Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 19
FLUTNINGSKOSTNAÐUR er vandamál í fiskeldi og leita þarf leiða til að ná verulega niður flug- fragtinni til Bandaríkjanna, en með flutningi innanlands kostar nú um 150 krónur að koma hverju kílógrammi af laxi frá Norðfirði til Bandaríkjanna. Þetta kom fram í máli Finnboga Jónssonar for- manns stjórnar Samherja á aðal- fundi félagsins á Akureyri, en hann gerði flutningamál m.a. að umtalsefni í ræðu sinni á fund- inum. Finnbogi sagði að gengju áætl- anir eftir mætti gera ráð fyrir að cif verðmæti laxeldis hjá Samherja gæti orðið yfir 3 milljarðar eftir 2–3 ár miðað við 10 þúsund tonna framleiðslu af slægðum laxi. „Hvort verðið er 10% hærra eða lægra svarar til fjárhæðar upp á hvorki meira né minna en 300 milljónir króna á ári,“ sagði Finn- bogi og benti á að fjárfesting í markaðsmálum á þessu sviði gæti verið einhver arðbærasta fjárfest- ing sem hægt væri að ráðast í og skilað miklum ávinningi til fram- tíðar. Finnbogi sagði að félagið myndi væntanlega flytja lax bæði vestur um haf og austur í framtíðinni. Kosturinn við Evrópu væri sá að hægt væri að flytja hann með skipum og kostnaður sambæri- legur við flutning frá Noregi til Mið-Evrópu. Gallinn væri hins vegar sá að það væri nánast aðeins ein ferð í viku og á meðan svo er væri útilokað að byggja upp við- unandi tíðni og öryggi við afhend- ingu. Hvað Bandaríkin varðar sagði Finnbogi að vísbendingar væru um að með fragtflugi í stórum vél- um beint frá Egilsstöðum væri hægt að lækka kostnað um þriðj- ung. Miðað við 10 þúsund tonna framleiðslu á ári nemur kostnaður við að koma vörunni á markað um einum og hálfum milljarði króna. Þriðjungslækkun nemur því um 500 milljónum króna sem unnt væri að lækka flutningskostnað á ári. Beint fragtflug gæti lækkað kostnað Morgunblaðið/Kristján Finnbogi Jónsson, stjórnarformað- ur Samherja, flytur skýrslu sína á aðalfundi félagsins. VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.