Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 11

Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 11
Geirsgötu, gera bílastæði og bílastæðakjallara. Við erum að tala um 10 til 15 milljarða króna framkvæmd í heildina og enn er verið að vinna að því að fá til samstarfs fjárfesta um hótel- og ráðstefnuhlutann.“ Borgarstjóri allra – Finnst þér samvinna þriggja flokka eins og í R-listanum ganga upp? „Áður en ég tók við starfinu hafði ég kannski mestar áhyggjur af því hvernig samstarfið myndi ganga. Skemmst er frá því að segja að þær áhyggjur hafa reynst algjörlega ástæðu- lausar. Samvinnan innan Reykjavíkurlistans hefur gengið alveg hreint prýðilega. Ég má svo til með að minna á að í Reykjavíkurlistanum eru ekki aðeins fulltrúar þriggja flokka því að óháðir eiga einnig sína fulltrúa á listanum. Ég tel reyndar að þátttaka þeirra gefi mér breiðari grunn til að vera talsmaður Reykjavíkurlistans og borgarstjóri allra Reykvíkinga. Ég hef alltaf dáðst að þeim sem bjóða sig fram til góðra verka í almanna þágu. Að þurfa ekki að berjast fyrir því og vera ekki háður einhverjum í þeirri baráttu eru algjör forréttindi. Enginn á neitt inni hjá mér og ég á ekkert inni hjá nein- um. Ég hef verið spurður að því hvort ég væri ekki með langtímasamning. Svarið er – nei. Starf mitt byggist aðeins á gagnkvæmu trausti beggja aðila og hingað til hef ég ekki haft ástæðu til að kvarta.“ – Þú nefndir áðan að þú værir talsmaður R- listans. Ertu ekki um leið pólitískur borgar- stjóri? „Ég var náttúrulega ráðinn af 8 borgar- fulltrúum meirihlutans í borgarstjórn og hef fullt umboð þeirra til allra verka. Hinir 7, sem ekki kusu mig, eiga náttúrlega minni heimtingu á mér. Eigi að síður virði ég skoðanir minnihlut- ans og tel líka skyldu hans að taka þátt í já- kvæðu starfi innan borgarinnar. Ég vænti góðs af samstarfinu við bæði Sjálfstæðisflokk undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og flokk frjálslyndra og óháðra undir forystu Ólafs F. Magnússonar. Sem borgarstjóri gæti ég að því að vera borg- arstjóri allra Reykvíkinga.“ – Nú hefur heyrst að Samfylkingin ætti að bjóða fram í öllum sveitarfélögum við næstu sveitarstjórnarkosningar. Hverjar telur þú lík- urnar á því að af því verði? „Þessi umræða kemur alltaf upp öðru hverju, t.d. hefur Halldór Ásgrímsson talað mikið um að Framsóknarflokkurinn ætti að bjóða fram sér. Ég held að svona innlegg séu fremur til þess ætluð að vekja eðlilega umræðu innan stjórnmálaflokkanna en lýsa yfir óánægju með samstarfið í borginni. Samstarfið hjá Reykjavík- urlistanum hefur verið farsælt og nýjasta könn- un Félagsvísindastofnunar HÍ frá því í febrúar sl. gefur til kynna að 53% borgarbúa styðji meir- hlutann. Ég get ekki séð ástæðu til að vera eitthvað órólegur þótt verið sé að ræða málin einhvers staðar úti í bæ þegar ég veit betur um hug minna nánustu samstarfsmanna.“ Sjö mánuði að greiða skuldir – Hvert er kalt mat þitt á fjárhagsstöðu borg- arinnar? „Reykjavíkurborg er mjög öflug rekstrarein- ing. Við erum náttúrulega að tala um „fyrir- tæki“ með góðan rekstur, góða eignastöðu og fyrirmyndar uppgjörskerfi. Skuldirnar eru heldur ekki meiri en svo að hægt væri að greiða þær upp á 7 mánuðum ef ekki væri greitt til rekstrarins á sama tíma. Ég hafði talsverða reynslu af fjármálum þegar ég tók við starfinu. Þess vegna hefði ég ekki heldur getað verið heppnari þegar andstæðingar Reykjavíkurlist- ans völdu að gera þann vettvang að vígvelli stuttu eftir að ég settist í borgarstjórastólinn í vetur. Ég er enn sannfærður um að ég hafi verið töluvert fljótari að setja mig inn í ný reiknings- skil sveitarfélaga heldur en fyrirspyrjandi. Sú tilfinning var mjög góð fyrir nýjan borgarstjóra. Þeir hafa trúlega ekki áttað sig á því að ég hefði átt mun erfiðara með að svara fyrir stefnu Reykjavíkurlistans varðandi fræðslumálin, félagsþjónustuna og menningarmálin. Núna er ég orðinn öruggari á þessum sviðum og var tilbúinn að tala fyrir stefnu Reykjavíkurlistans í málefnum grunnskólans á fundi Verslunarráðs fyrir skömmu. Hvað reksturinn varðar vil ég þó taka fram að alltaf má gera betur. Við verðum stöðugt að vera með hugann við hvar megi nýta peningana betur. Ég get nefnt að við í sparnaðarnefndinni mæltum fyrir 500 milljón króna sparnaði á síðasta borgarráðs- fundi og er þar sérstaklega beint sjónum að ferðakostnaði, stjórnun, risnu, útgáfu- og kynningarstarfi. Til marks um umfangið má svo geta þess að þótt þessi upphæð kunni að hljóma mjög há nemur hún aðeins um 1,5% af rekstrar- kostnaði eins árs. Í þessu sambandi er endurmat ákaflega mik- ilvægt. Fyrirtækið Kol og salt er t.d. ekki lengur við lýði af því að kröfur neytandans breyttust og farið var að veita annars konar þjónustu. Stund- um getur jafnvel verið eðlilegt að leggja niður þjónustu af því að einkaaðilar eru farnir að þjón- usta fólk betur. Á sama tíma verðum við svo að vera vakandi fyrir því að hafa þéttriðið öryggis- net undir þeim sem virkilega þurfa á hjálp að halda.“ Gagnaveitan árangursrík – Hvert er þitt mat á Línu.Nets-verkefninu? „Ég verð að fá að byrja á því að nefna að sam- eining veitustofnananna í Orkuveitu Reykjavík- ur er skólabókardæmi um ákaflega heppilega og farsæla sameiningu. Núna er ekki einu sinni tal- að um hita-, rafmagns- og vatnsdeild – aðeins fjármála- og þjónustusvið Orkuveitunnar. Starf- semin hefur náð að renna ljúflega saman inn í eina heild undir einu þaki, í minna húsnæði en upphaflega var alls hjá öllum veitunum. Á sama tíma og sameiningin gekk yfir var Rafmagns- veitan að velta fyrir sér möguleikum á nýrri veitu, þ.e. gagnaveitu um raflínu eða með ljós- leiðara. Við verðum náttúrulega að gera okkur grein fyrir því að á þeim tíma voru mun meiri væntingar til viðskipta og hagnaðar í fjarskipt- um en reynslan hefur leitt í ljós. Núna hefur rekstur þessara veitna verið endurskipulagður og gefinn lengri afskriftartími. Menn líta svo á uppi í Orkuveitu að sama eigi við um þessa veitu og aðrar veitur innan borgarinnar. Ný hitaveita í nýju íbúðarhverfi í Reykjavík er í taprekstri í nokkur ár. Enginn reiknar með öðru fyrst um sinn. Eins er því farið um gagnaveituna – við verðum bara að hafa ákveðna þolinmæði. Gagnaveitan á eftir að ryðja braut fyrir mennta- kerfið, þjónustu og atvinnulíf í borginni og skila þar með miklum árangri inn í framtíðina.“ – Hvað sérðu fyrir þér varðandi Vatnsmýr- ina? „Vatnsmýrin er augljóslega tækifæri innan borgarmarkanna. Skipulagið gerir þó ekki ráð fyrir að ráðist verði í framkvæmdir á svæðinu næstu árin en áform eru uppi um samkeppni um heildarskipulag svæðisins á kjörtímabilinu. Annars held ég að við ættum ekkert að vera að eyða of miklum tíma í að þræta um Vatnsmýr- ina. Satt að segja hefur mér alltaf fundist best ef ákvarðanir hafa nánast verið teknar sjálfkrafa. Ef breytingarnar eru orðnar svo sjálfsagðar að engum dettur í hug að hreyfa við mótmælum. Flugvallarmálið á örugglega eftir að leysa sig sjálft innan fáeinna ára. Ég hef fulla trú á því af því að ég tel að samgöngur á landi eigi enn eftir að batna. Fólk utan af landi fer í framhaldinu af því að gera ríkari kröfu um að komast beint úr innanlandsflugi í utanlandsflug og stór hópur erlendra ferðamanna á eftir að fagna því að komast beint frá Keflavík út á land. Ég held að bæði landsbyggðin og ferðaþjónustan muni hagnast á því að boðið væri upp á innanlandsflug beint frá Keflavík.“ Strætó fái forgang – Er raunhæft að ætla að almenningssam- göngur eins og strætó standi einhvern tímann undir sér? Ef svarið er nei eru þá ekki hug- myndir um rándýra skiptistöð undir Kringlunni dálítið á skjön? „Eins og þú getur þér sjálf til er svarið við fyrri spurningunni nei. Ekki frekar en gatna- kerfið. Strætisvagnasamgöngur eru einmitt í sérstakri skoðun núna. Hvað síðari spurninguna varðar eru sérfræðingar sammála um að eðlilegt sé að byrja á því að skipuleggja nýtt leiðakerfi áður en hafist er handa við nýja skiptistöð. Fyrst þurfi að finna út helstu áherslupunktana og svo að ákvarða staðsetningu skiptistöðva. Ég get heldur ekki betur heyrt en að nú telji menn almennt að óþarfi sé að koma upp stórum bygg- ingum fyrir skiptistöðvar. Jafnvel geti verið nóg að reisa lítil skýli á afmörkuðu svæði. Vagnarnir verði síðan þjónustaðir einhvers staðar allt ann- ars staðar. Ekki er því ólíklegt að einn eftirsótt- asti byggingarreitur borgarinnar á Kirkjusandi losni undir byggingarframkvæmdir innan tíðar. Rétt eins og einkabílisminn er styrktur með gatnagerðarkerfinu er eðlilegt að almennings- samgöngum verði veittur einhvers konar stuðn- ingur. Ég veit ekki hvort allir gera sér grein fyr- ir því að aðeins um 4% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru farnar með strætó og enda þótt háleitt markmið um tvöföldun nái fram að ganga erum við aðeins að tala um 8% af öllum ferðum. Borgin gerir einnig ráð fyrir að styrkja nýja leiðakerfið með því að veita strætó ákveðinn for- gang, t.d. forgang á einstökum umferðarljósum og akreinum. Ekki má heldur gleyma því að inn- an nýja leiðakerfisins er gert ráð fyrir 10 til 15 öflugum hraðleiðum sem studdar eru af sérleið- um. Sumir þurfa væntanlega að ganga einhvern spotta í vagnana en komast í staðinn talsvert hraðar með vögnunum á leiðarenda. Með nýja leiðakerfinu er í fyrsta sinn verið að þróa leiða- kerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið í einu. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig til tekst þegar kerfið verður kynnt vel og síðan væntanlega tekið í notkun á næsta ári. Einnig er samhliða unnið að nýju rafrænu kortakerfi sem mun auka möguleika á betri þjónustu og fleiri afsláttarflokkum.“ – Hvenær verður Miklabrautin að hluta til sett í stokk? „Allt hefur sinn tíma. Framkvæmdir við flutning Hringbrautarinnar á kaflanum frá Rauðarárstíg vestur að háskólasvæðinu hefjast í haust. Síðar verður farið í að setja Miklubraut- ina í stokk frá Rauðarárstíg og austur um, lang- leiðina upp að Lönguhlíð. Núna er verið að skoða hvernig best sé að vinna úr umferðarflæðinu við Lönguhlíðar- og Kringlumýrarbrautargatnamótin. Á Kringlu- mýrarbrautargatnamótunum hefur verið óskað eftir mislægum gatnamótum til þess að fækka slysum. Miðað við 70.000 bíla umferð um gatna- mótin eru slys þarna þó alls ekki eins tíð og ætla mætti og verða aðallega þegar umferðarhraðinn eykst á nóttunni. Ekki er heldur sjálfgefið að mislæg gatnamót lækki alltaf slysatíðnina jafnmikið og væntingar standa til. Mislægu gatnamótin í borginni eru ekki heldur öll eins. Til dæmis er verið að kynna nú þessa dagana í samgöngunefnd borgarinnar nokkrar tillögur að mismunandi útfærslum á mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut. Svona mál verður að skoða mjög vel. Núna snýr hins vegar stærsta verkefni okkar með Vegagerðinni að lagningu Sundabrautar. Ekki líður á löngu þar til fyrir liggur skýrsla um nokkra valkosti, þ.e. brú, göng eða svokalla eyjaleið með hólma. Ýmist er gert ráð fyrir því að komið sé inn hjá Kleppi á ytri leið eða Gelgju- tanga á innri leið. Þarna eru ýmsar vangaveltur í gangi og brýnt að finna sátt um góða lausn.“ Sátt um leikskólana – Hvað er að frétta af því kosningaloforði R- listans að bjóða fimm ára börnum fría skólavist í leikskólum hluta úr degi? „Við stefnum að því í lok kjörtímabilsins. Reykjavíkurlistinn er að vinna í þessa átt. Nú eru einnig í gangi tilraunir með samþættingu síðasta ársins í leikskóla og fyrsta ársins í grunnskóla í nokkrum skólum. Víða er í gangi mjög góð samvinna á milli grunnskóla- og leik- skólakennara um aðlögun leikskólabarna að grunnskólanum. Þessi umræða leiðir mig að hverfisskólunum. Borgin á að mínu mati að reka góða hverfisskóla á grunnskólastigi fyrir öll börn í borginni. Sér- stakir forréttindaskólar kunna ekki góðri lukku að stýra. Ég vil ekki að til verði tvær þjóðir í landinu. Kannanir hafa sýnt fram á að Reykvík- ingar eru sammála þessu viðhorfi og um 90% foreldra vilja öfluga hverfisskóla. Svo má heldur ekki gleyma því að samþætting leikskóla og skóla gerist ekki nema í hverfisskólunum.“ – Er ekki eðlilegt að komið verði á samræmd- um starfsdögum í hverfisleikskólum og grunn- skólum í Reykjavík rétt eins og gert í sveitar- félögum eins og Seltjarnarnesi? „Ég tel slíkt alveg koma til greina. Sú breyt- ing gæti þó aðeins gagnast foreldrum sem eiga börn bæði í leikskóla og fyrstu bekkjum grunn- skólans.“ – Á aldrinum 2ja til 9 ára? „Já, þú segir 2ja ára. Ég kom ekki mínum börnum í leikskóla fyrr en þau voru komin á fjórða ár og þótti gott á þeim tíma. Nú þykir sjálfsagt að öll börn séu komin inn í leikskóla 2ja ára. Síðan ég tók við starfinu hefur enginn kvartað við mig út af því að börnin komist ekki inn á leikskóla. Og nú er verið að vinna að því að tryggja öllum börnum leikskólavist frá átján mánaða aldri.“ – Þykir þér góð þjónusta að loka nær öllum leikskólum borgarinnar nú um mánaðamótin? „Án þess að ég sé beint boðberi þessa sýnist mér ýmis rök hníga að því að rétt geti verið að loka leikskólunum einn mánuð á ári. Börnin verða náttúrulega að fá frí frá þessari þungu mætingu. Þau hafa mætt í leikskólann nánast alla virka daga allan ársins hring. Ekki má held- ur gleyma því að faglegir stjórnendur leikskól- anna verða að fá sín lögbundnu frí eins og aðrir. Með því að dreifa fríunum niður á alla sumar- leyfismánuðina væri verið að draga úr faglegu starfi leikskólanna allt sumarið. Hvað atvinnu- lífið varðar eru skiptar skoðanir á því hvað þykir henta best. Stjórnendur fyrirtækja hafa sumir lýst yfir ánægju sinni við mig með að sumarfríin safnist frekar á júlí heldur en að þau haldi fyr- irtækjunum í hægagangi allt sumarið.“ Þurfum að gæta hvert annars Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vann gott verk á sviði jafnréttismála á borgarstjóraferli sínum. Munt þú halda því starfi áfram? „Já, ég mun tvímælalaust halda því starfi áfram. Enn er svo sannarlega mikið verk að vinna. Ég hef lengi verið gallharður jafnréttis- sinni, t.d.náði ég tveimur kvenkyns fram- kvæmdastjórum inn í framkvæmdastjórn Tals á sínum tíma. Ég reyndi mikið til þess að fá konur í stóla framkvæmdastjóra yfir tækni- og fjár- málasviðum en án árangurs. Eitt af því sem ég hef lagt ríka áherslu á er einmitt að gefa fólki skýr skilaboð um að ég styðji jafnrétti kynjanna og mannréttinda- baráttu yfirleitt. Ég styð sjálfsagða réttindabar- áttu samkynhneigðra og áfram mætti telja. Ég styð fjölmenningu og í samtölum við sendiherra erlendra ríkja hef ég sérstaklega óskað eftir því að þeir láti mig vita ef þeir verða varir við kyn- þáttafordóma gagnvart samlöndum þeirra hér. Ekkert okkar hefur leyfi til þess að láta óáreitt að illa sé komið fram við aðra manneskju á grundvelli menningar, litarháttar, annarra ein- kenna eða eiginleika. Við eigum að gæta hvert annars rétt eins og við gerðum þegar 40.000 til 50.000 manns komu saman til að fagna þjóðhátíð lýðveldisins án vandamála fyrir skömmu.“ – Þú nefnir 17. júní. Sumum hefur fundist of langt gengið að láta einkafyrirtæki eins og Og Vodafone og Eimskip auglýsa sjálfa þjóð- hátíðina. „Hátíðarhöldin eru í mínum huga tvenns kon- ar. Annars vegar mjög hátíðlegar athafnir í kirkjugarðinum við Suðurgötu og á Austurvelli fyrir hádegi. Hins vegar er frjálslegri fjöl- skylduhátíð í miðbænum eftir hádegi. Ég gat ekki betur séð en þar væri merkingum frá fyr- irtækjunum stillt í hóf. Við erum að tala um fjóra fána í Lækjargötu og blöðrur í kringum sviðið neðan við Arnarhól þar sem boðið var upp á ókeypis skemmtidagskrá. Fyrirtækjunum er eins og okkur öllum umhugað um að ganga ekki of langt í kynningarstarfi sínu – finna þessa hár- fínu línu. Þau hafa engan áhuga á því að fara yfir strikið og ofbjóða fólki. Ég tel ekkert sjálfgefið að seilast í vasa skattborgaranna fyrir svona stórhátíðir. Ef fyrirtækin vilja leggjast á árarn- ar með okkur og unnið er af smekkvísi er ég svo mikill fyrirtækjamaður að ég vil endilega fá þau til liðs við borgina.“ – Hefurðu tíma til annars en vinnu? „Áður reyndi ég að vera duglegur að mæta í hádegisboltann og fór stundum í sund. Núna heyrir til undantekningar ef ég kemst frá í há- deginu. Ég reyni að komast heim á skikkanleg- um tíma þótt vinnudagurinn hafi tilhneigingu til að lengjast í annan endann. Aftur á móti er ég nokkuð harður á að mæta ekki á skrifstofuna um helgar. Við eigum sumar- bústað á Mýrunum og þangað reyni ég að fara til þess að slappa af og hugsa um eitthvað annað. Við Margrét höfum reyndar oft verið viðstödd uppákomur á kvöldin og um helgar. Hún hefur verið alveg sérstaklega dugleg við að setja sig inn í þessa viðburði. Við teljum svolítið sjálfvalið hvað við hleypum fjölmiðlunum nálægt okkur þó að óneitanlega sé ég opinber persóna. Og Reykvíkingar gera mikla kröfu til borgar- stjórans síns, þeir vilja að maður sé þeirra, borg- arstjóri frá því að maður vaknar á morgnana þar til maður sofnar á kvöldin.“ nna ago@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.