Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 24

Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ L ENGI má spyrja um eðli og birtingarmynd sköp- unarþarfar mannsins, og þótt svarið ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir eru menn stöðugt að velta því fyrir sér. Skrifaðar hafa verið margar lærðar ritgerðir og bækur þar um og sýnist sitt hverjum þá hann leitast við að kryfja kjarna birtimgarmyndarinnar þótt jafnaðarlega sé gengið út frá sama grunni sem er framrásin, hin stöðuga framþróun, með endurnýjunina sem aflgjafa hennar. Um eitt geta menn verið sammála; að hún sé hreyfiaflið og andstæði póllinn við alla kyrr- stöðu, eins og lífið er andstæða dauðans, vitið fáfræðinnar og gáfurnar heimskunnar. Sköpun er þannig trauðla lokamark heldur upphaf, leyndardómur hennar, að í hvert sinn sem nýjum áfanga er náð birtast fleiri, jafn- vel tíu í viðbót, eins og stundum er sagt. Þetta verða menn helst varir við í þeim geira sem við nefnum listir, sem í eðli sínu er ekkert nýtt fyrirbæri, mótað og skilgreint á endurreisnartímabilinu, heldur birtingarmynd þess að uppgötva og upplifa. Sköpunarþörfin er einnig tengd sjálfsbjargarviðleitninni, bæði í ríki náttúr- unnar og alls sem hrærist á yfirborði jarðar. Til eru leifar frumstæðra húsaþyrpinga á sléttunum í norður Mesópótamíu, frá því sjö þúsund árum fyrir okkar tímatal, þá höfðu menn ekki ennþá fundið upp dyrnar, gluggana né göturnar, en hins vegar stigann sem menn gáti dregið upp þegar þeir höfðu komið sér fyrir í holum sínum. Komu þannig í veg fyrir óæskilegar heimsóknir og þessi frumstæða tilfinning að skapa vernd fyrir sig og sína lifir góðu lífi í manninum enn í dag. Er um leið sýnileg hjá öllum dýrategundum, jafn- vel gróðrinum á jarðarmöttlinum. Munurinn er sá að manndýrið, homo sapiens, tók að þróa hugvitið og varð homo sapiens sapiens, hinn viti borni maður. Hugvitið er þó ekki hugtak einhvers áþreifanlegs, en má deila í tvo afmarkaða geira; raun og hugvísindi, hörð og mjúk gildi. Þannig er stærðfræðin and- stæða málvísinda þótt hún búi einnig yfir yfir skapandi gildum. Munurinn er sá að verk- fræðingurinn hannar til að mynda brú og allir geta séð að þetta er brú og fært sér þessa samgöngubót í nyt þegar brúarsmíðinni er lokið, punktum finale. Hins vegar fá menn ekki greint hugvísindi berum augum né þann metnað sem knýr listamanninn áfram til mik- illa afreka, samt eru þetta jafn gildar greinar á meiði framþróunarinnar og megininntakið í boðskap endurfæðingarinnar; endurreisn- arinnar þegar hugtakið listir varð til og lagt til jafns við æðri vísindi. Ekki mögulegt að kortleggja skynsviðið í sama mæli og áþreif- anlega hluti, né miðla huglægum sannindum á sama hátt og áþreifanlegum. Og helst kemur það fram í listum, sem ekki er hægt að kenna svona líkt og stærðfræðijöfnur og þetta gerðu menn sér fljótlega ljóst. Aftur á móti er mögulegt að miðla af reynsluheimi sínum í þessum efnum, kenna tækni og aðferðir, en hina stóru anda er ekki hægt að leysa úr læð- ingi si sona, fjöldaframleiða né gera að hóp- efli. Hugmyndin í sjálfri sér er sértæk, ab- strakt, einskorðast við hvern og einn, er fingrafar hans og ígildi pensilskriftar mál- arans. Einnig greinanleg í verkum kalligrafíu meistara, því flókna og heillandi sviði and- legrar þjálfunar og tæknilegrar færni. Hin austræna kalligrafía, er í ljósi þess að þrettán ár tekur að verða stórmeistari, eitt skýrasta dæmi um þá miklu og óvægu þjálfun sem ligg- ur að baki úrskerandi árangri, um leið gildi grunnþjálfunar. Grannt skoðað getur listaverk aldreiorðið fullkomið og túlkun manna áhverju einu æði margbreytileg.Kannski greinilegast varðandi flutn- ing tónverka og er einmitt í góðu samræmi við hinn mikla galdur lífsins, því naumast væri fýsilegt að hlusta alltaf á sömu eintóna túlk- unina og sömu raddirnar. Tónsmiðurinn staðl- ar ekki verkið heldur opnar það mismunandi túlkunarmöguleikum þar sem enginn einn er algildur, allt þó háð ströngum reglum og lög- málum. Sama á við mikil myndlistarverk, þau eru galopin jafnvel þótt miklir leyndardómar arfsagna kunni að vera að baki þeirra, útgeisl- unin jafnaðarlega það sem máli skiptir. Þann- ig leita núlistamenn í bækur Leonardos og vinna úr rannsóknum hans á eðli hlutanna, og arkitektar til grískra hofa, endurreisnar og barrokks, nefna postmódernisma, hugtakið þó svífandi. Málverk er aldrei neitt fullgert né fullkomið, heldur ölast það nýtt líf í hverjum þeim sem í fyrsta skipti lítur það augum og myndlistarmaður sem ætlar sér að fullgera verk, ljúka við málverk, er á villigötum. Hann verður bara að fylgja tilfinningunni á hvaða augnabliki hann á að hætta, í því er hin sleipi galdur fólginn. Og þó er alltaf hægt að gera betur og það skynjar hann best er fyrir augu ber eigin myndverk sem hann hefur ekki litið augum árum og áratugum saman. Þannig fór Michaelangelo að gráta, þegar hann á gamals aldri leit nokkur æskuverk sín í höggmynda- list, sagði sig ekki hafa uppfyllt þær vonir sem verkin bæru í sér og að hann hefði aldrei átt að snerta pensil. Þetta sagði höfundur mál- verkanna í Sixtinsku kapellunni í Péturskirkj- unni í Róm! – Höfuðsnillingum síðustu aldar var margt fleira til lista lagt en að munda pensilinn eins og mótuð verk, ritað mál og dagbækur er fundust eftir dauða þeirra bera með sér og líkast til hvergi augljósara en um Pablo Pi- casso. Hann meðtók þessi sannindi og skil- greindi á sinn meistaralega hátt í knöppu máli: „Hefur þú nokkurn tímann séð fullgerða mynd? Mynd eða þá eitthvað viðlíka? Vei þeim sem segist vera búinn með viðfangs- efnið. Að ljúka við mynd! Að fullgera mynd? Hve heimskulega það hljómar! Að ljúka við hlut heitir að koma honum fyrir kattarnef, myrða hann, ræna hann sál sinni, – gefa hon- um líkt og nautinu á leikvangnum sitt „Punt- illa“ oddhvassa sverðið, sjálfa helstunguna. Að fullgera verk – l’achever, eins og maður segir hér í Frakklandi, þýðir fyrir málara og mynd- höggvara dálítið sára ergilegt. Nefnilega að veita því náðarhöggið.“ En eins og svo margt snilldarlega mælt ber að meðtaka og skilja boðskapinn rétt, brodd- inn í honum. Hér meðal annars höfðað til þess milli línanna, að engir tveir líta listaverk ná- kvæmnlega sömu augum og ræður hér margt. Einkum að engir eru nákvæmlega eins, jafn- vel ekki væru þeir klónaðir, því naumast fylgir minnið og reynsluheimur hins liðna efn- inu, og hinn klónaði maður fæðist inn í annan tíma. Viðhorf manna til lista fyrri alda tekur og breytingum og er háð ýmsum þáttum og hvörfum í mannlífinu, þannig má minna á að Rembrandt var nær gleymdur um aldir, sömuleiðis Piero della Francesca sem og margir fleiri. Þá finnst víst mörgum óskilj- anlegt í dag að impressjónistarnir urðu að berjast fyrir lífi sínu og Renoir var að því kominn að hætta að mála, hélt einungis áfram fyrir miklar fortölur. Þá munu flestir þekkja til sögunnar af síðimpressjónistanum van Gogh, sem seldi samtals eina mynd um sína daga. En hvernig sem á allt er litið eráhugi, framsækni og metnaður und-irstaða og eldsneyti athafnaþarf-arinnar, æðra stig þessara þátta leysir svo sköpunarþörfina úr læðingi. Viljann til að kafa dýpra en áður hefur verið gert, miðla nýjum sannindum. Hér er um svipuð lögmál að ræða og um stórhýsi, að grunn- urinn og burðargrindin bera það uppi og menn sjá víðast til allra átta á efstu hæðinni, toppnum. Eitt leiðir af öðru og sömu alúð þarf leggja á hverja eina hæð á leiðinni upp ef vel á að fara, og svo er auðvitað mögulegt að bæta hæðum við. Engu atriði má sleppa og ber að flýta sér hægt, sem menn hafa upp- skorið góða reynslu af í aldanna rás sbr. mál- tækið; festina lente. Þannig má segja að listin sé bæði líf og leikur, en að baki lífsins er margbrotið ferli og löng þróunarsaga og að baki hvers leiks eru markaðar reglur, þetta þarf að tvinnast saman því ekkert er sjálfsagður hlutur og þegar allt kemur til alls á enginn sig sjálfur, einungis vitund sína. Þetta í og með sett saman í tilefni sýningar Listaháskóla Íslands í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi. Hér er nóg af leiknum, eins og við sjáum á útskriftarsýningum nær allra, samræmdra listaháskóla erlendis nú um stundir, nóg um að menn láti tæknina vinna fyrir sig og nóg um að allir séu ánægðir. Einnig nóg um hæfileikafólk, en þó kom eitt augnablik upp í hugann nokkurra ára gömul rannsókn sem gerð var á stærðfræðiþekkingu unglinga í heiminum. Í ljós kom að hún var mest í Suður-Kóreu en slökust í Bandaríkj- unum. Um leið var rannsakað hvar nemendur væru ánægðastir með árangur sinn og hvar óánægðastir. Í ljós kom að nemendur voru sáttastir og ánægðastir með árangur sinn í Bandaríkjunum en óánægðastir í Suður- Kóreu! Menn skulu því hafa fyrirvara á öllu og skyldi þetta ekki til umhugsunar eins og hvað annað á tímum er allir eiga að vera svo glaðir og allt á að vera svo gott? Ásýnd sköpunar Vigfús Sigurgeirsson: Ljósmynd af stúlku við mjaltavél, einhvern tíma fyrir 1939. Tveir ólíkir heimar en tímalaus útgeislan einfaldrar og form- rænnar fegurðar. Leonardo da Vinci (1452–1519): Stúlka með hreysikött, olía á tré, 1484–88, Kraká, Museum Narodowe. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is ÞAÐ er ekki fjarri lagi að sú kyn- slóð, sem nú lifir manndómsár sín, hafi verið fyrsta kynslóðin á Íslandi, sem naut faglegrar kennslu frá unga aldri, sem hluta af sínu uppeldi og að lagður var grunnur að kunn- áttu, sem í dag jafnast á við það sem best gerist erlendis. Sá maður, sem fór fyrir öðrum og sá langt fram í tímann varðandi þróun tónlistar hér á landi var Heinz Edelstein, sem skyldi þá nauðsyn, að lögð yrði sér- stök áhersla á þjálfun barna og það í stórum hópum, ef einhvern tímann mætti sjá tónlist blómstra á Íslandi. Stofnun Barnamúsikskólans 1952 mun ekki hafa þótt neinn stórvið- burður þá en þar var þó lagður grunnur af því sem nú er lofað og víst væri fróðlegt að sjá hversu margir þeir, sem nú starfa við tón- list hér á landi, hófu nám sitt við Barnamúsikskólann og síðar Tón- menntaskólann í Reykjavík. Barnið er sú framtíð, sem góð kennsla skilar sem full- tíða vel menntaðri manneskju og þar má ekkert til spara, ef hæfileikar eiga að nýt- ast og þroskast til fulls. Að þessu leyti á Tón- menntaskólinn í Reykjavík stóran hluta að uppbyggingu tón- listar hér á landi, er með ýmsum hætti birt- ist í þeim afmælistón- leikum, sem haldnir voru í Salnum. sl sunnudag og mánudag. Samleikur Gunnars Kvaran og Önnu Guðnýjar Sunnudagstónleikarnir hófust á samleik Gunnars Kvaran og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur í til- brigða verki (WoO 46) eftir Beethoven yfir lagið Bei Männern, welche Liebe fühlen, úr Töfraflaut- unni, samið 1801, elskulegt smá- verk, er var fallega flutt. Strengja- sveit undir stjórn Sigrúnar Eðvaldsdóttur flutti síðan Serenöðu fyrir strengi í E-dúr op. 22 eftir Dvorák, glæsilegt og syngjandi fallegt verk sem var einstaklega vel flutt. Sigrún Eðvaldsdóttir lék sér síðan að ung- verskum dönsum eftir Brahms, í umskrift Joachims í samleik við Önnu Guðnýju Guð- mundsdóttur og flutti svo ásamt Sigurlaugu Eðvaldsdóttur, Helgu Þórarinsdóttur, Gunn- ari Kvaran og Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanókvintett í f-moll, op. 34, eftir Brahms, sem hann samdi fyrst sem strengjakvin- tett með tveimur sellóum en lagði til hliðar, þar sem það vakti enga at- hygli og einnig vegna þess að Joa- chim gagnrýndi verkið harkalega. Brahms umritaði það síðar, sem sónötu fyrir tvö píanó, og lék það ásamt Tausig en sú gerð verksins þótti einnig misheppnað verk. Allt annað var upp á teningnum þegar verkið var flutt sem píanókvintett og þannig hefur þetta stórbrotna verk notið mikilla vinsælda. Flutn- ingurinn var í einu orði sagt stór- kostlegur, sérstaklega í andante þættinum. Strengjasveit Sigrúnar Eðvaldsdóttur Seinni afmælistónleikarnir hófust á þremur þáttum í fyrstu sellósvít- unni í G-dúr, eftir J.S. Bach, sem Gunnar Kvaran lék af innileik og sérstaklega fallega sarabönduna en einnig leikandi létt hinn skemmti- lega gikk (Gigue), lokaþáttinn í svít- unni. Einn stærsti viðburðurinn á báðum þessum tónleikum var leikur strengjasveitar undir stjórn Sigrún- ar Eðvaldsdóttur í serenöðunni frægu op. 48, eftir Tsjajkovskí, sem er listilega vel samið verk og þrung- ið rómantískri tilfinningasemi, er náði hápunkti í hinni grátklökku elegíu en allt verkið var meistara- lega vel flutt, þar sem tematíkin, sem öll hljóðfærin fá hlutdeild í með eftirminnilegum hætti, var ótrúlega mögnuð hvað snertir glæsilega tón- mótun og tilfinningaþrungna túlkun. Á eftir sérenöðunni flutti Sigur- björn Bernharðsson tónles og skersó eftir Kreisler og sýndi í leik sínum að hann kann ýmislegt fyrir sér. Lokaverk mánudagstón- leikanna var píanókvintett í Es-dúr op 44, eftir Schumann. Í því verki leikur á ýmsu og var heildarmyndin mjög kraftmikil en einnig, að ein- staka fallegar tónmyndir voru ljúf- lega leiknar, eins t.d. í fyrsta kafl- anum, þar sem gat að heyra fallegt samspil á milli víólu (Ásdís Valdi- marsdóttir) og sellós (Sigurður Bjarki Gunnarsson). Sorgarmarsinn var einstaklega vel fluttur og í sker- sóinu var Nina Margrét Grímsdóttir í essinu sínu. Sif Tulinius og Sig- urbjörn Bernharðsson, sem stýrði hópnum, áttu og sinn þátt í þessum magnaða flutningi. Þegar til heildarinnar er litið var flutningurinn á strengasveitarverk- unum eftir Dvorák og Tsjajkovskí og í píanókvintettunum eftir Brahms og Schumann stórkostlegur og trúlega með því allra besta sem heyrst hefur á kammertónleikum hér á landi og því stórkostlegt „testamente“ um 50 ára gifturíkt starf Tónmenntaskólans í Reykjavík og staðfesting á þeirri sýn, sem Heinz Edelstein sá fyrir sér um framtíð tónlistar á Íslandi. TÓNLIST Salurinn Hátíðartónleikar í tilefni 50 ára starfsafmælis Tónmenntaskólans í Reykjavík, þar sem flutt voru á tvennum tónleikum verk eftir Beethoven, Dvorák, Brahms, J.S. Bach, Tsjajkovskí, Kreisler og Schumann. Sunnudagur 18. og mánu- dagur 19. maí. KAMMERTÓNLEIKAR Að sjá tónlist blómstra Dr. Heinz Edelstein Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.