Morgunblaðið - 17.06.2003, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 17.06.2003, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 9 FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins hafði við- dvöl á Húsavík á dögunum. Þar var á ferðinni 5.700 brúttótonna skip, Clipper Adventurer. Skipið, sem er bandarískt, er skráð á Bahama- eyjum og tekur 122 farþega. Skipið lá við festar í hafnarmynni Húsavík- urhafnar skamma stund meðan farþegar þess voru ferjaðir í land. Að því loknu létti skipið ankerum og sigldi hraðbyri út Skjálfandaflóa áleiðis til Akureyrar. Þar stigu svo farþegarnir aftur um borð eftir skoðunarferðir um Þingeyj- arsýslu og Eyjafjörð. Alls eru boðaðar komur sex skemmtiferðaskipa til Húsavíkur í sumar, að sögn Stefáns Stefánssonar hafnarvarðar, og er það heldur minna en sumarið 2002. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins Húsavík. Morgunblaðið. VEL á annað hundrað umsagna barst Umhverfisstofnun við drög að náttúruverndaráætlun til ársins 2008. Frestur til að skila inn athuga- semdum rann út 10. júní sl. en að sögn Árna Bragasonar, forstöðu- manns náttúruverndar- og útivistar- sviðs Umhverfisstofnunar, fengu nokkrir aðilar frest til mánaðamóta til að skila inn. Verið er að vinna úr athugasemd- unum en Árni segir að allir þeir ríf- lega 100 aðilar sem fengu drögin til umsagnar hafi skilað gögnum til baka eða ætli að gera það. Til viðbótar hafi komið athugasemdir frá fjölmörgum einstaklingum og hagsmunaaðilum. Umsagnir komu semsagt frá einstak- lingum, sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum og samtökum. Árni segir að almennt séu umsagn- irnar jákvæðar og uppbyggilegar en í mörgum tilvikum gæti ákveðins mis- skilnings, einkum þess að í drögunum sé að finna endanlega ákvörðun um friðlýsingu tiltekins landsvæðis eða staðar. Árni ítrekar að svo sé alls ekki, heldur sé verið að setja fram á faglegan hátt hvað það er sem býr í náttúru landsins. Engin svæði verði friðlýst nema í fullri sátt og samráði við landeigendur og sveitarfélög. Samkvæmt drögunum eru gerðar tillögur um þrjá nýja þjóðgarða og 77 friðlýst svæði, þar af níu sem ekki hafa verið á náttúruminjaskrá áður. Þjóðgarðstillögur ná til Vatnajökuls, Heklu og nágrennis og Látrabjargs og Rauðasands á Vestfjörðum. Einn- ig leggur stofnunin til að friðland Þjórsárvera verði stækkað verulega sem og þjóðgarðarnir á Þingvöllum og í Jökulsárgljúfrum. Árni segir að þegar vinnu við úr- vinnslu umsagnanna ljúki verði skýrsla send umhverfisráðuneytinu í sumar. Ráðuneytið muni síðan fjalla um tillögur Umhverfisstofnunar og ræða m.a. við þá er gera athugasemd- ir. Áætlunin verður lögð fyrir sér- stakt umhverfisþing um miðjan októ- ber nk. og síðan leggur umhverfis- ráðherra hana fram á Alþingi næsta vetur til lokaákvörðunar. Sum svæði sögð of stór og bent á önnur sem megi friðlýsa Aðspurður um helstu atriði sem umsagnaraðilar gera athugasemdir við segir Árni að í einstaka tilvikum sé bent á að sum svæði rekist á við ákveðna hagsmuni eða séu of stór. Einnig sé bent á önnur svæði í næsta nágrenni sem megi friðlýsa og þá komi víða fram gagnlegar ábending- ar um texta í skýrsludrögunum. „Við fögnum öllum athugasemdum sem við fáum. Umsagnirnar eru af ýmsu tagi en hjá okkur stendur upp úr að þær eru yfirleitt jákvæðar og uppbyggilegar. Í mörgum tilvikum getum við tekið tillit til þessara at- hugasemda. Við munum skrá allar at- hugasemdir og þær munu fylgja með til ráðuneytisins og væntanlega síðar inn á umhverfisþing og Alþingi. Meg- inmarkmiðið er að náttúruverndar- áætlunin fái faglega og opna um- ræðu. Við teljum það vænlegast til að vekja athygli á þessum náttúrufyr- irbærum,“ segir Árni Bragason. Aðspurður hvernig viðbrögðin séu við þjóðgarðshugmyndunum segir hann þær almennt vera jákvæðar. Gera megi t.d. ráð fyrir einhverjum athugasemdum frá Rangárþingi ytra og landeigendum við Heklu, líkt og gerst hafi þegar þingsályktunartil- laga um þjóðgarð við Heklu var lögð fram á Alþingi. Á annað hundrað umsagna barst Umhverfisstofnun við drög að náttúruverndaráætlun til ársins 2008 Umsagnirnar eru almennt jákvæðar ÝMSIR náttúruverndarsinnar hafa haft samband við Halldór Halldórs- son, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, og látið í ljós áhuga á samstarfi um at- vinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Ísafjarðarbær hefur lýst yfir vilja til þess að starfa með þeim sem vilja nýta náttúruna á annan hátt en með virkjun fallvatna og stóriðju. Að sögn Halldórs er fyrirhugað að halda málþing í haust um náttúru- vernd og atvinnuuppbyggingu á Vest- fjörðum. Málþingið væri þá upphaf af þessu verkefni og myndi leggja lín- urnar fyrir áframhaldandi samstarf. Atvinnuupp- bygging á Vestfjörðum VIÐ Sóltún 10 í Keflavík hafa hjón- in Kristín Sigríður Guðmunds- dóttir og Sigurbergur Sverrisson ræktað garðinn sinn af natni í hálfa öld. Gullregni bættu þau í garðinn fyrir 15 árum. Plantan hefur blómstrað hvert einasta ár síðan þá en aldrei eins snemma og nú. Gullregn Kristína og Sigur- bergs skartaði sínu fegursta í sól- skininu þegar ljósmyndara bar að garði á dögunum. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Gullregn í Bítlabænum Skólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní www.fotur.net Þri. 17/6: Fylltar paprikur m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mið. 18/6: Kartöfluboltar í góðum félagsskap m/fersku salati, hrís- grjónum & meðlæti. Fim. 19/6: Ítalskt ratatoui og polenta m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Fös. 20/6: Brokkolíbakstur, eplasalat og fleira m/fersku salati, hrísgrjón- um & meðlæti. Helgin 21/6-22/6: Pakistönsk helgi m/fersku salati, hrísgrjónum & meðlæti. Mán. 23/6: Spínatlasagna m/allskonar girni- legu, fersku salati, hrísgrjón- um & meðlæti. Matseðill www.graennkostur.is Gleðilega hátíð! Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Gleðilega þjóðhátíð Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Kays verslun, Austurhrauni Gbæ, sími 555 2866 Lokað á laugardögum í sumar. Rýmingarsala á sumarvörum Fatnaður - Gjafavara - Snyrtivörur - Fæðubótarefni - Garðvörur - Verkfæri - Skartgripir - Ljós - Golfvörur - Leikföng - o.fl. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán-fös 10-18 lau. 10-14 Gleðilega þjóðhátíð Við erum í sumarskapi 19.-23. júní Drangaskörð og miðnætursól í Norðurfirði, (fim.-mán.) 25.-28. júní Lónsöræfi, (mið.-lau.) AUKAFERÐ. 28.-30. júní Hlíðarvatn – Hítarvatn – Langavatn – Hreðavatn (lau.- mán.) 27.-29. júní Skjaldbreið – Úthlíð (fös.- sun.) 30.júní-8. júlí Hornstrandir; Jökulfirðir – Grunnavík, (mán.- þri.) UPPSELT 4.-12. júlí Hornstrandir; Hlöðuvík – Hesteyri – Stakkadalur, (fös.- lau.) UPPSELT 4.-6. júlí Þórsmörk – fjölskylduferð (fös.- sun.) 5.-6. júlí Fimmvörðuháls – lækkað verð! (lau.- sun.) 5.-8. júlí Lónsöræfi (lau.- þri.) UPPSELT. 9.-16. júlí Reykjarfjörður – Norðurfjörður (mið.- mið.) 10.-13. júlí Hólar í Hjaltadal – Baugasel í Barkárdal (fim.- mán.) 10.-14. júlí Hornstrandir – ferð í Bolungarvík (fim.- mán.) 10.-18. júlí Hornstrandir – dvöl í Hlöðuvík (fim.- fim.) NOKKUR SÆTI LAUS 11.-13. júlí Landmannalaugar – Álftavatn – Emstrur (fös.- sun.) 11.-14. júlí Skaftafell (Kjós) – Fjallabaksleið syðri – Emstrur (fös.- mán.) 12.-17. júlí Sprengisandur – Skagafjörður (lau.- fim.) 15.-19. júlí Víknaslóðir (þri.- lau.) 15.-18. júlí Í Fjörður (þri.- fös.) UPPSELT 19.- 20. júlí Fimmvörðuháls (lau.- sun.) Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6, sími 568 2533, fax 568 2535 vefsíða: www.fi.is netfang: fi@fi.is Ferðafélag Íslands Skelltu þér með! Ferðir framundan Flott föt Gott verð Hallveigarstíg 1 588 4848
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.