Morgunblaðið - 21.06.2003, Blaðsíða 26
LISTIR
26 LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Tónlistarþrídægran Bjartar sum-
arnætur hefur nú brugðið búi eftir
sex ára veru í Hveragerðiskirkju og
flutzt til Seltjarnarneskirkju. Hófst
hátíðin á síðargreindum stað á föstu-
dagskvöldinu við ágæta aðsókn, að
vísu án skýringa á tildrögum vista-
skiptanna. Hins vegar kom fram af
munnlegum kynningum lokakvölds-
ins að tónlistarhátíðin væri framveg-
is áformuð á tveggja ára fresti.
Klassísk viðfangsefni fyrsta
kvöldsins voru öll af áheyrilegasta
toga. Sumpart mætti að vísu kenna
við víðkunnasta flokk er fellur undir
algenga skilgreiningu bílaútvarps-
stöðva á „léttri“ klassík sem þaul-
hlustnir tónkerar kenna við ónefnda
afurð úr heimilisbakstri. T.d. Ung-
verskan dans nr. 5 eftir Brahms (sem
Chaplin gerði við nafntogað rakst-
ursatriði í Einræðisherranum mikla),
sellósöng Svansins úr Kjötkveðjuhá-
tíð dýranna eftir Saint-Saëns – hér
við dúnmjúkan hörpuundirslátt Mon-
iku Abendroth í stað píanós, Médita-
tion fyrir fiðlu og píanó úr Thaïs eftir
Massenet og Zigeunerweisen Sar-
asates Op. 20 (alías „Til eru fræ“).
Flest var þó dável spilað og undir-
tektir að vonum góðar.
Næst var virtúósadúóið Navarra
eftir Sarasate, sem þær Pálína Árna-
dóttir og Guðný Guðmundsdóttir
léku snöfurlega á fiðlur við píanóund-
irleik Peters Máté. Var samleikur-
inn, sem tísti einkum uppi á efstu
tindum hátíðnisviðsins og oft í sam-
stígum þríundum, áhrifamikill og
meðal ótvíræðra hápunkta fyrri hlut-
ans.
Aðal„agn“ kvöldsins á yngri hlust-
endur var þó án efa Bubbi Morthens,
sem flutti fjögur lög eftir sig við létt
uppmagnaðan söng en ómagnaðan
undirleik í útsetningum Orra Hrafn-
kels Egilssonar fyrir strengjakvart-
ett og hörpu, þ.e. Klett í hafi, Það er
gott að elska, Vals fyrir Brynju og
ókynnt lag (hafi það ekki verið Við
Gróttu eins og stóð í tónleikaskrá).
Þrátt fyrir áberandi kverkaslæmsku
í annars skemmtilegum kynningum
sínum söng trúbadúrinn af fagmann-
legri festu, og útsetningarnar reynd-
ust flestar falla vel að lögunum –
kannski burtséð frá frekar einhæfum
„úm-pa-pa“ rithætti í hörpu, fyrir ut-
an hvað sveiflukrefjandi staðir hefðu
mátt „sitja“ töluvert afslappaðra í
flutningi. Í þeim efnum dettur manni
annars jafnan í hug hvers vegna í
ósköpum standi ekki sígilt menntuð-
um tónlistarmönnum atvinnuglæð-
andi námskeið til boða í viðkomandi
stíltúlkun, sem gjarna mætti tengja
æfingu í hljóðversvinnubrögðum.
Þar gætu örfáar vel skipulagðar vik-
ur gert mikinn gæfumun.
Söngvókalísa Sergeis Rachman-
inoffs Op. 34,14 var eftir hlé leikin
fagurlega á víólu af Unni Sveinbjarn-
ardóttur við undirleik Gerrits Schuil,
nema hvað píanistinn sýndi töluvert
meiri ástríðu. Sígaunaljóð Brahms
Op. 103, e.t.v. þekktara í frumgerð-
inni fyrir kór og píanó er Brahms
samdi í kjölfarið á miklum vinsæld-
um kórlagasafns síns Liebeslieder-
walzer, voru þar næst flutt af Rann-
veigu Fríðu Bragadóttur og Gerrit
Schuil. Þau heyrast ekki oft hér um
slóðir, en þó að kórútgáfan falli und-
irrituðum að jafnaði betur var óneit-
anlega margt fallegt við hérum-
rædda túlkun, enda þótt dökkleit
óperurödd söngkonunnar skilaði
ekki þjóðlegum ferskleika, hvað þá
textanum, af sambærilegum tærleika
og blandaður ungmennakór, þrátt
fyrir óvenjufrísklegan og víðfeðman
píanóundirleik Gerrits Schuil. Held-
ur viðvaningsleg voru aftur á móti
klappæst viðbrögð áheyrenda eftir
hvert einasta lag, sem raunar kölluðu
á skynditilsögn Gunnars Kvaran
kynnis í klassískum konsertvenjum
síðasta kvöldið. Á móti má kannski
segja að þau hafi verið vísbending um
að náðst hefði í nýja hlustendur, sem
veitir vissulega ekki af á síðustu tím-
um.
Eftir þokkafulla meðferð Mátés og
Guðnýjar á Sígaunavísum Sarasates
luku þau Rannveig og Gerrit dag-
skránni fyrst með tveim frægum ar-
íum úr Carmen Bizets – Habaner-
unni og Seguedillunni – sem að
líkindum mynduðu eftirminnilegasta
framlag söngkonunnar þetta kvöld,
og loks Stride la vampa úr Il trova-
tore eftir Verdi; hvort tveggja við
prýðisgóðar undirtektir.
Þjóðlegir strengir
Aðrir tónleikar Bjartra sumar-
nótta áttu ekki sömu aðsókn að fagna
og kvöldið áður, og undirstrikaði það
enn sem oftar hvað sá vikudagur hef-
ur jafnan reynzt erfiður, einkum að
sumarlagi. Fyrst voru í boði þrjár út-
setningar sem Herbert H. Ágústs-
son, fyrrum hornleikari í SÍ og upp-
haflega austurrískur samlandi Páls
P. Pálssonar, gerði á íslenzkum
þjóðlögum úr safni sr. Bjarna Þor-
steinssonar fyrir strengjameðlimi
Tríós Reykjavíkur árið 1989, eða
nánar tiltekið Góð börn og vond,
Sofðu unga ástin mín (sem Jón Þór-
arinsson telur raunar, og ekki ótrú-
verðugt, að sé eftir þjóðsöngshöf-
undinn Sveinbjörn Sveinbjörnsson)
og stef og tilbrigði um Fuglinn í
fjörunni. Allar hugvitssamlega gerð-
ar, gæddar ótrúlegri fyllingu í gjöf-
ulli ómvist kirkjunnar og ljómandi
vel fluttar af þeim hjónum Guðnýju
Guðmundsdóttur og Gunnari Kvar-
an.
Tríó Reykjavíkur lék næst Tríó í
g-moll Op. 15 frá 1855 eftir Bedrich
Smetana er tékkneski þjóðarkomp-
ónistinn samdi til minningar um
barnunga dóttur sína. Stóð sérstak-
lega upp úr lokaþátturinn, sópandi
rondó í 6/8 sem leikið var af mikilli til-
finningu, enda þótt glymja vildi full-
mikið í píanóinu í fáskipaðri kirkj-
unni.
Afþreyingarsprengja síðari ára,
samhliða niðurskurði í ríkisútvarps-
rekstri og rýrnandi tónmenntakynn-
ingu grunnskólans, vekur æ þyngri
áhyggjur um framtíðarhlustendur sí-
gildrar tónlistar. Það er því ekki
nema von að hinn stöðugt fjölgandi
og batnandi hópur hérlendra hljóm-
listarmanna líti í egin barm og hugi
að því hvað gera megi í stöðunni. Í því
ljósi mætti e.t.v. skoða athyglivert
framtak Tríós Reykjavíkur á Björt-
um sumarnóttum þennan dag og
kvöldið áður, þegar hefðbundið klass-
ískt verkefnaval var brotið rækilega
upp með óvæntri gestaframkomu
hins að hluta til rokkskotna trúba-
dúrs Bubba Morthens. Í fyrra tilviki
með – á slíkum vettvangi – sjald-
heyrðri „cross over“-millimúsík.
Að þessu sinni var Bubbi hins veg-
ar einn um hituna, þ.e. eftir hlé og við
eigin kassagítarleik, hvort tveggja að
vísu uppmagnað. Oft kröftugur en
samt furðufjölbreyttur og víða seið-
andi gítarsláttur trúbadúrsins vakti
snemma spurningu um hvort ekki
hefði farið enn betur að hafa gítarspil
hans með í stað hörpunnar í strengja-
kvartettsútsetningunum á föstu-
dagskvöld, og þyrfti ekki að leita for-
dæma lengra en til Yesterday
McCartneys. Raunar stappaði gítar-
leikurinn stöku sinni nærri klassísk-
um tilþrifum – einkum í tokkötu-
kenndum inngangi að Myrkri, sjó og
sandi er auðveldlega hefði mátt eigna
Albeniz eða Barrios. Hin lögin voru
Fastur liður (um stríðsrekstur í
beinni útsendingu), Alla daga, allar
nætur, Þá verður gaman að lifa (um
íslenzka byggðastefnu), Segulstöðv-
arblús (molto rubato í safaríkum Lee
Hooker-stíl við samnefnt ljóð Þórar-
ins Eldjárn) og ókynnt lag. Sungið
var af djúpri sannfæringu og aðeins á
mæltum kynningum Bubba að greina
að röddin væri enn ekki í fullu fjöri
eftir slæmsku fyrra dags.
Gömlu
meistararnir
Síðasta kvöld Bjartra sumarnótta
hófst á sex útsetningum Beethovens
á skozkum þjóðlögum fyrir rödd og
píanótríó, meðal tæpra 70 brezkra
þjóðlaga sem hann vann fyrir George
Thomson forleggjara í Edinborg um
1809–17. Þjóðlagaunnendur hafa síð-
ar legið Beethoven á hálsi fyrir að
„stássstofugera“ þannig rödd alþýðu,
en því má á móti ekki gleyma, að
þannig komust þjóðlögin til vegs og
virðingar á tímum þegar þau lágu
annars undir gleymsku og niður-
níðslu. Raunar fylgdi hann hvað það
varðar í kjölfar bæði Haydns og Moz-
arts, sem áður höfðu einnig útsett
þjóðlög fyrir Thomson. Þrátt fyrir
heldur hægt og þungt hraðaval var
túlkun þeirra Rannveigar Fríðu og
Tríós Reykjavíkur víða heillandi,
ekki sízt í hinu bráðfallega The
sweetest lad was Jamie, jafnvel þótt
óperuröddin hefði mátt þoka ögn fyr-
ir alþýðlegum brjósttóni, einnig til
ágóða fyrir textann. Einnig var sér-
kennilegt hversu lengi dróst að koma
þrískiptum takti til skila í Sally in our
alley.
Pálína Árnadóttir skilaði aftur á
móti glampandi tækni og glófríðum
tóni í Scherzóvalsi Tjækovskíjs við
dyggan píanóstuðning Peters Máté,
og saknaði maður aðeins ofurlítið
djarfari rúbató-mótunar. Sönglögin
fjögur í Lieder eines fahrenden
Gesellen eftir Gustav Mahler voru í
beztu höndum þeirra Gerrits og
Rannveigar, er hér var greinilega á
heimavelli, enda lögin sem sköpuð
fyrir raddgerð hennar. Hinn nærfellt
sinfónískt hugsaði 1. Píanókvartett
Johs. Brahms í g-moll, er TR og Unn-
ur Sveinbjarnardóttir fluttu svo eft-
irminnilega í Hveragerðiskirkju fyrir
fimm árum, myndaði síðan glæsileg-
an endapunkt á Björtum sumarnótt-
um, hér sem fyrrum með Gerrit
Schuil í myndugu akkerishlutverki
slagharparans.
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Verk eftir Brahms, Sarasate, Saint-
Saëns, Massenet, Bubba Morthens í úts.
Hafnkels Orra Egilssonar, Rachmaninoff,
Bizet og Verdi. Rannveig Fríða Braga-
dóttir mezzosópran, Gerrit Schuil píanó,
Bubbi Morthens söngur, Monika Abend-
roth harpa, Pálína Árnadóttir fiðla, Unnur
Sveinbjarnardóttir víóla og Tríó Reykja-
víkur (Guðný Guðmundsdóttir fiðla,
Gunnar Kvaran selló og Peter Máté pí-
anó). Föstudaginn 13. júní kl. 20.
KAMMERTÓNLEIKAR
Bjartar nætur
við nýjan hljóm
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Seltjarnarneskirkja var vettvangur Bjartra sumarnátta.
Verk eftir Herbert H. Ágústsson, Smet-
ana og Bubba Morthens. Tríó Reykjavík-
ur; Bubbi Morthens söngur/gítar. Laug-
ardaginn 14. júní kl. 17.
Tsjækovskíj: Waltz Scherzo Op. 34.
Beethoven: Þjóðlagaútsetningar. Mahler:
Lieder eines fahrenden Gesellen. Brahms:
Píanókvartett nr. 1 í g Op. 25. Rannveig
Fríða Bragadóttir mezzosópran, Gerrit
Schuil píanó, Pálína Árnadóttir fiðla, Unn-
ur Sveinbjarnardóttir víóla og Tríó Reykja-
víkur. Sunnudaginn 15. júní kl. 20.
ULLA Stridfeldt, ekkja Alfs Strid-
feldts, opnar sýningu á verkum
hans í Eden í Hveragerði kl. 14 í
dag. Alf, sem lést í apríl á þessu ári,
var sænskur listamaður og er vel
kunnur í heimalandi sínu þar sem
hann vann með ýmsa miðla m.a.
glerunga, myndhögg, málverk og
grafík. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem sjá má verk Alfs hér á landi en
hann hélt sýningu í mars sl. í Gall-
eríi Hári og list í Hafnarfirði.
Þórður Benediktsson var tengi-
liður Alfs við Ísland í mörg ár og út-
vegaði honum efnivið í listaverkin.
„Ég kynntist Alf í Svíþjóð fyrir
20 árum, þá flutti ég út hraun og
vikursteina frá Íslandi sem hann
notaði við list sína. Hann vann úr
ýmsum efnum, byggði úr steini,
notaði málningu og málaði vatns-
litamyndir. Öll verkin báru keim af
íslensku landslagi en á íslenska jörð
hafði hann aldri drepið niður fæti,“
segir Þórður. „Í hitteðfyrra bauð
ég honum hingað til lands og ferð-
aðist hann þá um landið og var það
einskonar pílagrímsferð. Hann hélt
síðan myndlistarsýningu í þrjár
vikur hjá Halla rakara síðastliðinn
vetur og ákvað í kjölfarið að halda
sýningu í Eden. Því miður auðn-
aðist honum ekki aldur til að láta
þann draum sinn rætast en hann
lést úr hjartaslagi fljótlega eftir
heimkomuna í apríl sl. Með sýning-
unni gerir Ulla Íslandsdraum Alfs
að veruleika.“
Á sýningunni verða eingöngu
verk unnin úr bræddum glersalla
en hann lagði aðallega áherslu á þá
vinnuaðferð í list sinni hin síðari ár.
Verk eftir Alf Stridfeldt í Eden
Alf Stridfeldt myndlistarmaður við verk sín.
JÓNSMESSUHÁTÍÐ verður haldin
á Eyrarbakka í dag á sumarsólstöð-
um og er þetta í fimmta sinn sem há-
tíðin er haldin. Dagskrá er sem hér
segir:
Óðinshús kl. 13–21 Díana Hrafns-
dóttir og Elva Hreiðarsdóttir sýna
grafíkverk og nefnist sýningin Haf-
sýnir. Sýningin stendur til 29. júní og
er opin föstudaga, laugardaga og
sunnudaga.
Gamla Rafstöðin á Eyrarbakka
kl. 14–19 Opið hús hjá Sjöfn Har og
að auki alla sunnudaga í sumar.
Staður kl. 14–18 Ljósmyndasýn-
ingarnar Þorpsbúar og Kommóðu-
myndir.
Garðstún kl. 16 Unga kynslóðin
fær að fara á bak reiðhestum.
Eyrarbakkakirkja kl. 16 Jörg E.
Sondermann leikur á orgelið og
Magnús Karel Hannesson segir sögu
kirkjunnar og greinir frá kirkjugrip-
um.
Gengið um götur Eyrarbakka kl.
19.30 með leiðsögn. Gangan hefst við
kirkjugarðinn og lýkur við Húsið –
Byggðasafn Árnesinga.
Byggðasafn Árnesinga í Húsinu
og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
verða opin á venjulegum opnunar-
tíma, að auki verður opið frá kl. 20 til
22 fyrir Jónsmessuhátíðargesti. Í
Húsinu stendur yfir sýning á andlits-
myndum Eyrbekkingsins Sigurjóns
Ólafssonar myndhöggvara.
Almennur söngur verður í Húsinu
frá kl. 20.45 til 21.45 með píanóund-
irleik. Kveikt verður í Jónsmessu-
brennu um kl. 22 vestan við bryggj-
una á Eyrarbakka og bæjarstjórinn í
Árborg, Einar Njálsson, ávarpar há-
tíðargesti.
Sveitarfélagið Árborg styrkir há-
tíðarhöldin nú sem fyrr.
Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka
DÆGRADVÖL, félag um menningu
og listir í Bessastaðahreppi, fagnar
sumarsólstöðm með listsýningum í
dag kl. 13.
Í Leirkrúsinni, Marbakka, Há-
kotsvör 9, sýna 18 nemendur Leir-
krúsarinnar ýmsa leirmuni fyrir
garða og garðskála. Þá verður sýn-
ing „Ljós og skuggar á Álftanesi“
opnuð í Haukshúsi. Þar mun Júlíus
K. Björnsson sýna ljósmyndir tekn-
ar í náttúru Álftaness og Anna Gréta
sýnir vatnslitamyndir. Sýning henn-
ar nefnist „Minningar og músíkalsk-
ir englar“.
Myndlist í
Bessastaða-
hreppi
Á AÐALFUNDI Félags íslenskra
bókaútgefenda var samþykkt eftir-
farandi ályktun:
„Félag íslenskra bókaútgefanda
fagnar hugmyndum sem fram komu í
aðdraganda kosninga um lækkun eða
niðurfellingu á virðisaukaskatti af
bókum. Ísland er lítið málsvæði sem
engu að síður getur státað af fjöl-
breytni í bókaútgáfu og bókmennta-
hefð sem nýtur virðingar langt út fyr-
ir landsteina. Nauðsynlegt er að
tryggja að íslenskir lesendur hafi
greiðan aðgang að helstu stoðritum á
sínu móðurmáli og að það sem hæst
ber í erlendum bókmenntum rati í ís-
lenskar þýðingar. Bækur eftir ís-
lenska höfunda hafa á undanförnum
árum vakið athygli víða um heim og
enn leynast fleiri tækifæri í útrás ís-
lenskra bókmennta. Því er nauðsyn-
legt að íslensk bókaútgáfa búi við að-
stæður sem sambærilegar eru við
nágrannalönd okkar. Aðalfundurinn
skorar á forystumenn þeirra stjórn-
málaflokka sem nú eru að mynda rík-
isstjórn að efna þau fyrirheit sem gef-
in voru og helst af öllu fella
virðisaukaskatt af bókum niður. Með
því móti myndu stjórnvöld skipa Ís-
landi í fremstu röð þeirra þjóða sem
setja bækur í öndvegi.“
Útgefendur álykta
um virðisaukaskatt