Morgunblaðið - 05.04.2003, Síða 72

Morgunblaðið - 05.04.2003, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður og starfandi framkvæmda- stjóri Granda, og Eiríkur Tómas- son, framkvæmdastjóri Þorbjörns Fiskaness, hafa átt fundi þar sem þeir hafa rætt mögulegan ávinning af samruna félaganna. Þetta kom fram í máli Árna á aðalfundi Granda í gær. Árni sagði í ræðu sinni á fund- inum að þar til í fyrrahaust hefði gætt áhuga meðal forráðamanna Granda á því að Haraldur Böðv- arsson, HB, og Grandi mundu sameinast. Undanfarinn skyldi vera sá að Grandi fengi keyptan stóran eignarhluta Burðaráss í HB. Rétt fyrir miðjan september varð ljóst að af þeim viðskiptum mundi ekki verða. Skömmu síðar var lagður grunnur að stofnun Brims með HB sem eina megin- stoð. „Meðan á þessu gekk höfum við Eiríkur Tómasson, framkvæmda- stjóri Þorbjörns Fiskaness hf., nokkrum sinnum átt fund saman til að ræða um mögulegan ávinning af samruna félaganna, sem við er- um fulltrúar fyrir. Margt jákvætt hefur komið fram. Og til að treysta tengslin milli fyrirtækjanna keypti Grandi í byrjun desember 24% hlut í Þorbirni Fiskanesi sem lá á lausu hjá þrem svolítið ráðvilltum aðilum. Við Eiríkur munum halda áfram að bera saman bækur okkar, en erum sammála um að það bráð- liggi ekki á að leiða málið til lykta,“ að því er fram kom í ræðu Árna Vilhjálmssonar. Grandi og Þorbjörn Fiskanes ráða sameiginlega í veiðiheimild- um yfir rétt tæpum 42 þúsund þorskígildistonnum en það er rétt tæplega 10% af heildarkvótanum. Grandi gerir út alls 5 togara, þar af þrjá frystitogara og dótturfyr- irtæki Granda gerir út loðnuskipið Faxa og rekur tvær loðnuverk- smiðjur, aðra í Reykjavík en hina í Þorlákshöfn. Þorbjörn Fiskanes gerir út 10 skip og báta og bæði fyrirtækin eru síðan með öfluga fiskvinnslu. Þorbjörn-Fiskanes og Grandi ræða sameiningu         !""#"$% &$"  (    ( ) *  +     +   ,          ,  " '' ( )*( + ,,( - ).- ) /-) ' ('* - ).- . -/. (*' + /+ + (-. . *( / -)) + (-. !01# "$% &$ 2 $&"%"  ),,) 3"4405" %5 4 &""4" "$%6 " ),,)7,( -       " +/ /,,  +( -/,   !01# "$% &$!$%8 "4"$9  Full vinnsla/16 VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell er í þann veginn að ljúka við að sprengja og móta sneiðing niður vegg Hafrahvammagljúfurs á Kárahnjúkasvæðinu við Kárahnjúkavirkjun. Stórtækar vinnuvélar Arnarfells virka örsmáar í samanburði við hrikalegt gljúfrið þar sem þær nánast hanga utan í hamra- veggnum. Verið er að athuga hvort raunhæft er að byggja svokallaðar fjölskyldubúðir á virkj- unarsvæðinu við Kárahnjúka. Um væri að ræða um þúsund manna þorp, þ.m.t. húsnæði fyrir 50 fjölskyldur, ásamt skóla og versl- unum. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo kannar nú hvort þetta er gerlegt. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hanga utan í hamraveggnum NÝ íslensk rannsókn sýnir að lífslíkur fyr- irbura hafa aukist hér úr 22% á árunum 1982– 90 í 52% árin 1991–95 á sama tíma og hlutfalls- lega fleiri litlir fyrirburar fæðast í hverjum ár- gangi. Þá hefur hlutfall fyrirbura sem greindir hafa verið með fötlun ekki aukist marktækt milli tímabila þrátt fyrir að fleiri fyrirburar lifi. Rannsókninni stýrðu Ingibjörg Georgsdóttir og Atli Dagbjartsson, sérfræðingar í barna- og nýburalækningum, en sagt er frá henni í nýj- asta hefti Læknablaðsins. Þar kemur fram að hluti fyrirbura glími við langvinn og alvarleg heilsufarsvandamál og tilgangur rannsóknar- innar hafi verið að varpa ljósi á lífslíkur og fötl- un fyrirbura. Rannsóknin var gerð á tveimur tímabilum, fyrst árin 1982–90 og síðari hluti 1991–1995 og voru niðurstöðurnar síðan bornar saman. Á fyrra tímabilinu lifðu 19 af 87 lifandi fæddum börnum við fimm ára aldur. Af þeim voru þrjú börn fötluð eða 16%. Á seinna tímabilinu lifðu 35 af 67 lifandi fæddum börnum við fimm ára aldur en af þeim voru sex börn með fötlun eða 17%. Hlutfall fatlaðra barna hefur því ekki auk- ist marktækt. Þakkað reynslu og tækniframförum Aukin þekking, reynsla og tækniframfarir seinni ára eru talin hafa bætt lífsmöguleika veikra fyrirbura en einna þyngst vegur þar aukin notkun svokallaðs lungnablöðruseytis við glærhimnusjúkdómi en notkun þess hófst árið 1990. Auknar lífslíkur fyrirbura „ÞETTA er býsna góður árangur og ánægjulegt að sjá að hlutfall barna með fötlun hefur ekki aukist með meiri lífslíkum eins og margir voru hræddir um,“ segir Ingibjörg Georgsdóttir, sér- fræðingur í barnalækningum og nýburalækn- ingum. „Afdrifaríkust er líklega notkun lyfsins Surfactant sem byrjað var að nota haustið 1990 og er sett í lungu fyrirbura með glærhimnu- sjúkdóm.“ Hún segir mjög ánægjulegt að sjá þessar tölur og nú séu þær svipaðar á Íslandi og í nágrannalöndunum. Áður fyrr hafi lífslíkur ver- ið heldur minni hér en í sambærilegum löndum. Ingibjörg bendir á að þetta séu einungis fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sem nú séu birtar. Ekki aukin fötlun TVEIR eru í haldi lögregl-unnar í Hafnarfirði í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Sparisjóði Hafnarfjarðar við Reykjavík- urveg síðastliðinn þriðjudag. Eru það 19 ára piltur og 17 ára stúlka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í gærkvöldi hafa þau bæði verið yfirheyrð og gerð hefur verið húsleit í tengslum við rannsókn máls- ins. Þá upplýsir lögreglan að ákvörðun um gæsluvarðhalds- kröfu verði tekin í dag. Tvennt í haldi vegna ráns í sparisjóði REYNA á til þrautar í óformlegum þreif- ingum nú um helgina að ná málamiðlun í viðræðum Evrópusambandsins og Noregs, Íslands og Lichtenstein um stækkun Evr- ópska efnahagssvæðisins, að því er norska fréttastofan NTB hefur eftir heimildum í Brussel. Standa vonir til að vatnaskil geti orðið í viðræðunum nú um helgina en fram- kvæmdastjórn ESB hefur hug á að geta kynnt niðurstöðuna fyrir aðildarþjóðum ESB innan hins svokallaða EFTA-hóps kl. 15 að þarlendum tíma á mánudag, eða kl. 13 að íslenskum tíma. Forsvarsmenn viðræðn- anna hafa hins vegar ekkert viljað segja op- inberlega um gang þessara þreifinga. Formlegum fundi þessara aðila sem átti að vera á föstudag var sem kunnugt er frestað á fimmtudag. Vatnaskil í EES-við- ræðunum? UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup ríkissjóðs á hluta jarðar Efri- Brúar í Grímsnesi auk mannvirkja og lausafjár og er ætlunin að leysa þar með húsnæðisvanda Byrgisins, sem rekið hefur endurhæfingarsambýli í Rockville, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. Um er að ræða húsakynni tengd ferða- þjónustu, sem rekin var að Efri-Brú, og spildu umhverfis þau og er kaupverð 118 milljónir króna. Fyrirhugað er að gera samning við Byrgið um afnot af húsnæð- inu fyrir starfsemi þess en kaupin byggj- ast á nýlegri samþykkt ríkisstjórnarinnar sem byggð var á niðurstöðu vinnuhóps á vegum nokkurra ráðuneyta um húsnæðis- mál Byrgisins. Byrgið fær húsnæði í Efri-Brú í Grímsnesi Morgunblaðið/RAX Starfsemi Byrgisins verður innan skamms flutt frá Rockville á Suðurnesjum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.