Morgunblaðið - 17.06.2003, Síða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SAMEINUÐU þjóðirnar standa
fyrir alþjóðlega jarðvegsverndar-
deginum í níunda skipti í dag. Dag-
urinn er haldinn til þess að efla sam-
stöðu meðal þjóða í baráttunni gegn
eyðingu jarðvegs. Í tilkynningu frá
Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu
þjóðanna, segir m.a. að ræktunar-
hæft land á jörðinni fari minnkandi
og sú þróun ógni matvælaöryggi og
valdi mannlegum og efnahagslegum
hörmungum. Í sunnanverðri Afríku
eru afleiðingar jarðvegseyðingar
hvað verstar en á því svæði einu
saman er reiknað með að flótta-
mönnum vegna jarðvegseyðingar
muni fjölga í um 25 milljónir á næstu
20 árum ef ekki verður breyting til
batnaðar. Ástandið er einnig alvar-
legt í Kína og Mexíkó.
Tryggvi Felixson hjá Landvernd
sagði í samtali við Morgunblaðið að
tilgangur jarðvegsverndardagsins
væri fyrst og fremst sá að vekja at-
hygli á viðfangsefninu, bæði hér
heima og erlendis.
Ástandið á Íslandi gott en
mætti vera betra
Tryggi sagði mikinn árangur hafa
náðst í gróður- og jarðvegsvernd frá
því að byrjað var að vinna að þeim
málum í byrjun tuttugustu aldarinn-
ar. Á tilteknum svæðum hefur þó
ekki tekist að koma á viðunandi að-
gerðum til varnar jarðvegseyðingu
og auk þess hefur utanvegaakstur og
beit valdið óþarfa eyðileggingu á
gróðri og spjöllum á landslagi.
Tryggvi taldi mikilvægt að fólk gerði
sér betur grein fyrir beitarþoli rækt-
aðs lands og einnig að vegir yrðu
betur skilgreindir enda nægja
ræktunaraðgerðir einar sér ekki til
þess að bjarga jarðveginum heldur
verður umgengni fólks að vera góð.
Barist gegn eyð-
ingu jarðvegs
Alþjóðlegi jarðvegsverndardagurinn
ákvæði á ungum læknum. Landspítalinn hef-
ur hvorki viljað breyta vaktafyrirkomulaginu
til þess að tryggja þessa hvíld, né til þess að
veita samsvarandi hvíld fyrir þessa skerð-
ingu.“
Lára V. Júlíusdóttir hrl, lögfræðingur
FUL, segir að nokkuð frjálslega sé farið með
vinnuverndarlögin þegar kemur að ungum
læknum. Stjórnendur sjúkrahúsanna hafi þó
haft orð á að þeir séu að reyna að taka á mál-
unum en engar efndir hafi enn komið fram.
„Vissulega kann þeim að vera þröngur stakk-
ur búinn, bæði hvað varðar fjármagn og
starfsfólk, en þetta er mál sem verður að
leysa. Grundvallaratriðið er að hér er um að
ræða lög sem eru ekki virt.“
Lög um hvíldartíma skýr
Með breytingum á lögum um aðbúnað,
hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum í
mars sl. skýrðist lagaleg staða ungra lækna
til muna og er þar nú skýrt tekið fram að
læknar í starfsnámi eigi fullan rétt á hvíldar-
tíma í samræmi við ákvæði laga þar að lút-
andi. Þó eru þeir undanþegnir vissum
ákvæðum laganna en ekki þeim sem snerta
reglur um hvíldartíma.
Kristinn Tómasson, læknir hjá Vinnueft-
irlitinu, segir að eðlilegt sé að ungir læknar
njóti sömu hvíldartímaréttinda og aðrir. Þar
sé um að ræða öryggissjónarmið, bæði fyrir
þá og skjólstæðinga þeirra.
STJÓRNENDUR Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss hafa ekki enn svarað erindum
Félags ungra lækna, FUL, varðandi vaktir
læknanna og hvíldartíma. Lækningaforstjóri
LSH segir stjórnendur sjúkrahússins líta svo
á að læknar í starfsnámi hafi hingað til verið
og séu að nokkru leyti enn undanþegnir
ákvæðum um hvíldartíma EES-reglna.
Undanfarin misseri hefur staðið yfir deila
ungra lækna við yfirstjórn LSH. Meginefni
deilunnar eru meint brot LSH á lögum um
vinnu- og hvíldartíma. FUL hefur ítrekað
vakið máls á því að óviðunandi sé að ungir
læknar séu látnir vinna sólarhringsvaktir og
fulla dagvinnu án þess að lögbundinn hvíld-
artími komi á móti.
Jóhann E. Guðjónsson, formaður FUL,
segir stjórnendur LSH ekki hafa svarað er-
indum ungra lækna. Hann segir algengt að
meðalvinnuvika ungra lækna sé allt að 80–
100 stundir og ungir læknar vinni 6–8 sólar-
hringsvaktir í mánuði ásamt fullri dagvinnu.
„Það er viss hefð á sjúkrahúsum fyrir
sólarhringsvöktum en þær voru þolanlegri
fyrir þrjátíu árum eða svo. Þá fékk ungur
læknir kannski fimm til sex tilfelli til sín á
sólarhring og gat sest niður á milli þeirra til
að hvíla sig. Nú fá menn í kringum 15–20 til-
felli á sólarhring og álagið er gríðarlegt.
Þetta eru allt aðrir tímar.“
Vilja eiga sér líf utan vinnutíma
Jóhann tekur einnig fram að ungir læknar
eigi fjölskyldur og óviðunandi sé að geta ekki
eytt tíma með þeim. „Við erum að tala um að
eiga sér líf utan vinnunnar. Menn hafa líka
skyldur gagnvart sínum nánustu. Ef verið er
að skerða lágmarkshvíldina verður að
tryggja okkur þennan frítíma síðar. Næstum
allar vaktir á Landspítalanum brjóta þessi
„Hins vegar hefur verið löng hefð fyrir því
hjá sjúkrahúsunum að láta unga lækna vinna
svona langan vinnudag, en það er verið að
vinna að því að koma þessum málum í eðli-
legt horf. Sjúkrahúsin hafa fengið vissan að-
lögunartíma til að breyta þessu en þau hafa
ekki sinnt því með fullnægjandi hætti. Okkar
tilmæli til sjúkrahúsanna hafa verið á þá leið
að þau fylgi vinnutímaákvæðum. Við höfum
verið í samskiptum við heilbrigðisyfirvöld til
að fá þau til að koma með raunhæfar tillögur
um aðlögun vinnutíma ungra lækna, en við-
brögð hafa verið takmörkuð.“
Kristinn tekur fram að vissulega sé erfitt
að umbylta stórum kerfum og þeim hefðum
sem þar ríkja. „Það eru ákveðin skipulags-
mál sem þarf að leysa en grundvallaratriðið
er að vegna vinnuverndarsjónarmiða getum
við ekki sætt okkur við að fólk vinni óhóflega
langan vinnudag.“
Erfitt að mæta kröfum
um hvíldartíma
Jóhannes M. Gunnarsson, lækninga-
forstjóri LSH, segir stjórnendur Landspítala
líta svo á að læknar í starfsnámi hafi hingað
til verið og séu að nokkru leyti enn und-
anþegnir ákvæðum um hvíldartíma EES-
reglna. „Það hefur í sjálfu sér ekki breyst, en
við höfum alltaf gert ráð fyrir því að fyrr eða
síðar yrði að koma til móts við þessi sjón-
armið. Óvíða í nágrannalöndum okkar hefur
þó tekist að mæta þessum kröfum til fulls.“
Jóhannes segir spítalann leitast við að
mæta kröfunum um 11 tíma hvíld á sólar-
hring. „Það gengur hins vegar ekki upp í öll-
um tilfellum. Ef til þess kemur að það verði
að fullnægja þessu ákvæði sjáum við í raun
enga aðra leið færa, en að koma upp vakt-
kerfi sambærilegu því sem gerist hjá ýmsum
öðrum stéttum þar sem sólarhrings viðveru
er þörf. Til þess skortir hins vegar ákvæði í
kjarasamningi. Læknafélag Íslands fer með
samningsumboð lækna, líka þeirra sem eru í
starfsnámi, og formlegar tillögur til úrbóta
hafa ekki komið frá þeim svo ég viti.
Það liggur í hlutarins eðli að það eru tak-
mörk fyrir því hvað hægt er að leggja á
menn í vinnu en í samanburði við ýmislegt á
stærri stöðum tel ég að þetta vinnuálag sé
ekki meira en gengur og gerist úti í hinum
stóra heimi.
Við þurfum að sinna þeim sjúklingum sem
koma, það er takmarkaður fjöldi lækna í
boði, og við verðum að sigla í gegnum það
með einhvers konar málamiðlun að þessu
leyti.“
Sjúkum fjölgar hraðar en læknum
Jóhannes segir að ljóst sé að mannfjöldinn
á Reykjavíkursvæðinu vaxi ört og öldruðum
fjölgi hlutfallslega enn hraðar. Þannig síauk-
ist álagið á heilbrigðiskerfið. „Með hækkandi
aldri þjóðarinnar verður sjúkleikinn hlut-
fallslega meiri. Unglæknum fjölgar aftur á
móti ekki, sama tala hefur verið tekin inn í
læknadeildina í fjölmörg ár.
Læknadeildin hefur ekki fjölgað í árgöng-
unum í neinu samræmi við þarfir samfélags-
ins fyrr en núna þegar verið er að stækka ár-
gangana. Þær breytingar skila sér samt ekki
fyrr en eftir nokkur ár.“
Enn deilt um hvíldartíma ungra lækna
Deila ungra lækna og heilbrigðisyfirvalda undanfarin misseri
hefur vakið nokkra athygli og á sér langa sögu. Svavar Knútur
Kristinsson ræddi við málsaðila og komst að því að aðstæður í
heilbrigðisþjónustunni hafa breyst mikið undanfarin ár.
ÞAÐ VAR margt um mann-
inn í Heiðmörk um síðustu
helgi og meðal gesta frið-
landsins voru krakkar sem
eiga það sameiginlegt að
glíma við eða hafa glímt
við mjög sjaldgæfa og al-
varlega sjúkdóma.
Einstök börn – félag til
stuðnings þeim – stóð fyrir
sumarhátíð í Heiðmörk og
auk þess að leika sér í
ýmsum leiktækjum fengu
börnin heimsókn frá per-
sónum úr Latabæ og að
lokum var grillað og fólk
skemmti sér í góða veðr-
inu.
Einstök
sumar-
hátíð
Morgunblaðið/Golli
ÞESSIR kettir voru helst til þungir
á brún þegar ljósmyndari Morgun-
blaðsins átti leið hjá. Ef til vill eru
þeir ósáttir við að ganga með bjöllu
um hálsinn en smáfuglarnir geta í
það minnsta andað léttar á meðan.
Brúnaþungir kettir
Morgunblaðið/RAX
KVENNASLÓÐIR.IS, íslenskur
kvennagagnabanki, verður opnaður í
september nk. Í gagnabankann verða
skráðir kvensérfræðingar en mark-
miðið er að gera þekkingu og hæfni ís-
lenskra kvenna sýnilega og aðgengi-
lega og auðvelda fjölmiðlum, stjórn-
endum á vinnumarkaði, stjórnmála-
flokkum og stjórnvöldum leit að
hæfum konum. Í gagnagrunninum
verður hægt að finna ýmsa kvensér-
fræðinga ásamt ítarlegum upplýsing-
um um menntun, störf, þekkingar-
svið, rannsóknasvið og útgefið efni.
Skráning er nú í fullum gangi á vef-
slóð gagnabankans: http://www.-
kvennaslodir.is.
Íslenskur kvenna-
gagnabanki í september
Skráning
í fullum
gangi