Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 49
Friðrik Þór Friðriksson MORGUNBLAÐIÐ birtiaf því frétt í gær aðhætt hefði verið viðgerð kvikmyndar Mar- grétar Rúnar Guðmundsdóttur, Sól- on Íslandus, sem hefur verið í und- irbúningi í nær fjögur ár. Ástæðan er fjármagnsskortur, en styrkir sem kvikmyndin hlaut til vinnslu í Þýska- landi féllu niður og féllu þá einnig niður vilyrði til framleiðslu sem hlot- ist höfðu úr Kvikmyndasjóði Íslands, sem hljóðuðu upp á 40 milljónir ís- lenskra króna. Friðrik Þór Friðriksson og Ís- lenska kvikmyndasamsteypan voru upphaflegir framleiðendur að Sólon Íslandus, en samstarfið hefur nú ver- ið dregið til baka. „Það er löng sorg- arsaga af þessari kvikmynd, því það var búið að fjármagna hana á ákveðnum tímapunkti. Síðan átti sér stað misskilningur milli forstöðu- manns kvikmyndasjóðs og leikstjór- ans um hvenær ætti að skila inn gögnum um staðfestingu á annarri fjármögnun svo styrkurinn fengist sem vilyrði hafði verið gefið fyrir 2001. Forstöðumaðurinn taldi að um 1. janúar væri að ræða, en leikstjór- inn 1. febrúar. Þegar gögnunum var skilað til kvikmyndasjóðs í lok janúar var Margrét Rún komin með 90 millj- ónir frá Þýskalandi og hún hafði vil- yrði upp á 48 milljónir, að mig minnir, frá kvikmyndasjóði og myndin taldist því fjármögnuð. Vegna þess að gögn- unum var skilað of seint, að mati for- stöðumanns kvikmyndasjóðs, var vil- yrðið afturkallað og Margréti Rún varð því að sækja aftur um úr sjóðn- um að ári. Þá var einungis gefið vil- yrði fyrir 40 milljónum, í stað 48 áður. Þetta þýddi að fresta þurfti fjár- mögnuninni um ár og við það féllu út nokkrir styrkjanna í Þýskalandi. Nú þarf því að sækja um allt upp á nýtt. Það eru auðvitað bara embættisglöp að taka styrk af fólki án andmæla- réttar. Það var aldrei spurt hvar er- lenda fjármögnunin stæði, heldur styrkurinn einfaldlega tekinn,“ segir Friðrik Þór. „Ástæðan fyrir því að myndin fer ekki í framleiðslu er sú, að þegar vil- yrðið um styrkinn rann út um áramót vantaði 20 milljónir króna upp á fulla fjármögnun. Þá lá fyrir að frekara fjármagn var ekki að fá úr erlendum sjóðum né voru meðframleiðendur tilbúnir til að leggja til meira einka- fjármagn. Við sóttum um það viðbót- arfjármagn í nóvember 2002 í kvik- myndasjóð og þar lagði ég áherslu á að vilji úthlutunarnefndar árið 1999, þegar myndin hlaut 48 milljónir króna vilyrði, yrði virtur. Að úthlutað yrði til framleiðslu kvikmyndarinnar á þessu ári jafnvirði þess sem nefndin vildi að færi í myndina á sínum tíma, það er til viðbótar við fyrirliggjandi 40 milljóna vilyrði. Vegna þess milli- bilsástands sem skapaðist við nið- urlagningu kvikmyndasjóðs og stofn- un nýrrar kvikmyndamiðstöðvar fékk sú umsókn ekki efnislega um- fjöllun áður en vilyrði rann út um áramót.“ Friðrik Þór bendir einnig á að vegna þessa millibilsástands hafi enginn verið tiltækur hjá kvikmynda- sjóði/miðstöð til að veita þýsku sjóð- unum, er hugðust veita Sólon Ís- landus styrk, þær upplýsingar um stöðu mála á íslenskum styrkjum, sem Þjóðverjarnir hafi í mörgum til- fellum krafist. Hann segir sig og fyr- irtæki sitt hafa tapað 2-3 milljónum á undirbúningi kvikmyndarinnar, sem það hyggst ekki lengur taka þátt í að gera. „Það sem við köllum „over- head“ vinnu hefur tekið um þrjú ár og ég hef sótt marga fundi út um all- an heim vegna þessa verkefnis. Hvað varðar Margréti Rún, þá hefur hún lagt líf sitt í þetta í fimm ár eða meira. Það er þó ekki endilega töpuð vinna, en það þarf að fara í gegn um ferlið aftur. Ég var sjálfur með Börn nátt- úrunnar í þessum sjóði í sex ár án þess að fá nokkurn styrk. Núna ligg- ur líka fyrir ný reglugerð sem er miklu skynsamlegri og vonandi verð- ur mun betra að standa í þessum málum eftir að hún er komin á.“ Sólon forvitnilegur Friðrik Þór segir reynslu sína af kvikmyndinni Myrkrahöfðinginn, sem mikið fjárhagslegt tap varð af, einnig hafa orðið til þess að hann hætti við gerð Sólon Íslandus. „Þetta eru báðar svona períódu-myndir, sem ég held að hafi tilhneigingu til að verða dýrar. Myndin Myrkrahöfðing- inn reyndist all miklu dýrari en áætl- að var og ég held að Sólon Íslandus hafi að sama skapi verið vanáætluð, svo ég var ekkert æstur í gera hana undirfjármagnaða. Af þessum 90 milljónum í Þýskalandi átti aldrei að koma nema hluti til Íslands, þar sem mikið var af tæknibrellum sem gera átti erlendis. Þetta var því aldrei fýsi- legt verkefni, þegar maður skoðar það útfrá viðskiptalegum sjón- armiðum, eins og gera þarf núna. Auk þess var myndin bæði þung og erfið, enda fékkst ekki norrænn með- framleiðandi vegna þess hve hand- ritið þótti þyngslalegt. Þó að Margrét Rún hafi reynt að setja meiri húmor í það undir lokin tel ég að það hafi ver- ið orðið af seint að létta það. Bæði norræni sjóðurinn og Evrópusjóð- urinn töldu að þetta væri listaverk, sem ekki fengi mikla aðsókn – þetta er engin formúlumynd. Eftir reynsl- una við gerð á myndinni Myrkrahöfð- inginn var maður orðinn skíthræddur við Sólon og þó að Margrét og leik- myndahönnuðurinn hafi verið með margar frábærar lausnir var Hrafn Gunnlaugsson það líka á sínum tíma,“ segir hann. „Þetta eru vonbrigði, af því að efn- ið í Sólon Íslandus er mjög for- vitnilegt. Og þetta er dapurlegt, af því að myndin var fjármögnuð á vissu stigi. Nú á að vera búið að laga þetta með þessum nýju lögum og hér eftir verður miklu meira samráð milli Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og kvikmyndaframleiðenda. Það er ekki lengur til dæmis þessi eina dagsetn- ing á ári sem allt miðast við. Hins vegar er leiðinlegt að sjá á eftir svona miklu fé sem kom erlendis frá í ís- lenska mynd.“ Ný reglugerð liggur fyrir Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, sagði það vonandi spurningu um fáeina daga hvenær ný reglugerð um starfsemi kvikmyndamiðstöðvar og úthlutanir lægju fyrir, en hún er nú til umsagnar hjá kvikmyndaráði. „Ef allt gengur eftir verður von- andi meiri samræða af hálfu stofn- unarinnar við kvikmyndagerð- armenn og verkefnum fylgt betur eftir. Eins liggur þá fyrir að umsókn- ir séu ekki bundnar við einn dag á ári og verkefnin komi þá inn þegar þau eru tilbúin, í stað þess að hespa þeim af fyrir ákveðna úthlutunardaga, eins og var áður þegar aðeins var úthlutað einu sinni á ári,“ segir hún. „Ég held að reglugerðin einfaldi einmitt svona vandamál eins og komu upp í sam- bandi við Sólon Íslandus, ef vel heppnast. Hins vegar verðum við áfram bundin af fjárhagslegu þaki og upphæð til kvikmyndasjóðs verður sú sama á fjárlögum þessa árs og var í fyrra. Maður heyrir þær raddir, í þessu máli og annars staðar, að við séum ekki að veita nógu háa styrki til einstakra verkefna. Það er umræða sem þarf að taka upp og ég hef hugs- að mér að eiga samræður við fulltrúa kvikmyndagerðarmanna um þessi at- riði. Auðvitað verður aldrei hægt að veita styrki umfram fjárhagslegan ramma.“ Gerð kvikmyndarinnar Sólon Íslandus siglir í strand Leitt að sjá á eftir erlendum styrkjum Búið var að ráða Ingvar E. Sigurðs- son til að leika Sölva Helgason sem hér er á gamalli teikningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands, fundaði með Félagi kvik- myndagerðarmanna á mánudagskvöld. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 49 Ve r ð u r þ ú h e p p i n n á s k r i f a n d i ? Í tilefni frumsýningar á hinni margverðlaunuðu og rómuðu mynd The Hours sem er tilnefnd til 9 Óskarsverðlauna m.a. sem besta myndin, standa Morgunblaðið og Regnboginn fyrir netleik á mbl.is. Leikurinn er eingöngu fyrir áskrifendur Morgunblaðsins. Taktu þátt því 200 heppnir áskrifendur fá miða fyrir tvo á myndina. Frumsýnd 7. mars Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 17. mars. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. 2 fyrir 1 til Prag 17. mars frá kr. 19.550* Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.550* Flugsæti til Prag, 17. mars, heim 20. mars. Almennt verð með sköttum. *Flug og skattar per mann m.v. að tveir ferðist saman. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi á Pyramida, per nótt m. morgunmat. Völ um góð 3 og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Fegursta borg Evrópu Munið Mastercard ferðaávísunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.