Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 26.04.2003, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 41 UNDANFARNA daga hefur skjólstæðingur minn, Þorfinnur Óm- arsson, fyrrv. forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar Íslands, mátt sæta því að tvær ríkisstofnanir hafa rekið mál gegn honum í fjölmiðlum. Hamagangurinn byrjaði á páska- dag, þegar ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytis upplýsti í hádegis- fréttatíma RÚV, að ráðuneytið hefði falið Ríkisendurskoðun að kanna út- hlutun úr Kvikmyndasjóði til fyrir- tækis Hrafns Gunnlaugssonar. Atgangurinn hélt áfram þriðju- daginn eftir páska. Menntamála- ráðuneytið sendi fjölmiðlum skýrslu Ríkisendurskoðunar um fimmleytið og fréttin var í öllum fréttatímum ljósvakafjölmiðlanna um kvöldið; „Þorfinnur braut af sér í starfi.“ Hvorki menntamálaráðuneytið né Ríkisendurskoðun höfðu fyrir því að kynna Þorfinni skýrsluna. Sumardaginn fyrsta kom næsta atlaga, nú í Morgunblaðinu og frá Ríkisendurskoðun. Fyrirsögnin „Mál Þorfinns til ríkissaksóknara“. Þar er sagt frá því að ríkisendur- skoðun hafi „vísað máli Þorfinns“ til ríkissaksóknara. Síðar í fréttinni er svo haft eftir ríkisendurskoðanda sjálfum, að „í reynd“ hafi ríkissak- sóknari kallað eftir gögnum málsins „til þess að skoða þau“, „líkt og það gerði í máli Guðmundar Magnússon- ar“. Glöggir lesendur átta sig á því að hér verður ríkisendurskoðandi tvísaga. Þá felst í orðum hans að- dróttun um að mál Þorfinns sé líkt máli forstjóra Þjóðmenningarhúss sem ríkisendurskoðandi rannsakaði. Ekki hafði ríkisendurskoðandi fyrir því að segja Þorfinni þessi tíðindi, hvað þá að hann upplýsti hvað hon- um væri gefið að sök. Aðfarir þessara tveggja ríkis- stofnana gagnvart þessum einstak- lingi eru með ólíkindum og vonandi einsdæmi. Upplýsingum er lekið í fjölmiðla, endurskoðunarskýrsla birt einhliða og opinberlega án möguleika á and- mælum. Morgunblaðið notað til að kynna manninum að „mál“ hans sé komið til meðferðar hjá ríkissak- sóknara og gefið í skyn að það sé líkt öðru mjög alvarlegu máli sem les- endur þekkja. Hvers vegna fer menntamálaráðu- neytið fram með slíku offorsi gegn Þorfinni Ómarssyni? Hví óskar ráðuneytið eftir rannsókn endur- skoðunarstofnunar ríkisins? Ágrein- ingurinn um þessa úthlutun snýst jú ekki um annað en lögfræðilega túlk- un á lögum nr. 137/2001 um Kvik- myndamiðstöð Íslands og réttar- stöðu forstöðumanns hennar gagn- vart menntamálaráðherra. Það er ekki hlutverk Ríkisendur- skoðunar samkvæmt lögum um Rík- isendurskoðun nr. 86/1997, að gefa út slíkar álitsgerðir. Að auki segir Ríkisendurskoðun um þetta atriði í skýrslu sinni bls. 10: „Ríkisendur- skoðun sér ekki ástæðu til að gera sérstakar athugasemdir við niður- stöður lögfræðiálits V.H.V. hrl.“ Niðurstaða þess lögfræðiálits und- irritaðs var einmitt sú, að samkvæmt fyrrnefndum lögum um Kvikmynda- miðstöð Íslands væri forstöðumanni hennar heimilt að úthluta styrkjum úr sjóðnum. Ríkisendurskoðun kemst svo að þveröfugri niðurstöðu í áliti sínu og telur menntamálaráðherra geta gef- ið forstöðumanninum „bindandi fyr- irmæli“ m.ö.o. úthlutað úr Kvik- myndasjóði. Sú niðurstaða er lögfræðilega ekki rétt eins og Jón Steinar Gunnlaugsson bendir rétti- lega á í Morgunblaðinu á sumardag- inn fyrsta. Hver er ástæðan fyrir þessari fjöl- miðlaherferð? Eiga ráðuneytið og Ríkisendurskoðun harma að hefna frá síðasta hausti? Þá vék ráðherra Þorfinni úr emb- ætti á grundvelli ávirðinga í bréfi ríkisendurskoðanda. Sérstök nefnd, sem var skipuð Björgu Thorarensen prófessor, Brynhildi G. Flóvenz lög- fræðingi og Gesti Jónssyni hæsta- réttarlögmanni, komst að því að ekki hefði verið rétt að veita Þorfinni lausn frá embætti. Í þessari vönduðu álitsgerð nefnd- arinnar eru meintar ávirðingar Þor- finns afgreiddar ein af annarri. Skýrsla Ríkisendurskoðunar og brottvikningin fær þessa ádrepu: „Liggur ljóst fyrir að honum (Þor- finni) gafst ekki tækifæri til að tjá sig um þær alvarlegu ávirðingar sem reifaðar voru í bréfi ríkisendurskoð- anda og ráðuneytið reisti ákvörðun sína á. Nefndin er þeirrar skoðunar að þar sé kveðið mun fastar að orði heldur en gert er í sjálfri endurskoð- unarskýrslunni þar sem tæplega er hægt að tala um alvarlegar ávirðing- ar en ástandi mála er lýst og ýmsar athugasemdir eru gerðar.“ Með öðr- um orðum: Þær alvarlegu ásakanir sem ríkisendurskoðandi setti fram í bréfi sínu og menntamálaráðherra byggði á áttu ekki við nein rök að styðjast. Þær var jafnvel ekki að finna í endurskoðunarskýrslu Ríkis- endurskoðunar. Getur verið að þessar tvær stofn- anir séu nú að freista þess að ná því fram með málarekstri í fjölmiðlum sem þeim tókst ekki fyrir nefnd þriggja hlutlausra og hæfra lögfræð- inga, sem kröfðust sannana, ekki bara órökstuddra fullyrðinga eins og nú er kastað fram með aðstoð fjöl- miðla? Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan leikþátt svo sýningin falli, eins og sú fyrri. Án dóms og laga Eftir Vilhjálm H. Vilhjálmsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan leik- þátt svo sýn- ingin falli, eins og sú fyrri.“ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Neskirkja Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 4. maí í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni messu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefnd. Samtök lungnasjúklinga Aðalfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn 8. maí nk. kl. 20 í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, Reykjavík. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Vinsamlega mætið sem flest á fundinn. Stjórnin. Aðalsafnaðarfundur Árbæjarsóknar Aðalfundur Árbæjarsóknar verður haldinn sunnudaginn 4. maí 2003 og hefst kl. 12.15 að aflokinni messu sem hefst kl. kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefnd. Fuglaskoðun Skógræktarfélag Reykjavíkur stend- ur fyrir fuglaskoðun við Elliðavatn og í Heiðmörk sunnudaginn 27. apríl. Farið verður frá áningarstaðnum við Helluvatn kl. 14.00. Allir velkomnir. Gott að hafa sjónauka meðferðis. Skógræktarfélag Reykjavíkur www.skograekt.is Fæðuofnæmi Fræðsludagur á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins í dag, laugardag- inn 26. apríl, kl. 10—12 í Múlalundi, Hátúni 10c Dagskrá: Kl. 10.00—10.15 Fæðuofnæmi á Íslandi. Sjúkdómur, ein- kenni, bráðaeinkenni og tíðni. Ari Axelsson læknir. Kl. 10.20—10.35 Reynsla af fæðuofnæmi. Rósa Karlsdóttir, móðir 3ja barna. Kl. 10.40—10.55 Fæðuofnæmi. Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarráðgjafi. Kl. 11.00—11.15 Fæðuofnæmi í leikskóla Valentina Björns- dóttir, fulltrúi frá leikskólanum Laufásborg. Kl. 11.20—11.35 Innihaldslýsingar. Svafa Líf Eggertsdóttir, fulltrúi frá hverfisstofnun. Kaffihlé Kl. 11.40—12.00 Pallborðsumræður. Umræður og fyrirspurnir frá sal. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á ofnæmi. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Gildrumelur 2, Stöðvarfirði , þingl. eig. Hafsteinn Kristinsson og Fossafélagið Vatnsfall ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Hafnarfirði, miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 14.40. Hafnargata 29, Fáskrúðsfirði , þingl. eig. Austfjarðamarkaðurinn hf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 14.00. Skáli, Djúpavogshreppi , þingl. eig. Ólafur Stefán Hjaltason, gerðar- beiðendur Djúpavogshreppur, Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., útibú og Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 25. apríl 2003. TIL SÖLU Lagersala á skóm Höfum opnað aftur! í Askalind 5, Kópavogi, að ofanverðu. Opið frá kl. 13—17. Munið! Tökum engin kort. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF www.fi.is 27. apríl — Fornar hafnir á Suðvesturlandi IV Fararstjóri Magnús Karel Hann- esson. Lagt verður af stað kl. 10.00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.600/1.900. 27. apríl. Strandgangan (S-8). Grindavík - Mölvík. Fararstjóri Gunnar H. Hjálmarsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.700/ 1.900. 30. apríl. Útivistarræktin. Kerhólakambur í Esju (851 m). Brottför frá Sprengisandi kl. 18.30. 1.-5. maí. Skíðaganga um Drangajökul og Strandir. Örfá sæti laus í þessa ferð. Fararstjóri Jón Björnsson. Nánari upplýsingar á www.uti- vist.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.