Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUGUN leiftra, röddin verður blæ-brigðaríkari og handahreyfingarn-ar ákafari. Þórólfur Árnason borg-arstjóri á ekki auðvelt með að leynaákefð sinni þegar helstu hugðarefn- in innan borgarkerfisins ber á góma. Af orðum hans og reyndar allri líkamsbeitingu er ljóst að hann hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu. Þórólfur leynir því heldur ekki að hann njóti starfsins í samtali við blaðamann Morgunblaðs- ins eitt fagurt síðdegi í Ráðhúsinu fyrir skömmu. „Ég get reyndar ekki ímyndað mér að hægt sé að láta sér leiðast í starfi borgarstjóra,“ segir hann örlítið glettinn í bragði. „Starfið er allt of víðfeðmt til að hægt sé að fá leið á ein- stökum þáttum þess. Eitt af því óvænta í byrjun var einmitt að uppgötva hvað Reykjavíkurborg innir víðtækt starf af höndum út um alla borg. Hugsaðu þér bara hvað margir eru að vinna við að þjónusta okkur þegar við notum vatn, ljós og hita við morgunverkin á hverjum einasta morgni. Af öðru get ég nefnt hversu Reykjavík er mik- il borg tækifæranna. Sjáðu bara hvers konar tækifæri eru að myndast við uppbygginguna við Aðalstræti, Skugga 101, vísindagarða við Há- skóla Íslands, tónlistar- og ráðstefnuhús svo eitthvað sé nefnt. Hér kraumar í potti tækifær- anna allt í kringum okkur í borginni. Ég get heldur ekki annað en viðurkennt að mér kom talsvert á óvart hvað stundaskrá borg- arstjóra er þétt. Langmestur hluti tíma míns hefur farið í að sitja fundi og kynna mér erindi einstaklinga og ýmiss konar hagsmunahópa. Af því hefur leitt að ég hef ekki getað gefið mér nægilegan tíma til að velta fyrir mér mínum eig- in áherslum. Ég þarf tíma til þess að hugsa – svo er ég fljótur til að framkvæma. Núna er ég á leiðinni í sumarfrí, þ.e. að frá- töldum borgarráðsfundum. Ég ætla að njóta þess að vera uppi í sumarbústað og velta því svo- lítið betur fyrir mér hvaða línur ég vilji sjálfur leggja.“ Neikvæð umræða of áberandi – Hver er munurinn á því að stýra einkafyrir- tæki eins og Tali og opinberu fyrirtæki eins og stærsta fyrirtæki landsins – borginni? „Fyrst vil ég nefna að ég finn til mun meiri ábyrgðar gagnvart Reykvíkingum en hluthöfum og notendum Tals á sínum tíma. Ríflega 60.000 notendur Tals höfðu sjálfir val um að nýta sér þjónustu fyrirtækisins eða ekki. Reykvíkingar eru skyldaðir til að standa skil á skatti til að standa straum af útgjöldum borgarinnar. Af því leiðir að enn mikilvægara er að bjóða upp á full- nægjandi þjónustu. Ég held því raunar fram að sveitarfélögin mættu vera duglegri að vekja at- hygli á því hvað þau eru að bjóða upp á góða þjónustu víðsvegar um landið. Sveitarstjórnarmenn mega ekki heldur gleyma því hversu mikilvægt er að tala jákvætt um fagið. Menn virðast margir hverjir eiga erf- itt með að tala um málefni sveitarfélaganna öðruvísi en sem annaðhvort meiri- eða minni- hlutamenn. Almenningur heyrir alltof mikið af neikvæðni og lítið af jákvæðum fréttum um þjónustu sveitarfélaganna.“ – Ertu að tala um pólitískt argaþras? „Ég vil ekki einu sinni nota þau orð að bendla þetta við stjórnmál. Stagl væri nær sanni. Alltaf verða menn að vara sig á að tala ekki illa um fag- ið. Á meðan ég var hjá Tali hefði mér þótt mjög alvarlegt mál ef símstöð hjá Landssímanum hefði bilað því að slíkt hefði kastað rýrð á allt fagið. Ef eitt sveitarfélag stendur sig illa í fjár- málum kemur neikvætt umtal gagnvart því nið- ur á öllum sveitarfélögunum. Ef tilraun í þjón- ustu eins sveitarfélags við íbúana gengur illa geta afleiðingarnar verið högg fyrir önnur sveit- arfélög með svipaða tilraun í gangi. Reykjavíkurborg stendur sig ágætlega í markaðssetningu á ýmsum sviðum, t.d. hefur ÍTR verið duglegt að auglýsa þjónustu sína við borgarbúa og skólarnir, söfnin, Strætó og fleiri hafa líka upplýst um sitt starf. Á öðrum sviðum þarf að gera bragarbót í kynningarmálum. Reynsla mín af markaðsmálum ætti þar að koma að góðu gagni.“ – Þarf ekki líka að markaðssetja Reykjavík í útlöndum? „Jú, jú, Reykjavík er náttúrulega hluti af al- þjóðlegri heild. Gleymum því ekki að einn stærsti liðurinn í markaðssetningu felst í því að tryggja gæði vörunnar. Ef ekki er boðið upp á nægilega greiðan aðgang að menntun, góðar menntastofnanir og atvinnutækifæri á Íslandi leitar unga kynslóðin einfaldlega til London, Parísar, Rómar eða eitthvað allt annað. Æ fleiri Íslendingar búa yfir nægilegri menntun og reynslu af alþjóðlegu starfi til þess að ganga inn í fagstörf í öðrum löndum. Eftir að ég hætti hjá Tali fékk ég tilboð um vinnu hjá Western Wire- less og fleiri erlendum fyrirtækjum. Ég valdi að búa áfram í Reykjavík – vildi ekki eiga heima neins staðar annars staðar. Reykjavík er „góð vara“ og stendur sig vel í samkeppninni um ungu kynslóðina. Nýsköpun í atvinnulífinu og atvinnutækifæri fyrir menntað fólk valda því að hingað streymir fólk utan af landi og frá útlönd- um. Engu að síður vil ég nefna hvað valmöguleik- inn er í sjálfu sér jákvæður. Ef einhver tekur meðvitaða ákvörðun um að búa á einhverjum ákveðnum stað hlýtur hann að vera líklegri en ella til að vilja efla þann stað.“ Vekur eitthvert verkefni á vegum borgarinn- ar sérstakan áhuga þinn? „Miðborgin – ekki spurning. Ég er mikill keppnismaður og hef einsett mér að leggja eins mikið af mörkum í miðborginni og kostur er á næstu þremur árum. Við græðum að vissu leyti á því að Reykjavík er svona 5 til 10 árum á eftir helstu borgum í nágrannalöndunum. Við getum því lært af því sem við höfum séð annars staðar. Þróunin hefur víðast hvar verið að vöruhús hafa verið að færast frá miðborgunum út í út- hverfin. Fólk hefur átt auðveldara með að koma þar að bílum og fylla skottin. Miðborgirnar hafa þróast í að vera með sérvöruverslanir með há- gæðavörur, merkjavörur, skartgripi, hönnun, nýsköpun í listum, kaffihús og annars konar upplifun. Hvert förum við þegar við erum ferða- menn í útlöndum? Ég held að Íslendingar séu löngu hættir að fara í stóru vöruhúsin til að fylla margar innkaupakerrur af fatnaði og annars konar varningi. Ferðamenn leita niður í miðbæina í þeim til- gangi að upplifa og kaupa kannski einn eða tvo skemmtilega hluti til að taka með sér heim. Ég er t.d. ákaflega hrifinn af þróuninni á Skólavörðustíg og með nýrri gatna- og gang- stéttagerð er verið að ýta undir að fólk sýni sig og sjái aðra. Sama þróun er að verða á Lauga- veginum.“ Borgin hvati í uppbyggingu – Hvar býrð þú sjálfur? „Við keyptum okkur hús við Bergstaðastræti áður en sprengingin varð í verði húsa á því svæði og erum við mjög ánægð í miðbænum. Ég hef líka tekið eftir því að þrátt fyrir nei- kvætt tal um miðbæinn vilja mjög margir búa í miðbænum. „Ofboðslega eruð þið heppin að búa í miðbænum,“ segir fólk við okkur. Hvað íbúðarbyggðina varðar finnst mér mik- ilvægt að borgin geti boðið upp á ákveðna val- kosti innan borgarmarkanna. Rétt eins og boðið er upp á nánast sveit uppi á Kjalarnesi verður að vera hægt að bjóða upp á góðar íbúðir, litlar og stórar í þéttri byggð í miðbænum eins og t.d. niðri á Skúlagötu. Sumir vilja búa í miðbænum, ganga í vinnuna og fara síðan e.t.v. í sumarbú- staðinn um helgar. Sá lífsstíll selur Skuggaíbúð- irnar í 101. Með þeirri uppbyggingu flytjast 600 til 700 manns í 250 íbúðir í miðbænum og fleiri dæmi um uppbygginguna mætti nefna, t.d. fyr- irhugaðar námsmannaíbúðir við Lindargötuna og nýtt skipulag á Mýrargötusvæðinu. Ekki er síður athyglisvert að í deiliskipulagi miðbæjar- ins er oftar en ekki gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturými á neðstu hæðinni og svo þremur til fjórum hæðum af íbúðum ofan á. Með vaxandi fjölda íbúa í miðbænum eykst svo væntanlega enn verslun, þjónusta og allt líf þar. Nú er Skipulagssjóði stýrt af borgarfulltrúum og borgarstjóra. Ég gegni formennsku í sjóðn- um og hlakka til að taka þar til hendinni. Hlut- verk sjóðsins verður að knýja fram uppbygg- ingu á ákveðnum reitum innan borgarmarkanna. Borgin á að sjá um uppkaup á ákveðnum reitum, að koma þeim í útboð og svo til verktaka áður en ráðist er á næsta reit. Borg- in á að vera hvati fremur en framkvæmdaraðili í þessu verkefni.“ – Hvað sérðu fyrir þér í tengslum við bygg- ingu tónlistar- og ráðstefnuhúss? „Tónlistar- og ráðstefnuhús er eitt af for- gangsmálunum í mínum huga og ég tel að stigið hafi verið stórt skref í því verkefni með því að fá Stefán Hermannsson borgarverkfræðing í framkvæmdastjórn verkefnisins.“ – Hvenær get ég gengið inn í það? „Núna er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefj- ist árið 2006. Ef áætlanir standast ættir þú að geta gengið inn í húsið eftir 5–6 ár. Við megum hins vegar ekki gleyma því að við erum að byggja fyrir nokkra mannsaldra. Vanda verður til verksins. Nú er búið að stofna einkahluta- félag um framkvæmdina. Ekki alls fyrir löngu var ég á kynningarfundi hjá stjórninni um fyr- irliggjandi skipulagstillögur. Engum getur dul- ist hugur um að verkefnið er flókið, hvorki meira né minna en flóknasta skipulagsverkefni á byggðu bóli í Íslandssögunni. Ég veit ekki hvort allir átta sig á því að flytja þarf hluta sjávarút- vegshafnarinnar frá Faxaskála, úr austurhluta hafnarinnar yfir í vesturhlutann, heila bensín- stöð þarf að flytja, endurskipuleggja þarf hluta Borg tækifæran Ráðningu Þórólfs Árnasonar, fyrr- verandi forstjóra Tals, bar óneitan- lega talsvert brátt að. Nú hefur Þór- ólfur komið sér vel inn í starfið og er farinn að taka til hendinni í ýms- um málaflokkum. Anna G. Ólafsdóttir yfirheyrði nýja borgar- stjórann um líðan borgarinnar, helstu verkefni og „gæluverkefni“, að ógleymdu samstarfinu við R- listann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.