Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 26
NEYTENDUR
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MARENTZA Poulsen, Sæmundur
Kristjánsson og Auður Jónsdóttir
verða með kynningu á grænni mat-
armenningu í Grasagarðinum á
morgun. Kynningin er öllum opin
endurgjaldslaust en hún er hluti af
sumardagskrá Grasagarðs Reykja-
víkur. Marentza og Sæmundur
munu fjalla um það hvernig fólk
getur matreitt hinar ýmsu jurtir og
um leið varðveitt gæði þeirra, nær-
ingu, bragð, lit og form. Þau eru
bæði veitingamenn en Marentza
rekur Café Flóruna og Sæmundur
er eigandi veitingahússins Á næstu
grösum. Auður, sem er garðyrkju-
fræðingur, mun segja frá þeim teg-
undum grænmetis sem ræktaðar
eru í nytjajurtagarði Grasagarðsins
en á síðustu árum hafa um 30 mis-
munandi tegundir verið ræktaðar
þar. Kynningin hefst klukkan 20 í
Café Flórunni í garðskála Grasa-
garðsins.
Sumardagskrá Grasagarðs Reykjavíkur
Kennsla í mat-
reiðslu á grænmeti
GARÐYRKJUBÆNDUR sem
stunda lífræna ræktun hafa í
nokkur ár boðið upp á grænmeti í
áskrift, beint frá framleiðanda.
Neytendur virðast kunna vel að
meta þessa þjónustu en tæp fjögur
hundruð manns fá senda til sín
skammta af lífrænu grænmeti í
hverri viku. Grænmetið sem selt
er á þennan hátt kemur frá gróðr-
arstöðvunum Akri, Engi og Kvist-
holti í Laugarási og Hæðarenda í
Grímsnesi en úrvalið spannar allt
frá káli og kartöflum upp í krydd-
jurtir.
Þórður Halldórsson, garð-
yrkjubóndi á Akri, segir að
áskriftarsalan, sem nemur nú um
fjórðungi af allri sölu Akurs, hafi
byrjað fyrir sex árum með heim-
sendingum til vina og kunningja.
„Svo fór þetta að spyrjast út og
smakkast og fólk fékk áhuga á
þessu,“ segir Þórður. Hann segir
að eftirspurnin hafi aukist jafnt og
þétt en í fyrrasumar hafi hún farið
fram úr björtustu vonum. „Fjöldi
áskrifenda fór úr 100 í 200 og við
þurftum að setja upp biðlista. Það
má eiginlega segja að sölukerfið
hafi sprungið og í ágúst urðum við
að segja stopp því við önnuðum
ekki eftirspurn. Nú erum við hins-
vegar viðbúnir öllu,“ segir Þórður.
Mikið selt í gegnum Netið
Áskriftarsalan er eðli málsins
samkvæmt bundin við uppskeru-
tímann, stendur frá júníbyrjun og
fram í október, en Þórður segir að
salan fari mestmegnis fram í
gegnum Netið. „Fólk skráir sig á
lista á akurbisk@isholf.is. Við
sendum vikulega út vörulista og
pöntunarlista og þeir sem vilja
kaupa senda okkur pöntunarlist-
ann útfylltan til baka. Síðan fær
fólk greiðsluseðil sem það greiðir í
banka eða í gegnum tölvu,“ segir
Þórður. Grænmetispökkunum er
síðan meðal annars dreift á Upp-
gripsverslanir Olís á höfuðborg-
arsvæðinu.
Hægari vöxtur gefur
betra bragð
Þórður er ekki í vafa um hvers
vegna viðskiptavinir hans velji líf-
rænt grænmeti. „Í fyrsta lagi er
það hinn mikli bragðmunur sem
helgast af því að ávextir í lífrænni
ræktun fá tíma til að þroskast.
Bændur í hefðbundinni ræktun
framleiða allt upp í tvöfalt magn á
Garðyrkjubændur segja aukinn áhuga á lífrænu grænmeti
Tæplega fjögurhundruð
manns í grænmetisáskrift
Á Akri eru meðal annars ræktaðar paprikur og chilipipar. Þórður Hall-
dórsson og kona hans, Karólína Gunnarsdóttir, huga að tómatatrjánum.
fermetra miðað við okkur en eru
þó með sama plöntufjölda. Þessi
hraði vöxtur kemur niður á bragð-
inu alveg einsog hraður vöxtur
blóma kemur niður á ilminum. Í
öðru lagi veit fólk að það er að fá
glænýja vöru enda kemur hún
fersk beint frá framleiðenda, án
milliliða,“ segir Þórður en hann
segist viss um að lífræn ræktun
eigi sér bjarta framtíð hér á landi.
„Ég sé ekki annað en að mark-
aðurinn eigi eftir að taka enn frek-
ar við sér. Það vantar bara fleiri
framleiðendur,“ segir Þórður að
lokum.
ÝMSIR pítsustaðir eru farnir að
nota jurtaost ofan á pítsurnar sam-
kvæmt lauslegri könnun Morgun-
blaðsins. Jurtaostur er innflutnings-
vara og mun ódýrari í innkaupum en
mjólkurostur. Hann er unninn úr
jurtaolíu og fituinnihald hans er
lægra en hefðbundinna mjólkurosta.
Könnun blaðsins var gerð meðal
átta pítsustaða með heimsendingar-
þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og
fengust upplýsingarnar hjá stöðun-
um sjálfum.
Fjórir staðir
nota mjólkurost
Helmingur staðanna notar ein-
göngu mjólkurost ofan á pítsurnar
en hinn helmingurinn blandar jurta-
osti við mjólkurostinn. Þeir fjórir
staðir sem notast eingöngu við
mjólkurost eru Domino’s-pítsur og
Eldsmiðjan sem nota blöndu af
Gouda- og Mozzarellaosti, Pizza Hut
sem notar Mozzarellaost og Planet
Pizza sem notar blöndu af Maribou-
og Goudaosti á pítsur sínar.
Enginn staður notar eingöngu
jurtaost heldur er honum blandað
saman við mjólkurostinn. Er hlut-
fallið þá yfirleitt 80% mjólkurostur
og 20% jurtaostur. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Pizza ’67 er ostabland-
an hjá þeim misjöfn, sumir staðir
nota eingöngu Gouda- og Mozz-
arellaost frá Osta- og smjörsölunni
en aðrir nota einnig jurtaost í blönd-
unar. Á pítsurnar hjá Hróa hetti er
notaður Gouda- og Mozzarellaostur
auk jurtaosts. Það sama á við um
Papinos-pítsur. Pizzahöllin notar síð-
an Goudaost og Mozzarella-jurtaost.
Bragðdaufari
eða lystugri?
Hjá þeim stöðum sem nota ein-
göngu mjólkurostinn kom fram að
hann væri mun bragðmeiri en jurta-
osturinn, sá síðarnefndi bráðnaði illa
saman við mjólkurost og stæðist alls
ekki samanburð í gæðum.
Hjá þeim stöðum sem notast við
jurtaostinn kom það hins vegar fram
að jurtaosturinn væri tiltölulega
magur og ostblanda með hóflegu
magni af jurtaosti því lystugri en
mjólkurostsblanda. Dæmi svo hver
fyrir sig.
Pítsustaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjórir staðir
nota jurtaost
á pítsurnar
UMHVERFISSTOFNUN hefur
beint þeim tilmælum til matvöru-
verslana að óvarin sumarblóm verði
ekki boðin til sölu innan þeirra
veggja. Sumarblóm hafa víða verið
til sölu í matvöruverslunum, bæði
stök og í bökkum. Stöku blómin eru
oftast vel innpökkuð en blómabakk-
arnir almennt óvarðir. Við það skap-
ast hætta á krossmengun þar sem
mold og önnur óhreinindi geta
dreifst um verslunina og á matvæli
en vel þekkt er að örverur og önnur
óværa dreifist með mold.
Sumarblóm óæski-
leg í matvörubúðum
Morgunblaðið/Kristján
BÚAST má við að ljósmyndir sem
vara við afleiðingum tóbaksreykinga
sjáist von bráðar á sígarettu- og
vindlapökkum hér á landi en Þor-
steinn Njálsson, formaður tóbaks-
varnarráðs, segir að Evrópusam-
bandið ætli í haust að samþykkja
slíkar ljósmyndir á pakkana. „Þetta
eru ansi dramatískar myndir. Þarna
er til dæmis mynd af nýfæddu barni
sem er léttburi vegna stórreykinga
og mynd af skemmdum fæti af völd-
um reykinga. Pakkarnir verða sem
sagt dálítið ógeðfelldir útlits,“ segir
Þorsteinn.
Viðvörunarmerki stækka
Sem kunnugt er hefur Evrópu-
sambandið nú þegar samþykkt nýja
reglugerð sem kveður á um viðvör-
unarmerkingar með texta á tóbak.
Merkingar á sígarettu- og vindla-
pökkum hér á landi verða í kjölfarið
mun stærri en þær eru nú. Almenn
viðvörun mun þekja 30% af framhlið
pakkans en viðbótarviðvörun verður
á 40% af bakhlið hans. Þorsteinn
reiknar með því að merkingar verði
komnar á flesta pakka í september
en framleiðendur hafa þó frest fram
til áramóta til þess að setja þær á.
Merkingar minnkuðu árið 1992
Viðvörunarmerki hafa verið á tób-
aki á Íslandi síðan árið 1985 þegar ný
tóbaksvarnarlög voru samþykkt á
Alþingi. Fyrstu merkingarnar voru
nokkuð áberandi, með stuttum skila-
boðum frá landlækni og mynd. Þess-
ar merkingar voru notaðar þar til Ís-
lendingar gerðu EES-samninginn
árið 1992. „Þá urðum við að gangast
undir það að Evrópumerkingarnar
sem voru mun minni
urðu jafngildar okkar
merkingum,“ segir
Þorsteinn. Hann seg-
ir að sígarettufram-
leiðendur hafi undir
eins skipt yfir í Evr-
ópumerkingarnar.
„Light“ og „mild“
bannað
Fleiri breytingar
eru væntanlegar með
Evrópureglugerðinni
því þar er lagt bann
við því að nota orð
sem gefa í skyn að ein
gerð tóbaks sé hættu-
minni en önnur. Orð
eins og „mild„ eða „light“ munu þess
vegna fljótlega hverfa af tóbaki.
„Það eru komnar rannsóknarniður-
stöður sem sýna að krabbameinið
sem þú færð af „light“ og „mild“ er
jafnvel hættulegra en það sem þú
færð af venjulegum sígarettum. Þú
getur reykt þær dýpra ofan í þig og
það fer því á viðkvæmari staði í lung-
anu,“ segir Þorsteinn. Hann segir að
tóbaksiðnaðurinn hafi þegar fundið
lausn á þessu. „Þeir nota bara lita-
kóða, rautt fyrir sterkara, blátt fyrir
veikara,“ segir Þorsteinn.
Hverfa litirnir næst?
Hann segir að framtíðin gæti þó
orðið sú að litir á pökkunum verði
einnig bannaðir en í alþjóðasáttmála
gegn tóbaksreykingum, sem sam-
þykktur var í Genf í vor, kemur fram
sú stefna að pakkarnir verði ekki
jafn spennandi í útliti og þeir eru í
dag, hvorki skrautlegir né litríkir.
Ljósmyndir á pakkana
Svona líta merkingarn-
ar út í dag.
Gömlu landlæknismerkingarnar.
Nýjar reglur settar um viðvörunarmerkingar á tóbak
Merkingar verða stærri
í haust.