Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.04.2003, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2003 41 UNDANFARNA daga hefur skjólstæðingur minn, Þorfinnur Óm- arsson, fyrrv. forstöðumaður Kvik- myndamiðstöðvar Íslands, mátt sæta því að tvær ríkisstofnanir hafa rekið mál gegn honum í fjölmiðlum. Hamagangurinn byrjaði á páska- dag, þegar ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytis upplýsti í hádegis- fréttatíma RÚV, að ráðuneytið hefði falið Ríkisendurskoðun að kanna út- hlutun úr Kvikmyndasjóði til fyrir- tækis Hrafns Gunnlaugssonar. Atgangurinn hélt áfram þriðju- daginn eftir páska. Menntamála- ráðuneytið sendi fjölmiðlum skýrslu Ríkisendurskoðunar um fimmleytið og fréttin var í öllum fréttatímum ljósvakafjölmiðlanna um kvöldið; „Þorfinnur braut af sér í starfi.“ Hvorki menntamálaráðuneytið né Ríkisendurskoðun höfðu fyrir því að kynna Þorfinni skýrsluna. Sumardaginn fyrsta kom næsta atlaga, nú í Morgunblaðinu og frá Ríkisendurskoðun. Fyrirsögnin „Mál Þorfinns til ríkissaksóknara“. Þar er sagt frá því að ríkisendur- skoðun hafi „vísað máli Þorfinns“ til ríkissaksóknara. Síðar í fréttinni er svo haft eftir ríkisendurskoðanda sjálfum, að „í reynd“ hafi ríkissak- sóknari kallað eftir gögnum málsins „til þess að skoða þau“, „líkt og það gerði í máli Guðmundar Magnússon- ar“. Glöggir lesendur átta sig á því að hér verður ríkisendurskoðandi tvísaga. Þá felst í orðum hans að- dróttun um að mál Þorfinns sé líkt máli forstjóra Þjóðmenningarhúss sem ríkisendurskoðandi rannsakaði. Ekki hafði ríkisendurskoðandi fyrir því að segja Þorfinni þessi tíðindi, hvað þá að hann upplýsti hvað hon- um væri gefið að sök. Aðfarir þessara tveggja ríkis- stofnana gagnvart þessum einstak- lingi eru með ólíkindum og vonandi einsdæmi. Upplýsingum er lekið í fjölmiðla, endurskoðunarskýrsla birt einhliða og opinberlega án möguleika á and- mælum. Morgunblaðið notað til að kynna manninum að „mál“ hans sé komið til meðferðar hjá ríkissak- sóknara og gefið í skyn að það sé líkt öðru mjög alvarlegu máli sem les- endur þekkja. Hvers vegna fer menntamálaráðu- neytið fram með slíku offorsi gegn Þorfinni Ómarssyni? Hví óskar ráðuneytið eftir rannsókn endur- skoðunarstofnunar ríkisins? Ágrein- ingurinn um þessa úthlutun snýst jú ekki um annað en lögfræðilega túlk- un á lögum nr. 137/2001 um Kvik- myndamiðstöð Íslands og réttar- stöðu forstöðumanns hennar gagn- vart menntamálaráðherra. Það er ekki hlutverk Ríkisendur- skoðunar samkvæmt lögum um Rík- isendurskoðun nr. 86/1997, að gefa út slíkar álitsgerðir. Að auki segir Ríkisendurskoðun um þetta atriði í skýrslu sinni bls. 10: „Ríkisendur- skoðun sér ekki ástæðu til að gera sérstakar athugasemdir við niður- stöður lögfræðiálits V.H.V. hrl.“ Niðurstaða þess lögfræðiálits und- irritaðs var einmitt sú, að samkvæmt fyrrnefndum lögum um Kvikmynda- miðstöð Íslands væri forstöðumanni hennar heimilt að úthluta styrkjum úr sjóðnum. Ríkisendurskoðun kemst svo að þveröfugri niðurstöðu í áliti sínu og telur menntamálaráðherra geta gef- ið forstöðumanninum „bindandi fyr- irmæli“ m.ö.o. úthlutað úr Kvik- myndasjóði. Sú niðurstaða er lögfræðilega ekki rétt eins og Jón Steinar Gunnlaugsson bendir rétti- lega á í Morgunblaðinu á sumardag- inn fyrsta. Hver er ástæðan fyrir þessari fjöl- miðlaherferð? Eiga ráðuneytið og Ríkisendurskoðun harma að hefna frá síðasta hausti? Þá vék ráðherra Þorfinni úr emb- ætti á grundvelli ávirðinga í bréfi ríkisendurskoðanda. Sérstök nefnd, sem var skipuð Björgu Thorarensen prófessor, Brynhildi G. Flóvenz lög- fræðingi og Gesti Jónssyni hæsta- réttarlögmanni, komst að því að ekki hefði verið rétt að veita Þorfinni lausn frá embætti. Í þessari vönduðu álitsgerð nefnd- arinnar eru meintar ávirðingar Þor- finns afgreiddar ein af annarri. Skýrsla Ríkisendurskoðunar og brottvikningin fær þessa ádrepu: „Liggur ljóst fyrir að honum (Þor- finni) gafst ekki tækifæri til að tjá sig um þær alvarlegu ávirðingar sem reifaðar voru í bréfi ríkisendurskoð- anda og ráðuneytið reisti ákvörðun sína á. Nefndin er þeirrar skoðunar að þar sé kveðið mun fastar að orði heldur en gert er í sjálfri endurskoð- unarskýrslunni þar sem tæplega er hægt að tala um alvarlegar ávirðing- ar en ástandi mála er lýst og ýmsar athugasemdir eru gerðar.“ Með öðr- um orðum: Þær alvarlegu ásakanir sem ríkisendurskoðandi setti fram í bréfi sínu og menntamálaráðherra byggði á áttu ekki við nein rök að styðjast. Þær var jafnvel ekki að finna í endurskoðunarskýrslu Ríkis- endurskoðunar. Getur verið að þessar tvær stofn- anir séu nú að freista þess að ná því fram með málarekstri í fjölmiðlum sem þeim tókst ekki fyrir nefnd þriggja hlutlausra og hæfra lögfræð- inga, sem kröfðust sannana, ekki bara órökstuddra fullyrðinga eins og nú er kastað fram með aðstoð fjöl- miðla? Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan leikþátt svo sýningin falli, eins og sú fyrri. Án dóms og laga Eftir Vilhjálm H. Vilhjálmsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. „Ég vona að fólk sjái í gegnum þennan leik- þátt svo sýn- ingin falli, eins og sú fyrri.“ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Neskirkja Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn sunnudaginn 4. maí í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni messu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefnd. Samtök lungnasjúklinga Aðalfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn 8. maí nk. kl. 20 í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6, Reykjavík. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Vinsamlega mætið sem flest á fundinn. Stjórnin. Aðalsafnaðarfundur Árbæjarsóknar Aðalfundur Árbæjarsóknar verður haldinn sunnudaginn 4. maí 2003 og hefst kl. 12.15 að aflokinni messu sem hefst kl. kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefnd. Fuglaskoðun Skógræktarfélag Reykjavíkur stend- ur fyrir fuglaskoðun við Elliðavatn og í Heiðmörk sunnudaginn 27. apríl. Farið verður frá áningarstaðnum við Helluvatn kl. 14.00. Allir velkomnir. Gott að hafa sjónauka meðferðis. Skógræktarfélag Reykjavíkur www.skograekt.is Fæðuofnæmi Fræðsludagur á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins í dag, laugardag- inn 26. apríl, kl. 10—12 í Múlalundi, Hátúni 10c Dagskrá: Kl. 10.00—10.15 Fæðuofnæmi á Íslandi. Sjúkdómur, ein- kenni, bráðaeinkenni og tíðni. Ari Axelsson læknir. Kl. 10.20—10.35 Reynsla af fæðuofnæmi. Rósa Karlsdóttir, móðir 3ja barna. Kl. 10.40—10.55 Fæðuofnæmi. Borghildur Sigurbergsdóttir, næringarráðgjafi. Kl. 11.00—11.15 Fæðuofnæmi í leikskóla Valentina Björns- dóttir, fulltrúi frá leikskólanum Laufásborg. Kl. 11.20—11.35 Innihaldslýsingar. Svafa Líf Eggertsdóttir, fulltrúi frá hverfisstofnun. Kaffihlé Kl. 11.40—12.00 Pallborðsumræður. Umræður og fyrirspurnir frá sal. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á ofnæmi. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Gildrumelur 2, Stöðvarfirði , þingl. eig. Hafsteinn Kristinsson og Fossafélagið Vatnsfall ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Hafnarfirði, miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 14.40. Hafnargata 29, Fáskrúðsfirði , þingl. eig. Austfjarðamarkaðurinn hf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 14.00. Skáli, Djúpavogshreppi , þingl. eig. Ólafur Stefán Hjaltason, gerðar- beiðendur Djúpavogshreppur, Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., útibú og Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 30. apríl 2003 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 25. apríl 2003. TIL SÖLU Lagersala á skóm Höfum opnað aftur! í Askalind 5, Kópavogi, að ofanverðu. Opið frá kl. 13—17. Munið! Tökum engin kort. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF www.fi.is 27. apríl — Fornar hafnir á Suðvesturlandi IV Fararstjóri Magnús Karel Hann- esson. Lagt verður af stað kl. 10.00 frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.600/1.900. 27. apríl. Strandgangan (S-8). Grindavík - Mölvík. Fararstjóri Gunnar H. Hjálmarsson. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð kr. 1.700/ 1.900. 30. apríl. Útivistarræktin. Kerhólakambur í Esju (851 m). Brottför frá Sprengisandi kl. 18.30. 1.-5. maí. Skíðaganga um Drangajökul og Strandir. Örfá sæti laus í þessa ferð. Fararstjóri Jón Björnsson. Nánari upplýsingar á www.uti- vist.is Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.