Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 35 ógleymanleg. Ekki lét hún sig muna um ásamt Emil að halda glæsiboð er hún var 70 ára. Elín var glæsileg kona sem alls staðar vakti athygli á mannfundum fyrir höfðinglega og fágaða fram- komu. Hún var trygglynd og mikill vinur vina sinna. Vinkonur á ég marg- ar, en engin þeirra var mér kærari en Elín. Ég sakna hennar meira en orð fá lýst. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég þér kæri Emil og allri fjöl- skyldunni. Sigrún Aspelund. Mig langar að minnast elskulegrar vinkonu minnar, hennar Ellu Guðjóns eins og hún var oftast nefnd. Það var fyrir allmörgum árum á kvenfélagsfundi hjá félaginu okkar sem við hittumst fyrst. Auðvitað vissi ég hver hún var, ekki síst vegna sigurs hennar í Pillsbury Best bökunarkeppninni, sem hún vann vegna snilldar sinnar í bakstri tertunnar frægu. Fljótlega fann ég hve ráðagóð hún var, sá það þegar við unnum saman fyrir kvenfélagið og upplifði hennar miklu hæfileika á öllum sviðum. Þegar kom að því að Ella fór að halda námskeið í postulínsmálun fór- um við að hittast reglulega þar sem ég sótti tíma hjá henni. Vinátta okkar óx að sama skapi. Ferðin til Þýskalands, þegar við konurnar í postulíninu fórum til að halda hátíð í tilefni af afmæli Ellu er mér í fersku minni og hef ég grun um að svo sé um fleiri. Við vorum einhuga um að gera ferðina skemmtilega og þar var Ella í fararbroddi. Ég held að ég tali fyrir munn okkar 75 kvenna sem hófum ferðina á fallega heimilinu hennar og Emils á Laugarásveginum, að sú ferð verður í minningunni sem gull. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera í postulínsmálun hjá Ellu vinkonu minni. Góð leiðsögn og andrúmsloftið sem myndaðist var einstakt. Það var tilhlökkun að hittast í hverri viku. Við konurnar töluðum um að þessar stundir okkar væru ómissandi, enda hlátur og gleði ríkjandi. Ég er þakklát henni fyrir öll elsku- legheitin í minn garð, það var svo gott að hittast og tala saman. Síðasta stund okkar var á sjúkra- stofunni daginn áður en hún kvaddi sína nánustu. Engu að síður var þrek- ið það að hún með sinni alkunnu orð- snilld lét mig ekki fara frá sér án þess að hún ætti síðasta orðið við mig. Það er sætt að eiga minninguna um elskulega vinkonu. Ég vil votta eiginmanni hennar, börnunum öllum og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Guð blessi Elínu vinkonu mína. Sesselja Ásgeirsdóttir. Ég kynntist Elínu Guðjónsdóttur mjög vel, er hún var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í borgarstjórnarkosn- ingunum árið 1970. Hún reyndist góð- ur frambjóðandi. Hún var hæfileika- rík og dugleg og hún var mikill jafnaðarmaður. Það var skemmtilegt að starfa með Elínu. Hún hafði já- kvæð áhrif á alla, er störfuðu með henni. Það geislaði af henni starfs- gleðin. Hún var alltaf glöð og kát. Elín starfaði mikið innan Alþýðu- flokksins. Hún tók virkan þátt í starfi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og var m.a. í stjórn og skemmtinefnd fé- lagsins. Hún var varaborgarfulltrúi og sat í nefndum á vegum Reykjavík- urborgar.Hún var mjög hugmynda- rík og hæfileikar hennar nutu sín vel í félagsstarfi. Hún var mjög hjálpsöm og vildi hvers manns vanda leysa. Elínu var margt til lista lagt.Hún var fyrst og fremst mjög myndarleg húsmóðir.En hún skaraði fram úr á mörgum öðrum sviðum. Hún hafði listræna hæfileika og var t.d. mjög fær í postulínsmálun. Hún efndi til námskeiða á því sviði, sem urðu mjög vinsæl.Hún starfaði við veisluþjón- ustu og fórst það mjög vel úr hendi. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Hún vann allt vel, svo eftir var tekið. Elín var vel gerð og glæsileg kona. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Guðmundur heitinn Kristjánsson kaupmaður. Síðari maður hennar var Emil Hjartarson iðnrekandi og hús- gagnakaupmaður. Ég votta börnum Elínar og eftirlif- andi eiginmanni hennar innilega sam- úð mína vegna fráfalls hennar. Drott- inn blessi minningu hennar. Björgvin Guðmundsson. Í bernsku var ég þess fullviss að Ella amma í Básenda væri drottning, þrátt fyrir að ég kæmi aldrei auga á kórónuna. Mér fannst það mikið óréttlæti að Guðmundur Rúnar, frændi minn og barnabarn Elínar, væri einn um að kalla þessa drottn- ingu ömmu sína. Því komst ég að sam- komulagi við hann um að mega kalla hana ömmu mína. Eftir að hann gaf mér leyfi til þess fannst mér ég ákaf- lega rík. Amma í Bás eins og við kölluðum hana framan af var ákaflega glæsileg kona sem geislaði af fegurð og hlýju. Höllin hennar í Básenda var eitt það fallegasta heimili sem ég hef séð, þar sem smekkvísi hennar réð ríkjum. Þrátt fyrir alla fallegu postulíns- munina leið öllum vel hjá henni, bæði stórum og smáum. Minningarnar um heimsóknirnar í Básendann eru sveipaðar sannkölluðum ævintýra- ljóma. Um svipað leyti og ég fluttist til Reykjavíkur flutti amma í Bás á Laugarásveginn sem var nú ekki minni höll í barnshuganum en það reyndist erfitt að kalla hana áfram ömmu í Bás. Eftir flutninginn fór ég því að kalla hana Ellu ömmu um leið og ég kættist yfir flutningnum því nú var stutt fyrir mig að skreppa til hennar, alein. Í hvert skipti sem ég bankaði upp á tók hlýr faðmur Elínar á móti mér, hún smellti á mig kossi og dró mig inn í eldhús, þótt hún væri upptekin. Mér var gefið að drekka, borða og við spjölluðum saman, og stundum fékk ég að sitja við hlið hennar tímum saman og fylgjast með henni mála á postulín. Á síðustu árum hafði samveru- stundunum fækkað, en hlýi faðmur- inn tók alltaf fagnandi á móti mér, hvenær sem við sáumst. Ég vissi að Ella amma var að berjast við erfiðan óvin sem vinnur marga sigrana. Hún barðist hetjulega allan tímann eins og sannkallaðri drottningu sæmir. Nú er drottningin horfin af sjónar- sviðinu. Eftir standa minningarnar um fallegu konuna án kórónu, en með gullhjarta. Ég votta öllum ástvinum Elínar mína dýpstu samúð. Margrét Valgerður Helgadóttir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahil Gibran.) Kæra svilkona. Okkur svilkonurnar langar að senda þér nokkur þakkarorð að lok- inni lífsgöngu þinni. Guð gaf þér í vöggugjöf meira en flestum öðrum, góðar gáfur, list- hneigð, sem þú miðlaðir öðrum af kunnáttu, einstaka smekkvísi, sem heimili þitt bar vott um, og glæsilegt útlit. En stærsta gjöfin var kærleik- urinn, sem þú miðlaðir okkur hinum af. Minningarnar eru margar, bæði í gleði og sorg. Að eiga góðan vin er það dýrmætasta sem okkur getur hlotnast í þessu lífi. Þú fékkst þinn skammt af sorginni, fyrst þegar fyrri maður þinn, Guð- mundur Kristjánsson, lést langt fyrir aldur fram og þegar elsku sonur þinn, Barði Guðmundsson, lést af slysför- um í blóma lífsins. Þetta voru þér þung högg. En þú stóst teinrétt og hélst áfram að umvefja börnin þín, tengdabörn og ömmubörn. En öll él styttir upp um síðir. Þú hélst áfram lífsgöngunni og eignaðist annan eig- inmann, Emil Hjartarson, sem var þér góður förunautur í mörg ár. Kæra vinkona, við svilin, eins og við kölluðum okkur, tókum upp þann sið fyrir allmörgum árum að gefa okkur einn dag á ári saman, því okkur fannst líða of langt á milli samverustunda á síðustu árum, þetta voru okkur ómet- anlegar stundir til að vera saman í gleði, njóta þess að vera til og rifja upp liðna tíð. Elsku Ella, hjartans þakkir fyrir samleiðina. Við biðjum algóðan guð að styrkja eiginmann þinn, börnin þín, tengda- börn og barnabörn á þessum erfiða tíma. Far þú í friði. Sigrún, Svana og Erla svil. Þei þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóh. Jónsson.) Yndisleg, falleg og góð kona er dá- in. Þrátt fyrir óbilandi kjark og bar- áttuþrek varð hún að lúta í lægra haldi fyrir erfiðum sjúkdómi. Við sem köllum okkur „Morgun- frúrnar“ þökkum henni áratuga langa tryggð, hjálpsemi og ást. Minningarnar um fullkomna vin- konu sem alltaf var tilbúin að hjálpa og hlúa að þeim sem á vegi hennar urðu gefa lífinu gildi. Guð geymi þig elsku Ella og alla ástvini þína. Anna Gabríella, Gróa, Sigríður, Guðrún, Margrét, Sigríður S. og Sigrún. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR, áður til heimilis á Flókagötu 63, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 22. maí kl. 13.30. Hjördís Sigurðardóttir, Ásgeir Hjörleifsson, Þrúður G. Sigurðardóttir, Björn H. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR fyrrv. húsfreyja á Sveinsstöðum, dvalarheimili aldraðra, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, verður jarðsungin frá Lágafellskirkju föstu- daginn 23. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Blindrafélagið njóta þess. Börn, tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Við viljum þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, tengdamóður, ömmu og systur, SIGURBORGAR INGIMUNDARDÓTTUR, Brekku, Aðaldal. Reynir Baldur Ingvason, Stella Rut Axelsdóttir, Ívar Sæmundsson, Sandra Björg Axelsdóttir, Halldór Kristinsson, Ágúst Ingi Axelsson, Halla Hrund Skúladóttir, Sigurður Eyvald Reynisson, Stella Eymundsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir aðstandendur hinnar látnu. Ástkær eiginmaður minn, ÁSGEIR J. SANDHOLT bakarameistari, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 19. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Þóra K. Sandholt. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts elsku- legrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR KRISTÍNAR MAGNÚSDÓTTUR, Bröttuhlíð 17, Hveragerði. Björn Gunnlaugsson, Magnús Björnsson, Margrét Ósk Vífilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg fósturdóttir okkar, dóttir og sambýlis- kona mín, SIGRÍÐUR FRÍMANNSDÓTTIR frá Siglufirði, sem lést á heimili sínu, Hásteinsvegi 48, Vest- mannaeyjum, laugardaginn 17. maí, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. maí kl. 14.00. Fyrir hönd annarra ættingja og ástvina, Hrefna Einarsdóttir, Friðrik Stefánsson, Sigrún Friðriksdóttir, Frímann Ingimundarson, Sigurjón Júlíusson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ANDRÉS MAGNÚSSON, Heiðmörk 18, Hveragerði, lést á Landspítala Hringbraut mánudaginn 19. maí. Anna Guðröðsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.