Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 49 ATH: 100% BÓMULL CAMO vöndu›u sængurfatasettin í felulitunum loksins komin aftur. rosalega mjúk ÞAÐ HEITA STA Í DAG !! MIKIÐ hafrót er nú í alþjóða- málum og fjölþjóðastofnanir ýmsar í uppnámi. Við þessar aðstæður í utanríkismálum er herlausu ríki á borð við Ísland ómetanlegt að geta treyst á varnir öflugasta lýðræð- isríkis heims, Bandaríkja Norður- Ameríku, BNA. Væri ístöðulítill skipstjóri í brúnni við þessar aðstæður, gæt- um við nú staðið uppi með minni velvild í okkar garð af hálfu BNA en áður og jafnframt rysjótta sam- búð við Evrópusambandið (ESB) vegna óbilgjarnra fjárkrafna þar á bæ í tengslum við stækkun EES. Næsta víst er og, að með skip- stjóra í brúnni af vinstri væng stjórnmálanna hefði ekki tekizt að stýra skútunni jafnklakklaust gegnum boðaföll alþjóðlegrar efna- hagshnignunar og raun hefur orðið á síðustu misserin. Við lok þessa kjörtímabils siglir þjóðarskútan lygnan sjó og bíður nýs byrjar, sem reyndar allir vita, að er á næsta leiti fyrir tilverknað núver- andi ríkisstjórnar. Blikur á lofti Ef allt fer hins vegar á versta veg í næstu kosningum, mun í kjölfar þeirra verða mynduð vinstristjórn undir forsæti gamals herstöðvaandstæðings. Ætla má, að herstöðvaandstæðingar, gamlir og nýir, muni þá gera atlögu að varnarsamningi BNA og Íslands, sem er enn í fullu gildi og bráð- nauðsynlegur öryggi landsins í byrjun 21. aldarinnar, hvað sem samræðustjórnmálum svo nefndra „friðarsinna“ líður. Til að halda sjó á tímum mestu framkvæmda Íslandssögunnar duga ennfremur engin vettlingatök við efnahagsstjórn landsins. Spor- in frá fjármálaóstjórn Reykjavík- urborgar hræða, og slík lausatök, sem þar voru viðhöfð, heimfærð á landsstjórnina, mundu leiða til óðaverðbólgu og skuldasöfnunar og að lokum skattahækkana á landslýð. Vítin eru til þess að var- ast þau. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Ekki er feitan gölt að flá, þegar stefnumál vinstri vængsins fyrir næsta kjörtímabil eru annars veg- ar. Það má þó gera sér í hugarlund afleiðingar óstjórnar vinstri flokk- anna með því að líta til sambæri- legs stjórnarmynzturs erlendis. Í Þýzkalandi, gamalli eimreið Evr- ópu, vann samsteypustjórn Jafn- aðarmanna (Samfylkingar) og Græningja (VG) nauman sigur í síðustu kosningum eftir að hafa verið þar við völd í eitt kjörtíma- bil. Í stuttu máli er efnahagur Þýzkalands nú í kalda koli. Þar er nú um 11,3 % atvinnuleysi, og í fyrra var þar 0,2 % hagvöxtur. Bankakreppa blasir við vegna gjaldþrota fjölda fyrirtækja og Þjóðverjar horfast nú í augu við verðhjöðnun, sem er vítahringur sílækkandi verðlags. Svo mikill halli er á ríkissjóði Þýzkalands um þessar mundir, að hann ógnar „stöðugleika og vaxtarsáttmála“ evrusvæðisins og Þjóðverjar eiga þess vegna yfir höfði sér þungbær- ar sektir af hálfu Brussel (ESB). Vilja Íslendingar hætta á, að stjórn Samfylkingar og vinstri- grænna taki hér við eftir næstu kosningar og ríði efnahagslífinu á slig? Það væri þá bót í máli, að Ís- lendingar þyrftu ekki að óttast svipuna frá Brussel. Núverandi ríkisstjórn skilar góðu búi. Vaxtabyrði ríkissjóðs hefur minnkað og góður hagvöxtur er í sjónmáli. Af þessum ástæðum treysta stjórnarflokkarnir sér vel til að lofa því að minnka skatt- byrðar almennings, fái þeir til þess nægan stuðning kjósenda. Sjálf- stæðisflokkurinn ætlar t.d. að beita sér fyrir helmingun „mat- arskattsins“, þ.e. virðisaukaskatts í lægra vaskþrepinu. Skattastefna Sjálfstæðisflokksins mun, ljái þjóð- in honum brautargengi, auka ráð- stöfunartekjur alls almennings. Ástæða er til að leggja áherzlu á, að skattlagning er í eðli sínu að- ferð til að afla hinu opinbera, ríki (80%) og sveitarfélögum (20%), tekna. Vinstrimenn eru hins vegar enn við það heygarðshornið að af- skræma hið hefðbundna hlutverk skattlagningar. Þeir nota skatt- kerfið til að bjaga tekjuskipt- inguna í landinu, sem á að ráðast á frjálsum markaði. Þar með mis- muna og misbjóða þeir þegnunum gróflega. Hvaðan kemur þeim rétt- urinn til slíkrar valdbeitingar? Hagvöxtur til frambúðar Opinberi geirinn á Íslandi hefur um langt árabil tekið til sín sívax- andi hluta af vergri landsfram- leiðslu og nemur hann nú 41%. Þessa þróun verður að stöðva og síðan að snúa við, svo að hún leiði ekki til skattahækkana í framtíð- inni og kyrki um leið hagvöxtinn. Heilbrigðis- og tryggingageirinn nemur tæpum 40% ríkisút- gjaldanna, er þar með langstærsti útgjaldaliður ríkissjóðs og hefur vaxið mest. Samt eru biðraðir eftir þjónustu. Endurskipulagningar er þess vegna augljóslega þörf. Í þessum geira, eins og annars stað- ar, er hægt að hagræða og auka skilvirkni með skynsamlegri fjár- festingu. Hefja ber undirbúning að því að reisa nýtt háskólasjúkrahús, sem hýsi alla hátæknilæknisþjón- ustu í landinu undir einu þaki. Há- skólasjúkrahúsið verði búið beztu fáanlegu tækjum, sem með réttu skipulagi tryggi í senn hámarks- gæði þjónustunnar og hámarksaf- köst. Aðeins með róttækri skipu- lagsbreytingu og tæknivæðingu verður unnt að lækka kostnað á hvern sjúkling. Þetta verkefni þarfnast vandaðs undirbúnings og góðrar verkefnastjórnunar. Rétt tímasetning framkvæmda gæti verið, þegar slakna tekur á efna- hagslífinu við lok virkjunar-og ál- versframkvæmda á Austurlandi. Hafrót Eftir Bjarna Jónsson „…með skipstjóra í brúnni af vinstri væng stjórnmál- anna hefði ekki tekizt að stýra skútunni jafn- klakklaust gegnum boðaföll alþjóðlegrar efnahagshnignunar og raun hefur orðið á síð- ustu misserin.“ Höfundur er verkfræðingur. AÐ undanförnu hefur komið í ljós að mikillar óþreyju gætir á Íslandi hjá áhugafólki um jafnréttismál. Ekki síst vegna þess að þegar íslenskt sam- félag er skoðað með kynjagleraugum og staða karla og kvenna skoðuð birt- ist raunveruleiki sem ekki er í nokkru samræmi við gildandi jafnréttislög númer 96/2000. Þetta er því dapur- legra þegar haft er í huga að þrátt fyrir starfsemi rauðsokkuhreyfingar- innar, kvennaframboðsins og Sam- taka um kvennalista, tilkomu Jafn- réttisstofu og dugnað kvenfélaga- samtakanna og kvenréttindafélags- ins, svo fátt eitt sé nefnt, hefur karlveldinu ekki mikið verið hnikað til. Jafnvel sú staðreynd að konur brugðust í alvöru við áskoruninni um að með aukinni menntun kæmust þær upp að hlið karla og að fram við þær yrði komið og við þær talað sem jafn- ingja dugði ekki til. Það er nefnilega svo – því miður – að langt er í land með jafnréttið og nefni ég þá sérstak- lega staðfestan launamun kynjanna og endalausan vinnutíma kvenna, því alltof litlar breytingar hafa orðið á verkaskiptingu á heimilum, þrátt fyr- ir eina mestu atvinnuþátttöku ís- lenskra kvenna af öllum OECD-ríkj- unum. En ekki skal ótalið það sem vel hef- ur verið gert en þar stendur árangur Reykjavíkurborgar upp úr hafsjónum hvað jafnréttismál varðar. Undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur hafa verið stigin eftirtektar- verð skref sem sýna að misrétti kynjanna er ekki náttúrulögmál held- ur fyrirkomulag sem má breyta með vel ígrunduðum áætlunum og mark- vissum aðgerðum. Samfylkingin, sem framsækið afl í íslenskum stjórnmálum, bregst við þessum staðreyndum með því að boða til átaks í jafnréttismálum á öllum sviðum þjóðlífsins. Þetta átak er byggt á áætlun sem framkvæmda- stjórn flokksins vann sl. vetur og hef- ur nú verið sett fram í bæklingi. Þar kemur m.a. fram að Samfylkingin ein- setur sér að vera í fremstu röð í jafn- réttismálum og að hún skuli í umboði kjósenda setja jafnréttissjónarmið á oddinn í íslensku samfélagi og hafa þau samofin allri starfsemi. Í því felst enn fremur að þótt horft sé sérstak- lega til jafnréttis kynjanna þá sé jafn- rétti allra einstaklinga (óháð kyni, lit- arhætti, kynhvöt, trúarbrögðum eða atgervi) haft í huga við alla stefnu- mótun og ákvarðanatöku. Jafnrétti til bóta fyrir samfélagið Eftir Hólmfríði Garðarsdóttur Höfundur er háskólakennari og situr í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar. „Undir stjórn Ingi- bjargar Sól- rúnar Gísla- dóttur hafa verið stigin eftirtekt- arverð skref …“ mbl.isFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.