Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 53

Morgunblaðið - 21.05.2003, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 53 ÖNNUR myndin í þríleiknum um Matrix, Matrix endurhlaðið (Matrix Reloaded), fór beint á topp ís- lenska bíólistans. Alls sáu tæplega 15.500 manns myndina um helgina og er þetta fjórða stærsta opnun á Íslandi, að sögn Róberts Wesleys hjá markaðsdeild Samfilm. Aðeins Harry Potter og leyniklefinn, Harry Potter og viskusteinninn og Hringadróttinssaga: Turnarnir tveir, hafa verið vinsælli um frum- sýningarhelgina. „Við urðum líka varir við það að margir komu oftar en einu sinni eftir að hafa horft á fyrri myndina aftur í millitíðinni. Þetta er greini- lega mynd sem fær fólk til að hugsa, enda mikið um heimspeki- legar hugleiðingar hér,“ segir hann. Myndin hefur farið sigurgöngu um allan heim og fór einnig beint á toppinn í Bandaríkjunum. Einnig var hún frumsýnd í Frakklandi, Hollandi, Belgíu og Tyrklandi og fór hún einnig á toppinn þar. Mat- rix endurhlaðið verður frumsýnd víðsvegar um Evrópu í dag, að sögn Róberts. Margir íslenskir bíó- gestir notuðu tækifærið og fylgd- ust með þegar sýnt var úr Matrix umbylt (Matrix Revolutions) á eftir en þessi þriðja og síðasta mynd í þríleiknum verður heimsfrumsýnd 5. nóvember á þessu ári. Myndirnar eru í leikstjórn Andy og Larry Wachowski og eru Keanu Reeves, Laurence Fishburne og Carrie-Anne Moss í aðalhlut- verkum. Rómantíska gamanmyndin Hvernig á að losna við gaur á 10 dögum (How to Lose a Guy in 10 Days) stendur enn fyrir sínu og heldur öðru sætinu. Christof Wehmeier hjá Sambíó- unum er ánægður með gengi myndarinnar mitt í þessari ásókn frá Matrix en rúmlega 10.000 manns hafa séð myndina. „Reynsl- an sýnir okkur nefnilega að svona léttar rómantískar gamanmyndir geta gengið í langan tíma þannig að hún á eftir að gera það gott,“ segir hann. X2, framhaldsmyndin um stökk- breyttu X-mennina, er í þriðja sæti og hafa um 19.000 manns séð hana og þurfti hún líkt og í Bandaríkj- unum að víkja fyrir Matrix-liðum. Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á íslenska bíólistanum. Þær eru rómantíska gamanmyndin Í háloftunum (A View from the Top) með Gwyneth Paltrow í aðal- hlutverki og barna- og fjöl- skyldumyndin Töfrabúðingurinn. Guðmundur Breiðfjörð hjá Norður- ljósum segir að Í háloftunum hafi verið ágætis mótvægi við Matrix. „Einnig erum við ánægðir með hvað Töfrabúðingurinn gekk vel enda kominn tími á fallega fjöl- skyldumynd með íslensku tali fyrir litla fólkið innan um allar þessar tæknibrellur,“ segir hann. Matrix endurhlaðið frumsýnd Rúmlega 15.000 sáu Matrix                          ! "   #   $ # % %  &# '   (  '   )* )      + (   #( ,$ - .              ! "  " # $% # &   ' (#  '  )&*# +, -  #, . !/  )# 0 # 1  ! /,  #)2*3 #2 4*  / * )!    !$$   #5 06  %                   /  0  1 2 3 /0 /! 4 5 // /2 /1 /6 /  /4 1 .* / 0 / / 3 2 /0 3 5 0 3 / /! 2 /2 /!                    !  7-**8 98 %*8 9 -8 :;*<=<8 %* 8 ' =< 7-**8 %* #8 9 -.=*8 :;*<=< ;=<8 > 8 ;=<8 =< %* #8 ? =< 9 - ;=<8 > 8 =< %* # ;=<8 > 8 =< ;=<8 ;=<8 =< %* # ;=< =< 7-**8 %* #8 9 -.=*8 :;*<=<8 %* 8 ' ;=<8 =< %* # =< 7-**8 98 %*  >  ;=<8 =< =< 7-**8 :;*<=< ;=<8 ;=<8 =< =< %* # :;*<=< :;*<=< >  =< 7-**8 98 %* # =< 7-** :;*<=< Monica Belluci í hlutverki sínu sem Persefón í Matrix endurhlaðið, sem fór beint á toppinn. Framleiðendur Matrix-kvik- myndarinnar vísa á bug fréttum um að söguþráður kvikmyndar- innar hafi orðið hvatinn að of- beldisverkum. Tvö morðmál hafa komið upp þar sem ógæfumenn- irnir hafa minnst á Matrix- myndirnar við yfirheyrslur. Í báðum tilvikum hafa hinir meintu morðingjar lýst yfir sakleysi vegna geðveilu. ... Mannréttinda- samtök gagnrýna bandaríska herinn fyrir að nota harða rokk- tónlist og lög úr prúðuleik- urunum til að buga stríðsfanga við yfirheyrslur. Segja þeir að tilgangurinn sé að svipta þá svefni og misbjóða tónlistarlegri menningarvitund þeirra. Mann- réttindasamtök segja slíkt athæfi geta flokkast sem pyntingar. ... Hin ráðagóða Oprah hefur hætt við að hætta með þætti sína. Hún hefur hjálpað fólki að leysa vandamál sín síðan 1986, en undanfarið hefur þátturinn dalað og hafði Oprah lýst yfir að hún væri á förum. Segir hún að starf hennar sé gefandi og mik- ilvægt að láta rödd sína heyrast á öldum ljósvakans og geta vakið máls á mikilvægum hlutum. FÓLK Ífréttum ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6 OG 10. Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 5, 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10.  KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.