Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 15
LÍKUR eru taldar á því að tveir
dómarar í hæstarétti Bandaríkj-
anna tilkynni í næsta mánuði að
þeir hyggist setjast í helgan stein.
Verði raunin þessi mun það að öll-
um líkindum hafa í för með sér
mestu breytingar á réttinum í
meira en þrjá áratugi.
Níu dómarar sitja í hæstarétti
Bandaríkjanna að forseta meðtöld-
um. Heimildarmenn segja líklegt
að þau Sandra Day O’Connor og
William H. Rehnquist, forseti rétt-
arins, hyggist láta af störfum. Eink-
um er talið líklegt að Rehnquist
hyggist draga sig í hlé en menn
greinir frekar á um hvort O’Connor
hafi hug á að láta af embætti.
Þriðji dómarastóllinn kann síðan
að losna bráðlega ákveði hinn 83
ára gamli John Paul Stevens að
draga sig í hlé. Það er þó talið held-
ur ólíklegt.
Hætti Rehnquist er talið víst að
eftirmaður hans í embætti forseta
hæstaréttar verði Antonin Scalia.
Scalia er að vísu 67 ára gamall og
einhverjar athugasemdir hafa kom-
ið fram þess efnis að heppilegra sé
að yngri maður taki við. Scalia er
hins vegar heilsuhraustur að því að
best er vitað og kraftmikill í fram-
göngu.
Vitað er að
íhaldsmenn
leggja hart að
George W. Bush
forseta að skipa
Clarence Thomas
forseta hæsta-
réttar. Hann er 54
ára og skipun
hans var á sínum
tíma mjög um-
deild. Thomas
telst til íhaldsmanna og er ljóst að
staða hægri aflanna innan hæsta-
réttar myndi styrkjast enn frekar
yrði hann skipaður forseti réttar-
ins.
Búa sig undir átök
Breytingar hafa ekki verið gerð-
ar á hæstarétti Bandaríkjanna í
tæp tíu ár. Er það lengsta kyrr-
stöðutímabilið í 180 ára sögu rétt-
arins. Tvö sæti í réttinum hafa ekki
losnað á sama árinu frá 1972 er
Richard Nixon fór með húsbónda-
vald í Hvíta húsinu.
Öflin til vinstri og hægri í banda-
rískum stjórnmálum eru tekin að
búa sig undir
hörð átök vegna
endurnýjunar
innan réttarins.
Almennt er það
hald manna að til
hennar komi á
þessu ári. Ekki
þykir ráðlegt að
ráðast í slíkar
breytingar á
kosningaári þar
sem staðfestingarferlið er langt og
flókið. Að auki er það svo að Bush
forseti getur engan veginn talist
öruggur um endurkjör þótt staða
hans kunni að vera góð í skoðana-
könnunum nú um stundir. Þykir því
líklegt að þau Rehnquist sem er
repúblikani og O’Connor sem er
höll undir flokkinn fallist á að draga
sig í hlé í ár.
Rehnquist hefur verið dómari í
réttinum í 31 ár. Á síðustu árum
hefur hann iðulega látið að því
liggja að hann sé tekinn að þreytast
á starfinu. Hann verður áttræður á
næsta ári. Sandra Day O’Connor,
sem er 73 ára, var skipuð hæsta-
réttardómari 1983, fyrst kvenna í
Bandaríkjunum. Vinir hennar segja
að hún sé enn full áhuga og starfs-
orku.
Fari svo að íhaldsmaður verði
kjörinn forseti réttarins að Rehn-
quist gengnum mun það út af fyrir
sig ekki breyta miklu. Ákveði
Sandra Day O’Connor hins vegar
að setjast í helgan stein gæti það
skapað íhaldsöflunum sóknarfæri.
Atkvæði O’Connor hefur iðulega
ráðið úrslitum í mjög umdeildum
málum. Traustur íhaldsmaður í
hennar stað gæti því treyst mjög
tök hægri aflanna innan hæstarétt-
ar.
Almennt er talið að Bush forseti
hyggist nýta tækifærið og skipa
fyrsta hæstaréttardómarann af
rómönsku bergi brotinn. Er þá
einkum horft til Alberto Gonzales
sem er 47 ára gamall. Hann er gam-
all félagi forsetans og þykir mörg-
um sem skipun hans væri snjall
pólitískur leikur af hálfu Bush.
Skriðþungi kjósenda af rómönskum
ættum fer sífellt vaxandi í Banda-
ríkjunum. Ýmsir hægri menn eru
þó mótfallnir Gonzales og óttast að
hann muni ekki reynast tilhlýðilega
íhaldssamur, einkum á sviði fóstur-
eyðinga og borgararéttinda.
Breytingar líklegar í
hæstarétti Bandaríkjanna
Washington. Newsday.
Talið að íhaldsöflin geti styrkst en
búist við harkalegum átökum
Sandra Day
O’Connor
William
Rehnquist
EFTIRLITSMENN Sameinuðu
þjóðanna greindu frá því í gær að
meira en 230 manns, þar á meðal
konur og börn, hefðu fundist látnir á
götum Bunia-borgar, höfuðstaðar
Ituria-héraðs í norðausturhluta lýð-
veldisins Kongó, síðustu 15 daga.
Að sögn fulltrúa SÞ fannst 231
óbreyttur borgari, sem hafði verið
myrtur frá því 4. maí, á götum
Bunia. Aðkoman var hryllileg þar
sem sum líkin höfðu legið í sólinni og
hitanum á aðra viku. Þá hafði sumt
fólkið verið aflimað auk þess sem bú-
ið var að fjarlægja hjörtu, lifur og
lungu úr öðrum. Eftirlitsmenn SÞ
kanna nú fregnir um að mannát hafi
átt sér stað meðan á átökum í Bunia
stóð. Óttast er að fleiri lík eigi eftir
að finnast.
Franskir liðsforingjar komu til
Bunia-borgar í gær til að undirbúa
komu alþjóðlegs herliðs Sameinuðu
þjóðanna á staðinn. Franski herinn
íhugar enn beiðni Kofi Annans,
framkvæmdastjóra SÞ, um að
Frakkar stýri herliðinu sem 1.000
menn yrðu í. Herliðið mun leitast við
að koma á stöðugleika í Ituri-héraði.
Liðsforingjarnir komu til borgarinn-
ar degi eftir að SÞ tilkynntu að tveir
eftirlitsmanna samtakanna hefðu
fundist myrtir í héraðinu en fyrir um
viku stóð bardagi um Bunia-borg
milli Hema og Lendu-þjóðflokk-
anna.
Lýðveldið Kongó
Aðkoman
ljót í Ituri
Bunia. AP. AFP.
Nýr listi
www.freemans.is alltaf á föstudögum