Morgunblaðið - 21.06.2003, Page 17

Morgunblaðið - 21.06.2003, Page 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 17 RAUNHÆFIR kostir Íslendinga í Evrópumálunum eru aðeins þrír, þ.e. aðild að Evrópusambandinu (ESB), áframhaldandi samstarf á grundvelli EES-samningsins eða eins konar „svissnesk lausn“ sem byggðist á nánum tengslum Íslands við innri markað ESB með tvíhliða samningum. Þetta er meginniður- staða rannsóknarrits um Evrópumál sem Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og norska utanríkismála- stofnunin (NUPI) hafa gefið út. Skýrsluhöfundar telja að þó að vissulega sé verulegur munur á þeim þremur valkostum sem Íslendingar og Norðmenn standa frammi fyrir sé ekki ástæða til þess að ætla að al- menningur í löndunum tveimur yrði var við áhrifin, hver kosturinn svo sem yrði ofan á, a.m.k. í minni mæli, eins og segir í skýrslunni, „en margir sem eru á öndverðum meiði í afstöð- unni til Evrópumálanna hafa til- hneigingu til að halda fram“. Ekki spurning hvort heldur hvernig og hve náið Lögð er áhersla á það í ritinu – sem ber heitið Ísland og Evrópu- sambandið: EES, ESB-aðild eða „svissnesk lausn“? – að ekki sé spurning hvort Ísland tengist Evrópusambandinu heldur hvernig og hve náið. Er mat höfunda að að- eins áðurnefndir þrír valkostir séu raunhæfir í stöðunni. Skýra þeir það mat sitt svona: „Það er einfaldlega ekki raunhæft að Ísland geti á 21. öld unað við stöðu þar sem það hefði engan samningsramma utan um við- skipti sín og önnur tengsl við Evr- ópusambandið og reyndi þess í stað að láta sér nægja samninga Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) um alþjóðaviðskipti og aðrar alþjóða- samþykktir. Til þess eru viðskipta- tengsl og önnur samskipti Íslands við aðildarlönd ESB einfaldlega of náin og víðfeðm.“ Fram kemur að höfundar telja að ef Íslendingar á endanum freista þess að breyta tengslunum við ESB úr EES-samstarfi í tvíhliða samn- inga myndu samningaviðræður að nokkru leyti verða einfaldari en í til- felli Sviss þar sem Ísland hefði nú þegar, í gegnum EES-samstarfið, lögtekið mjög stóran hluta löggjafar ESB. Ísland sé því í þeim skilningi orðið líkara sambandinu en Sviss er. Á hinn bóginn er bent á að senni- lega sé hin „svissneska lausn“ val- kostur sem Norðmenn myndu eiga betri möguleika á að nýta sér en Ís- lendingar, enda sé norskt efnahags- líf fjölbreyttara og neytendur þar í landi mun fleiri. Fyrir ESB sé eftir meiru að slægjast með samningum við Noreg en Ísland og því samn- ingsstaða Norðmanna í slíkum samningum sterkari en Íslendinga. Auðunn Arnórsson, stjórnmála- fræðingur og blaðamaður, vann fyrir hönd Alþjóðamálastofnunar HÍ ís- lenska útgáfu ritsins en þar er ekki tekin afstaða til þess hver kostanna þriggja sem nefndir eru til sögunnar sé álitlegastur. Ritinu fylgir úttekt á ensku um hugsanlega aðkomu Ís- lands og Noregs að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB en Íslend- ingarnir Þórólfur Matthíasson, Sveinn Agnarsson og Örn D. Jóns- son eru meðhöfundar að úttektinni, auk þess sem Þórólfur kom að rit- stjórn hennar fyrir hönd Alþjóða- málastofnunar. Nýtt rit um Evrópumál segir kosti Íslands og Noregs aðeins þrjá Ekki raunhæft að vera án samninga við ESB BANDARÍKJAMENN hafa ákveðið að kæra Evrópusam- bandið, ESB, til Heimsvið- skiptastofnunarinnar, WTO, vegna þess að sambandið neitar að aflétta sölubanni á erfðabreyttum matvælum í Evrópu. Nýlegar viðræður á milli aðila fóru út um þúfur og eru Bandaríkjamenn afar vonsviknir með þau málalok. „Sölubannið er ólöglegt, lokar Evrópumarkaðinum fyrir hollum og næringarrík- um, erfðabreyttum matvælum frá Ameríku og öðrum svæð- um heimsins og sviptir evr- ópska neytendur vali,“ segir Richard Mills talsmaður Við- skiptastofnunar Bandaríkj- anna. Sölubann á erfðabreytt matvæli í öryggisskyni Evrópubandalagið hefur sett sölubann á erfðabreytt matvæli og fræ í öryggis- skyni. Undanfarið hafa emb- ættismenn sambandsins þó unnið að því að búa til kerfi til að merkja sérstaklega erfðabreytt matvæli svo neyt- endur geti valið hvort þeir vilji slíka vöru eða ekki. Bandarískir embættismenn segja að ástæðan fyrir því að þeir hafa lagt fram kæruna sé að hluta til sú að þeir óttist að hin evrópska andstaða gegn erfðabreyttum matvæl- um kunni að breiðast út til annarra svæða í heiminum. Þannig afþökkuðu sum Afr- íkuríki matvælaaðstoð frá Bandaríkjunum vegna þess að þar voru erfðabreytt mat- væli í boði. Engin sátt um erfða- breytt matvæli TYRKNESKIR hjálparstarfsmenn reyna að koma nem- anda íslamsks skóla í borginni Kayseri til bjargar en heimavist skólans hrundi við sprengingu sem þar varð í gær. Tíu manns fórust og 13 slösuðust í slysinu sem varð um miðja nótt er nemendur og kennarar sváfu. Að því er virðist voru hinir látnu allir nemendur skólans. Reuters Tíu létust er heimavistarbygging hrundi SHIMON Peres, tákngervingur frið- arumleitana við Palestínumenn, var á fimmtudag kjörinn formaður Verkamanna- flokksins í Ísrael til eins árs. Þann- ig kaus mið- stjórnin að velja gamalreyndan mann til að stýra flokknum eftir að hafa goldið afhroð í þingkosningum í landinu í janúar sl. Búist er við því að Peres muni gera tilraun til að leiða flokkinn að nýju inn í ríkisstjórn Ariels Sharons for- sætisráðherra og endurvekja þar með hið óvenjulega samstarf Verka- mannaflokksins og Likud-banda- lagsins sem liðaðist í sundur í nóv- ember sl. eftir 18 mánaða róstusamt samstarf. Stjórnarsamstarf sem lyktaði með því að Verkamanna- flokkurinn beið sinn mesta ósigur frá stofnun. „Ég var valinn vegna þeirrar óbil- andi trúar minnar að þessi flokkur muni öðlast fyrri vegsemd að nýju, sinn sögulega sess,“ sagði Peres að formannskjörinu loknu en hann hlaut 631 atkvæði miðstjórnar flokksins eða 49%. Hinn 79 ára gamli Peres er hand- hafi friðarverðlauna Nóbels og hefur gegnt embætti forsætis- og utanrík- isráðherra í Ísrael. Hann hefur þó getið sér mun betri orðstír erlendis en í heimalandi sínu en hann er einn arkitekta Óslóarsamninganna. Það friðarferli liðaðist í sundur fyrir tæp- um þremur árum sem hefur orðið til þess að Peres hefur tapað virðingu margra Ísraela. Peres bauð sig fimm sinnum fram sem forsætisráðherraefni Verka- mannaflokksins en hlaut aldrei af- gerandi kosningu. Þá bauð hann sig fram í embætti forseta Ísraels árið 2000, stöðu sem í raun er táknræn, en laut í lægra haldi fyrir fyrir óþekktum þingmanni Likud-banda- lagsins, Moshe Katsav. Þrátt fyrir að Peres eigi dapurlega kosningasögu að baki nýtur hann mikillar virðingar í hinum friðsama Verkamannaflokki. Eftir fyrsta kosningasigur Shar- ons árið 2001 átti Peres sinn þátt í því að leiða Verkamannaflokkinn í stjórnarsamstarf með harðlínu- mönnum og gegndi embætti utanrík- isráðherra. En í stjórnarsamstarfi Likud-flokks Sharons og Verka- mannaflokks Peresar gagnrýndu það margir að í ljósi þess hve frið- samur og virtur Peres er á alþjóða- vettvangi hafi harðlínustefna stjórn- arinnar verið talin lögmæt í alþjóðasamfélaginu þrátt fyrir að Sharon hafi hert hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum í sífellu. Verkamannaflokkurinn dró sig út úr samstarfinu í nóvember á síðasta ári og kaus hinn friðarsinnaða Amr- am Mitzna sem leiðtoga. Í janúar á þessu ári hlaut flokkurinn svo verstu kosningu frá upphafi, fékk aðeins 19 þingsæti af 120 en flokkur Sharons hlaut 40 sæti og gat þar með auðveld- lega myndað stjórn án þátttöku Verkamannaflokksins. Skömmu síð- ar sagði Mitzna af sér og hrinti þann- ig af stað ferli sem lyktaði með kjöri Peresar í embætti formanns flokks- ins á fimmtudag. Herskáir meðlimir í stjórn Shar- ons hafa hótað að ganga út úr sam- starfinu ef hann gerir þær tilslakanir sem gert er ráð fyrir af hálfu Ísraela í Vegvísinum, þ.e. að hætta útþenslu landnemabyggða á herteknu svæð- unum, yfirgefa ólöglegar landnema- byggðir og draga herlið frá svæðum, sem hafa verið hernumin. Ef til þess kæmi gæti slíkt orðið til þess að auð- velda Peres leiðina aftur inn í rík- isstjórn Ísraels. Shimon Peres, áður Perski, er fæddur í Hvíta-Rússlandi en fluttist til Palestínu árið 1934 og hóf pólitísk- an feril sinn á því að sendast með skilaboð fyrir einn stofnanda Ísr- aelsríkis, David Ben-Gurion. Hann var gerður að ráðuneytisstjóra í varnarmálaráðuneyti landsins aðeins 29 ára að aldri og átti þátt í að koma á góðum tengslum Ísraels og Frakk- lands. Auk þess stuðlaði hann að uppbyggingu loftvarna Ísraelsríkis og kjarnavopnaáætlunar landsins. Peres aftur við stjórnvölinn í Verkamannaflokknum Kfar Saba. AP. Shimon Peres BANDARÍSKA hagstofan hefur loks staðfest að fólk ættað frá Róm- önsku-Ameríku sé nú orðið stærsti minnihlutahópurinn í Bandaríkj- unum, eða rúmlega 13% þjóðar- innar. Um 38,8 milljónir manna til- heyra þessum hópi sem er þar með orðinn fjölmennari en blökkumenn í landinu en þeir eru 38,3 milljónir talsins. Þessi hópur stækkar ört og telja lýðfræðingar að innflytjendur frá svæðinu gætu orðið 60 milljónir árið 2020. Þannig var helmingur þeirra 6,9 milljóna sem bæst hafa við íbúatöluna í Bandaríkjunum frá því árið 2000, ættaður frá Rómönsku- Ameríku. Ástæðan er talin vera tví- þætt, mikill straumur innflytjenda frá svæðinu og há tíðni barneigna. Salsa í stað tómatsósu Áhrif þessa hóps á samfélagið eru þegar orðin sýnileg. Til dæmis þykir salsasósa nú orðið jafn mikilvæg til matargerðar og tómatsósan og stór framleiðslufyrirtæki brjóta ákaft heilann um hvernig ná megi til þessa stóra neysluhóps. Þá eru stjórnmálamenn farnir að sækja spænskunámskeið þar sem þeir læra m.a. að segja „necesito su voto“ eða „ég þarf þitt atkvæði“. „Þetta eru stjórnmál – á ameríska vísu. Þegar samfélagshópur nær ákveðinni stærð og vægi fara stjórn- málaflokkarnir að reyna að ná til þeirra,“ segir Harry Panchon, for- seti Thomas Riviera-stofnunarinnar við Claremont-háskóla. Kannanir hafa sýnt að demókratar höfða mun frekar en repúblikanar til kjósenda sem eru ættaðir frá Rómönsku- Ameríku en hagsmunasamtök þeirra innan demókrataflokksins hafa gagnrýnt Bush-stjórnina harkalega fyrir að minnka fjárstyrki til verkefna þar sem unnið er að málefnum innflytjenda frá þessu svæði. Fjölgun íbúa frá Rómönsku- Ameríku er einnig talin eiga þátt í því að mæðrum sem dvelja heima hjá börnum sínum hefur fjölgað um 13% í Bandaríkjunum síðustu tíu ár- in. Ástæðan er talin vera sú ríka hefð sem er fyrir því að konur í þeim hópi séu heima með börnin í stað þess að fara út á vinnumarkaðinn eins og algengara er hjá bandarísku kynsystrum þeirra sem eru af evr- ópskum eða afrískum uppruna. Fólki frá Rómönsku- Ameríku fjölgar ört Washington. LATWP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.