Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 33
FRÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR
ljósmóðir,
frá Litlulaugum í Reykjadal,
lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn
5. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þórunn Bragadóttir
og aðrir ættingjar.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SVANBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Bárugötu 6,
Dalvík,
lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, sunnu-
daginn 18. maí.
Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju miðviku-
daginn 28. maí og hefst kl. 13.30.
Kristinn Þorleifsson,
Össur Kristinsson, Berglind Andrésdóttir,
Birgir Össurarson, Birna Björnsdóttir,
Björg Össurardóttir, Einar Einarsson,
Sigrún Össurardóttir, Haraldur Ólafsson
og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS JÓNASDÓTTIR
frá Efri Kvíhólma,
Faxabraut 30,
Keflavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugar-
daginn 10. maí, verður jarðsett frá Ásólfsskála-
kirkju, Eyjafjöllum, laugardaginn 24. maí kl. 14.00.
Júlía Sigurgeirsdóttir, Jóhann Sveinsson,
Heiðar Baldursson, Ragnheiður Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
JAKOBS JÓNS KRISTJÁNS
SNÆLAUGSSONAR,
Kirkjubraut 13,
Innri-Njarðvík.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Lilja Þorvaldsdóttir,
Ólína Margrét Haraldsdóttir, Hermann Borgar Guðjónsson,
Snjólaug Kristín Jakobsdóttir, Valdimar Örn Valsson,
Jakob Hafsteinn Hermannsson, Laufey Bjarnadóttir,
Anna Lilja Hermannsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson,
afabörn og langafabörn.
Ég vil nota þetta
tækifæri til að minnast
frænku minnar og
góðrar vinkonu, Hall-
dóru Haraldsdóttur
eða Dóru eins og hún var kölluð.
Dóra var dóttir systur minnar, Pál-
ínu Kjartansdóttur, og Haraldar
Hermannssonar og hef ég því þekkt
hana frá fyrsta degi.
Í hjarta mér geymi ég fallega og
skemmtilega minningu um Dóru
þegar hún skottaðist til mín á Lyng-
hagann, með náttföt og tannbursta í
poka, þá sex ára gömul til að gista
hjá mér og börnum mínum. Hún
sagðist alltaf vilja vera mér til
stuðnings svo ég þyrfti ekki að vera
ein á nóttunni þar sem eiginmaður
minn var á fótboltaferðalagi erlend-
is. Á þessum tíma vorum við orðnar
vinkonur, ég nítján ára og hún sex
ára. Strax kom í ljós hve mikil
kjarnakona Dóra var, hún var alltaf
reiðubúin að hjálpa til og eftir að við
vorum búnar að hengja bleiur út á
snúru settumst við niður og spjöll-
uðum. Það voru ófá skiptin sem
Dóra birtist og bauð fram aðstoð
sína.
Í hálfa öld vorum við Dóra nánar
vinkonur, já fimmtíu ár er vissulega
langur tími en á vináttu okkar bar
aldrei skugga, hún var einlæg og
sönn. Fátt er manni dýrmætara í líf-
inu en að eiga góðan vin.
Það má segja að Dóra hafi lifað
hratt, hún kom miklu í verk, meira
en margir ná að framkvæma á
lengri ævi. Það voru ekki margir
dagar í lífi Dóru sem hún hafði ekki
mikið að gera, hún var sívinnandi og
starfandi að ýmsum málum, og
mjög listræn kona. Hún var af-
burðavel greind og samviskusemi
og dugnaður áberandi þættir í fari
hennar. Hún var heilsteypt persóna
og hafði allt það til brunns að bera
sem prýða má nokkurn einstakling.
Dóra var fjarri því að vera skaplaus.
Þegar hún sá ástæðu til og málefni
buðu gat hún látið hvessa og talaði
tæpitungulaust.
Það urðu kaflaskipti í lífi Dóru
þegar hún kynntist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Ingólfi Arnarsyni,
þessum góða manni. Það fór aldrei á
milli mála hversu mikils virði þau
voru hvort öðru. Ég læt það ógert
að minnast á allt það er hún vann
dóttur sinni, Ínu Hrund, og dótt-
ursyni, Brynjari Inga. Í því ein-
kenndist viðmót hennar af sömu al-
úð og trúmennsku sem og í öðru.
Hún frænka mín var ekta, laus við
alla tilgerð, stórskemmtileg og
hjartahlý. Hún var ein af þessum
konum sem hafði húmor bæði fyrir
lífinu og sjálfri sér. Fjörið reið ekki
við einteyming, alltaf svolítið ólm og
óþolinmóð. Hlutirnir áttu að ganga
hratt fyrir sig.
Dóra frænka mín var ofar öllu,
hún sýndi af sér slíkan dugnað í
veikindum sínum að það var ein-
stakt. Eiginlega var hún margra
manna maki og persónuleiki hennar
bar vitni um ómælandi manndóm.
Hún var ein mest lifandi manneskja
sem ég hef kynnst, svo innilega
ótilbúin.
Að eiga Dóru frænku að vini var
mér ómetanlegt og hvar sem hún
kom fylgdi henni hlýja og innileiki.
Ég kveð frænku mína og vinkonu
með söknuði og þakka mínum sæla
fyrir að hafa átt hana að. Guð blessi
elsku Dóru og ástvini hennar alla.
Þín frænka og vinkona,
Sjöfn Kjartansdóttir.
„Að gleðjast hefur sinn tíma, og
að hryggjast hefur sinn tíma.“ Nú
er tími til að hryggjast, Halldóra
HALLDÓRA
HARALDSDÓTTIR
✝ Halldóra Har-aldsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 30.
sept. 1951. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
mánudaginn 12. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Digraneskirkju
16. maí.
Haraldsdóttir er látin.
Hún var enn í blóma
lífsins, aðeins 51 árs,
eiginkona, móðir og
amma. Einnig harma
andlát hennar móðir,
systur og bróðir og
ótal vinir. Hún var
þannig af Guði gerð að
vini eignaðist hún en
óvini enga. Glaðlyndi
og jákvæði voru
ríkjandi þættir í skap-
höfn hennar. Hún var
falleg kona og góðvilj-
uð og átti auðvelt með
að hrífa fólk með sér.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum Halldóru. Hún hafði mjög
ákveðnar skoðanir og þegar áhugi
hennar kviknaði á einhverju beið
hún ekki eftir að aðrir gerðu eitt-
hvað, heldur hófst handa og hrinti
því í framkvæmd sem hugann fang-
aði. Þannig var það þegar við, fyrir
mörgum árum, unnum saman í
stóru fyrirtæki, að henni datt í hug
að lækka matarkostnað heimilanna.
Hún stofnaði þá það sem var kallað
pöntunarfélag þar sem starfsmenn
gátu keypt nauðsynjar á lægra verði
en almennar verslanir buðu. Áhugi
hennar og drifkraftur var slíkur að
útilokað var annað en hrífast með.
Það voru aldrei vandamál í lífi Hall-
dóru, aðeins verkefni að takast á
við. Það áhugamál sem átti hug
hennar allan síðustu árin var búta-
saumur. Þar var hún óðara í for-
svari og kom því m.a. til leiðar að út
var gefið að nýju Bútasaumsblaðið.
Klúbbar voru stofnaðir og hún hreif
með sér systur sínar, vinkonur og
vinnufélaga. Verkin sem hún vann
úr bútum eru mörg og einstaklega
falleg og vel unnin. Svo áhugasöm
var hún um þessa list að fram til síð-
asta dags á Líknardeildinni sat hún
og saumaði.
Halldóra unni öllu sem fagurt er
og þannig breytti hún garðinum við
hús þeirra Ingólfs úr órækt í blóm-
um skrýddan unaðsreit. Mörgum
fleiri kostum var hún búin, það vita
þeir, sem þekktu hana best. Því er
nú skilið eftir stórt skarð þar sem
hún stóð.
Halldóra vinkona mín lést hinn
12. maí. Hún fékk dauðadóminn fyr-
ir um það bil ári og var þá strax
staðráðin í að nýta þá daga sem hún
ætti eftir til að sinna áhugamálum
sínum og njóta hverrar stundar með
þeim sem hún elskaði. Halldóra var
þakklát fyrir lífið og þau spil sem
hún hafði á hendi. Hún talaði oft um
þá sem hefðu veikst af sama sjúk-
dómi en nytu ekki sömu aðstöðu.
Hún var þakklát Ingólfi, eiginmanni
sínum, sem stóð eins og klettur við
hlið hennar uns yfir lauk. Hún var
þakklát fyrir dóttur sína Ínu Hrund
og sólargeislann Brynjar Inga.
Halldóra vinkona mín „bognaði
aldrei, en brotnaði í bylnum stóra
seinast“.
Við hefðum viljað hafa hana hjá
okkur lengur, en því fengum við
ekki ráðið.
Þótt sorg og söknuður búi við
hjartarætur og tár hrynji af auga er
þakkað af heilum hug og öllu hjarta.
Það var öllum til góðs að komast í
snertingu við mannbætandi per-
sónutöfra hennar.
Erfiða sjúkdómslegu og þjáning-
arfulla baráttu við ólæknandi sjúk-
dóm bar Halldóra með sama æðru-
leysi og einkenndi líf hennar. Öll
hugsun hennar snerist um velferð
ástvina hennar en ekki um eigin
þjáningu.
Ég mat Halldóru mjög mikils og
dáði mannkosti hennar og þótti því
meira til hennar koma sem ég
þekkti hana lengur og tel mér
sæmdarauka af að hafa eignast
traust hennar og vináttu. Af kynn-
um okkar finn ég nú, er við skiljum
að sinni, að ég er sú sem mest hefi
grætt.
Elsku Ingólfur, Pálína, Ína
Hrund, litli Brynjar Ingi og aðrir
ástvinir. Sá einn missir mikið, sem
mikið hefur átt.
Ekkert vildi ég fremur en að geta
tekið frá ykkur sársauka sorgarinn-
ar en það er þrautin þyngri því að
allt hefur sinn tíma, að syrgja hefur
sinn tíma og sorgin nístir líka mitt
eigið hjarta. Eitt þykist ég þó vita
að milda muni söknuðinn og veita
huggun. Það eru ljúfar minningar
frá liðnum samverustundum sem
munu ylja og fylgja þeim sem eftir
lifa fram eftir veginum eins og lýs-
andi stjörnur og breyta smám sam-
an harmi og sorg í ljúfsára gleði og
þakklæti fyrir að hafa fengið að
njóta samvistanna.
Guð geymi elsku vinkonu mína.
Vilhelmína Þór.
Kveðja frá Íslenska
bútasaumsfélaginu
Halldóra Haraldsdóttir var
fremst í flokki þeirra sem stofnuðu
Íslenska bútasaumsfélagið fyrir
þremur árum og ritari í fyrstu
stjórn þess. Hún var drífandi og
dugleg og vildi veg félagsins sem
mestan og bestan.
Við þökkum samfylgdina og send-
um ástvinum hennar hugheilar sam-
úðarkveðjur.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Elsku Halldóra mín, síðastliðið ár
var þér mjög erfitt, en þú hefur
staðið þig eins og hetja, meðan þú
barðist við þennan illvíga sjúkdóm
sem svo marga leggur að velli. Þú
varst alltaf hress og bjartsýn þegar
þú birtist í búðinni hjá okkur í
Virku, en bútasaumur átti hug þinn
allan. Þú byrjaðir í bútasaumi fyrir
u.þ.b. sex árum, og þú varst strax
heilluð af honum, og saumaðir mörg
falleg teppi, sem koma til með að
ylja fjölskyldu þinni um ókomin ár.
Það verður mikill söknuður hjá okk-
ur að sjá þig ekki birtast, þvílíkum
krafti og áhuga í einni konu hef ég
ekki kynnst fyrr, þú varst virk í öllu
sem við gerðum í Virku, þú varst
þátttakandi í Thimbleberries
klúbbnum hjá okkur og komst með
marga nýja félaga, og marga kon-
una hefur þú smitað af áhuga þín-
um. Þínar yndislegu systur, Sig-
rúnu, Bergþóru og Herdísi, leiddir
þú inn á braut bútasaumsins og haf-
ið þið átt ómældar ánægjustundir
saman við saumaskapinn og hafa
þær reynst þér ómetanlega í gegn-
um veikindi þín. Elsku Halldóra, þú
ætlaðir ekki að gefast upp, síðast-
liðið fimmtudagskvöld vorum við
með klúbb, þú hringdir í mig rétt
áður, þar sem þú treystir þér ekki
til að koma, en vildir samt fá sendar
pakkningar. Á fundinn mætti Berg-
þóra systir þín, með mjög fallegt
englateppi sem þú varst að ljúka við
að sauma, og þótti mér vænt um að
fá að sýna konunum þetta, þar sem
þú hefur alltaf verið algjör engill
sjálf.
Elsku Halldóra, þakka þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
saman, þín er sárt saknað. Ég votta
Ingólfi, Ínu Hrund, Brynjari Inga,
móður þinni og systkinum þínum
mína dýpstu samúð. Guð veri með
ykkur öllum.
Guðfinna Helgadóttir.
Látin er, langt um aldur fram,
fyrrverandi samstarfsmaður og kær
vinur Halldóra Haraldsdóttir.
Ég kynntist Halldóru þegar hún
hóf störf hjá Eimskip sem ritari
með mér. Í fjórtán ár var hún minn
nánasti samstarfsmaður þar til við
fórum bæði til annarra starfa fyrir
tveimur árum. Í okkar nána sam-
starfi gengum við í gegnum súrt og
sætt og tókumst saman á við mörg
skemmtileg verkefni. Hún var glað-
lynd, jákvæð og elskuleg í samstarfi
og góður félagi. Í okkar daglega
spjalli deildum við sögum af fjöl-
skyldu, ferðalögum og öðrum at-
burðum sem lífið bar á borð á hverj-
um tíma.
Starf á stórum vinnustað byggist
á nánu samstarfi, og þegar gefur á í
örri uppbyggingu og breytingum,
ræðst árangurinn og starfsánægjan
af því að allir leggist saman á árarn-
ar og mönnum takist að halda byr
og sigla skútunni áfram af festu. Á
slíkum tímum var Halldóra öflugur
liðsmaður sem hafði hæfileika til að
ljúka vandasömum verkum skjótt
og vel. Hún hafði einstakt lag á að
fá menn til að vinna þau verk sem til
þeirra heyrðu þannig að mál fengju
farsæla niðurstöðu. Ósjaldan skipu-
lagði hún, stjórnaði og framkvæmdi
af slíkum krafti að þeirri spurningu
laust í hugann hvort þörf væri fyrir
okkur hin í brúnni, því málin voru í
farsælum höndum hjá henni.
Hún var atkvæðamikil í mörgu
sem sneri að félagsmálum starfs-
manna og hellti sér af krafti í rekst-
ur starfsmannaverslunar, starfsemi
bútasaumsklúbbs og annars í því lit-
ríka félagslífi sem fram fór meðal
okkar starfsmannanna.
Menn skynja og meta sjaldan til
fulls hversu gjöfult samband verður
til milli náinna starfsfélaga á góðum
vinnustað. Gagnkvæm virðing og
traust byggist upp í daglegum sam-
skiptum og við úrlausn mála, en það
sem gefur mest er þegar menn taka
þátt í lífi, gleði og sorgum sinna
nánustu samstarfsmanna. Samvera
með Halldóru í þann tíma sem við
störfuðum saman gerði mig ríkari af
lífsþrótti og heilbrigðri lífssýn.
En þó samstarfið sé gefandi, þá
er sigling lífsins ekki alltaf á lygnum
sjó. Af krafti, æðruleysi og hugrekki
háði Halldóra baráttu við óvæginn
sjúkdóm. Nú er við kveðjum hana
votta ég Ingólfi, Ínu, Brynjari og
öðrum aðstandendum innilega sam-
úð. Guð blessi minningu Halldóru.
Þórður Sverrisson.