Morgunblaðið - 21.05.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 51
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
HK DV
X-97,7
HJ MBL
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.40 og 8. B.i 12.Sýnd kl. 10.20. B.i 14.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Verð 600 kr.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
"Íslensk
heimilda-
mynd um
karl-
stripparann
Charlie.
Sjáðu hvað
gerist
bakvið
tjöldin!"
Í l
i il -
l-
i
li .
j
i
i
j l i
RECRUIT
THE
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 12.
Kvikmyndir.com
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
SV MBL
HK DV
Kvikmyndir.is
400
kr
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.
Sýnd kl. 8 og 10.
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12.
SV MBL
HK DV
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15 B.i. 16
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Tilboð 500 kr.
500
kr
Svakaleg spennumynd með töffaranum
Vin Diesel úr xXx.
lif
u
n
Auglýsendur!
Meðal efnis í næsta
tölublaði Lifunar sem
fylgir Morgunblaðinu
miðvikudaginn 4. júní:
Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins
í síma 569 1111 eða lifunaugl@mbl.is
innlit • garðhúsgögn • pylsur og hamborgarar •
sumarborðið • flott í garðinn • hönnun • sætmeti á sumri
MARGT gesta mætti í 5 ára afmælisveislu Réttingaverkstæðis Jóa sem hald-
in var á dögunum.
„Þetta var nú bara að gamni okkar, enda gaman að halda veislur,“ sagði
Jóhann Jóhannsson sem réttingaverkstæðið er nefnt eftir. „Það var líka
gaman að nota tækifærið til að bjóða viðskiptavinunum í heimsókn og leyfa
þeim að kynnast starfsmönnunum og skoða aðstöðuna.“
Glatt var yfir gestum, enda veður með besta móti. Sönghópurinn Fíla-
penslar frá Siglufirði skemmti gest-
um, – söng íslensk lög og líkti meðal
annars eftir Kim Larsen, Megasi og
Hallbirni Hjartarsyni kántrýsöngv-
ara.
Fyrir utan var haldin sýning á fjór-
hjóladrifsbílum frá Heklu, en boðið
var upp á hlaðborð í sprautuklef-
anum og segir Jóhann að aðeins hafi
tekið einn dag að þrífa verkstæðið.
Alls mættu um 300 gestir í gleð-
skapinn og má ekki annað greina af
myndum en að allir hafi skemmt sér
prýðilega.
Lyfta sér á kreik á
réttingaverkstæðinu
Morgunblaðið/Arnaldur
Glöð á góðum degi: Jóhann Jó-
hannsson verkstæðiseigandi og fjöl-
skylda hans stilla sér upp.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hinir siglfirsku Fílapenslar sungu og skemmtu án afláts, fram á nótt.
TÖKUR standa nú yfir á stjörnum
hlaðinni stórmynd sem byggð er á sí-
gildri sögu Jules Vernes Umhverfis
jörðina á 80 dögum. Í hlutverkum
sögupersónanna margfrægu Phileas
Fogg og Passepartout eru breski
leikarinn og grínistinn Steve Coog-
an, sem síðast sást í 24 Hour Party
People, og Jackie Chan, sem vart
þarf að kynna enda hefur hann leikið
í þeim mörgum vinsælum, eins og
t.d. Rush Hour-myndunum.
Eldri kvikmyndaútgáfa af sögu
Vernes hlaut Óskarsverðlaun sem
besta myndin árið 1957 og leikstjóri
hennar Michael Anderson tilnefn-
ingu en í þeirri mynd lék David Niv-
en Fogg og Mexíkóbúinn Cantinflas
lék Passepartout.
„Nýja útgáfan verður talsvert frá-
brugðin hinni. Í henni verður meira
grín og meiri hasar,“ sagði leikstjóri
hennar Frank Coraci á blaðamanna-
fundi sem haldin var um helgina.
Coraci, sem á að baki Adam Sandler-
myndirnar The Wedding Singer og
The Waterboy, segir meginmark-
miðið að gera skemmtilega ævin-
týramynd fyrir alla fjölskylduna,
„mynd í anda Indiana Jones“. Jackie
Chan sagðist á fundinum hafa trölla-
trú á myndinni og tók undir með
Coraci þegar hann sagði að tími væri
kominn á létta og fjölskylduvæna
ævintýramynd, nú þegar stærstu
myndirnar, Hringadróttinssaga,
Matrix og Stjörnustríð, væru flestar
fremur myrkar og blóði drifnar.
Á kappflugi sínu umhverfis jörð-
ina á loftbelgnum stóra verða á vegi
þeirra Coogan og Chan, fríður flokk-
ur þekktra leikara, sem fara með
smáhlutverk í myndinni. Stærstur
þeirra, í bókstaflegri merkingu orðs-
ins, er Arnold Schwarzenegger, sem
leikur tyrkneskan prins en aðrir leik-
arar sem bregður fyrir eru John
Cleese, Johnny Knoxville, Kathy Ba-
tes, Mark Addy, Ewen Bremner og
Jim Broadbent sem er í hlutverki
andstæðings Foggs, Kelvins lávarðs.
„Okkur fannst viðeigandi að hafa
myndina í anda gömlu stjörnum
prýddu gamanmyndanna frá 6. og 7.
áratugnum, mynda á borð við It’s a
Mad, Mad, Mad World,“ sagði Cor-
aci en gert er ráð fyrir að myndin
muni kosta vel yfir 100 milljónir dala.
Eins og við var að búast léku þeir
Chan og Coogan á als oddi á blaða-
mannafundinum og reyttu af sér
ruglið. Aðspurður hver væri sterk-
astur þeirra hasarhetja sem væru nú
staddar í Cannes, hann, Schwarz-
enegger eða Jean Claude Van
Damme flissaði Chan og svaraði:
„Augljóslega er Schwarzenegger
sterkastur en ég er fljótastur og
myndi stinga þá af áður en þeir næðu
til mín.“
Meira grín og meiri hasar
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Chan, Cécile De France leikkona og Coogan bregða á leik.
Cannes. Morgunblaðið.
Umhverfis jörðina á 80 dögum aftur á hvíta tjaldið