Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.03.2003, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2003 45 Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. árið 2003 Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins fyrir árið 2002 verður hluthöfum til sýnis í höfuðstöðvum Vátryggingafélags Íslands hf. að Ármúla 3 í Reykjavík, frá og með 11. mars nk. Þessi gögn verða einnig aðgengileg á www.vis.is Atkvæðaseðlar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað, Súlnasal, Radisson SAS Hótel Sögu frá kl. 16:30 á fundardegi, fimmtudaginn 20. mars nk. Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2003 í Súlnasal á Hótel Sögu, Reykjavík og hefst kl. 17:30. Dagskrá Vátryggingafélag Íslands, Ármúla 3, 108 Reykjavík, Þjónustuver 560 5000, www.vis.is 1. Skýrsla stjórnar félagsins fyrir liðið starfsár. 2. Skýrsla forstjóra. 3. Endurskoðaðir reikningar ársins 2002 lagðir fram til samþykktar. 4. Tillögur stjórnar um ráðstöfun hagnaðar. 5. Stjórnarkjör. 6. Kosning endurskoðendafirma. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 8. Önnur mál. Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. F í t o n / S Í A F I 0 0 6 4 1 6 SÝNINGIN Æskan og hesturinn verður haldin um næstu helgi en þessi sýning er að verða einn fjölsóttasti viðburður á sviði hestamennskunnar. Sýningin sem að venju verður haldin í Reiðhöll- inni í Víðidal er nú haldin í níunda sinn og hafa vin- sældir hennar aukist jafnt og þétt ár frá ári. Talið er að fimm þúsund manns hafi sótt sýninguna í fyrra og urðu margir frá að hverfa svo þröngt var orð- ið í höllinni. Hefur því ver- ið brugðið á það ráð að fjölga sýningum úr tveimur í fjór- ar. Að sögn Elmu Cates sem er drif- fjöður sýningarinnar verður gen- eralprufa á miðvikudagskvöld en fyrsta sýningin verður klukkan 13 á laugardag og er hún ætluð boðs- gestum þar sem meðal annars mæta fulltrúar margra styrktarað- ila sýningarinnar. Þá verður önn- ur sýning klukkan 17 og sömu tímasetningar á sunnudag. Frítt er inn á allar sýningarnar. Að venju eru það börn, ungling- ar og ungmenni sem bera uppi sýninguna að svo til öllu leyti. Það eru æskulýðsdeildir hestamanna- félaganna á suðvesturhorninu sem standa að sýningunni í samvinnu við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal en í ráði er frekara samstarf þessara aðila. Munu hestamannafélögin skiptast á í sumar að mæta með einhver hesta- atriði í garðinn. Þá verður öllum sem mæta á sýninguna afhentur frímiði í garðinn sem gildir um aðra helgi. Meðal sýningaratriða má nefna að Freyja Amble margfaldur Ís- landsmeistari í hestaíþróttum sýn- ir fimiæfingar, þá mætir Rose- marie Þorleifsdóttir með nemend- ur úr Reiðskólanum í Geldinga- holti og sýnir fimiæfingar í taum- hring. Kristinn Hákonarson verður með allskonar kúnstir með hesta eins og honum er einum lag- ið. Þá verður einnig hindrunar- stökk, skrautreiðar ýmiskonar í tilheyrandi búningum og söng- konan kornunga Halldóra Bald- vinsdóttir mun syngja fyrir við- stadda. Daníel Ingi Smárason mætir með hundinn sinn Tangó en þeir slógu eftirminnilega í gegn í fyrra og nú mætir einnig til leiks kærasta Tangós. Tilganginn með þessari sýningu segir Elma vera þann að kynna hestamennskuna sem áhugaverð- an valkost fyrir æsku landsins því hestamennskan sé ein besta tómstundaiðja þar sem fjölskyldan geti sam- einast á jafnréttis- grundvelli. Af þeim sök- um sé hestamennskan mjög öflug í forvarn- arstarfi gegn þeim óhugnaði sem víða sæki að æsku landsins. Þá stuðli hestamennskan að heilbrigðu líferni og hest- arnir séu viðurkenndir sem góður kostur í þjálf- un fatlaðra. „Þar fyrir ut- an er almenn umgengni við hestinn afar jákvæð og þroskandi fyrir ein- staklinga á öllum aldri,“ bætti Elma af mikilli sannfæringu um ágæti íslenska hestsins. Þá gat Elma þess að þótt öll vinna við sýninguna væri unnin í sjálfboðavinnu væri talsverður kostnaður við þessa sýningu og væri gott dæmi um aukinn skilning á mikilvægi hestamennskunnar hversu vel gengi að fá styrktarað- ila til að fjármagna þetta dæmi. Nefndi hún sem dæmi að þrjú ráðuneyti, heilbrigðis-, mennta- mála- og landbúnaðarráðuneytið, legðu fram umtalsverða fjármuni auk þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem legðu mikið af mörkum. Leiðrétting Vegna mistaka birtist röng grein um væntanlegar sýningar í hestaþætti í gær eins og glöggir lesendur hafa vafalaust gert sér grein fyrir. Birtist grein um sýn- inguna sem fram fór í fyrra. Er beðist virðingar á því. Sýningin Æskan og hesturinn í Reiðhöllinni um helgina Sýningum fjölgað um helming Mikið er lagt í öll atriði og umbúnað á Æskunni og hest- inum enda hefur ávallt vel til tekist með sýningarnar. AÐ MINNSTA kosti átta heyrnar- lausir einstaklingar hafa sent menntamálaráðuneytinu stjórn- sýslukærur vegna ákvörðunar Sam- skiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra um synjun á túlka- þjónustu. Menntamálaráðherra seg- ir að allmargar kærur hafi borist en þær séu vegna þjónustu sem ekki sé menntamálaráðuneytisins að greiða fyrir. Hins vegar sé eðlilegt að kær- urnar séu sendar ráðuneytinu þar sem Samskiptamiðstöðin heyri undir það. Í frétt frá Félagi heyrnarlausra segir að fólki hafi verið synjað um túlkaþjónustu m.a. vegna samskipta við fasteignasala, bílasala, lögmenn, túlkun á húsfundum og á námskeið- um, s.s. í ökuskóla. „Í sumum tilfell- um hafa heyrnarlausir neyðst til að greiða túlkaþjónustu sjálfir til að tryggja að þeir fái réttar upplýsing- ar í t.d. fasteignaviðskiptum,“ segir í fréttinni. Tómas Ingi Olrich menntamála- ráðherra segir að kærunum verði að sjálfsögðu svarað en það geti þó tek- ið tíma enda verði að gera það eftir lögformlegum leiðum. „Mér sýnist að þessar kærur fjalli að öllu leyti um það sem kallast útseld þjónusta Samskiptamiðstöðvar heyrnar- lausra. Það þýðir í raun að ýmsir leita til Samskiptamiðstöðvarinnar til að kaupa af henni þjónustu, þar á meðal menntamálaráðuneytið, en þá er fyrst og fremst um túlkaþjónustu í skólum að ræða.“ Hann segir að þar fyrir utan sé gert ráð fyrir 24,8 millj- ónum króna á fjárlögum sem standa eigi undir grunnstarfsemi Sam- skiptamiðstöðvar heyrnarlausra. Að mati Tómasar falla þau mál, sem kærurnar taka til, ekki undir menntamálaráðuneytið heldur önn- ur ráðuneyti og þá sérstaklega fé- lagsmálaráðuneytið. Hann geti þó ekki dæmt um það hvort umrædd þjónusta sé þess eðlis að félagsmála- ráðuneytinu beri að greiða fyrir hana. „Hins vegar er mér kunnugt um að félagsmálaráðuneytið kaupir þjónustu af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra,“ segir hann. „En það er eðlilegt að þessar stjórnsýslukær- ur séu sendar á okkur vegna þess að stofnunin heyrir undir menntamála- ráðuneytið,“ segir Tómas Ingi. Heyrnarlausir kæra synjun á túlkaþjónustu ÚTGJÖLD til menntamála á Ís- landi voru 14,5% af heildarútgjöld- um hins opinbera árið 1999. Er Ís- land næsthæst hvað þetta varðar ásamt Danmörku þegar 30 lönd í Evrópu eru skoðuð en aðeins Kýp- ur var með hærra hlutfall eða 15,6%. Þetta kemur fram í ritinu Key Data on Education in Europe 2002 þar sem bornar eru saman upplýs- ingar um menntamál í 30 Evrópu- löndum en fjallað er um útgáfu rits- ins á heimasíðu menntamálaráðu- neytisins. Kemur þar fram að Ísland er í hópi þeirra landa í Evrópu sem hafa hvað hæst hlutfall þriggja og fjögurra ára gamalla barna í leik- skólum en almennt hefur fjöldi barna í leikskólum aukist á síðustu áratugum í Evrópu. Á Íslandi er yf- ir 90% fjögurra ára barna í leik- skólum og yfir 80% þriggja ára barna. Hins vegar er fjöldi barna á hvern starfsmann í leikskólum á Ís- landi með því lægsta sem gerist, eða 8. Þá er Ísland meðal þeirra landa sem hafa fæstar árlegar kennslu- stundir að meðaltali á skyldunáms- stigi eða 746, sé miðað við skólaárið 2000–2001. Hins vegar var heildar- kennslustundafjöldi í skyldunámi hærri á Íslandi að meðaltali þar sem skólaskylda í mörgum Evrópu- löndum er einungis 9 ár á meðan hún er 10 ár hérlendis. Fleiri í bóknámi hérlendis Á Íslandi eru tveir þriðju hlutar nemenda á framhaldsskólastigi í al- mennu bóknámi sem er öfugt við flest samanburðarlöndin þar sem almennt eru fleiri nemendur á framhaldsskólastigi í starfsnámi en í almennu bóknámi. Aðeins ríflega 55% þeirra sem náð hafa 22 ára aldri á Íslandi hafa útskrifast úr framhaldsskóla en meðaltalið er tæp 79% í saman- burðarlöndunum. Hins vegar er hátt hlutfall Ís- lendinga á aldrinum 30-34 ára með háskólapróf eða tæp 33% en með- altal samanburðarlandanna er 23%. Ísland er meðal fimm landa þar sem fjöldi stúdenta í háskólanámi hefur þrefaldast á síðastliðnum 25 árum. Þá hefur fjöldi kvenna í há- skólanámi sexfaldast á þessu tíma- bili. Útgjöld til menntamála eru há hér á landi DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Sól- veig Pétursdóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á mörkum Suðvestur- kjördæmis og Reykjavíkurkjör- dæmis suður. Í athugasemdum við frumvarpið er skýrt frá því að fé- lagsmálaráðuneytið hafi hinn 25. febrúar sl. staðfest breytt mörk milli Kópavogsbæjar og Reykjavík- urborgar. „Samkvæmt því breytast mörk milli sveitarfélaganna þannig að hluti Blesugrófar, sem er innan marka Kópavogs, verður innan marka Reykjavíkur,“ segir í at- hugasemdum frumvarpsins. „Á þessu landsvæði búa um tíu manns, sem nú eiga kosningarétt í Suð- vesturkjördæmi. Eftir breytingar á mörkum sveitarfélaganna munu íbúar svæðisins tilheyra Reykja- víkurkjördæmi suður.“ Með frumvarpi ráðherra er lagt til að Alþingi samþykki þessar breytingar á mörkum Suðvestur- kjördæmis og Reykjavíkurkjör- dæmis suður. Breytingarnar munu ekki öðlast gildi nema Alþingi sam- þykki þær með 2⁄3 atkvæða. Kjósendur færast milli kjördæma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.