Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 20

Morgunblaðið - 21.05.2003, Side 20
SUÐURNES 20 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORMENN nemendaráða grunn- skólanna í Reykjanesbæ lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær tillögu um að komið verði á fót unglingaráði Reykjanesbæjar. For- mennirnir, fjórar stúlkur, mæltu fyrir tillögunni. Bæjarstjórnin samþykkti tillöguna einróma, án umræðna. Fram kom í ávarpi Hjördísar Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, á fundinum í gær að tildrög þess að stúlkurnar fluttu tillöguna í gær er málþing um lýðræði barna sem þær sóttu á Þingvöllum í lok mars ásamt henni, Eiríki Hermannssyni fræðslustjóra og bæjarfulltrúunum Sveindísi Valdimarsdóttur og Kjartani Má Kjartanssyni. Stúlk- urnar skiptu með sér verkum við að gera grein fyrir málþinginu og tillögunni en þær eru Bryndís Hjálmarsdóttir úr Holtaskóla, Kristín Helga Magnúsdóttir úr Myllubakkaskóla, Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir úr Njarðvíkurskóla og Lilja Karen Steinþórsdóttir úr Heiðarskóla. Þarf að gera enn betur Þær sögðu að sérstök áhersla hefði verið lögð á það ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna þar sem kveðið er á um að aðildarríkin skuli tryggja barni sem getur myndað eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða og skuli tekið réttmætt tillit til skoð- ana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Hópurinn sem fór á málþingið hefur hist, farið yfir stöðuna í Reykjanesbæ og komist að þeirri niðurstöðu að þótt í öllum skólum starfi nemendafélög og síðan ung- lingaráð á vegum Fjörheima þurfi að gera enn betur. Þær sögðu að nemenda- og unglingaráð sæju fyrst og fremst um að skipuleggja og annast félagsstarf unglinga en væru ekki vettvangur til þess að koma skoðunum barna og ung- linga á framfæri á lýðræðislegan hátt um ýmis önnur mál sem snerta líf þeirra, hagsmuni og þarfir. Því hafi hópurinn ákveðið að leggja til að stofnað verði ung- lingaráð Reykjanesbæjar. Í samþykkt bæjarstjórnar á til- lögu stúlknanna felst að komið verður á fót unglingaráði sem skipað verður formönnum nem- endafélaga grunnskólanna, full- trúa Nemendafélags Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og fulltrúa unglinga sem ekki eru í námi. Miðað er við að unglingaráð Reykjanesbæjar taki til starfa í haust. Einnig er ákveðið að nem- endaráð grunnskólanna verði framvegis kosin að vori og for- menn þeirra ráðnir starfsmenn Vinnuskólans í hlutastarfi svo þeir geti hafist handa við undirbúning komandi vetrar. Í greinargerð með tillögunni kemur fram það álit að unglinga- ráð Reykjanesbæjar verði vett- vangur fyrir unglinga í bæj- arfélaginu til að koma skoðunum sínum á framfæri við bæjaryf- irvöld. Einnig verði mun auðveld- ara fyrir bæjaryfirvöld að leita umsagnar fulltrúa barna og ung- linga á ýmsum málum sem þeim tengjast. Með þessu sé Reykjanes- bær að stíga mikilvægt skref í þá átt að uppfylla 12. grein Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Bæjarstjórn samþykkir tillögu formanna nemendaráða um aukið lýðræði Koma á fót unglingaráði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir les tillögu um aukið lýðræði. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, fylgist með. Á bak við þær standa Lilja Karen Steinþórsdóttir, Bryndís Hjálmarsdóttir og Kristín Helga Magnúsdóttir. Reykjanesbær YFIRMAÐUR flotastöðvar varn- arliðsins, Dean Kiyohara kafteinn, tók í gær við fyrstu íbúðinni af 88 í svokölluðum SP-húsum á Keflavík- urflugvelli sem verið er að endur- nýja. Er þetta þriggja ára verkefni sem Íslenskir aðalverktakar annast og kostar um 1,5 milljarða króna. SP-húsin voru fyrstu íbúðarhús- in sem reist voru á Keflavíkurflug- velli yfir starfsmenn bandaríska verktakafyrirtækisins sem rak Keflavíkurflugvöll í umboði ís- lensku og bandarísku ríkisstjórn- arinnar á árunum 1947–1951, og ís- lenska ríkisstarfsmenn á flugvellinum. Samkvæmt upplýs- ingum Friðþórs Eydal, upplýsinga- fulltrúa varnarliðsins, lét fyrirtæk- ið einnig reisa gömlu flugstöðina og fleiri hús á þessu tímabili. Húsin voru í upphafi reist hálfvegis til bráðabirgða, þau voru gerð til að standa í 25 ár með viðeigandi við- haldi. Skipt um alla innviði Um er að ræða 15 tveggja hæða hús með 88 íbúðum alls og eru hús- in nú endurnýjuð að öllu leyti nema hvað burðarvirki og útveggir standa. Skipt er um alla innviði, lagnir og innréttingar, en húsin voru öll einangruð og klædd að ut- an fyrir fjórum árum. Áætlað er að Íslenskir aðalverktakar ljúki vek- efninu á árinu 2005. Við sérstaka athöfn sem efnt var til í gær vegna afhendingar fyrsta hússins skoðuðu yfirmenn varnar- liðsins, forsvarsmenn ÍAV og starfslið framkvæmdirnar. Klippt var á borða í fyrstu íbúðinni sem verktakinn afhenti. Húsnæðisdeild varnarliðsins hefur umsjón með þessum byggingum. Hún rekur alls 973 íbúðir í 88 fjölbýlishúsum fyrir samtals um 3.000 manns sem eru liðsmenn varnarliðsins og fjöl- skyldur þeirra sem dvelja á Keflavíkurflugvelli í 2–3 ár en það eru þrír fjórðu hlutar þeirra sem varnarliðið sér fyrir húsnæði. Níu Íslendingar og sjö Bandaríkja- menn starfa hjá húsnæðisdeildinni og er árlegur kostnaður við rekst- urinn tæpar 900 milljónir króna, en öll viðhaldsvinna á húsnæðinu er unnin af íslenskum verktökum. Elstu íbúðar- húsin endur- nýjuð fyrir 1,5 milljarða Ljósmynd/Hilmar Bragi Guðmundur Geir Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktök- um, aðstoðar Lynn Swisher, framkvæmdastjóra húsnæðisdeildar varn- arliðsins, við að klippa á borða í tilefni af því að fyrsta SP-húsið er tekið í notkun að nýju. Dean Kiyohara, yfirmaður flotastöðvarinnar, og Catherine Ballinger, yfirmaður verkfræðideildar varnarliðsins, fylgjast með. Keflavíkurflugvöllur Ljósmynd/Hilmar Bragi Verið er að endurbyggja elstu íbúðarhúsin á Keflavíkurflugvelli. BLÁA lóns hlaupið verður haldið næstkomandi laugardag. Boðið verð- ur upp á 6 og 12 km hlaup ásamt 3,5 km skemmtiskokki. Þetta er í annað sinn sem Bláa lóns hlaupið fer fram en hlaupið, sem er samvinnuverkefni Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar, mun einnig leysa af hólmi hið árlega víðavangshlaup Grindavíkurbæjar. Skráning fer fram á www.blue- lagoon.is og www.grindavik.is/hlaup. Einnig verður hægt að skrá sig sam- dægurs á baðstaðnum. Að skráningu lokinni verður þátt- takendum í skemmtiskokki og 6 km hlaupi ekið með Þingvallaleið áleiðis til Grindavíkur þar sem hlaupið hefst kl. 11. Hlaupið endar við Bláa lónið. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta til þriðja sæti í hverjum aldursflokki. Aðalverðlaun hlaupsins eru útdrátt- arverðlaun sem eru ferð fyrir tvo að eigin vali til einhvers af áfangastöð- um Icelandair í Evrópu ásamt öðrum útdráttarverðlaunum sem eru í boði fyrirtækja í Grindavík. Einnig verður keppt í 6 og 12 kíló- metra hlaupum karla og kvenna og eru þau aldursskipt. Bláa lóns hlaupið um helgina Grindavík UM 375 unglingar hafa sótt um starf í Vinnuskóla Reykjanesbæjar í sum- ar. Er það svipaður fjöldi og var í Vinnuskólanum á síðasta sumri. Allir fjórtán, fimmtán og sextán ára unglingar í Reykjanesbæ sem sækja um í Vinnuskólanum fá þar störf. Fyrstu hóparnir hefja störf 10. júní. Fjórtán ára unglingarnir fá vinnu hálfan daginn í fimm vikur en þeir eldri fá vinnu allan daginn í sjö vikur. Ragnar Örn Pétursson, forvarnar- og æskulýðsfulltrúi, segir að launin séu ágæt miðað við það sem þekkist annars staðar. Þannig fái 16 ára ung- lingarnir tæpar 100 þúsund krónur fyrir tímabilið. Segir hann að tíma- kaupið sé ekki mikið lakara en hjá unglingum sem fái störf á almennum vinnumarkaði. Helstu verkefni vinnuskólans eru almenn hreinsun á opnum svæðum, tyrfing, rakstur, málningarvinna, tjáplöntun og sláttur í görðum ellilíf- eyrisþega og öryrkja. Þá segir Ragnar Örn að þau elstu og reynd- ustu fái ýmis sérverkefni, til dæmis að aðstoða við íþrótta- og leikjanám- skeið, golfvöllinn og sundnámskeið. Ragnar Örn leggur áherslu á að vinna í skólanum sé allt í senn, upp- eldi, afþreying og tekjuöflun fyrir unglingana. Þar stígi þeir sín fyrstu spor í atvinnulífinu án handleiðslu foreldra. Unglingunum sé kennt að umgangast verkefni sín af virðingu, hvernig eigi að meðhöndla verkfæri og bera virðingu fyrir samstarfs- fólki. Í skólanum eru gerðar ákveðnar kröfur til starfsmanna, eins og að vinna samviskusamlega þau verk sem þeim eru falin og sýna kurteisi í samskiptum við stjórnend- ur skólans og bæjarbúa. Að sögn Ragnars Arnar verða ráðnir 27 flokksstjórar í Vinnuskól- ann. munu þeir sitja tveggja vikna námskeið þar sem meðal annars verður fjallað um einelti, misþroska og ofvirkni. Einnig fá þeir þjálfun í vinnubrögðum, skyndihjálp og fleiru sem varðar starfið í sumar. 375 ung- menni fá starf í Vinnu- skólanum Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.