Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 47

Morgunblaðið - 11.04.2003, Side 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 47 Fundur um stöðu jafnréttismála Femínistafélag Ísland heldur fund með fulltrúum stórnmálaflokkanna þar sem rætt verður um stöðu jafn- réttismála á Íslandi, í dag, föstudag- inn 11. apríl kl. 8.15–10, á Grandhót- eli 4. hæð. Fjallað verður um stöðu kvenna á Íslandi og athyglinni m.a. beint að: launamisrétti og atvinnu- stefnu, ofbeldi gegn konum, heilsu kvenna o.fl. Fulltrúar flokkanna verða: Björn Ingi Hrafnsson fyrir Framsóknarflokkinn, Margrét Sverrisdóttir fyrir Frjálslynda flokk- inn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyr- ir Samfylkinguna, Katrín Fjeldsted og Guðrún Inga Ingólfsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Steingrímur J. Sigfússon fyrir Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Í DAG Knattspyrnufélagið Haukar held- ur upp á að 72 ár eru liðin síðan 13 ungir piltar stofnuðu Knattspyrnu- félagið Hauka með aðstoð æskulýðs- leiðtogans sr. Friðriks Friðriks- sonar. Félagið fagnar þessum tímamótum í Íþróttamiðstöð félags- ins á Ásvöllum á morgun, laugardag- inn 12. apríl, kl. 13. Húsið verður op- ið öllu Haukafólki og velunnurum félagsins. Skemmtidagskrá, m.a. fjöltefli á 20 borðum á 2. hæð. Árshá- tíð félagsins verður um kvöldið. Vormót Fjölnis og Hróksins í Rimaskóla verður haldið á morgun, laugardaginn 13. apríl. Mæting er kl. 11 en mótið hefst með athöfn kl. 11.30. Mótið er haldið í tilefni þess að Skákfélagið Hrókurinn og íþróttafélagið Fjölnir undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, nýs for- manns félagsins, hafa hafið samstarf um að efla enn frekar skáklíf í Graf- arvoginum. Veitt verða verðlaun fyr- ir fyrsta, annað og þriðja sætið í flokki drengja og stúlkna. Verð- launahafar fá einnig páskaegg og geisladiska. Einnig verður dreginn út fjöldinn allur af páskaeggjum, geisladiskum, bolum og bókum og eiga allir jafna möguleika á að hljóta vinning. Mótið er ókeypis og opið krökkum í Grafarvogi í 1. til 6. bekk. Skráning er á skakskoli@hotmail- .com. Þau sem ekki hafa aðgang að Netinu geta skráð sig á keppnisstað. Eftirtalin fyrirtæki styrkja mótið og gefa vinninga: Bónus, Skífan, Nói Síríus og Edda – miðlun. Íslandsmeistaramót í innan- húsklifri Klifurhúsið og Íslenski Alpaklúbburinn kynna Mountain Dew-mótið – Íslandsmeistaramót 2003 í innanhússklifri, á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 12, í húsi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Allir velkomnir og að- gangur er ókeypis. Allar nánari upp- lýsingar er að finna á www.isalp.is. Mótmæli gegn stríði Íslenskir frið- arsinnar koma saman við Stjórn- arráðið á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 14 til að mótmæla stríðs- rekstri Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stuðningi íslensku rík- isstjórnarinnar við hann. Ávörp flytja Stefán Pálsson og Þór Saari. Einnig verður fluttur leikþátturinn „Skyldan kallar“ sem sýndur var í úrslitaviðureign spurningakeppni framhaldsskólanna. Kaffi og kakó verða að venju á boðstólum. Útilífsmótið í kassaklifri verður haldið á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 14, í Smáralindinni. 16 ung- lingar keppa um Íslandsmeistaratit- ilinn í kassaklifri. Í tengslum við mótið verður kynning á unglinga- starfi björgunarsveita og skáta í Vetrargarðinum um helgina, m.a. verður settur upp 6 metra hár klif- urveggur fyrir gesti og gangandi. Einnig verður lengsta innanhúss svifbraut sem sett hefur verið upp á Íslandi o.fl., segir í fréttatilkynn- ingu. Bandalag íslenskra skáta ásamt Landsbjörg stendur að Úti- lífsmótinu í kassaklifri en styrkt- araðili keppninnar er Útilíf. Nánari upplýsingar á www.kassaklifur.com. Á MORGUN Samfylkingin í Suðvesturkjör- dæmi opnar nýja kosningamið- stöð í Hamraborg 20, Kópavogi, á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 11. Frambjóðendur taka á móti gest- um, tónlistaratriði og uppákomur fyrir börnin. Boðið verður upp á há- degisverð. Kl. 13 sama dag er opið hús þar sem foreldrar eru boðnir vel- komnir til að ræða við frambjóðendur um lífskjör og framtíð barna okkar. Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga kl. 10–22 og kl. 10–16 um helgar. Samfylkingin á Sauðárkróki opn- ar kosningamiðstöð á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 14, í Villa Nova, Aðalgötu 23. Frambjóðend- urnir Anna Kristín Gunnarsdóttir og Gísli S. Einarsson kynna „Nýja tíma“ – stefnuáherslur Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2003. Myndlist- armaðurinn Ágúst B. Eiðsson opnar myndlistarsýningu. Skemmtidagskrá og veitingar fyrir börn og fullorðna. Kosningamiðstöðin er opin kl. 16–21 virka daga, 10–16 á laugardögum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akureyri heldur fund á morgun, laugardaginn 12. apríl kl. 11, í kosn- ingamiðstöð VG í Hafnarstræti 94. Gestur fundarins er Stefán Tryggva- son bóndi, sem ræðir um stöðu ís- lensks landbúnaðar, möguleika og framtíðarsýn. Kvennakvöld hjá VG Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð í Suðvestur- kjördæmi heldur kvennakvöld, í kvöld, föstudaginn 11. apríl, kl. 20.30, í kosningamiðstöðinni í Bæjarlind 12, Kópavogi. STJÓRNMÁL VÆNN hluti Steinsmýrarvatna sem er í leigu Hilmars Hanssonar verður ekki opnaður fyrr en um miðjan maí en Hilmar fór á vísindaveiðar um síð- ustu helgi ásamt nokkrum félögum sínum til að athuga með fiskafjöld og veiðistaði til að vísa á þegar vertíðin hefst. Veiði gekk vel og lofar svæðið góðu að sögn Hilmars. „Við fengum tíu fiska, mest sjó- birting og staðbundna urriða, en einnig gullfallega 3 punda bleikju. Birtingarnir voru upp í 3–4 pund og mest fengum við þetta á straumflug- ur, Nobblera og Dentist númer 6 og 8. Þarna virðist vera talsvert af fiski,“ sagði Hilmar Hansson. Lax-á bætir við sig Stangaveiðifélagið Lax-á hefur bætt enn einu veiðisvæðinu á fram- boðslista sinn. Um er að ræða Varmá/Þorleifslæk í Ölfusi, sem um árabil hefur verið í umsjá skrifstofu Landssambands veiðifélaga. Þarna er að finna mikla veiðisæld og lands- ins mestu blöndu fisktegunda, því auk urriða, sjóbirtings, bleikju og stöku lax, veiðist þarna talsvert af regnbogasilungi og síðustu árin eru menn jafnvel í færi við flundrur, kolategund sem gengur orðið reglu- lega í Ölfusá og upp í ár og læki í Ölf- usi! Skráning afla hefur lengi verið í molum í ánni, en til stendur að kippa því í liðinn. Alls er veitt á sex stangir frá 1. apríl og til 20. október. Bjarni Brynjólfsson með 3 punda birting úr Steinsmýrarvötnum. Steinsmýrar- vötnin lofa góðu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? IS200 LEXUS ST YRKIR S INFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LE X 2 08 66 04 /2 00 3 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS CASTA DIVA ÓPERUTÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS L i p i n g Z h a n g , s ó p r a n , í H á s k ó l a b í ó i f ö s t u d a g i n n 1 1 . a p r í l k l . 1 9 . 3 0 - M i › a p a n t a n i r o g s í m a s a l a í s í m a 5 4 5 2 5 0 0 .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.