Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EF til vill er það réttlæti sem við sýnum okkur sjálfum hvað erfiðast í meðförum. Í það minnsta vefst sá vandi nokkuð fyrir Sigurði A. Magnússyni í síðasta bindi ævisögu hans, sem hann nefnir Ljósatíma, kannski í og með til að tengja hann hausti ævinnar. Ævisögur eru alla- jafnan einhvers konar réttlæting á því lífi sem lifað hefur verið. Svo er með þessa bók en hún er jafnframt viðleitni til uppgjörs. Í upphafi bókar veltir Sigurður fyrir sér tvöfaldri verund okkar, hvernig við upplifum okkur ekki bara þannig að við séum til fyrir okkur sjálf heldur einnig í eigin skynjun fyrir aðra. Þessi tvöfalda skynjun gerir það að verkum að stöðug átök eru innra með okkur. Annars vegar takast á hvatir og langanir og hins vegar samfélags- mynd okkar, siðferði og hvernig við höldum að aðrir skynji okkur. Að sögn Sigurðar er eðlilegt að láta undan eðlishvötum: ,,Að láta undan eðlishvötum er innbyggt í mannlegt eðli og ekkert við því að gera.“ Mér sýnist þessi staðhæfing og lífsskoð- un vera grunntónninn í lífssýn Sig- urðar þótt hann slái hann ekki gagnrýnislaust og í ævisögu hans virðist sú lífsskoðun raungerð aftur og aftur, kannski lítt íhuguð því að auðvitað má setja spurningarmerki við þau hugtök sem Sigurður notar í tilvitnuðu málsgreininni, eðlishvat- ir, mannlegt eðli og hvað þá að eitt- hvað sé innbyggt í mannlegt eðli eða að ekkert sé við því að gera. Má ekki út frá slíkri staðhæfingu réttlæta hvað sem er? Þessi lífssýn hefur leitt hann til þess sem hann nefnir núfælni: ,,Sjaldan hef- ur hent mig að líðandi stund tefði, svo ég fengi notið hennar til meiri fullnustu. Jafn- vel þegar hún hefur fært mér eitthvað sem ég hef hlakkað til af heilu hjarta, hefur hugurinn á stund full- nægjunnar ýmist ver- ið bundinn við eitt- hvað úr fortíðinni eða gleðiefni sem í vænd- um kunna að vera.“ Það þarf ekki frum- lega hugsun til að tengja slíka upplifun módernísku sjálfi, rekaldi í hafsjó tímans, og sannast sagna markast ævisaga Sigurðar af slíkri sjálfsupplifun. Ásamt erfiðum uppvaxtaskilyrðum og undanlátssemi við frumhvatirnar skýrir þessi núfælni og þetta ístöðuleysi sundurlaust og fjöllynt líf hans. Ef maður upplifir ekki líf sitt sem samfellu hvernig er þá hægt að búast við heilli brú í lífs- stefnu. Lífshlaupið í þessari bók verður fyrir bragðið, þótt það sé sett fram í réttri tímaröð, í end- ursögn Sigurðar tætingslegt ferða- lag milli bókmenntaþinga, ráðstefna og opinberra heimsókna á milli þess sem reynt er að byggja upp sam- band í núinu við konur án þess að hafa nema ef til vill í lokin nokkra framtíðarsýn varðandi þau sam- bönd. Segja má að í þessu bindi sjálfsævisögu Sigurðar sé hann oft- ar en ekki um það bil að ljúka ást- arsambandi við eina konu, sé í föstu sambandi við aðra og jafnvel giftur henni og sé að byrja samband við hina þriðju. Þetta er saga sem end- urtekur sig þannig að Sigurður verður eins konar Sisyfos ástarsam- banda, ýtir steini ástarinnar upp hæðina en er jafnan dæmdur til að horfa á hann rúlla niður aftur og byrja að nýju. Í raun og veru er sterkasta samfellan í þessu verki tengd skoðunum höf- undar og störfum að félags- og mannrétt- indamálum sem að minni hyggju spegla ríka réttlætiskennd er fær hins vegar ekki á sama hátt að njóta sín í einkalífinu. Það er höfuðkostur þessarar ævisögu að höfundur hlífir sjálfum sér ekki í sjálfskönnun sinni. Að sumu leyti minnir því ævisaga Sigurðar á játningabókmenntir kirkjufeðra. Niðurstöður hans um þennan hluta ævisögu sinnar eru þær að hann hafi látið eðlishvat- irnar, tilfinningarnar ráða og það kannski um of: ,,Hitt veldur ónot- um, þegar horft er um öxl, að sam- skiptin við hitt kynið stjórnuðust meiren góðu hófi gegndi af látlaus- um bruna í líkamanum, sem ein- lægt skyggði á aðrar og heilnæmari kenndir. Sá er þó munurinn á játn- ingum kirkjufeðra og Sigurðar að hann á ákaflega auðvelt með að fyr- irgefa sjálfum sér eltingarleikinn við brunann, telur þó, ef ég skil hann rétt, þann lærdóm helstan af þessu dreginn að títtnefndur bruni hafi leitt til þess að hann hafi lung- ann úr ævinni verið ,,undir hælnum á kvenkyninu, leyft því að ráðskast með mig að vild, þó útávið sýndist því vera þveröfugt farið!“ Þessi lífsviðhorf leiða einnig til mikillar sjálflægni. Höfundur virð- ist vera sjálfum sér nógur í flestu og lýsing hans á sjálfum sér að hann sé ,,félagslyndur einfari“ á vel við. Jafnframt verður margt í frá- sögninni smáatriðasamt. Smátt sem stórt er blásið upp. Þannig fjallar höfundur ítarlega um ferðalög sín, sum opinber, á ráðstefnur, þing, bókmenntahátíðir og nefndarfundi með áherslu á eigin hlut í þeim en rekur jafnframt orðræður manna og viðhorf. Sömuleiðis endursegir hann og birtir hluta úr ritdómum um verk sín og svarar þeim ritdóm- um í stöku tilfellum. Allt hefur þetta sannarlega bókfræðilegt gildi. En því er ekki að neita að margt af þessu er fremur eintóna lestur enda endursögn á orðræðum manna á ráðstefnum eða ritdómum óhjá- kvæmilega yfirborðsleg. Helstu gallar þessa verks eru þó að mínum dómi dómharka Sigurðar um annað fólk og á stundum ein- sýni. Í sumum tilvikum, t.a.m. þeg- ar hann fjallar um forsætisráðherra og ekki síst helstu vini hans finnst mér stóryrðin fara úr böndunum. Verra finnst mér raunar ýmislegt það sem sagt er um nokkrar þær konur sem Sigurður hefur búið með. Þar er sumt miður fallega sagt, jafnvel þó að sannleikskorn kunni að leynast í orðum Sigurðar. Í bók sem þessari fá þær ekki hönd lyft sér til varnar. Það er hins veg- ar þannig að orð manna um annað fólk lýsa þeim sjálfum ekkert síður en viðfangsefninu. Í stóryrðaflaumi er líka hætt við að vökni í púðri orðanna. Helstu kostir bókar Sigurðar eru hins vegar skáldlegt innsæi hans og innsýn inn í sjálfan sig og aðra þá er hann hittir á vegferð sinni. Bók- in er í mínum huga þrátt fyrir galla sína mósaíkmynd af skáldi í sjálfs- myndarkreppu og það nokkuð skýr mynd þrátt fyrir að hún sé sett saman úr ólíkum brotum. Á bak við hana er gagnrýnin samfélagsmynd og dálítið tætingsleg heimssýn. Hún er einlæg tilraun þekkts nú- tímahöfundar til sjálfsuppgjörs. Hún er skrifuð á lipru máli og er auðlesin enda er höfundurinn mælskur stílisti. Núfælni og sjálflægni BÆKUR Ævisaga eftir Sigurð A. Magnússon. Mál og menn- ing, 2003 – 295 bls. LJÓSATÍMI Sigurður A. Magnússon Skafti Þ. Halldórsson Íslandslitir með ljósmyndum eftir Thorsten Henn. Sigur Rós skrifar formála. Bókin kemur út á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Thorsten Henn er fæddur í Þýska- landi árið 1969. Hann lærði ljós- myndun í Þýskalandi og Austurríki. Thorsten kom fyrst til Íslands árið 1985 og ári síðar tók hann þátt í al- þjóðlegum leiðangri sem fór fótgang- andi þvert yfir Ísland. Thorsten féll fyr- ir landi og þjóð og hefur verið búsettur hér á landi um nokkurra ára skeið og rekur ljósmyndastofu í Reykjavík. Í eftirmála segir Thorsten: „Í þess- ari bók hef ég leitast við að sýna feg- urð Íslands frá öðru sjónarhorni en áður hefur verið gert. Í stað þess að mynda þekkt náttúrufyrirbæri og fræga staði hef ég lagt megináherslu á að finna þá liti sem í mínum huga endurspegla Ísland og um leið að sýna landið í nýju ljósi.“ Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 128 bls., prenutð í Odda. Þór Ingólfs- son hannaði bókina. GPS-stað- arákvarðanir fylgja hverri mynd. Ljósmyndir Þrjár sólir nefnist fjórða ljóðabók Sigurðar Ingólfs- sonar. Lóðin eru velflest ort í Frakk- landi, þar sem Sigurður var við nám í frönskum nútímabók- menntum og lauk þar doktorsprófi um jól 2000. Bókinni er skipt í þrjá kafla, Haust, Martröð og Vor og rekur á vissan hátt þessar helstu árstíðir á Íslandi. Hlutir og myndir speglast á milli kafla, þannig að um eina heild verður að ræða. Höfundur gefur sjálfur út, en Menn- ingarráð Austurlands styrkti útgáfuna. Bókin er 67 bls., prentuð í Ásprent á Akureyri Sylvía Kristjánsdóttir hann- aði kápu, ljósmynd á kápu tók Christ- opher Taylor. Verð: 2.000 kr. Ljóð HALLDÓR Bragason og Guð- mundur Pétursson standa fyrir blúsnámskeiði fyrir hljóðfæra- leikara helgina 24. og 25. maí kl. 10-17 báða dagana í Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar. Upplýsingar og skráning á bluesice@hotmail.com og í síma 697-5410. Blúsnámskeið JPV-útgáfa hefur sent frá sér fjórar kiljubækur: Ég lifi – örlagasaga Mart- ins Gray. Max Gallo skráði en bókin kom fyrst út árið 1973 og varð met- sölubók um allan heim. Kristín R. Thorlacius og Rögnvaldur Finn- bogason þýddu. Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 405 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 1.590 kr. Vonin deyr aldrei eftir Jacqueline Pascarl. Bókin kom út sl. haust. Ástralska konan Jacqulin segir sögu sína af hjónabandi við Bahrin malasískan prins sem reyndist hinn versti ofbeldisseggur og rændi hana börnunum þegar hún var flúin aftur til Ástralíu. Bókin er 302 bls., prentuð í Odda. Verð: 1.590 kr. Artemis Fowl – Samsærið eftir Eoin Colfer kom út sl. haust og þýddi Guðni Kolbeinsson bókina. Artemis á við vandamál að stríða. Mannræningjar halda föður hans í gíslingu og ekkert nema kraftaverk virðist geta bjargað honum. Kannski dugir snilligáfa Artemis ekki til að þessu sinni; kannski þarf hann á hjálp að halda. Bókin er 288 bls. Prentuð í Odda. Verð 1.590 kr. Fyrstur til að deyja er spennusaga eftir metsöluhöfundinn James Patter- son. Harald G. Haralds þýddi. Bókin er 251 bls., prentuð í Odda. Verð: 1.590 kr. Kiljur FAGURFRÆÐI. Hm …var hún ekki dauð? Bíddu, skáldsagan, mál- verkið, Guð, sagan, jú fagurfræðin hlýtur að hafa farið líka, hún var orðin svo gömul …og samt verður haldið í Snorrastofu, Reykholti, málþing um fagurfræði – Fagur- fræðilegar tilgátur um manninn er yfirskriftin – helgina 29.–31. maí nk. Birna Bjarnadóttir hefur haft annan fótinn í Reykholti um nokk- urt skeið og skipuleggur málþingið, í félagi við Berg Þorgeirsson, for- stöðumann Snorrastofu. Förum aftur heim Birna, hvað er þetta? „Við ætlum að velta fyrir okkur fagurfræði lista og taka púlsinn á henni í opinni umræðu. Fagurfræði lista sem andóf gegn ríkjandi fag- urfræði. Þetta er basic ráðstefna, fagurfræði er basic, nú erum við með 20. öldina í bakspeglinum, öld þar sem var sótt að fagurfræði lista úr nokkrum áttum. Nú förum við aftur heim – þess vegna heitir mál- þingið fagurfræðilegar tilgátur um manninn.“ Förum heim? Á maðurinn þá ein- hvers staðar heima? „Haha! Nei. Sko, það hefur verið tilhneiging í átt frá manninum, sóknin til hans hefur verið klifjuð svo mikilli teoríu vísinda. Við þurf- um á meðvitaðri fagurfræði að halda.“ Eitthvert fegursta hús landsins Hvers vegna er ráðstefnan haldin á Snorrastofu? „Ja, hugmyndin spratt upp þar. Gamli Héraðsskól- inn í Reykholti er eitthvert fegursta hús landsins, og ráðstefnan er hald- in í hátíðarsal hans. Hugmyndin með Snorra er ekki að gera eins og Íslendingar gera of oft, að sökkva honum í hefðina, hann er bara eðli- legur hluti af þessum arfi. Þátttak- andi. Það væri eiginlega ekki hægt að halda þessa dagskrá annars staðar.“ Þegar litið er yfir dagskrá ráð- stefnunnar sem fer fram á þessum sögulega stað læðast að manni trúarlegar skírskotanir – heimspek- ingurinn Simon Critchley tilgreinir „líf, dauða og synd“ í lýsingu á sínu erindi og eitt af meginstefum ráð- stefnunnar verður samkvæmt til- kynningu „Fórnin: Samband sköp- unar og dauða í vestrænni fagurfræði.“ Verður þetta trúarleg ráðstefna? „Trú er ekki meðvitað þema hjá okkur en breytir því ekki að mörk fagurfræði og trúar eru einhver flóknustu mörk sem um getur. Hvar liggja þau? Fagurfræði er ekki trú en við komumst ekki hjá spurningum um trú þegar fagur- fræði lista er annars vegar, óháð af- stöðu til guðstrúar. Áhrif fegurð- arinnar hið innra eru ekki ólík áhrifum trúarinnar.“ Allir nema Derrida Þegar er nefndur Simon Critchl- ey, aðrir gestir á hátíðinni eru svissneski listamaðurinn Thomas Hirschhorn sem sló í gegn á Docu- menta11 í fyrra, Guðbergur Bergs- son …alls koma fram um 40 gestir. „Við vildum fá breiða mynd,“ segir Birna. „Eftir að ákveða að halda þingið fór af stað markviss pæling um hverja við vildum fá. Myndlistarmenn skrifuðu nöfn þeirra sem þeir vildu helst fá og við skrifuðum nöfn heimspekinga og fagurfræðinga. Eftir að grisja úr því sendum við út boðsbréf. Allir sögðu já, allir nema Derrida, hann svaraði aldrei.“ Þingið sem er styrkt af Menning- arborgarsjóði og menntamálaráðu- neytinu er hálfopið, segir Birna, 40 sæti eru laus í 100 manna salnum, og hugsað sem möguleg málstofa fyrir nemendur við HÍ og LHÍ. Þátttökugjald er 4.000 krónur, kaffi innifalið. Og við ábyrgjumst að mat- urinn á hótelinu er mjög góður, fyr- ir þá sem vilja.“ Dagskrá helgarinn- ar má finna á vefnum www.aesthetics.is. Morgunblaðið/Golli Reykholtskirkja „Fagurfræðilegar tilgátur um manninn“ heitir alþjóðlegt málþing um fagurfræði sem verður haldið í Reykholti í lok maímán- aðar. Haukur Már Helgason hitti Birnu Bjarnadóttur og Berg Þorgeirsson sem hafa veg og vanda þar af. „Nú förum við aftur heim“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.