Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 48

Morgunblaðið - 17.06.2003, Side 48
DAGBÓK 48 ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Clipper, Adventurer, Helgafell og Detti- foss. Á morgun, 18. júní, eru væntanleg Skógafoss, Dettifoss, Funchal og Brúar- foss. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun, 18. júní, er væntanlegt Ocean Tiger og út fer Arklow Day. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5, fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, og jóga, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13– 16.30 opnar handa- vinnu- og smíða- stofur. Kl. 13.30 létt ganga. Púttvöllur op- inn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 14– 15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 er handavinnustofan op- in, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10–13 er verslunin opin, kl. 13.30 mynd- band. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 er opin vinnustofa, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn, kl. 12 hárgreiðsla. Félagsstarfið Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Ferð að Sólheimum í Gríms- nesi 19. júní. Farið frá Kirkjuhvoli kl. 13 og komið til baka um kl. 18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið er lok- að í dag. Á morgun, miðvikudag, er dags- ferð um Reykjanes. Rúta frá Hraunseli kl. 10. Billjard kl. 10.30, línudans kl. 11, glerlist kl. 13, pílu- kast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. S. 588 2111. Göngu- Hrólfar ganga frá Hlemmi á morgun, miðvikudag, hittast kl. 9.45. Dagsferð 24. júní í Þjórsárdal, laus sæti. Miðvikudagur: Línudanskennsla Sig- valda kl. 19.15. Gerðuberg, fé- lagsstarf. S. 575 7720. Sendum þátttak- endum og samstarfs- aðilum innilegar þjóðhátíðarkveðjur. Starfsfólk. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–12, kl. 14 ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan op- in frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöð- in,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 er opin vinnu- stofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9– 16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 13–16 frjáls spil. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 opin vinnustofa og morg- unstund, kl. 10 fóta- aðgerð, kl. 13 hand- mennt og opin vinnustofa, kl. 14 fé- lagsvist. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell- húsinu, Skerjafirði, á miðvikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík verður með kaffi og vöfflur í safn- aðarheimilinu Lauf- ásvegi 13 í dag, 17. júní, eftir kl. 14. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, 17. júní, við úti- taflið í Lækjargötu kl. 14 og 15. Á morg- un, miðvikudag, kl. 10 við Frostaskjól og kl. 14 við Fróðengi. Á fimmtudag kl. 10 við Malarás og kl. 14 við Hlaðhamra. Minningarkort Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju, Vesturbrún 30. Sími 588 8870. Í dag er þriðjudagur 17. júní, 168. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hver sem ekki tek- ur sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (Matt. 10, 38.)     Á vefritinu Deiglan.comskrifar Andri Óttars- son um mál sem verið hafa í hámæli í sam- félaginu á liðnum vikum. Í pistli um ábyrga frétta- mennsku fyrir tveimur vikum segir Andri m.a.: „Fljótlega eftir handtök- urnar á þremur mann- anna höfðu margir fjöl- miðlar birt nöfn þeirra. Í gær var síðan fjórði mað- urinn handtekinn og hafa sumir fjölmiðlar birt nægjanlegar upplýsingar um hagi hans til að hægt sé auðveldlega að finna út hver hann er. Í kjölfarið hefur sprottið upp alls kyns umræða í fjöl- miðlum og á Netinu um fjárfestingar þessara athafnamanna og um fjárreiður þeirra. Þetta hefur gengið svo langt að fluttar hafa verið fréttir af allt niður í skuld eins þeirra upp á 37.000 kr. sem hann greiddi eftir að fjárnámsbeiðni hafði bor- ist. “     Andri heldur áfram oggagnrýnir fjölmiðla: „Fjórmenningarnir hafa hvorki verið ákærðir né dæmdir fyrir meint brot og meirihluti þeirra neit- ar sök í málinu. Það skipt- ir engu máli hversu lík- legt það sé að þeir verði sakfelldir eða hvort þeir verða það á endanum, þeir eru einfaldlega alltaf saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Með umfjöllun sinni hafa sumir fjöl- miðlar valdið fjór- menningunum og að- standendum þeirra óþarfa sársauka og van- virðu án þess að nokkur málefnaleg ástæða rétt- læti það. “     Í pistli í vikunni tekurAndri þátt lögreglu í þessu máli fyrir og spyr hvort lögreglan gefi fjöl- miðlum of miklar upplýs- ingar um sakamál. „Það vekur athygli að fjöl- miðlar virðast hafa haft frá byrjun mjög ná- kvæmar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar. Það gengur svo langt að á sumum fjölmiðlum virð- ast menn hafa vitneskju um framburð hinna grunuðu fjórmenninga í lokuðum yfirheyrslum hjá lögreglu nánast um leið og þeim er lokið,“ segir Andri.     Hann telur að lögreglankunni að vera að fara út á hálan ís ef upp- lýsingar um sakamál eiga greiða leið frá yfirvöldum til fjölmiðla. „Lögreglan hefur til meðferðar við- kvæmustu mál borgar- anna og mikilvægt að þeir geti treyst því að lög- reglan virði trúnaðar- skyldur sínar og leki ekki öllu í fjölmiðla. Ef þessi hegðun er samþykkt inn- an lögreglunnar er ljóst að persónuvernd þeirra sem komast í kast við lög- reglu er fyrir borð borin. Ef lögreglan gerir ekki bragarbót á þessu er illt í efni. Viðvarandi leki frá lögreglu mun grafa und- an trausti almennings á lögreglunni,“ segir Andri. STAKSTEINAR Nafnabirtingar og upp- lýsingaleki lögreglu Víkverji skrifar... FJÖLMIÐLAMENN eiga það tilað fara yfir strikið þegar þeir eltast við viðmælendur sína. Jafnvel svo tekur út yfir allan þjófabálk. Þetta á ekki síst við í Bretlandi. Þannig sá Víkverji furðulega, allt að því vandræðalega, frétt á sjónvarps- stöðinni Sky News á dögunum. Fréttin snerist um meint áform for- svarsmanna knattspyrnufélagsins Manchester United um að selja sinn frægasta kappa, David Beckham. Fréttamaðurinn, James Matthews, var staddur í Suður-Frakklandi og hafði bersýnilega haft veður af því að knattspyrnustjóri United, Sir Alex Ferguson, væri þar staddur í fríi. Hafði hann engar vöflur á, held- ur vatt sér inn á veitingahús, þar sem Sir Alex sat að snæðingi ásamt föruneyti, með myndatökumann á hælunum, rak hljóðnemann framan í aumingja manninn og bunaði úr sér: „Hvers vegna ætlar þú að selja Dav- id Beckham?“ Sir Alex er eldri en tvævetur þeg- ar kemur að samskiptum við fjöl- miðla en þarna gjörsamlega missti hann andlitið. Svo brugðið var hon- um. Hann kom ekki upp orði en horfði flóttalegur til beggja átta. Sessunautur hans tók hins vegar af skarið og bað fréttamanninn vin- samlegast að hafa sig á brott, knatt- spyrnustjórinn hefði ekkert um mál- ið að segja. Og Matthews lét segjast. Hörfaði. Fréttaþorsti er vitaskuld göfug dyggð. En menn verða að þekkja sín takmörk. Bera virðingu fyrir einka- lífi annarra. Þetta var svo sann- arlega hvorki staður né stund til að ónáða Sir Alex. Og hverjar voru lík- urnar á því að hann gæfi yfirlýsingu um málið við þessar kringum- stæður? Svari nú hver fyrir sig. Sky News fullkomnaði svo nið- urlægingu fréttamannsins – og sína – með því að sýna myndskeiðið, þar sem útgangspunktur fréttarinnar var sá að Sir Alex væri þögull sem gröfin um söluna á David Beckham. Sir Alex og bresk- ir fréttamenn hafa á köflum eldað grátt silfur saman. Líkast til verður þetta atvik ekki til þess að álit hans á stéttinni fær- ist í vöxt. Eftir þessi ósköp minntist Víkverji á hinn bóginn orða Erics Cantona: „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir vona að sardínum verði fleygt fyrir borð.“ x x x VÍKVERJI sá sér til mikillar gleðií gær að rússneski fiðlusnilling- urinn Maxim Vengerov er vænt- anlegur til landsins á ný í haust til að leika með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Víkverji hlýddi á einleiks- tónleika Vengerovs á Listahátíð í Reykjavík í fyrra og féll eins og svo margir í stafi. Leikni mannsins og innlifun er með ólíkindum. Ekki verður amalegt að heyra Vengerov leika með hljómsveit sér að baki að þessu sinni og hana ekki af lakari endanum, Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Reuters Sir Alex Ferguson: Gáttaður. Svar við grein- inni „Hirðuleysi“ ÞAÐ eru margir sem leggja leið sína um Foss- vogskirkjugarð, bæði þeir sem fara þangað til þess að vitja leiða ættingja sinna og þeir sem ganga þar um sér til heilsubótar í fögru umhverfi. Flestir sem fara um garðinn hæla umhirðu hans og skynja að mikil vinna liggur að baki þeim garðyrkjustörf- um sem þar eru unnin allt árið um kring. Í byrjun júní koma um eitt hundr- að ungmenni til starfa hjá garðyrkjudeild Kirkju- garðanna (KGRP) í Foss- vogskirkjugarði og þessi stóri hópur vinnur að alúð að fegrun garðsins. Und- anfarin ár hefur þessum fríða flokki tekist að halda grassprettu í skefj- um en í ár hefur tíðarfar verið óvenjumilt og af þeim sökum hefur reynst erfitt að halda öllum garðinum snyrtilegum að þessu leyti. Ekki er þó sanngjarnt að tala um hirðuleysi í þessu sam- bandi en vissulega þurfa verkstjórar og flokkstjór- ar að hafa vakandi auga með öllum hópnum og gæta þess að unga fólkið, sem oft er að fara í fyrsta skiptið út á vinnumark- aðinn, kasti ekki til hönd- unum við vinnu sína á þessum viðkvæma vett- vangi. Gefið hefur verið leyfi til yfirvinnu undan- farna daga til að ná betri tökum á hirðingunni og er þess að vænta að jafn- vægi náist fyrir miðjan mánuðinn. Undirritaður sem og aðrir starfsmenn KGRP vilja að borgararn- ir geti gengið um kirkju- garðana og notið þeirrar náttúrufegurðar sem þeir hafa upp á að bjóða. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri KGRP. Varnaðarorð til „eldri borgara“ ÉG DVALDI á Akureyri nokkrar nætur í vor og fór þá að sjálfsögðu í sundlaugina. Ekki get ég sagt að mér hafi verið tekið fagnandi því strax var spurt hvort ég byggi á Akureyri. Þegar ég svaraði sem var, að ég væri gestkomandi, var mér gert að greiða fyrir aðgang. Þetta er ólíkt því sem tíðkast á mínum heimaslóðum á Suður- landi, þar er sundlaugar- gestum ekki mismunað eftir búsetu. Allir „eldri borgarar“ fá ókeypis að- gang að sundstöðum og eru ekki spurðir um bú- setu. Ég vil láta eftir- launafólk vita af þessu og einnig að á Selfossi eru allir velkomnir í sund- laugina hvar sem þeir búa á landinu. Þess skal getið hér að á Selfossi eru bæði Bónus, Hornið og Krónan og önnur nauðsynleg þjónusta, svo sem glæsi- legar bensínstöðvar og „Ríkið“. Ágætu „eldri borgarar“, við skulum láta Akureyringa eiga sína sundlaug og verslan- ir og ferðast á staði þar sem okkur er tekið sem jafningjum heimamanna. Hergeir Kristgeirsson, Selfossi. Tapað/fundið Sjóngleraugu töpuðust SJÓNGLERAUGU týnd- ust laugardaginn 14. júní sl. einhvers staðar milli Birkimels og Reynimels í vesturbæ Reykjavíkur. Gleraugun eru með svartri umgjörð. Þeir sem kunna að hafa fundið gleraugun eru vinsamleg- ast beðnir að hafa sam- band í síma 552 5858 eða 864 0848. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 pokaskjatti, 4 erindi, 7 skolli, 8 rýma, 9 ró, 11 kvenmannsnafn, 13 muldri, 14 snagar, 15 gauragangur, 17 krafts, 20 beita, 22 tröllkona, 23 lýkur upp, 24 gyðju, 25 hluta. LÓÐRÉTT 1 nirfill, 2 laun, 3 dugleg, 4 gæslumann, 5 jarð- vöðlum, 6 sefaði, 10 rysk- ingar, 12 fyrir utan, 13 heiður, 15 stilltur, 16 blauðan, 18 mjóar, 19 röð af lögum, 20 ránfuglar, 21 hím. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skammsýnn, 8 refur, 9 orkan, 10 lít, 11 neita, 13 tunga, 15 Fjóns, 18 græða, 21 tær, 22 slaka, 23 ellin, 24 skapanorn. Lóðrétt: 2 kufli, 3 merla, 4 skott, 5 nakin, 6 úran, 7 snúa, 12 tin, 14 urr, 15 fæst, 16 ómark, 17 staup, 18 grein, 19 ætlar, 20 agns. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.