Morgunblaðið - 21.05.2003, Síða 43
Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í
dag kl. 13–16.30. Handavinna, spilað,
föndrað. Vetur kvaddur. Bílaþjónusta í
símum 553 8500, 553 0448 og
864 1448.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10.
Léttur málsverður á eftir. Prestarnir
taka við fyrirbænum í síma 520 9700.
Krakkaklúbbar í safnaðarheimilinu: 9–
10 ára börn kl. 16–17 og 11–12 ára kl.
17.30–18.50. www.domkirkjan.is.
Grensáskirkja. Samvera aldraðra kl.
14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og
spjall.
Hallgrímskirkja. Morgunmessa kl. 8.
Hugleiðing, altarisganga, léttur morg-
unverður. Opið hús fyrir foreldra ungra
barna kl. 10–12. Fræðsla: Vellíðan
mæðra í nútímaþjóðfélagi. Brynja Ör-
lygsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Háteigskirkja. Bænaguðsþjónusta kl.
11. Kvöldbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 bænagjörð.
Allir velkomnir. Kl. 12.30 súpa og
brauð (300 kr.). Starf eldri borgara. Far-
ið verðu í rútuferð til Þingvalla kl. 13 og
komið heim um kl. 17. Rútuferðin sjálf
er ókeypis en þátttakendur greiða sjálf-
ir kostnað við kaffið á Þingvöllum. Þátt-
taka tilkynnist í síma 520-1300 frá kl.
10–12. Síðasta hádegisbænagjörð kl.
12.10 var miðvikudaginn 14. maí og
hefjast þær á ný í byrjun september.
Laugarneskirkja. Kl. 10.30 gönguhóp-
urinn Sólarmegin alla mið. og föst. kl.
10.30.
Neskirkja. Fyrirbænamessa kl. 18.
Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Léttur hádegisverður eftir stund-
ina.
Árbæjarkirkja. Kl. 12 kyrrðarstund í há-
degi. Orgeltónlist, altarisganga, fyrir-
bænir og íhugun. Kl. 13–16 opið hús.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur málsverður í safnaðarheim-
ilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar.
Starf fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-
starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30.
Grafarvogskirkja. Helgistund í hádegi
kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boð-
ið er upp á léttan hádegisverð á vægu
verði að lokinni stundinni. Prestar safn-
aðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari
Hörður Bragason. Allir velkomnir.
Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10.
Tólf spora námskeið kl. 20.
Kópavogskirkja: Starf með 8–9 ára
börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf með 10–
12 ára börnum TTT, á sama stað kl.
17.45–18.45.
Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir
hjartanlega velkomnir. Tekið á móti fyr-
irbænaefnun í kirkjunni í síma 567-
0110. Æskulýðsfundur fyrir unglinga
14–15 ára kl. 20.
Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í
Haukshúsum í boði Bessastaðasókn-
ar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12. Heitt á könn-
unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag
eldri borgara á Álftanesi. Notalegar
samverustundir með fræðslu, leik,
söng og kaffi. Auður eða Erlendur sjá
um akstur á undan og eftir.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar í safn-
aðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 10–12.
Hittumst og spjöllum. Heitt á könnunni
og djús fyrir börnin. Allir foreldrar vel-
komnir með eða án barna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12, íhugun, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í
Ljósbroti Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í dag kl. 12. Boðið er upp á súpu
og brauð í safnaðarheimilinu á eftir.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til
sóknarprests eða kirkjuvarðar. Opið
hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13. Gott
tækifæri til að hittast, spjalla saman,
spila og njóta góðra veitinga. Verð vel-
komin.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldra-
morgnar í dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
11. Helgistund á Hraunbúðum. Kl. 20.
Opið hús í KFUM&K heimilinu.
Lágafellskirkja. Foreldramorgnar í
safnaðarheimili kirkjunnar í Þverholti 3,
3. hæð, frá kl. 10–12. Umsjón hafa
Arndís L. Bernharðsdóttir og Þuríður D.
Hjaltadóttir. AA-fundur kl. 20.30 í Lága-
fellskirkju. Unnið í 12 sporunum.
Njarðvíkurkirkja (Innri-Njarðvík)
Foreldramorgunn í Safnaðarheimilinu
miðvikudaginn 21. maí kl. 10.30. í
umsjá Jónínu, Kötlu og Petrínu.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsing-
ar í síma 565 3987.
Fíladelfía. Mömmumorgun kl.10. Bibl-
íulestur kl. 20. Umsjón Hafliði Kristins-
son.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Lofgjörð, lestur orðsins, fróð-
leikur og samvera. Allt ungt fólk vel-
komið.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut
58. Samkoma í kvöld kl. 20. „Legg þú á
djúpið“. Lúk. 5.1–11. Ræðumaður
Guðlaugur Gunnarsson. Kaffiveitingar
eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Sauðárkrókskirkja. Kyrrðarstund kl.
21.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl.
10–12. Síðasta samverustund vetrar-
ins í kirkjunni. Opið hús, kaffi og spjall.
Safi fyrir börnin.
Safnaðarstarf
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 43
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú hefur næmt auga fyrir
formum og litum, en lætur
aðra stundum hafa of mikil
áhrif á þig.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Notfærðu þér þann byr sem
þú hefur nú í seglin. Það er
aldrei að vita hvenær hann
skiptir um átt og þá er far-
sælast að vera kominn sem
lengst.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að leysa fjárhags-
legt vandamál sem upp hef-
ur komið. Skoðaðu málið
vandlega svo þú fáir stöðuna
á hreint.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þótt þú heyrir eitthvað sem
þér fellur miður skaltu láta
það hafa sem minnst áhrif á
þig. Þetta tal segir mest um
þá sem það stunda.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Mundu að það er ekki allt
gull sem glóir og að lífsham-
ingjan felst ekki bara í efn-
islegum gæðum þótt gagn-
leg séu. Auðgaðu því anda
þinn.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Láttu hrokann ekki ná yf-
irhöndinni í samskiptum þín-
um við aðra. Leyfðu öðrum
að láta ljós sitt skína og þá
fer allt miklu betur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur ofgert þér að und-
anförnu svo nú er komið að
því að þú gefir þér tíma til
hvíldar og einveru. Sjáðu til
þess að svo geti orðið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Liggðu ekki á skoðunum
þínum heldur láttu þær í
ljósi því það auðveldar lífið
að hafa allt á hreinu. Hlust-
aðu á hjarta þitt því þar er
svörin að finna.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er heillaráð að leggja á
ráðin um framtíðina. Vertu
raunsær og varastu að láta
óskhyggjuna taka öll völd.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú leggur þig allan fram í
starfi og það vekur almenna
hrifningu yfirmanna þinna.
Búðu þig undir að kynna
þeim hugmyndir þínar.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Viljirðu ná einhverjum ár-
angri skaltu gera hlutina
sjálfur því það tekur svo
langan tíma að kenna öðrum
ný vinnubrögð.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú verður fyrir miklum von-
brigðum í samskiptum við
aðra og skalt gefa þér tíma
til að hugsa málin af skyn-
semi frekar en segja það
sem þú sérð eftir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það getur verið nauðsynlegt
að hafa öll smáatriðin á
hreinu en stundum er líka
nauðsynlegt að gefa sér tóm
til að virða fyrir sér heild-
armyndina.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁRNAÐ HEILLA
30 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 21.
maí, er þrítugur Aðalsteinn
Ingi Jónsson, sölustjóri hjá
JAK, til heimils á Hjalla-
braut 43, Hafnarfirði. Að-
alsteinn verður að heiman í
dag.
1. e4 c5 2. c3 e6 3. d4 d5 4.
exd5 Dxd5 5. Rf3 Rf6 6. Be3
cxd4 7. cxd4 Rc6 8. Rc3 Bb4
9. Bd3 O-O 10. O-O Da5 11.
Dc2 h6 12. a3 Bxc3 13. bxc3
e5 14. Rxe5 Rxe5 15. dxe5
Dxe5 16. Bd4 Dd6 17.
Had1 Dc6 18. a4 a6 19.
a5 He8 20. Hb1 Rd5 21.
Bh7+ Kf8 22. f3 Re3 23.
Df2 Bf5 24. Hb6 Dd5 25.
Bxe3 Bxh7 26. Bc5+
Kg8 27. Dd4 Da2 28. Dg4
He5 29. Db4 Bd3 30.
Hd1 Be2 31. Hb1
Staðan kom upp í
bresku deildakeppninni
sem lauk fyrir
skemmstu. Daniel Gor-
mally (2496) hafði svart
gegn Kanwal Bhatia
(2047). 31... Bxf3! 32. Hb2
hvítur hefði orðið mát eftir
32. gxf3 Hg5+ 33. Kf1
Dg2+ 34. Ke1 He8+ 35.
Kd1 He2. Í framhaldinu tap-
ar hvítur peði bótalaust.
32... Da1+ 33. Hb1 He1+
34. Kf2 Hxb1 35. Dxb1
Dxa5 36. Bd4 Bc6 37. Dc2
He8 38. Hb2 Dd5 39. Kg1
He1+ 40. Kf2 Hh1 og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
NÚ ER SUMAR
Nú er sumar,
gleðjist gumar,
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndishag.
Látum spretta,
spori létta,
spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.
Tíminn líður,
tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi, heim þá skundum
seint um sólarlag.
Steingrímur Thorsteinsson
LJÓÐABROT
TUTTUGU og sjö IMPar
ultu á túlkun Pólverjans
Krzysztofs Jassems á slaga-
fylgju makkers. Talning eða
hliðarkall? Það var efinn.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ 85
♥ KD95
♦ KG87
♣ÁK4
Vestur Austur
♠ KG632 ♠ Á1074
♥ G10764 ♥ Á832
♦ 432 ♦ 106
♣-- ♣932
Suður
♠ D9
♥ --
♦ ÁD95
♣DG108765
Jassem og Piotr Gawrys
voru í AV gegn Alan Sontag
og Peter Weichsel. Þetta
var í sveitakeppni Cavend-
ish-mótsins í Las Vegas.
Vestur Norður Austur Suður
Jassem Weichsel Gawrys Sontag
-- -- -- 2 lauf
Pass 2 tíglar * Pass 2 spaðar *
Dobl 3 tíglar * 3 spaðar 4 lauf
4 spaðar 6 lauf Dobl Pass
Pass Pass
Eftir langan aðskilnað
hafa hinir fornu félagar,
Sontag og Weichsel, rifjað
upp kynnin við spilaborðið
og slá þá auðvitað á gamla
„Power-strengi“ (en þeir
eru sem kunnugt er höf-
undar Power Precisoion
kerfisins, sem var mjög vin-
sælt fyrir um það bil 20 ár-
um). Opnun Sontags lofar
11-15 punktum og lauflit og
svarið á tveimur tíglum er
spurning. Sontag segist eiga
lágmark með tveimur spöð-
um og þá kemst Jassem inn
í sagnir með dobli. Weichsel
spyr um grandfyrirstöður
með þremur tíglum, en nú
blandar Gawrys sér í málið
og spilið tekur „tilfinn-
ingalega“ stefnu upp frá því.
Dobl Gawrys á slemmunni í
lokin er fyrst og fremst
ábending til makkers um að
vanda vel útspilið.
Og það gerði Jassem.
Hann kom út með spaða-
kónginn til að halda slagn-
um. Gawrys lét fjarkann.
Með því vildi hann sýna fjór-
lit (talning), en Jassem var
ekki viss um að það væri
rétt túlkun. Makker átti
augljóslega ás til hliðar, svo
það var ekki síður möguleiki
að spaðafjarkinn væri hlið-
arkall og bæði um tígul. Eft-
ir miklar sálarkvalir ákvað
Jassem að túlka fjarkann
sem kall í tígli og spilaði
þeim lit. Sontag fékk þá tólf
slagi með því að trompsvína
fyrir hjartaásinn: 1510 í NS.
Á hinu borðinu spiluðu
NS fimm lauf dobluð og
unnu þau slétt: 750. Með því
að taka sex lauf einn niður
hefðu Pólverjarnir grætt 14
IMPa, en þess í stað töpuðu
þeir 13. Sannarlega mikið
undir í einum slag.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarsson
HLUTAVELTA
Morgunblaðið/Ragnhildur
Þessar brosmildu stúlkur, Anna Margrét Ólafsdóttir, Haf-
dís Ýr Hafþórsdóttir, Ásdís Sigurbergsdóttir og Eva Ásdís
Ögmundsdóttir, héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi
Íslands, þær söfnuðu 5.290 krónum.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Ég get bara ekki beðið
með að skoða þetta
myndband heima í
stofu!
Og nú látum við þau fá
eitt þungarokkslag…!
KIRKJUSTARF
Morgunblaðið/Jim Smart
Bústaðakirkja