Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.04.2003, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2003 47 Fundur um stöðu jafnréttismála Femínistafélag Ísland heldur fund með fulltrúum stórnmálaflokkanna þar sem rætt verður um stöðu jafn- réttismála á Íslandi, í dag, föstudag- inn 11. apríl kl. 8.15–10, á Grandhót- eli 4. hæð. Fjallað verður um stöðu kvenna á Íslandi og athyglinni m.a. beint að: launamisrétti og atvinnu- stefnu, ofbeldi gegn konum, heilsu kvenna o.fl. Fulltrúar flokkanna verða: Björn Ingi Hrafnsson fyrir Framsóknarflokkinn, Margrét Sverrisdóttir fyrir Frjálslynda flokk- inn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyr- ir Samfylkinguna, Katrín Fjeldsted og Guðrún Inga Ingólfsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Steingrímur J. Sigfússon fyrir Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Í DAG Knattspyrnufélagið Haukar held- ur upp á að 72 ár eru liðin síðan 13 ungir piltar stofnuðu Knattspyrnu- félagið Hauka með aðstoð æskulýðs- leiðtogans sr. Friðriks Friðriks- sonar. Félagið fagnar þessum tímamótum í Íþróttamiðstöð félags- ins á Ásvöllum á morgun, laugardag- inn 12. apríl, kl. 13. Húsið verður op- ið öllu Haukafólki og velunnurum félagsins. Skemmtidagskrá, m.a. fjöltefli á 20 borðum á 2. hæð. Árshá- tíð félagsins verður um kvöldið. Vormót Fjölnis og Hróksins í Rimaskóla verður haldið á morgun, laugardaginn 13. apríl. Mæting er kl. 11 en mótið hefst með athöfn kl. 11.30. Mótið er haldið í tilefni þess að Skákfélagið Hrókurinn og íþróttafélagið Fjölnir undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, nýs for- manns félagsins, hafa hafið samstarf um að efla enn frekar skáklíf í Graf- arvoginum. Veitt verða verðlaun fyr- ir fyrsta, annað og þriðja sætið í flokki drengja og stúlkna. Verð- launahafar fá einnig páskaegg og geisladiska. Einnig verður dreginn út fjöldinn allur af páskaeggjum, geisladiskum, bolum og bókum og eiga allir jafna möguleika á að hljóta vinning. Mótið er ókeypis og opið krökkum í Grafarvogi í 1. til 6. bekk. Skráning er á skakskoli@hotmail- .com. Þau sem ekki hafa aðgang að Netinu geta skráð sig á keppnisstað. Eftirtalin fyrirtæki styrkja mótið og gefa vinninga: Bónus, Skífan, Nói Síríus og Edda – miðlun. Íslandsmeistaramót í innan- húsklifri Klifurhúsið og Íslenski Alpaklúbburinn kynna Mountain Dew-mótið – Íslandsmeistaramót 2003 í innanhússklifri, á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 12, í húsi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að Malarhöfða 6. Keppt er í karla- og kvennaflokki. Allir velkomnir og að- gangur er ókeypis. Allar nánari upp- lýsingar er að finna á www.isalp.is. Mótmæli gegn stríði Íslenskir frið- arsinnar koma saman við Stjórn- arráðið á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 14 til að mótmæla stríðs- rekstri Bandaríkjamanna og Breta í Írak og stuðningi íslensku rík- isstjórnarinnar við hann. Ávörp flytja Stefán Pálsson og Þór Saari. Einnig verður fluttur leikþátturinn „Skyldan kallar“ sem sýndur var í úrslitaviðureign spurningakeppni framhaldsskólanna. Kaffi og kakó verða að venju á boðstólum. Útilífsmótið í kassaklifri verður haldið á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 14, í Smáralindinni. 16 ung- lingar keppa um Íslandsmeistaratit- ilinn í kassaklifri. Í tengslum við mótið verður kynning á unglinga- starfi björgunarsveita og skáta í Vetrargarðinum um helgina, m.a. verður settur upp 6 metra hár klif- urveggur fyrir gesti og gangandi. Einnig verður lengsta innanhúss svifbraut sem sett hefur verið upp á Íslandi o.fl., segir í fréttatilkynn- ingu. Bandalag íslenskra skáta ásamt Landsbjörg stendur að Úti- lífsmótinu í kassaklifri en styrkt- araðili keppninnar er Útilíf. Nánari upplýsingar á www.kassaklifur.com. Á MORGUN Samfylkingin í Suðvesturkjör- dæmi opnar nýja kosningamið- stöð í Hamraborg 20, Kópavogi, á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 11. Frambjóðendur taka á móti gest- um, tónlistaratriði og uppákomur fyrir börnin. Boðið verður upp á há- degisverð. Kl. 13 sama dag er opið hús þar sem foreldrar eru boðnir vel- komnir til að ræða við frambjóðendur um lífskjör og framtíð barna okkar. Kosningamiðstöðin verður opin alla virka daga kl. 10–22 og kl. 10–16 um helgar. Samfylkingin á Sauðárkróki opn- ar kosningamiðstöð á morgun, laugardaginn 12. apríl, kl. 14, í Villa Nova, Aðalgötu 23. Frambjóðend- urnir Anna Kristín Gunnarsdóttir og Gísli S. Einarsson kynna „Nýja tíma“ – stefnuáherslur Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2003. Myndlist- armaðurinn Ágúst B. Eiðsson opnar myndlistarsýningu. Skemmtidagskrá og veitingar fyrir börn og fullorðna. Kosningamiðstöðin er opin kl. 16–21 virka daga, 10–16 á laugardögum. Vinstrihreyfingin – grænt framboð á Akureyri heldur fund á morgun, laugardaginn 12. apríl kl. 11, í kosn- ingamiðstöð VG í Hafnarstræti 94. Gestur fundarins er Stefán Tryggva- son bóndi, sem ræðir um stöðu ís- lensks landbúnaðar, möguleika og framtíðarsýn. Kvennakvöld hjá VG Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð í Suðvestur- kjördæmi heldur kvennakvöld, í kvöld, föstudaginn 11. apríl, kl. 20.30, í kosningamiðstöðinni í Bæjarlind 12, Kópavogi. STJÓRNMÁL VÆNN hluti Steinsmýrarvatna sem er í leigu Hilmars Hanssonar verður ekki opnaður fyrr en um miðjan maí en Hilmar fór á vísindaveiðar um síð- ustu helgi ásamt nokkrum félögum sínum til að athuga með fiskafjöld og veiðistaði til að vísa á þegar vertíðin hefst. Veiði gekk vel og lofar svæðið góðu að sögn Hilmars. „Við fengum tíu fiska, mest sjó- birting og staðbundna urriða, en einnig gullfallega 3 punda bleikju. Birtingarnir voru upp í 3–4 pund og mest fengum við þetta á straumflug- ur, Nobblera og Dentist númer 6 og 8. Þarna virðist vera talsvert af fiski,“ sagði Hilmar Hansson. Lax-á bætir við sig Stangaveiðifélagið Lax-á hefur bætt enn einu veiðisvæðinu á fram- boðslista sinn. Um er að ræða Varmá/Þorleifslæk í Ölfusi, sem um árabil hefur verið í umsjá skrifstofu Landssambands veiðifélaga. Þarna er að finna mikla veiðisæld og lands- ins mestu blöndu fisktegunda, því auk urriða, sjóbirtings, bleikju og stöku lax, veiðist þarna talsvert af regnbogasilungi og síðustu árin eru menn jafnvel í færi við flundrur, kolategund sem gengur orðið reglu- lega í Ölfusá og upp í ár og læki í Ölf- usi! Skráning afla hefur lengi verið í molum í ánni, en til stendur að kippa því í liðinn. Alls er veitt á sex stangir frá 1. apríl og til 20. október. Bjarni Brynjólfsson með 3 punda birting úr Steinsmýrarvötnum. Steinsmýrar- vötnin lofa góðu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? IS200 LEXUS ST YRKIR S INFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LE X 2 08 66 04 /2 00 3 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS CASTA DIVA ÓPERUTÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS L i p i n g Z h a n g , s ó p r a n , í H á s k ó l a b í ó i f ö s t u d a g i n n 1 1 . a p r í l k l . 1 9 . 3 0 - M i › a p a n t a n i r o g s í m a s a l a í s í m a 5 4 5 2 5 0 0 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.