Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 28

Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FORSVARSMENN einka-rekinna læknastöðva áhöfuðborgarsvæðinusegja útgjaldaukningu ríkisins til sérfræðilæknisþjónustu ekki hafa fylgt auknu umfangi þjón- ustunnar á liðnum árum og í raun sé ríkið skipulega að mismuna opin- berri þjónustu og einkageiranum. Útgjöld til heilsugæslu og sjúkra- húsa hafi aukist mun meir en sér- fræðilæknisþjónustu. Þrátt fyrir að því gagnstæða hafi ítrekað verið haldið fram sé núverandi sérfræði- þjónusta afar hagkvæm fyrir sam- félagið og ódýr. Meðalheildarkostn- aður við komu til sérfræðilæknis árið 2001 hafi verið 6.036 kr. og er þá meðtalinn hluti trygginga og sjúklings og einnig kostnaður við tæplega 15 þúsund skurðaðgerðir. Læknar benda á að á sama tíma hafi gengið mjög erfiðlega að fá við- unandi leiðréttingu á einingaverði og skapa viðunandi rekstargrund- völl fyrir fyrirtæki í geiranum. Árið 2001 voru heildarútgjöld til heilbrigðismála yfir 54 milljarðar skv. staðtölum TR en ekki liggja fyrir endanlegar tölur fyrir árið 2002. Stefán E. Matthíasson, hjá Læknafélagi Reykjavíkur, segir að hvað sjúkratryggingar snerti hafi nettóútgjöld TR vegna sérfræði- lækna árið 2001 numið um 15,8% af útgjöldum til sjúkratrygginga TR, eða rúmum 2,2 milljörðum af sam- tals rúmum 15 milljörðum sem fóru til málaflokksins. Til samanburðar hafi heildarútgjöld TR vegna sér- fræðiþjónustu lækna árið 1993 num- ið 9,8% af útgjöldum sjúkratrygg- inga. Mestur hluti af fénu sem rennur til sjúkratrygginga fer í lyfjakaup og til greiðslu á vistgjöld- um á stofnunum. Lækniskostnaður kemur næstur á eftir. Stefán segir að það sem liggi að baki tölunum sé ekki bein útgjalda- aukning á sambærilegri starfsemi heldur aukning á umfangi þjónustu. Til dæmis hafi á árunum 1990–91 verið gerðar um 2–3 þúsund skurð- aðgerðir en 2001 tæplega 15 þúsund aðgerðir. Árið 2001 voru 457 þúsund komur skráðar til sérfræðilækna en til samanburðar voru heildarkomur á höfuðborgarsvæðinu á heilsu- gæslu tæplega 400 þúsund, að sögn Stefáns. Hann bendir á að þegar lit- ið sé til skiptingar eininga á sér- greinar hafi einingafjöldi til augn- lækninga og barnalækninga farið mjög vaxandi. Þá hafi skurðgreinar vaxið, eink- um bæklunarlækningar. Eininga- fjöldi á hverja komu til sérfræðinga hefur auk þess í mörgum tilvikum farið vaxandi milli áranna 2000 og 2001, skv. staðtölum TR, einkum í skurðgreinum. Stefán segir aukinn einingafjölda enduspeglast fyrst og fremst í því að gerðir séu stærri hlutir en áður, t.d. í skurðgreinum. Hann segir þess miskilnings gæta að sérfræðilæknar fái sjúklinga margsinnis í endurkomur sem oft eru taldar ónauðsynlegar. Slíkar fullyrðingar eigi hins vegar ekki við rök að styðjast. Þegar litið sé til hlutfalls þeirra sem komu aðeins einu sinni á árinu 2000 til lækna á samningi hjá TR sé það í sumum til- vikum yfir 80% skv. staðtölum TR. Hjá augnlæknum var hlutfallið það ár 82,7%, hjá barnalæknum 75,3% og 75,4% hjá kvensjúkdómalækn- um. Hlutfall endurkomu var hæst hjá geðlæknum en 30,7% sjúklinga þeirra komu aðeins einu sinni á ári sem skýrist af eðli sjúkdóma í þeirri grein. Gengur erfiðlega að fá leið- réttingu á einingaverði Afsláttarkerfi sérfræðilækna er skipt í einstaklingsbundið afsláttar- kerfi, þ.e. háð heildargreiðslum til hvers læknis og sérgreinaháð, þ.e. háð heildareiningum hverrar sér- greinar á ársgrundvelli. Stefán seg- ir kerfið þyrni í augum margra lækna eins og margoft hafi komið fram. Þannig geti læknir sem kemst upp fyrir ákveðið einingamagn stað- ið frammi fyrir því að veita allt að 80% afslátt af efstu einingunum. Þar sé hins vegar um fáa einstak- linga að ræða. Sé miðað við sér- greinar er afslátturinn 50% þegar komið er upp fyrir heildareiningar í tiltekinni sérgrein. „Þetta snýst um það hver á að standa straum af útlögðum kostn- aði. Læknasamtökin hafa sagt að það sé ekkert óeðlilegt að læknar og fyrirtæki þeirra greiði sanngjarnan afslátt þegar umfang starfseminnar eykst. Núverandi afsláttarkerfi er hins vegar beinlínis ætlað að draga úr þjónustu við sjúka. Gjaldskrár hér á landi eru mun lægri en í ná- grannalöndunum enda þótt tilkostn- aður sé oft svipaður,“ segir Stefán. Sigurður Ásgeir Kristinsson, Læknastöðinni Álftamýri, bendir á að hvað skurðlækna snerti þurfi þeir að standa straum af aðstöðu- gjöldum því að leigukostnaður og kostnaður við skurðaðgerðir fyrir fyrirtæki sem að skurðlæknarnir leigi hjá óbreyttur skurðlækn afslátt a stökum ver Stefán E íasson ben einingaver raun að spegla bre vísitölu verðs, þ.e. araukningu vegar lau ingar. Síð hafi einin ekki fylgt b um á lau neysluverð og hafi dregist aftur úr. „Þa gallinn við þetta kerfi er a spegluð er almenn launav landinu, hins vegar hefur l tala heilbrigðisstétta, sér sjúkraliða, geislafræðinga, arfræðinga, ofl. vaxið mik ar.“ Einingaverðið end m.ö.o. ekki kostnaðarauka s þjónustunnar. „Það sem skiptir máli e inberar stofnanir fá launah leiðréttar jafnóðum með framlögum frá ríki. Það gen vegar afar erfiðlega að f breytingar á einingaverð fræðiþjónustunni. Við grundvallarþáttinn í þessu ríkið sé skipulega að mism inberri þjónustu og eink geiranum.“ Sigurður Ásgeir Kr bendir á að sérfræðilæknis an hafi gjörbreyst á unda árum frá því að vera starf sem læknar sinna störfum tíma í viku samhliða sjúkrah um yfir í að vera fyrirtæki læknar sinna alfarið sinn Viðsemjendur sérfræðilæk því að átta sig á að þjónustu þónokkur kostnaður þó svo sé hlutfallslega mun lægri miðunarstöðum. „Það vantar skilgreind sem er kaupandi þjónu Eðlilegast væri að heilbrig neytið ákveði hvað eigi að hvar, TR kaupi þjónustuna greini og sjálfstætt starfan tæki og opinberir aðilar se Því má ekki gleyma að viðs urinn er sjúklingurinn sem skattgreiðandi og það er allra viðkomandi að fá sem m ir þá fjármuni sem ætlaðir e brigðisþjónustu,“ segir St Matthíasson. Hann segir ga núverandi fyrirkomulag a andi og seljandi þjónustu s um tilvikum sami aðilinn. „Opinber og einkarekin h isþjónusta geta afskaplega saman. Aðilar verða þó að sama boð frá hendi verkkau                                      !   " #  $%   & # ' (     ) ' (   %%     Umtalsverð aukning hefur orðið á umfangi sérfræðilæknisþjón- ustu hérlendis und- anfarinn áratug. Árið 2001 var heildarfjöldi sjúklinga sem með- höndlaður var 291.000. Sigurður Ásgeir Kristinsson Stefán E. Matthíasson Forsvarsmenn einkarekinna læknastöðva segja ríkið sk lega mismuna opinberri þjónustu og einkageiranum Útgjaldaaukn- ing ekki fylgt auknu umfangiLANGTÍMAMARKMIÐ UMHVERFISVERNDAR Erfið fjárhagsstaða Landvernd-ar – landgræðslu og umhverf-isverndarsamtaka Íslands, sem rædd var á aðalfundi samtak- anna sl. laugardag, hefur vakið ugg í brjósti margra sem láta sig umhverf- isvernd varða. Í frétt sem birtist hér í blaðinu á mánudag kemur fram að starfsemi Landverndar, sem er regn- hlífarsamtök margra félaga og sam- taka, hafi aukist mjög undanfarin ár, unnið sé að ýmsum fræðsluverkefn- um auk þess sem samtökin hafa látið til sín taka í umræðu um Kárahnjúka og Þjórsárver. Af orðum Ólafar Guð- nýjar Valdimarsdóttur, formanns Landverndar, má ráða að í kjölfar umræðunnar um Kárahnjúka og Þjórsárver hafi fjárhagur samtak- anna farið versnandi, „samtök hafa verið að segja upp aðild sinni og það hefur verið erfiðara að fá styrki“. Hún segir jafnframt að stjórnvöld hafi „ekki aukið styrki í hlutfalli við aukna starfsemi“. Vitaskuld mun aldrei ríkja fullkom- in sátt um öll þau málefni eða sjón- armið sem umhverfisverndarsamtök á Íslandi hafa verið málsvarar fyrir. Samt sem áður má ekki gleyma að fjölmörg þessara málefna njóta víð- tæks stuðnings, auk þess sem þau hafa átt drjúgan þátt í því að efla um- hverfisvitund landsmanna og ábyrgð- artilfinningu í umgengni við landið. Enginn þarf því að fara í grafgötur um það að Landvernd gegnir mikil- vægu hlutverki í þjóðlífinu, sem í raun varð enn þýðingarmeira eftir sameiningu við Umhverfisverndar- samtök Íslands. Lýðræðislegt sam- félag byggist á því að sem flest sjón- armið séu viðruð þannig að heilbrigð skoðanaskipti geti átt sér stað. En þó mikilvægt sé að tryggja grundvöll slíkra skoðanaskipta er hæpið að ætl- ast til þess að skattfé sé notað sem kjölfesta í rekstri slíkra samtaka, þótt vilji sé vissulega fyrir hendi til að taka þátt í kostnaði við ákveðin verkefni og ekki megi gleyma því að í ákveðnum tilvikum, eins og til dæmis þegar Landsvirkjun á í hlut, er um það að ræða að opinbert fyrirtæki setji fé í að kynna sín sjónarmið. Aug- ljóst má einnig vera að hagsmuna- árekstrar vegna umdeildra fram- kvæmda á hálendinu hljóta að draga úr vilja þeirra fyrirtækja og samtaka sem harðast hafa verið gagnrýnd til að láta fé af hendi rakna. Þá vekur eftirtekt að félagar í Landvernd skuli ekki vera nema um hundrað og tekju- öflun af félagsgjöldum mjög tak- mörkuð, því miðað við þá víðtæku umræðu um umhverfismál sem farið hefur fram á undanförnum misserum og andstöðu við fyrirhugaðar virkj- anaframkvæmdir mætti ætla að fjöl- margir, bæði innan lands og utan, vildu sýna hug sinn í verki með því að styðja samtök á borð við Landvernd. Með drögum að náttúruverndar- áætlun sem nýverið voru lögð fram, er stefnumótun á sviði náttúruvernd- ar komin í ákveðinn farveg og full ástæða til að ætla að meiri sátt muni ríkja um nýtingu náttúrunnar jafnt sem vernd hennar í framtíðinni. Sú aukna sátt ætti þó síst að draga úr mikilvægi þess starfs sem umhverf- isverndarsamtök vinna í samfélag- inu, heldur frekar að beina kastljós- inu að því víðtæka verksviði þeirra. Í því sambandi er vert að hafa í huga að Landvernd hefur t.d. á undanförnum árum ekki einvörðungu látið til sín taka í umræðu um nýtingu hálend- isins, heldur einnig beitt sér á breið- um grundvelli fyrir margvíslegum verkefnum er lúta að daglegu lífi fólks og skipt geta sköpum í mótun farsælla samfélagshátta um alla framtíð. Af þeim sökum er full ástæða til að hvetja samtök og fyrirtæki til að halda stuðningi sínum við um- hverfissamtök áfram þrátt fyrir tímabundinn ágreining – það er auð- vitað áhrifaríkasta leiðin til að tryggja nauðsynlega aðild þeirra að umræðum og mótun langtímamark- miða á sviði umhverfisverndar. ÚTGÁFA Á LEIKRITUM Þó óhætt sé að fullyrða að útgáfaá íslenskum bókmenntaverkum hafi staðið í miklum blóma á und- anförnum árum, hefur staða leik- skálda um margt verið frábrugðin stöðu ljóðskálda og skáldsagnahöf- unda. Íslensk leikrit hafa vissulega verið gefin út, helst í tengslum við sviðsetningu þeirra, en það hefur aldrei verið í þeim mæli að það gefi rétta mynd af stöðu og framvindu leikritunar í landinu. Heildarútgáfa bókaforlagsins Ormstungu á verkum Guðmundar Steinssonar, er því vissulega lofsvert framtak bæði í bókmenntasögulegum skilningi og með tilliti til þróunar íslensks leik- húss á síðari hluta tuttugustu aldar, en Guðmundur var meðal þeirra er gegndu lykilhlutverki í því sam- bandi. Verk á borð við Sólarferð og Stundarfrið nutu fádæma vinsælda þegar þau voru sett upp í Þjóðleik- húsinu, enda var Guðmundur alla tíð glöggur í greiningu á samtíma sín- um, á því tímabili Íslandssögunnar er einkenndist öðrum fremur af ör- um breytingum og nýjum gildum. Hann var, eins og svo margir rithöf- undar af hans kynslóð, mótaður af þeim heimsógnum er hann hafði orð- ið vitni að á lífsleiðinni og vildi með list sinni vinna að því að koma mannskepnunni í meiri sátt við um- hverfi sitt og innri mann. Guðmund- ur hafði því mikla trú á áhrifamætti leikhússins og á heimasíðu Orms- tungu má finna spurningu er hann varpaði fram um það hvort „íslenskt leikhúsfólk, [geti] stillt raddir leik- hússins um heim allan svo þær megi hljóma sem ein voldug rödd lífinu til verndar?“ Svarið við þeirri spurn- ingu getur auðvitað einungis fram- tíðin falið í skauti sér, en ef feta á fyrstu skrefin í þá átt verða íslensk leikverk að vera til á prenti. Útgáfa er forsenda þess að þau lifi með þjóðinni á milli uppsetninga, að- gengileg nýjum kynslóðum leikhús- fólks, fræðimönnum og þýðendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.