markmið í um- hverfismálum. Þannig hefði Al- þjóðabankinn ekki getað veitt lán til byggingar Fljótsdalsvirkjunar eða Eyjabakkalóns á sínum tíma þar eð ekki hafði farið fram mat á umhverf- isáhrifum og Norsk Hydro treysti sér ekki til að taka þátt í verkefninu af sömu ástæðum. Íslensk og alþjóð- leg náttúruverndarsamtök beittu sér gegn þátttöku Norsk Hydro í Fljótsdalsvirkjun og að sama skapi er fullkomlega eðlilegt að sams kon- ar vinnubrögðum sé beitt gegn þátt- töku alþjóðlegra lánastofnana í byggingu Kárahnjúkavirkjunar enda hefur Landsvirkjun beitt Sumitomo Mitsui Bank Corporation fyrir sig í umræðunni hér á landi og jafnvel matað þann banka á röngum upplýsingum í því skyni. Alcoa hefur ráðið almannatengslaskrifstofu til að koma ár sinni fyrir borð í ís- lenskri umræðu. Hvað er athuga- vert við að Náttúruverndarsamtök Íslands beiti sér á alþjóðavettvangi með aðstoð alþjóðlegra umhverfis- verndarsamtaka? Iðnaðarráðherra fer yfir strikið Iðnaðarráðherra og forráðamenn Landsvirkjunar hafa gjarnan ráðist að frjálsum félagasamtökum og ein- staklingum sem fyrir þau vinna. Nöturlegt dæmi um það er sú full- yrðing sem Morgunblaðið hefur eft- ir iðnaðarráðherra sl. mánudag (3. mars): „Ég trúi því ekki að virtar lánastofnanir kynni sér ekki málin þegar verið er að bera það á borð að íslensk stjórnvöld séu að falsa úr- skurði og þar fram eftir götunum. Þetta er náttúrlega svo yfirgengi- legt að ég trúi því ekki að virtar lánastofnanir kynni sér ekki mál í þaula áður en þær fara að hlusta á svona lagað.“ Hverjir eða hvaða samtök hafa haldið slíku fram? Iðnaðarráðherra verður að skýra mál sitt því hvorki Náttúruverndarsamtök Íslands né Peter Bosshard fyrir hönd Internat- ional Rivers Network hafa haldið slíku fram. Iðnaðarráðherra segir í umræddu viðtali við Morgunblaðið óttast rangfærslur náttúruverndar- samtaka en kemur síðan með alvar- lega ásökun í garð slíkra samtaka sem ekki á sér nokkurn stað. Hin lýðræðislega umræða Lýðræðisleg umræða getur ekki takmarkast við umræður eða at- kvæðagreiðslur á Alþingi. Barátta gegn Kárahnjúkavirkjun á alþjóða- vettvangi vegur ekki frekar að sjálfsákvörðunarrétti Íslendinga en sú stefna Landsvirkjunar að selja al- þjóðlegum álfyrirtækjum orku frá sömu virkjun á smánarprís. Gæti stjórnvöld ekki réttra aðferða við meðferð mála eiga borgarar þess lands rétt á að leita til dómstóla. Þetta gildir um úrskurð umhverfis- ráðherra um Kárahnjúkavirkjun. Það er langt frá því að málinu sé lok- ið. Stefnu Atla Gíslasonar, Guð- mundar Páls Ólafsssonar, Ólafs S. Andréssonar og Náttúruverndar- samtaka Íslands geta lesendur Morgunblaðsins kynnt sér á vefsíðu Nátturuverndarsamtaka Íslands, http://www.natturuverndarsam- tok.is.“ Yfirlýsing frá Náttúruverndarsamtökum Íslands vegna bréfs Peters Bosshards Hvers vegna er Kárahnjúkavirkjun alþjóðlegt mál?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.