Morgunblaðið - 29.06.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.06.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ All taf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.800 kr. UMTALSVERÐAR nýjungar hafa litið dagsins ljós í Kerlingarfjöllum á síðustu þremur árum með breytt- um áherslum í þjónustu við gesti staðarins. Um áratuga skeið var Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum vin- sæl dægradvöl en vegna snjóleysis á síðustu árum var skíðaskólinn lagð- ur niður og lyftur fjarlægðar. Þeir sem vilja fara á skíði eða bretti eru aufúsugestir sem fyrr ef þeir vilja leggja á sig klukkutíma gang upp á fjallstoppana í kring. Hálendismiðstöðin í Kerlingar- fjöllum er hið nýja heiti staðarins og er í eigu Fannborgar ehf. Árið 2000 komu 10 nýir fjárfestar inn í félagið og var síðar fjölgað í 15. Skíðaskól- inn var afskrifaður í bili, en ákveðið að leggja áherslu á þjónustu við hinn almenna ferðamann, s.s. göngufólk og hestamenn. Þríþætt sérstaða „Það kom okkur á óvart hversu vinsæll staðurinn varð meðal starfs- mannafélaga, sem hafa farið í mjög vel heppnaðar helgarferðir í Kerl- ingarfjöll,“ segir Páll Gíslason, tals- maður Fannborgar. Páll segir sérstöðu staðarins þrí- þætta og nefnir fyrst samspil gjör- ólíkra náttúruþátta þar sem ægir saman eldi og ís í bland við fallega gróðurbletti í 1.000 metra hæð. „Að- alsérstaðan felst í samspili jökuls, gróðurs, jarðhita og auðnar á þessu litla svæði. Í öðru lagi er einstætt út- sýni af Snækolli, hæsta tindi fjallanna, 1.488 m. Í góðu skyggni sést til hafs bæði í norðri og suðri af Snækolli. Í þriðja lagi hafa mann- anna verk skapað staðnum þá sér- stöðu að þarna er eins og sprottið hafi upp lítið sveitarfélag með vatns- og rafveitu og skólplagna- kerfi. Það má segja að þetta sé sam- félag „með öllu“.“ Fljótlega eftir að nýir rekstrarað- ilar komu að málum var hafist handa við að sinna umhverfis- málum, bæta húsakost og fleira. „Við byrjuðum á því að snyrta svæð- ið og hreinsa upp menjar frá skíða- starfseminni. Affallskerfi voru lög- uð og húsunum breytt í þægilegri bústaði með raflýsingu og rennandi vatni. Lokaáfanginn í þessari end- urreisn fólst síðan í að taka sjálfa aðalbygginguna í gegn en þar rek- um við nú veitingastað með vínveit- ingaleyfi. Auk þess var sett upp ný salernisaðstaða fyrir ferðamenn. Með þessum breytingum getum við nú tekið á móti gestum 10 til 11 mánuði á ári,“ segir Páll. Búist er við um 2.500 manns í gist- ingu á þessu ári sem er þrefalt á við það sem var árið 2000. Þá er ótalinn sá fjöldi sem stoppar stutt við á staðnum án þess að gista og telur Páll að þar sé um að ræða allt að 6 þúsund manns. Einstæð laug í gili Ásgarðsár Í fyrra var borað eftir heitu vatni í gili Ásgarðsár og gaf holan af sér yfrið nóg af 36 gráða heitu vatni, sem ekki var þó talið borga sig að leggja heim að húsunum. Við bor- holuna var þess í stað útbúin heit laug sem vart á sinn líka á landinu þar sem uppstreymi úr holunni myndar um eins metra háa vatns- súlu. Þess má geta að tveir heitir pottar ásamt sturtum eru á bæjar- hlaðinu við aðalbygginguna. „Á síðasta ári byrjuðum við einnig að merkja gönguleiðir og höfum nú merkt 20–30 km í samvinnu við Pokasjóð. Þá bjó Landsvirkjun til gönguleiðakort af svæðinu sunnan jökla og eru göngu- og reiðleiðir á Kerlingarfjallasvæðinu merktar inn á það kort. Við höfum frekari áform um aðmerkja gönguleiðir á svæð- inu, jafnvel með þeim hætti að setja þær inn í GPS-tæki sem við myndum leigja göngufólki.“ Á staðnum er lítil vatnsaflsstöð frá þriðja áratugnum með merki- lega sögu, en hún þjónaði sem ljós- gjafi í Hveragerði og Hólum í Hjaltadal áður en hún kom í Kerl- ingarfjöll. Hún mætti ekki minni vera fyrir mannvirki á staðnum, en Páll segir hana einstætt fyrirbæri. Búið er að gera deiliskipulag fyr- ir svæðið og leggja það fyrir yfir- völd og segir Páll að frekari fram- kvæmdir á staðnum séu háðar afgreiðslu deiliskipulagsins. Rúm- lega þriggja tíma akstur er í Kerl- ingarfjöll frá höfuðborgarsvæðinu og fært þangað öllum hærri fólks- bílum. Nýjar áherslur í ferðamannaþjónustu í Kerlingarfjöllum Þjónusta við göngufólk hefur verið aukin með merkingum gönguleiða á Kerlingarfjallasvæðinu. Nýi potturinn í Kerlingarfjöllum dregur til sín margan gestinn. Búist við þre- földum fjölda gesta í ár FORSETI Þýskalands, dr. Johann- es Rau, er væntanlegur í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands hinn 1. júlí. Með forsetanum í för verða meðal annars ráðherrar úr ríkisstjórn Þýskalands, embættismenn og fulltrúar við- skiptalífs og menningar. Á þriðjudag fara fram viðræður milli forseta Þýskalands og forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Að loknum hádegisverði á Bessa- stöðum í boði íslensku forseta- hjónanna mun forsetinn meðal ann- ars heimsækja Þjóðmenningarhúsið, skoða þar handritasýningu og kynna sér nýtingu vetnisorku á Íslandi. Á miðvikudag fundar forsetinn með forsætisráðherra, Davíð Odds- syni, og snæða þeir saman hádeg- isverð í ráðherrabústaðnum á Þing- völlum. Forsetinn mun þann dag meðal annars kynna sér sögu og jarðfræði Þingvalla, heimsækja Nesjavallavirkjun og Gullfoss. Að kvöldi verða haldnir tónleikar í Saln- um í boði þýsku forsetahjónanna þar sem kammerhljómsveitin Tübingen verður meðal flytjenda, en stjórn- andi hennar er Íslendingurinn Guðni A. Emilsson. Á fimmtudagsmorgun halda forsetinn og fylgdarlið hans af landi brott. Forseti Þýskalands til Íslands OPIN kerfi Group hefur gert samn- inga um kaup á 22,63% hlutafjár í Skýrr hf. Opin kerfi Group átti fyrir 50,45% hlut í Skýrr í gegnum eignar- haldsfélag sitt, Opin kerfi Eignar- haldsfélag ehf., en eftir viðskiptin mun eignarhlutur Opinna kerfa Gro- up og Opinna kerfa Eignarhalds- félags verða 73,07%. Viðskiptin fara fram á genginu 6,5 krónur á hlut, en seljendur bréfanna eru Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Ís- landsbanki hf., VVÍB hf., sjóður 10 og VVÍB hf., sjóður 6. Greitt verður fyrir hlutina með hlutum í Opnum kerfum Group. Skiptigengi við- skiptanna er 0,326983 hlutir í Opnum kerfum Group á móti einum hlut í Skýrr. Opin Kerfi Group mun gera öðr- um hluthöfum Skýrr yfirtökutilboð með sömu skilmálum og óskað verð- ur eftir því að Skýrr verði afskráð úr Kauphöll Íslands í kjölfarið. Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Op- inna kerfa Group, sem boðað verður til á næstu vikum. Kaupin eru liður í þeirri stefnu Opinna kerfa Group að eiga að fullu þau félög sem mynda kjarnastarf- semi þess, að því er segir í tilkynn- ingu til Kauphallar Íslands. Yfirtökutil- boð í Skýrr ♦ ♦ ♦ ÍSTAK átti lægsta tilboð, upp á rúma tvo milljarða króna, í lokuðu útboði Samskipa í nýja vörumiðstöð skipafélagsins á Holtabakka. Öll til- boð voru undir áætlun Samskipa en þrjú önnur verktakafyrirtæki keppt- ust um að fá að reisa þetta risahús; Íslenskir aðalverktakar, Keflavíkur- verktakar og Eykt. Að sögn Pálmars Óla Magnússon- ar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Samskipa, hefur verið ákveðið að ganga til samninga við Ístak og tak- ist þeir hefjast framkvæmdir við fyrsta tækifæri. Á verktakinn að skila vörumiðstöðinni fullbúinni í september á næsta ári. Um er að ræða 25 þúsund fermetra stálgrinda- hús með steyptu gólfi. Gólfflöturinn samsvarar ríflega þremur fótbolta- völlum en til samanburðar má nefna að nýtt vöruhótel Eimskips við Sundahöfn er með nærri 20 þúsund fermetra gólfflöt. Nýja vörumiðstöðin getur tekið á móti 26 þúsund brettum, sem er um þriðjungsaukning frá því sem Sam- skip hafa getað tekið til þessa. Öll starfsemi félagsins mun flytjast í vörumiðstöðina en Samskip hafa verið starfandi í fimm húsum með alls um 20 þúsund fermetra gólfflöt. Ístak bauð lægst í vörumið- stöð Samskipa RÍKISSAKSÓKNARI hefuráfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sakborningunum tveimur sem hlutu fangelsisdóma fyrir stór- fellda líkamsárás sem leiddi til dauða Magnúsar Freys Svein- björnssonar í Hafnarstræti í maí á síðasta ári. Annar sak- borninganna hlaut þriggja ára fangelsi í héraði og meðákærði tveggja ára fangelsi. Krefst ríkissaksóknari þyngri dóms yfir báðum ákærðu. Magnús heitinn hlaut heila- blæðingu í kjölfar árása ákærðu og lést á sjúkrahúsi af völdum áverka sinna. Hafnar- strætis- máli áfrýjað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.