Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 05.04.2003, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 61 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hagsýnn, skipulagður og úrræðagóður ein- staklingur. Á þessu ári munu þér bjóðast margir spennandi valkostir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Kurteisi kostar ekkert og er sjálfsögð hvernig sem á stendur og hver sem í hlut á. Gamalt mál úr fortíðinni lifn- ar við og kemur þér á óvart. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú þarft þú að taka á honum stóra þínum og standa af þér stormviðri um stundarsakir. Aðrir líta til þín um forustu svo þú mátt hvergi bregðast. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Stundum kemur að málum þar sem frekari umræður leiða ekki til neins árangurs. Reyndu að skynja þetta augnablik og nýta þér vitn- eskjuna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þótt þér finnist verkefnið ekki árennilegt, skaltu hik- laust taka það að þér. Þú hef- ur alla burði til þess að leysa það vel af hendi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt gott sé að hafa hlutina skipulagða og á hreinu, getur verið spennandi að fara í óvissuferð við og við. Láttu það eftir þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er gaman þegar vel gengur og sjálfsagt fyrir þig að njóta meðbyrsins því eng- inn hefur fært þér hann nema þú sjálfur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur verið erfitt að gefa öðrum góð ráð nema því að- eins að þú gætir þess að láta ekki eigin vandamál byrgja þér sýn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það bætir og kætir að grípa til nýstárlegra vinnuaðferða, þótt einhvern tíma taki að komast upp á lagið með þær. Sýndu þolinmæði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að gera þér glögga grein fyrir því hvernig þú ætlar að bregðast við þeim vanda sem nú er að koma upp í sambandi við vinnuna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er ekki rétti tíminn núna til að vænta stöðuhækkunar. Sinntu starfi þínu af kost- gæfni því það kemur að við- urkenningu, þótt síðar verði. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það getur komið sér vel að vera gæddur hæfilegum skammti af þrjósku þegar allir vilja kasta sinni ábyrgð yfir á þig. Vertu því ákveð- inn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugsaðu vandlega um þær skuldbindingar sem þú tekur þér á hendur. Mundu að þeg- ar þú gengur að samninga- borði er ekki aftur snúið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÉG VAKNAÐI SNEMMA Milt í morgunsári mætast nótt og dagur. Hlær í vorsins heiði himinbláminn fagur. Einn er ég á erli, uni niður við sjóinn. Blæjalogn – og bátur burtu sérhver róinn. Litlar bláar bárur brotna upp við steina. Æður fleytir ungum inn á milli hleina. Ennþá man ég eftir æskubjörtum stundum, á kolaveiðakænum krakkarnir við undum. – – – Jón úr Vör LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU 90 ÁRA afmæli. 9. aprílnk. verður níræð Unnur Guðbjörg Guðjóns- dóttir, dvalarheimili aldr- aðra í Seljahlíð, Hjallaseli 22, Reykjavík. Í tilefni þess verður hún með heitt á könnunni í dag, laugardag- inn 5. apríl, milli kl. 15 og 17 í Seljahlíð. MAKKER opnar á 15– 17 punkta grandi og þitt er að svara með þessi spil í norður: Norður ♠ KD10 ♥ 9 ♦ 87542 ♣DK76 Þetta eru 10 punktar og styrkur því nægur í geim. Sennilegasta lendingin er þrjú grönd, en einspilið í hjarta veldur áhyggjum. Það leysir hins vegar eng- an vanda að nota Stayman, því það er ekki lengd makkers í hjarta sem skiptir máli, heldur styrk- ur. Í spilum af þessum toga kemur mun betur út að segja opnaranum frá einspilinu og láta hann taka síðustu ákvörðun. Norður ♠ KD10 ♥ 9 ♦ 87542 ♣KD76 Vestur Austur ♠ 9843 ♠ 76 ♥ 743 ♥ ÁKD865 ♦ ÁG6 ♦ 93 ♣G104 ♣983 Suður ♠ ÁG52 ♥ G102 ♦ KD10 ♣Á52 Spilið kom upp hjá BR á þriðjudaginn. Fjórir spað- ar er fallegur samningur, en náðist aðeins á þremur borðum – flestir fóru niður á þremur gröndum. En hvernig er hægt að sýna einspilið í hjarta? Til þess eru ýmsar leiðir og sú ein- faldasta að nota allt þriðja þrepið til þeirra hluta. Stökk í þrjá sýnir sem sagt einspil eða eyðu í við- komandi lit og a.m.k. þrjú spil í öllum hinna. Svona gengu sagnir á einu borði: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 grand Pass 3 hjörtu* Dobl 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Allir pass Um leið og norður lýsir yfir stuttu hjarta sér suð- ur að þrjú grönd koma ekki til greina og hefur leit að besta tromplitnum. Norður verður að segja þrjú grönd við þremur spöðum til að afneita fjór- lit í spaða og suður þreifar fyrir sér með fjórum lauf- um. Kannski er fjögur hjörtu betri sögn til að sýna jafna móttöku í lág- litunum, en það er í sjálfu sér fínlegt aukaatriði. Ein- hvern veginn á alltaf að vera hægt að mjaka sér í besta litinn með eðlilegum sögnum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. O-O Be7 8. c4 Rb4 9. Be2 O-O 10. Rc3 Bf5 11. a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. He1 He8 14. cxd5 Dxd5 15. Bf4 Hac8 16. Da4 Bd7 17. Hab1 Df5 18. Bg3 Bf8 19. Hb5 Df6 20. Hxb7 Rd8 21. Dxd7 Rxb7 22. Be5 Dd8 23. Dg4 Rd6 24. h4 Hb8 25. c4 f6 26. c5 fxe5 27. cxd6 cxd6 28. dxe5 Be7 29. Bd3 Hf8 30. Dh5 g6 Staðan kom upp á Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Alexei Shirov (2.723) hafði hvítt gegn Boris Gelfand (2.700). 31. Bxg6! hxg6 32. Dxg6+ Kh8 33. He4! Hxf3 34. Dh6+ Kg8 35. Hg4+ og svartur gafst upp þar eð hann yrði mát eftir 35... Kf7 36. Dg6+ Kf8 37. Dg8# SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. FENG SHUI helgarnámskeið með Jan Hannant og Robertu Shewen stofnfélögum bresku Feng shui samtakanna 26. og 27. apríl í Munaðarnesi uppl. á www.geocities.com/lillyrokk/fengshui2001 í síma 566 7748 eða á shamballa@heimsnet.is – Stuttar og síðar kápur – – Sumarúlpur – Heilsársúlpur – – Regnúlpur – Ullarjakkar – – Hattar – Húfur – Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Opið virka daga frá kl. 9-18 – Laugardaga frá kl. 10-15 Árbær, Selás, Ártúns- og Grafarholt Kosningaskrifstofa sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Grafarholti verður opnuð í dag laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Skrifstofan er í Félagsheimili sjálfstæðismanna að Hraunbæ 102b. X-D bandið spilar, blöðrur og kaffiveitingar. Allir velkomnir, Stjórnin ÁRNAÐ HEILLA Ég vona að ég ónáði ekki, en ef þú ert að leita að ljós- bleika náttkjólnum þá datt hann upp fyrir kommóðuna. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 30. mars sl. var spilaður tólf para Howell-tvímenning- ur og urðu þessi pör hlutskörpust (meðalskor 165): Gunnar Andrésson – Einar Oddsson 200 Jóna Samsonard. – Kristinn Stefánss. 187 Þóroddur Ragnarss. – Guðm. Gunnþ. 178 Guðbjörg Eva Bald. – Baldur Óskarss. 177 Örvar Óskarsson – Guðni Einarsson 176 Næsta spilakvöld félagsins er sunnudaginn 6. apríl. Spilastaður er Lionssalurinn í Sóltúni 20. Allir spil- arar eru hjartanlega velkomnir, um- sjónarmaður er Matthías Þorvaldsson (sími 860-1003) og veitir hann aðstoð við myndun para sé þess óskað. Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 31. mars var spilað fyrra kvöldið í einmennings- og firma- keppni félagsins. 28 spilarar taka þátt í keppninni að þessu sinni. Að venju gekk á ýmsu eins og einmenningur bíð- ur almennt upp á, sumir gengu glaðir frá borði en aðrir eru enn að velta fyrir sér spili og spili. Staðan eftir fyrra kvöldið er þessi: Sveinbjörn Eyjólfsson 67,7% Lárus Pétursson 61,5% Sindri Sigurgeirsson 58,3% Egill Kristinsson 58,3% Halldóra Þorvaldsdóttir 56,3% Unnur Jónsdóttir 55,9% Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Mánudaginn 31. mars lauk fjögurra kvölda Aðaltvímenningi BDÓ. 10 pör tóku þátt í mótinu og var hart barist fram í síðasta spil eins og sjá má. Meðalskor var 432 stig. Jón Jónsson – Eiríkur Helgason (Stefán Jónsson spilaði 1 kvöld) 517 Hákon Sigmundsson – Kristján Þorst. 515 Jón Kr. Arngrímss. – Jón Arnar Helgas. 471 Ingvar P. Jóhannss. – Guðm. Jónss. 455 Næstu 2 mánudagskvöld verður spilaður Páskaeggja-tvímenningur og mun Dalnet tölvuþjónusta styrkja mót- ið. Nýir spilarar velkomnir. Bridsdeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 24. mars endaði 4 kvölda tvímenningur. Spilað var á 11 borðum. Í efstu sætum urðu eftirfar- andi: NS: Meyvant Meyvantss. – Gestur Pálsson 972 Zanoh Hamadi – Ólafur Ingvarsson 943 Sveinn Sigurjónss. – Sigurður Marelss. 903 AV: Einar I. Péturss. – Sæmundur Knútss. 985 Sigurður R. Steingrímss. – Karl Karlss. 951 Helgi Ketilsson – Sigþór Haraldsson 912 Félag eldri borgara í Hafnarfirði Þriðjudaginn 1 apríl var spilaður Mitchel hjá félagi eldri borgara í Hafn- arfirði. Spilað var á 10 borðum, sem er aukin þátttaka. Úrslit urðu þessi: Norður/suður riðill Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 145 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 140 Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 137 Austur/vestur riðill Guðmundur Guðm. –Sigurlín Ágústsd. 145 Hermann Valsteinss. – Jón Sævaldsson 144 Sigurður Hallgr. – Sverrir Gunnarss. 143 Framvegis verður breyttur spilatími og verður byrjað að spila klukkan eitt (13:00). Húsið verður opnað klukkan 12:30. Vinsamlega mætið tímanlega. Keppni Hreppamanna og MBF Í áratugi hafa spilafélagar frá Mjólk- urbúi Flóamanna og Bridsdeild Hruna- manna komið saman og spilað kvöld- stund síðla vetrar. Þessi félagskapur hefur verið afar ánæjulegur og góðar móttökur á báða bóga. Nú er svo komið að meðalaldurinn er orðinn nokkuð hár og ekki gott að segja um framhaldið. Nú var aðeins spilað á fjórum borðum, von- andi verður þó spilað allmörg ár enn. Keppnin er haldin sitt hvort árið á Flúð- um eða í húsakynnum MBF á Selfossi. Að þessu sinni var keppt á Flúðum 23. mars. Úrslit fóru á þennan veg: 1. borð Hrun. 25 – MBF 31 2. borð Hrun. 26 – MBF 39 3. borð Hrun. 1 – MBF 33 4. borð Hrun. 47 – MBF 25 Hrunamenn 56 stig MBF 64 stig Bridsfélag Kópavogs Staða efstu para í Butlernum breytt- ist heldur betur sl. fimmtudag. Staða efstu para: Björn Halldórsson – Þórir Sigursteinss. 108 Erlendur Jónsson – Guðlaugur Sveinss. 94 Björn Jónsson – Þórður Jónsson 69 Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánss. 66 Hæstu skor fengu: Björn Halldórss. – Þórir Sigursteinss. 58 Árni Már Björnson – Heimir Tryggvas. 57 Björn Jónsson – Þórður Jónsson 51 Gísli Tryggvason – Leifur Kristjánsson 46 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.