Morgunblaðið - 21.06.2003, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.06.2003, Qupperneq 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 2003 37 synjuðu um fátt. Svo kom að því að þau eignuðust sitt fyrsta barn, Erlu. Þá var ég tæpra fimm ára og hafði aldrei séð neitt jafndásamlegt, gat setið við vögguna endalaust og bara horft. Auðvitað fékk ég líka að halda á og það mun hafa verið við slíkt tækifæri sem ég horfði bæn- araugum á Þóru og sagði: „Má ég eiga hana?“ Mér nægði ekki lán, vildi eiga! Við höfum oft hlegið að þessu síðan þegar ég hef verið í heimsókn hjá þeim hjónum. Það var glatt á hjalla þegar Sandholtssystkinin hittust, þessu kynntist ég vel frá ungaaldri, enda ævinlega mikill samgangur í fjöl- skyldunni. Stutt var í hlátur og stríðni og þar áttu bræðurnir Ás- geir og Egill ósjaldan upptökin, en systurnar fjórar tóku þá gjarnan hraustlega á móti. Í heimsóknum á Laugaveginn sendi Jenný amma mig oft niður í bakarí til að sækja kökur og þeytt- an rjóma. Eitt sinn sem oftar var hraustlega tekið til matarins og ég var send til að biðja um meira. Sem ég ber fram erindið vindur Ásgeir sér að mér og segir glaðklakkalega: „Mikið geturðu étið, stelpa, og samt svona lítil!“ Eitthvað varð ég víst hvumsa, því Stefán afi kom mér til hjálpar: „Taktu ekki mark á strákn- um, Systa mín, hann er bara að stríða þér. Þú mátt borða eins mik- ið og þú vilt, afi bakar bara meira.“ Frábært að eiga afa fyrir bakara! En það var líka gott að eiga frænda fyrir bakara, það marg- sannaðist þegar við Gísli komum heim frá Konsó 1972 með stóra barnahópinn okkar. Í fjölda ára komu Ásgeir og Þóra til okkar á Þorláksmessu með stóra bakka fulla af alls kyns kökum og jóla- brauði. Sama endurtók sig á bollu- daginn. Þetta er ógleymanleg æskuminning barnanna okkar og enn í dag verða þau dreymin á svip er þau tala um þessar „færandi hendi“ heimsóknir Ásgeirs og Þóru. Ósjaldan laumaði Þóra líka að okk- ur leyndardómsfullri körfu með ýmiss konar glaðningi fyrir börnin, þar á meðal hlutum sem hún hafði sjálf unnið. Væri gott að eiga bak- ara að frænda var ekki ónýtt að eiga hagleikskonu fyrir frænku (maka móðursystkina kölluðum við jafnan frænku og frænda). Þessa fengu börnin okkar að njóta oftar en einu sinni þegar Þóra bauð þeim heim í föndur fyrir jólin. Kærleik- urinn á sér mörg tjáningarform. Í Jóhannesarguðspjalli 3,5 stend- ur: „Jesús sagði þeim: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir.“ Ávextir, kjöt og brauð eru gæði sem okkur veitast úr náttúrunni. Gæðin frá himnum er hann, sem er brauð lífsins. Við neytum þess brauðs í trúarsamfélagi við hann. (Þannig skráð 17.6. í dagatalinu „Orð dagsins í lífsins önn“.) Trúarsamfélagið var í hávegum haft hjá afa og ömmu á Laugavegi. Bæði voru í kristniboðsfélögum og KFUM/KFUK. Börnin ólust því ekki einungis upp við bakarabrauð- ið, heldur líka „brauð lífsins“. Þau gæði frá himnum hafa enst þeim vel á lífsleiðinni, arfur sem Þóra og Ás- geir vildu miðla áfram til sinna barna. Ásgeir var minnugur á marga hluti og sagði mér m.a. frá ferðum sem hann fór með föður mínum og fleirum til fundarhalda á vegum KFUM í nágrannabyggðum Reykjavíkur. Á efri árum rifjaði hann upp hve dýrmætt þetta sam- félag hefði verið fyrir sig og hvað það skipti miklu að unga fólkið í dag gleymdi ekki Guði. Því þegar allt kæmi til alls gætum við síst af öllu án hans verið. Veit ég að þetta var athvarf hans og nú hafa honum hlotnast himinsins gæði í æðra veldi. Fjölskylda mín og ég þökkum Ásgeiri frænda samfylgdina. Elsku Þóra og fjölskylda, Guð blessi ykk- ur öll og styrki. Katrín Þ. Guðlaugsdóttir. Mig langar að minnast með örfá- um orðum heiðursmannsins Ás- geirs Sandholts. Lífið hér á jörð mótast að mjög miklu leyti af samferðamönnum okkar. Ég réðst til vinnu í Sandholts- bakarí Laugavegi 36 vorið 1964, tæplega sautján ára. Ég hafði um veturinn stundað nám við MR, en var frekar feimin sveitastelpa. Þar tók gæðamaðurinn Ásgeir mig að sér ef svo mætti segja. Ég tel að á engan vinnuveitenda minna sé hallað þegar ég segi að þau þrjú ár sem ég vann hjá honum hafi ég fengið aðgang að einum besta skóla lífsins. Með heiðarleika, iðjusemi, ákveðni og góðri blöndu af kímni (smá stríðni) leiðbeindi hann því ungviði sem hjá honum starfaði. Tengslin héldust a.m.k. lengi vel. Það var alltaf gaman að koma við í bakaríinu og varla farið í bæinn án þess í mörg ár. Hugurinn hefur oft síðan verið hjá þeim Ásgeiri og hans góðu konu Þóru. Seinni árin hafa kveðjur og fréttir helst farið fram með aðstoð Ragnhildar, dótt- ur þeirra. Ég þakka Ásgeiri fyrir góða sam- veru þessi ár og lífssýn sem hefur fylgt mér síðan. Þóru, börnum og öðrum aðstandendum sendi ég sam- úðarkveðjur. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Sigurbjörg Eiríksdóttir (Silla), Sandgerði. Við viljum fá að kveða þig, Gauja „amma“, með nokkrum orðum, já, við segjum Gauja „amma“ því að við kölluðum þig aldrei neitt annað þó að þú værir ekki alvöruamma okkar. Þetta lýsir því hvað þú varst með stórt hjarta þar sem pláss var fyrir alla, og þið Andrés sögðuð alltaf við okkur að auðvitað væruð þið amma og afi okk- ar líka alveg eins og Önnu Karenar og Markúsar. Þau voru ófá skiptin sem við hittumst í Heiðarbrúninni og þá fórum við aldrei heim án þess að knúsa þig og Andrés „afa“ bless. Svo var líka svo gaman að þú fylgd- ist alltaf svo vel með okkur, og mömmu þótti voða vænt um það þegar hún var komin að því að eiga Jón Elí að þá baðstu Gumma frænda að láta þig vita um leið og barnið kæmi, hvort sem það væri dagur eða nótt, svo spennt varstu yfir nýja barninu. Síðast þegar þú hittir mömmu okkar sagðir þú við hana að okkur ætti eftir að ganga vel, og að mamma yrði örugglega jafnheppin og þú og myndi kynnast góðum manni einsog þegar þú kynntist Andrési þínum. Við viljum þakka þér fyrir að vera GUÐRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Guðríður SigrúnAnna Benedikts- dóttir fæddist á Drangsnesi í Kald- rananeshreppi 22. júlí 1937. Hún lést á heimili sínu á Ísafirði mánudaginn 9. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Ísafjarðarkirkju 19. júní. okkur svona góð og við vildum óska að við hefðum fengið meiri tíma með þér. En nú ertu búin að fá fallega vængi og orðin engill og munt örugglega vaka yfir okkur öllum. Elsku Andrés afi og fjölskylda, Fríða Birna og fjölskylda, við vott- um ykkur samúð okk- ar. Megi guð vera með ykkur. Ágúst Helgi og Jón Elí. Mín elsku góða amma, þú ert að kveðja mig. Ó, það er sárt að sakna og sjá ei framar þig. Nú fæ ég mig ei falið í faðminn blíða þinn. Nú kemurðu’ ekki á kvöldin að klappa vanga minn. Ó, elsku, blessuð amma, ég er að kveðja þig, og þakka þér af hjarta hvað þú varst góð við mig. Ég veit, hjá góðum Guði nú geymd er sálin þín. Og horfi ég til himins þá horfir þú til mín. (Sigríður Kr. Jónsdóttir.) Takk fyrir allar kökurnar og góðu stundirnar í eldhúsinu þínu. Við skulum passa afa fyrir þig. Við kveðjum þig með söknuði og þökk- um fyrir alla umhyggju þína og hjartahlýju. Takk fyrir allt, elsku amma. Markús og Anna Karen. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Guð geymi þig, elsku afi. Kolbrún og Harpa. Elsku afi. Þriðjudaginn 3. júní fórst þú í ár- legt kaffiboð í Mjólkurstöðina og spjallaðir við góða vini. Miðvikudaginn 4. júní fórst þú í ferð til Þingvalla með vinum og starfsfólki í Þorraseli. Fimmtudaginn 5. júní fórst þú svo í þína hinstu ferð, ferðina sem við förum öll í einhvern tímann. Nú kirkjuklukkur óma afa okkar til sóma, þú kominn ert til himna, til allra vina þinna. Þú góðan húmor hafðir, sem þú okkur stundum sagðir. Við geymum þessar perlur eins og hafsins sjávarperlur. Elsku Guðný frænka, þær eru ófáar ferðirnar sem þú fórst í Stór- holtið til afa. Óendanleg þolinmæði þín og natni gerði afa kleift að búa í sinni íbúð til síðasta dags. Megi sólin skína á veg þinn um ókomna framtíð elsku frænka. Guð geymi Gumma afa. Kveðja Rósa G. GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON ✝ GuðmundurKristjánsson fæddist á Minna- Núpi í Vestmanna- eyjum 11. maí 1914. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 5. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 19. júní. Elsku langafi. Mikið fannst mér sárt þegar afi hringdi í okkur þegar við vorum nýkomin út í Flatey og sagði okkur að þú vær- ir farinn héðan úr þessum heimi. Mér fannst samt gott að heyra að afi sagði að þú hefðir verið svo fallegur stuttu eftir að þú kvaddir þennan heim og afí sagði að nú liði þér vel og nú myndir þú hitta Hans- ínu aftur sem þú sakn- aðir svo mikið. Í hugann koma upp minningar frá öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman þegar ég og afi Raggi komum í heimsókn til þín og svo seinna þegar Róbert Arnar bróðir minn fæddist þá fékk hann að koma með. Það var alltaf svo gott að koma til þín, alltaf varstu glaður að sjá okk- ur og alltaf gafstu okkur súkku- laðirúsínur og hundraðkall og stundura fengum við mola með okk- ur í poka heim. Ég var líka svo glöð hvað þú varst sterkur að koma í ferminguna mína og hvað þú skemmtir þér vel þar sem fjölskyldan var samankom- in og áttum við öll yndislegan dag saman. Elsku langafi, nú veit ég að þú ert kominn á góðan stað en við geymum minninguna um þig hjá okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Katrín Sjöfn og Róbert Arnar. Elsku Stína. Mig langar að þakka þér fyrir allar stundirn- ar sem ég fékk að vera með þér. Mér finnst ég vera rík af kynnum mínum við þig. Þú gafst fjölskyldunni allan þinn tíma, hvort sem þú varst að elda, baka eða í hannyrðum. Fjöl- skyldan var alltaf í fyrirrúmi hjá þér. Það var mjög gott að koma eða leita til þín og Jóhanns. Þess vegna fannst mér gott að vera til staðar, þegar halla tók undan fæti hjá þér. Þá gat ég reynt að gera eitt- hvað fyrir þig. Koma til þín, taka í hönd þína og sitja hjá þér án þess að segja svo mikið. Ég veit að þú varst farin að þrá hvíldina og áttir hana svo sannarlega skilda. Ég veit líka að Jóhann tengda- pabbi, Hanni eins og þú kallaðir KRISTÍN SVAFARSDÓTTIR ✝ Kristín Svafars-dóttir fæddist í Sandgerði á Akra- nesi 21. júní 1924. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 11. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akranes- kirkju 19. júní. hann, hefur tekið vel á móti þér og eflaust hef- ur hún Inga Birna barnabarnið þitt verið hjá honum. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir ykkur um alla framtíð. Ástarþakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín tengdadóttir, Sigurveig. Elsku amma mín. Núna ertu farin frá okkur og komin til Ingu Birnu og afa, þangað sem þú hefir viljað vera komin fyrir löngu. Margar góðar minningar geymi ég um þig og afa og yndislegar samveru- stundir okkar á Jaðarsbrautinni. Eins og þegar þú leyfðir okkur Ingu Birnu og Kristínu að fara í lopasölu- leik inni í þvottahúsi eða þegar þú tókst okkur krakkana rennandi blaut inn af Langasandi. Allir bíltúrarnir sem farið var í og þegar þú gafst okk- ur krökkunum aur fyrir nammi. Ég vildi óska að þú hefðir lifað til að sjá barnið mitt vaxa úr grasi og að litli strákurinn minn hefði orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast langömmu sinni. Eitt sinn sótti Guð- rún þig á spítalann og kom með þig heim til mömmu en þá var ég þar með strákinn minn nýfæddan. Þú fékkst að halda á honum og straukst honum um vangann og þessa minningu mun ég geyma í hjarta mínu. Berðu Ingu Birnu og afa kveðju mína. Sunna Björk. Elsku amma. Þá er þessu lokið. Eftir alla þessa baráttu, alla þessa átta ára þjáningu hefurðu loksins fengið hvíldina sem þú átt sannarlega skilda. Ég man að það var sama hversu veik þú varst, sama hvað þú þjáðist og jafnvel þótt þú vissir ekki einu sinni hver ég var … þá var alltaf stutt í brosið hjá þér. Alltaf gastu brosað, alltaf gastu látið manni líða vel. Og það var þess vegna, jafnvel þegar ég var bara barn, sem ég sóttist eftir ná- vist þinni. Það var eitthvað við þetta bros, þessa hlýju sem þú veittir mér. Henni mun ég aldrei gleyma og verð eilíflega þakklátur fyrir. Guð veit að þín á eftir að verða sárt saknað, af börnum, barnabörnum, vinum og vandamönnum. En ég held að ég tali fyrir okkur öll, að við erum fegin að þú hafir öðlast þá hvíld og þann frið sem þú áttir svo löngu skil- ið. Hvíl í friði, elsku amma mín, þinn sonarsonur, Jóhann Pétur Pétursson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Þökkum samúð og hlýhug við fráfall og útförHANNESAR VALDIMARSSONAR, Huldulandi 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og Heimahjúkrunar. María Þorgeirsdóttir, Júlíus Valdimarsson, Rannveig Haraldsdóttir, Garðar Valdimarsson, Brynhildur Brynjólfsdóttir, Þórður Valdimarsson, Þóra Sigurbjörnsdóttir, bræðrabörn og bræðrabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.