Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. Enskur texti. Strangl.B.i. 16. Sýnd kl. 8 og 10..Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.10. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá SV MBL Radío X KVIKMYNDIR.IS SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X Sýnd kl. 6. Ísl.tal. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. Norrænir bíódadagar hefjast á fimmtudaginn.  ÞÞ Fréttablaðið Tilnefnd til 4 Óskarsverðlauna Frumsýnd á föstudaginn. /Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sumir tala um það, aðrir fara alla leið Svalar stelpur. hörkuspenna og fjör. Með hasargellunni Michelle Rodriguez úr „The Fast and the Furious“. Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. ÁLFABAKKI / KRINGLAN KRINGLUNNI Sýnd í Kringlunni kl. 12 og 2. Sýnd í Kringlunni kl. 12 og 2. Sýnd í Kringlunni kl. 12.30. Öskudags tilboð í Kr. 200 FIMM KVIKMYNDIR frá fimm Norður- landaþjóðum – Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Færeyjum – verða sýndar í Háskólabíói á Norrænum bíódögum, sem haldnir eru í annað sinn dagana 6.–10. mars. Um er að ræða myndir sem allar hafa vakið mikla athygli, bæði heima fyrir sem og um heim allan, margverðlaunaðar mynd- ir sem gefa góða innsýn í nýjustu strauma í norrænni kvikmyndagerð. Að öðrum myndum ólöstuðum ber hæst frumsýningu á nýj- ustu myndum Finn- ans Akis Kaur- ismäkis og Svíans Lukasar Moodys- sons, en báðir eiga sér traustan fylgishóp hér á landi. Mynd hins fyrrnefnda heitir Maður án fortíðar og mun opna norrænu bíódagana annað kvöld, en á dögunum var sú mynd einmitt tilnefnd til Óskars- verðlauna sem besta kvikmyndin á annarri tungu en ensku. Norrænir bíódagar eru samstarfsverkefni norrænna sendikennara við Háskóla Ís- lands, Film-Undurs og Íslensku samsteyp- unnar en styrktaraðilar eru sendiráð Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og Morgunblaðið. Þess má geta að samhliða bíódögunum efna þeir Jukka Sihvonen kvikmyndafræð- ingur og Kaisa Kurikka, aðstoðarprófessor í finnskum bókmenntum við Háskólann í Turku, til fyrirlestraraðar um norrænar kvikmyndir nú um helgina og á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Myndirnar sem sýndar verðar á Norræn- um bíódögum eru eftirfarandi: Maður án fortíðar (Mies vailla menneisyyttä) Margverðlaunuð mynd ólíkindatólsins og tregakvikmyndagerðarmannsins Akis Kaur- ismäkis. Myndin hlaut fyrstu kvikmynda- verðlaun Norðurlandaráðs síðastliðið haust og dómnefnd í Cannes – þar sem myndin var heimsfrumsýnd í maí á síðasta ári – færði henni Grand Prix-verðlaunin, sem eru næstæðstu verðlaunin á þessari virtu kvik- myndahátíð, og Kati Outinen var jafnframt valin besta leikkonan í Cannes. Myndin sóp- aði vitaskuld til sín verðlaunum; fékk Jussi- verðlaunin finnsku, var tilnefnd til fjölda evrópskra kvikmyndaverðlauna, vann gagn- rýnendaverðlaun á hátíðinni í San Sebastian og áhorfendaverðlaunin á Norrænu kvik- myndadögunum í Lübeck. Myndinni Maður án fortíðar lýsir Kaur- ismäki sem „epísku drama, kvikmynd eða, eigum við að segja, draumi um einmana fólk með tóma vasa undir bláhimni Drottins eða, eigum við að segja, fuglanna“. Myndin segir sögu manns sem kemur til Helsinki með lest, að virðist atvinnulaus. Áður en maður fær að kynnast honum nánar er hann bar- inn til óbóta og skilinn eftir meðvitundar- laus. Þegar hann raknar úr rotinu hefur hann misst minnið og er allslaus. Lendir hann því í slagtogi með heimilislausum, þar sem hann nær heilsu, kemur undir sig fót- unum og finnur lífi sínu tilgang, sem er ung hjálpræðisherskona. Maður án fortíðar er að sögn Kaur- ismäkis önnur myndin í þríleik um finnsku þjóðareinkennin. Hún er 15. mynd leikstjór- ans en meðal kunnustu mynda hans eru Bóhemalíf, Leníngrad-kúrekarnir og Stúlk- an með eldspýturnar. Lilja að eilífu (Lilja 4-ever) Færa má sannfærandi rök fyrir því að hinn 33 ára Lukas Moodysson sé í senn efnilegasti og athyglisverðasti kvikmynda- gerðarmaður Norðurlanda um þessar mundir. Fyrstu tvær myndir hans, Árans Åmål (Fucking Åmål) og Samanlagt (Til- sammans), eru tvímælalaust í hópi bestu norrænu mynda liðinna ára og ekki hefur þessi þriðja mynd hans hlotið minni eft- irtekt og vegtyllur. Lilja að eilífu er hans myrkasta mynd til þessa, fjallar um brýnt viðfangsefni úr samtímanum, þ.e. sölu á konum sem kynlífsþrælum. Titilpersónan er 14 ára stúlka sem býr „einhvers staðar í fyrrum Sovétríkjunum“ og hefur verið yf- irgefin af móður sinni, sem fluttist með manni sínum til Bandaríkjanna. Lilja er því allslaus og að verða hungurmorða en þráast við að bjarga sér, líkt og vinkonurnar, með því að selja blíðu sína. Ásamt eina vini sín- um, hinum ellefu ára Volodya, dreymir hana um betra líf; draumur sem hún heldur að sé að rætast þegar riddarinn kemur ríðandi í hlað á hvítum hesti í líki Andrei, og biður hana að koma með sér til Svíþjóðar, sem hún og gerir. Moodysson tók myndina í Eistlandi og Svíþjóð og þrátt fyrir að valda mikilli úlfúð í heimalandinu varð hún ein vinsælasta mynd síðasta árs þar í landi og laðaði að 47 þúsund áhorfendur í 52 sýning- arsali, sem er næstbesti árangur í Svíþjóð, per sýningarsal. Lilja að eilífu hlaut á dög- unum sænsku kvikmyndaverðlaunin Guld- baggen og gagnrýnendur völdu hana bestu myndina á hátíðinni í Stokkhólmi. Ókei (Okay) Danir eru – kannski ásamt Bretum – orðnir manna færastir í að gera léttar og ljúfsárar gamanmyndir; gamanmyndir með alvarlegum undirtóni og dýpri meiningu. Ókei frá 2002 er ein slík, enda er Kim Fupz meðhöfundur, sá hinn sami og skrifaði smellinn Hinn eina sanna (Den eneste ene). Og aðalleikkonan er líka hin sama í báðum þessum myndum, Paprika Steen. Leikur hún 37 ára gamla gifta konu sem á dóttur á táningsaldri. Þegar faðir hennar lýsir yfir að hann eigi þrjár vikur eftir ólifaðar tekur hún hann inn á heimilið, en þegar karl er enn á lífi eftir sex vikur fara að renna tvær grímur á fjölskylduna og afdrifaríkur tími gengur í garð sem reynir mjög á fjöl- skylduböndin. Að sögn klipparans, leikstjór- ans og meðhöfundarins Jespers Westerlings Nielsens fjallar Ókei um miðaldra-kreppuna og þá tilfinningu að hafa sóað helmingi lífs- ins. „En svo þurfa menn að gera málamiðl- anir og ef einhver spyr segjast þeir vera al- veg ókei.“ Ókei sló í gegn í heimalandinu og fékk 230 þúsund gesti. Farvel þröstur (Bye Bye Blackbird) Katrin Ottarsdóttir er frumkvöðull í fær- eyskri kvikmyndagerð. Farvel þröstur frá 1999 er önnur mynd hennar en fyrsta myndin, Atlantshafsrapsódía (Atlantic Rhapsody – 52 myndir úr Tórshavn), var fyrsta færeyska kvikmyndin í fullri lengd. Farvel þröstur er vegamynd um vinkon- urnar Rannvá og Barba. Eftir nokkurra ára dvöl ytra snúa þær aftur til Færeyja í því skyni að greiða úr erfiðum fjölskylduflækj- um. Orðnar æði veraldarvanar á öllu heims- hornaflakkinu þykir þeim heimkynnin held- ur klén, bæði lítil og lummó, og gera því út á að skera sig úr og ganga fram af löndum sínum. En til þess að bjarga fjölskyldumál- unum þurfa þær að fara norður og á leið- inni verður á vegi þeirra alls kyns fólk sem fær þær til að endurmeta rætur sínar. Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli á Katrinu og færeyskri kvikmyndagerð og hlaut m.a. áhorfendaverðlaun á norrænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg. Leitartækið (Detektor) Þessi frumraun leikstjórans efnilega Påls Jackmans frá árinu 1999 er gamanmynd um Daniel, nýútskrifaðan sálfræðing, sem finn- ur stóru ástina á allsérstæðan hátt. Hann er í strákaklúbbnum Leitartækinu, sem heitir eftir málmleitartæki. Dag einn finna þeir félagar nisti með áletruninni Janne og með hjálp vinar síns sem er útvarpsmaður hafa þeir uppi á eigandanum, sem reynist falleg, ung og dularfull kona. Daniel er ekki fyrr fallinn fyrir henni en hún hverfur og hann þarf að hafa uppi á henni á ný. Leitartækið, sem rithöfundurinn Erlend Loe skrifaði, vakti talsverða athygli í heimalandinu þar sem 240 þúsund manns sáu hana. Jackman fékk Amanda-verðlaun fyrir hana sem bestu frumraun. Á Norrænum bíódögum í Háskólabíói sem fram fara dagana 6.–10. mars verður boðið upp á fimm athyglisverðar myndir frá fimm löndum. Skarphéðinn Guðmundsson kynnti sér myndirnar nánar. Nýjustu straumar í norrænni kvikmyndagerð Ókei: Brakar í fjölskylduböndum við veikindi föður. Leitartækið: Daniel tekur ekki augun af hinni dul- arfullu Janne. Lilja að eilífu: Sjaldséð ánægjustund í lífi Lilju og Volodya. Maður án fortíðar: Minnislausi maðurinn M og stóra ástin í einkennisbúningi sínum. Farvel þröstur: Vegvilltar vinkonur Rannvá og Barba. Sýningar fara fram í Háskólabíói og verður sýn- ingartími nánar auglýstur í Morgunblaðinu og á heimasíðu Norræna hússins: www.nordice.is. skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.