Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 13

Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 13 ERLENDIR fjölmiðlar hafa fjallað um væntanlega yfirtöku Mundar ehf. á Baugi Group hf., enda er Baugur orðinn þekktur í viðskiptalífinu ytra fyrir fjárfestinga í breskum smásölu- markaði. Í Daily Telegraph er haft eftir tals- manni Baugs að lögreglurannsókn á starfsemi Baugs hafi verið ein af ástæðum fyrir ákvörðuninni að taka Baug af markaði. Haft er eftir honum að Baugur hafi verið dreginn inn í stjórnmálaumræðu og verið of mikið í sviðsljósinu. Þá hafi reglur Kauphall- arinnar, sem kveða á um að birta verði uppgjör fjórum sinnum á ári, haft sitt að segja. Veikur hlutabréfamarkaður Talsmaðurinn segir þó, að aðal- ástæðan hafi verið veikur markaður með íslensk hlutabréf og lítil velta. Því sé hentugra að Baugur sé ekki á markaði. Vænta megi samruna á ís- lenskum markaði, en það breyti ekki stefnu félagsins í Bretlandi. Ef eitt- hvað sé muni sú þróun ýta undir frek- ari fjárfestingar Baugs í Bretlandi, þar sem lítið sé um vöxt á Íslandi. Sem kunnugt er á Mundur nú um 67% hlutafjár í Baugi, en félagið keypti í gær 5,89% til viðbótar við þau rúmu 61% sem það átti fyrir og hefur boðið öðrum hluthöfum 10,85 krónur fyrir hvern hlut. Í Financial Times segir að það sé lágt yfirverð fyrir hluti í félaginu, en síðasta viðskiptaverð á föstudag var 10,8. Vitnað er í ónefnd- an sérfræðing, sem blaðið segir að telji fyrirtækið Baug vera 10% of lágt verðlagt, miðað við yfirtökutilboðið. Þarf ekki nýtt hlutafé Þá vitnar FT í Almar Guðmunds- son, forstöðumann greiningardeildar Íslandsbanka, sem segir að önnur matvörufyrirtæki á Íslandi séu ekki skráð hjá Kauphöllinni, sem hafi þýtt að Baugur hafi þurft að veita meiri upplýsingar en keppinautarnir. Þá segir hann að hagnaður Baugs af við- skiptum með bréf í Arcadia hafi gert það að verkum, að félagið þurfi ekki á nýju hlutafé að halda til að fjármagna nýjar fjárfestingar. Yfirtaka Mundar á Baugi Group vekur at- hygli ytra 55 ERLEND fiskiskip voru að veiðum við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg nú í upphafi vikunnar, samkvæmt athugun Landhelgisgæslunnar. Eitt erlent olíuskip var einnig á svæðinu. Fjögur íslensk út- hafskarfaveiðiskip voru auk þess að veið- um rétt innan við lögsögumörkin. Þrettán erlendu veiðiskipanna eru frá ríkjum sem eru ekki aðilar að Norðausturatlantshafs- fiskveiðinefndinni og eru þar af leiðandi að veiða utan kvóta. Þar af eru fimm skip frá Litháen, eitt frá Lettlandi, fimm frá Dóminíska lýðveldinu og tvö frá Belise. Dræm veiði er á svæðinu. Hjörtur Gísla- son, einn stjórnenda Ögurvíkur hf. segir að veiðin hafi verið mjög góð til að byrja með en síðan hafi hún dottið niður fyrir 12 dögum og ekkert lagazt síðan. Frystitog- arinn Freri var að koma af Hryggnum með 850 tonn af karfa upp úr sjó, eða um 21.800 kassa, en það er fullfermi. Hjörtur segir að markaðurinn fyrir karfann sé erfiður eins og er. Mikið sé til af fiski eins og ýsu, ufsa og nú karfa. Hann gerir þó ráð fyrir því að staðan lagist fljót- lega eftir sjómannadaginn. Veiðisvæðið á Reykjaneshrygg. Bláa svæðið er hið svokallaða NEAFC-svæði, þar sem Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin stjórnar veiðunum. 55 erlend skip á Hryggnum REKSTRARTAP Sláturfélags Suð- urlands nam 43 milljónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Árið áður var tapið tæpar 9 milljónir á sama tímabili. Í tilkynningu frá SS segir að verri afkoma í ár en í fyrra stafi fyrst og fremst af minni veltu vegna offramboðs á kjötmarkaði. Fjárhagsstaðan er þó sögð traust. Eigið fé er rúmlega 1.182 milljónir og eiginfjárhlutfall 42% en það var 40% ári áður. Arðsemi eigin fjár félagsins var neikvæð um 14% í ár en neikvæð um 3% í fyrra. Rekstrartekjur SS drógust saman um 11% milli ára, voru 747 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins 2003, en 837 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld án afskrifta minnkuðu um 7% milli ára, voru 811 milljónir í fyrra en 751 milljón í ár. Af- skriftir voru 38 milljónir bæði árin og rekstrartap án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 42 milljónir í ár en 12 milljónir í fyrra. Fjármunatekjur umfram fjár- magnsgjöld voru 16 milljónir á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en 12 milljónir á síðasta ári. Í lok mars síðastliðinn voru heildar- eignir SS liðlega 2,8 milljarðar króna. Veltufjárhlutfall var 1,1 í lok mars 2003 en 1,3 árið áður. Aukið tap SS vegna offramboðs ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.