Morgunblaðið - 21.05.2003, Qupperneq 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 23
Gnoðarvogi 44, sími 588 8686
Nú grillum við
Glæsilegt úrval af
kryddlegnum fiski
Tilbúið beint á grillið
Skötuselur
Steinbítur
Keila
Lúða
Langa
Lax
Komdu og smakkaðu, erum við grillið
í dag frá kl. 15.00—18.00.
„PLÓMUR fjalla um rithöfund sem á
sér þann draum að verða virtur rit-
höfundur. Eina nóttina dreymir hana
draum, sem kallar á hana – hana
dreymir plómur í New York og túlkar
það sem uppskeru. Hún ákveður að
skella sér þangað í leit að plómunum, í
táknrænni merkingu. Áður en hún
leggur af stað hefur hún verið að
skrifa leikrit um August Strindberg
og er alveg heltekin af honum. Þegar
út kemur tekur andi hans sér bólfestu
í líkama hennar og hún þarf að berj-
ast við hann. Þannig að þetta er mjög
líkamlegt stykki líka – en megum við
segja nokkuð meir, Hera?“ segir
Anna Rósa Sigurðardóttir, höfundur
og leikari allra hlutverka í hinu nýja
íslenska leikverki Plómur sem frum-
sýnt verður í Tjarnarbíói í kvöld, við
leikstjóra sinn, Heru Ólafsdóttur.
Þær sitja með blaðamanni Morgun-
blaðsins og sötra kaffi og vatn. „Ja,
við fylgjum hetju verksins, Guðrúnu,
inn í hugarheim hennar og hún segir
okkur sína sögu,“ svarar Hera. „Það
sem er skemmtilegt við þetta leikrit,
er að það er svolítið lagskipt, þarna
koma fyrir draumar í draumum og
veruleiki innan veruleika. Guðrún
veltir sér mikið upp úr því hvort hana
sé að dreyma eða hvort hún sé vak-
andi, hvort um sé að ræða undirmeð-
vitundina eða ekki. Hvort hún eigi að
þora að hlusta á innri röddina.“
Anna Rósa segist greina ákveðna
vakningu í þessa átt hjá fólki nú til
dags. „Það eru ekki allir sem þora að
hlusta á það sem býr innra með þeim
og vera sannir – þess vegna er gaman
að pæla í þessu.“ Hún segir verkið
vera að nokkru leyti byggt á eigin
reynslu, heimspekin þar að baki sé
það sem hún trúir á. „En það er auð-
vitað ekki hvert einasta orð í verkinu
úr mínu eigin lífi, maður tekur auðvit-
að inn það sem maður heyrir í kring-
um sig. Ég fékk þessa hugmynd í
haust og fléttaði hana saman við ann-
að leikrit sem ég hafði skrifað og sett
upp í Bandaríkjunum áður, sem heitir
Scandinavian Abstract Jazz,“ segir
Anna Rósa, sem fluttist aftur til Ís-
lands fyrir tæpu ári, en hún hefur ver-
ið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin
ár. „Ég var spennt fyrir því þegar ég
flutti heim að rekast á fólk og byrja
með okkar eigið kompaní. Þá hitti ég
Heru, sem einnig var að flytja hingað
heim, og við erum búnar að vera að
vinna að þessari sýningu síðan í byrj-
un mars.“ Saman hafa þær Anna
Rósa og Hera stofnað sviðslista- og
framleiðslufélagið Íslenska sam-
bandið ehf., sem setur upp sýninguna
og hefur ýmis verkefni í bígerð.
Leikmynda-, ljósa- og búninga-
hönnuðir sýningarinnar eru Móeiður
Helgadóttir og Egill Ingibergsson, en
Rósa Guðmundsdóttir sér um tónlist-
arstjórn og flytur frumsamda tónlist.
Anna Rósa og Hera lýsa ánægju sinni
með fólkið sem vinnur að umgjörð
sýningarinnar. „Það er rosalega
margt um að vera á sviðinu. Tónlist-
arkonan sem við höfum með okkur er
ótrúleg – hún spilar á ein fimm hljóð-
færi og syngur frumsamin lög, ásamt
fleiru. Leikmyndin er líka alveg ein-
stök og líklega fyrst sinnar tegundar
hér á landi, og þótt víðar væri leitað.
Þetta er mjög lifandi sýning og mikil
líkamleg tjáning í henni. Ýmislegt er
að gerast þó að það sé bara einn leik-
ari á sviðinu,“ segja Anna Rósa og
Hera og lýsa því hvernig leikkonan er
líkamlega aum og sár eftir að æfa
átök við anda Strindbergs.
Þær stöllur segja marga hafa velt
því fyrir sér hvort verkið með sína
nánu vísan í sænska leikskáldið Aug-
ust Strindberg hljóti ekki að vera
þungt og dramatískt. Svo sé þó alls
ekki. „Það sem gerist í leikritinu er
hreinlega svo skoplegt að sýningin
verður aldrei þung. Hún er falleg og
skemmtileg, og þetta er sýning sem
allir ættu að sjá,“ segja þær Anna
Rósa Sigurðardóttir og Hera Ólafs-
dóttir að lokum.
Plómur verða sýndar fram í júní.
Frumsýningin í kvöld hefst kl. 20.
Í leit að plómunum
Anna Rósa Sigurðardóttir, höfundur og leikari.
DILBERT mbl.is