Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 61

Morgunblaðið - 17.06.2003, Page 61
EINS OG vani er til verður mikið um dýrðir í miðbæ höfuðborgarinnar og í nágrannabæjum á þjóðhátíðardag- inn. Fjölleikafólk, skemmtiatriði, þrautir og tónlistaratriði verða vítt og breitt um miðborg Reykjavíkur en skipulögð hátíðarsvæði verða Austurvöllur, Ingólfstorg, Arnar- hóll, Kirkjustræti, Templarasund, Hljómskálagarðurinn og Reykjavík- urhöfn. Fyrir tónlistarunnendur er úr miklu að moða, bæði fyrir þá yngstu og þá sem eldri eru. Stærstu tónleikarnir verða að vanda við Arnarhól en þar munu skemmta í þessari röð: Doctuz, Lokbrá, I Adapt, Danni og Dixie- land-Dvergarnir, Í svörtum fötum, Írafár, Dáðadrengir, Yesmine Ols- son, Búdrýgindi, Jagúar, Leoncie, Botnleðja, Maus og Á móti sól. Fyrir þá sem finna ekki þar eitt- hvað við sitt hæfi er um að gera að skunda yfir að Ingólfstorgi en þar standa fyrir dansleik Rússíbanar, Þú og ég og Milljónamæringarnir ásamt Páli Óskari, Bjarna Arasyni og Ragnari Bjarnasyni. Dansleikurinn á Ingólfstorgi hefst kl. 21 en hljómsveitirnar sem fyrr voru taldar hefja söng og spil við Arnarhól kl. 19. Flytja lög úr Grease Yfir daginn er víðar flutt tónlist. Þannig hefst söngskemmtun við Arnarhól kl. 14 þar sem meðal ann- ars verða flutt atriði úr söngleiknum Grease sem frumsýndur verður í lok mánaðarins og skartar þeim Jónsa úr Svörtum fötum og Birgittu Hauk- dal, en Birgitta tekur einnig lagið ein síns liðs og aldrei að vita nema hún rifji upp Evróvisjónlagið. Barnaskemmtun verður á Ingólfs- torgi þar sem Sigga Beinteins mun meðal annars koma fram. Í Ráðhúsi Reykjavíkur hefjast tón- leikar kl. 14.30 þar sem Trio Cantabile, slóvenski sönghópurinn Oktet Lesna og Léttsveit Harmón- íkkufélags Reykjavíkur leika fyrir dansi. Við Iðnó mun síðan Dixieland hljómsveit Árna Ísleifs spila djass. Hátíðarhöld dagsins hefjast kl. 10 þegar lagður er blómsveigur að leiði Jóns Sigurðssonar en eftir það er óslitin röð viðburða og uppákoma víðs vegar um bæinn. Stuðmenn og fleiri á Rútstúni Meðal dagskrárliða í Kópavogi er skemmtidagskrá á Rútstúni þar sem troða upp meðal annars Bergþór Pálsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Birgitta Haukdal og Jónsi úr Í svört- um fötum. Um kvöldið verða þar tónleikar þar sem meðal annars spila Búdrýgindi, Á móti sól, Botn- leðja og Stuðmenn. Í Hafnarfirði mun meðal annars Halli úr Botnleðju spila ásamt nokkrum leikskólabörnum frá Hörðuvöllum á fjölskylduskemmtun sem hefst á Víðistaðatúni. Eiríkur Fjalar og Hjörtur Howser munu stíga á svið og um kvöldið mun með- al annars Írafár skemmta í miðbæ. Meðal atriða í Mosfellsbæ verður keppnin Sterkasti maður Íslands við Stekkjarflöt en meðal banda sem troða upp verða Doctus og Necro- poliz. Í Garðabæ verða meðal annars skemmtanir í íþróttamiðstöðinni Ás- garði sem hefst kl. 14.25 en þar gef- ur að líta Pál Óskar Hjálmtýsson og Önnu Maríu Björnsdóttur. Um kvöldið verða flutt söngatriði úr Grease og í Garðalundi kl. 20 hefst dansleikur fyrir yngri kynslóðina þar sem Ó Dolly spilar. Seltirningar bregða líka á leik. Meðal annars verður hátíðardag- skrá á Eiðistorgi þar sem flutt verð- ur atriði úr árshátíðarleikriti ung- linga, Lady Marmalade, og flutt atriði frá söngvakeppni Samfés. FJÖLBREYTT TÓNLISTARDAGSKRÁ Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Stuðmenn segja Halló! Halló! Halló! við nærstadda á Rútstúni. Jónsi og Birgitta Haukdal verða á þönum í dag milli hátíðarstaða. Sigursveit hinna vinsælu Músíktilrauna leikur sem fyrr fyrir þjóðhátíðargesti á Arnarhóli. Í ár sigraði hipphoppsveitin ærslafulla Dáðadrengir. Hoppað á hólum, tjúttað á torgum og trallað á túnum Nánari upplýsingar um dagskrárliði má finna á: www.17juni.is www.reykjavik.is www.seltjarnarnes.is www.mosfellsbaer.is www.kopavogur.is www.gardabaer.is www.hafnarfjordur.is AKUREYRI Kl. 10. Bi. 12 KEFLAVÍK Kl. 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12 Bein t á to ppin n í US A! KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. Bi. 12 POWERSÝNINGKL. 10.15.Í SAMBÍÓUNUMÁLFABAKKA . . .Í Í EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8, OG 10.15. AKUREYRI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi. 12 ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 9.05 og 10.15. Bi. 12 Svalasta mynd sumarsins er komin.  KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS  ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi Beint á toppinn í USA KVIKMYNDIR.IS ÞESSI FRÁBÆRA GRÍNMYND ER FRÁ FRAMLEIÐANDAN- UM JERRY BRUCKHEIMER SEM HEFUR GERT SMELL- INA ARMAGEDDON, PEARL HARBOR, THE ROCK OG CONAIR. KANGAROO JACK KEMUR ÞÉR Í SVAKA STUÐ! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. KRINGLAN Kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12 KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 4, 6, 8 og 10. AKUREYRI Sýnd kl. 4 og 6. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 2003 61

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.