Morgunblaðið - 29.06.2003, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
INN af kaffistofunni í Odda erskrifstofa Hannesar Hólm-steins Gissurarsonar, prófess-ors í stjórnmálafræði við Há-skóla Íslands. Þó að staflar séu
á borðum og hann sé að fást við viða-
mikil ritstörf er óreiðan furðu lítil. Að
minnsta kosti ef miðað er við staflana
á borði blaðamannsins sem tekur við-
talið. Inn á milli ritgerða nemenda frá
síðustu önn og ýmissa skjala eru
heimildir um Halldór Kiljan Laxness.
Sem þyrfti svo sem ekkert að teljast
óvenjulegt; Hannes Hólmsteinn hef-
ur farið vítt yfir á fræðimanns- og rit-
höfundarferli sínum. Og skrifað ófá
orð um nóbelsskáldið. En víst er er-
indið óvenjulegt að þessu sinni; nefni-
lega ævisaga Halldórs Kiljan Lax-
ness.
„Eins og alþjóð hefur tekið eftir
hefur Sjónvarpið verið að sýna þætti
um 20. öldina sem við Ólafur Harðar-
son prófessor sömdum handritið að,“
segir Hannes, hallar sér fram í stóln-
um og talar yfirvegað. „20. öldin er
ein sögulegasta öld mannkynsins og
hún var mannkyninu blendin, en Ís-
lendingum góð. Þegar ég horfi um öxl
til 20. aldarinnar held ég að ég verði
að taka undir með mörgum öðrum, að
einhver merkasti Íslendingur aldar-
innar hafi verið Halldór Kiljan Lax-
ness og saga hans afar hnýsileg.“
En það er samt langt stökk þaðan
yfir í það að skrifa ævisögu manns.
„Ég ákvað fyrir nokkrum árum í
framhaldi af rannsóknum mínum á
20. öldinni að skrifa um Halldór Kilj-
an Laxness. Ég dáist að honum. Hann
var fullkominn snillingur og jók hróð-
ur þjóðarinnar stórkostlega erlendis.
Hann er í því efni sambærilegur við
Snorra Sturluson og Njáluhöfund. Ég
hafði mikinn áhuga á honum vegna
þess að saga hans er saga 20. aldar-
innar. Hann fæðist 1902 og andast
1998, þannig að hann er samtímamað-
ur aldarinnar. Og hann er ekki aðeins
samtímamaður aldarinnar; hann er
líka safngler hennar og sjónauki.
Hann er safngler vegna þess að í hon-
um endurspeglast svo margar vonir,
óskir, draumar og jafnvel martraðir
20. aldarinnar og hann er sjónauki
hennar vegna þess að hann víkkar svo
út okkar sýn á skáldskap og veru-
leikann.“
Hvaða þætti í lífi hans muntu taka
fyrir í þessu verki; fjallarðu um líf
hans frá vöggu til grafar?
„Ég hef gefið út tvær ævisögur,
annars vegar Jóns Þorlákssonar for-
sætisráðherra og hins vegar Benja-
míns Eiríkssonar bankastjóra. Það
sem ég geri í báðum þessum bókum
er að bregða ljósi á þá með því að
segja frá samtímaatburðum og
bregða ljósi á samtímaatburði með
því að segja frá þeim. Ég hafði hugsað
mér að hafa svipaða aðferð í þessari
ævisögu Halldórs Kiljans Laxness.
Hún skiptist í þrjú bindi, sem ég geri
ráð fyrir að verði hvert um sig um 400
blaðsíður. Fyrsta bindið heitir Hall-
dór. Annað bindið Kiljan. Og þriðja
bindið Laxness.“
Hvernig raðast ævin í bindin þrjú?
„Fyrsta bindið, Halldór, er um ævi
hans og verk frá því hann fæðist og
þar til hann verður þrítugur. Það eru
þroskaárin. Svo skemmtilega vill til
að seinna bindið af Sölku Völku kem-
ur út á þrítugsafmælinu hans og þá
stígur hann líka fram á völlinn sem
fullþroskaður rithöfundur.
Annað bindið, Kiljan, fjallar um
næstu 20 árin í ævi hans, – baráttuár-
in. Þegar hann er rithöfundur á Ís-
landi, afar umdeildur en dáður. Og
þriðja bindið, Laxness, fjallar um frið-
arárin, frá því hann er fimmtugur, í
kringum 1952, þegar Gerpla kemur
út, og þangað til hann fellur frá 1998.
Ég fjalla m.a. um nóbelsverðlaunin og
þegar hann og þjóðin, sem höfðu nú
löngum eldað grátt silfur saman,
verða vinir og hann sest á friðarstól á
Gljúfrasteini.“
Nú er hætt við að margir telji sig
vakna upp við vondan draum þegar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson fer
að skrifa sögu Halldórs Laxness.
„Ég dáist að Halldóri Laxness og
ég hef þær skyldur við lesendur mína
að skrifa eins vel og eins satt og eins
rétt og ég get. Hann var snillingur, en
hann var líka maður og ekki Guð eða
dýrlingur. Það á ekki við á 21. öldinni
að skrifa einhverjar heilagramanna-
sögur og það ætla ég ekki að gera.
Þórbergur Þórðarson talaði um
hvítasunnusöfnuðinn þegar hann
taldi menn of gagnrýnislausa á Hall-
dór. Ég ætla ekki að ganga eins langt
og Þórbergur, en ég geri þetta eins
heiðarlega og vel og mér er unnt.
Aðalatriðið, og það sem Halldór
hefur skilið manna best, því hann var
svo vinnusamur, er að leggja nægi-
lega mikla vinnu í þetta. Það verður
að þjóna lesandanum sem best og allt-
af að leggja sig allan fram. Í einni bók
sinni segir Halldór að mormón sé sá
einn sem kostað hefur öllu til; mað-
urinn sem er reiðubúinn að ganga í
þurrkinum yfir eyðimörkina,“ segir
Hannes svo innblásinn að blaðamaður
verður þyrstur og fær sér kaffisopa.
„Á sama hátt er góður rithöfundur
sá sem kostar öllu til, sá sem kastar
sér út í verkefnið, sá sem vinnur frá
morgni til kvölds af ástríðu til þess að
skrifa góðan texta. Og það var nokkuð
sem Halldór Laxness gerði svo sann-
arlega sjálfur.“
Liggja miklar rannsóknir að baki
skrifum þínum?
„Ég hef reynt að gera mitt besta,
setið á skjalasöfnum á Íslandi, á
Norðurlöndum og víðar nú nokkur
síðustu árin þó að ég hafi ekki haft
hátt um það hér á landi. Og ég hef far-
ið á flesta þá staði, sem Halldór Lax-
ness fór á. Ég var t.d. um nokkurt
skeið í Los Angeles, þar sem hann bjó
í tvö og hálft ár, og lengi í Stokkhólmi
og Kaupmannahöfn. Ég hef líka rann-
sakað skjöl hér á Íslandi, lesið
fjöldann allan af bókum og kynnt mér
persónur sem komu við sögu í hinu
langa og litríka lífi Halldórs Laxness.
Menn eins og Konrad Simonsen, sem
var með honum í klaustrinu, og Bill
Cody, sem var kúrekahetja í Banda-
ríkjunum af íslenskum ættum, og
auðvitað menn eins og Þórbergur,
Ragnar í Smára, Kristinn E. Andrés-
son, Gunnar Gunnarsson og fjöldinn
allur annar af mönnum sem komu við
sögu í lífi Halldórs Laxness.“
Hemingway? spyr blaðamaður,
svona til að spyrja um einhvern.
„Hemingway og Halldór hittust
aldrei. Halldór sagði að það væri
vegna þess að hann væri hræddur um
að Hemingway yrði ölvaður. Hann
hafði andúð á ölvuðum mönnum. Hall-
dór var dálítið ólíkur íslenskum lista-
mönnum í því að hann var reglusamur
og vinnusamur. Hann var í rauninni
enginn bóhem, heldur umfram allt
rithöfundur af köllun. Hann fórnaði
öllu fyrir að vera rithöfundur. Og sú
fórn hans var vissulega mjög mikils
virði.“
Fannstu eitthvað nýtt í þessum
rannsóknum, sem þú ert tilbúinn að
segja frá?
„Nei, ég er ekki tilbúinn að segja
frá neinu, ekki frekar en leikarar eða
aðrir rithöfundar, því ég tel það eiga
við í listum að þeir sem eru forvitnir
verði bara að fara á leikritið eða lesa
bókina. En það get ég fullyrt að ég
fann mjög margt sem er nýtt og for-
vitnilegt og hnýsilegt sem menn
munu klóra sér í kollinum yfir og
furða sig á og mönnum á eftir að
þykja skemmtilegt.
Ég tek það fram að ég skrifa þessa
sögu af mikilli samúð með söguhetj-
unni. Þetta er ekki tilraun til þess að
salla hann niður. Síður en svo. Þetta
er miklu frekar tilraun til þess að
vekja áhuga á honum. Ég tel að mað-
ur sem ekki er í neinum hvítasunnu-
söfnuði í kringum Halldór og ætlar
sér ekki að semja heilagramannasög-
ur sé miklu betur til þess fallinn að
vekja áhuga á Halldóri en þeir sem
eru bara að syngja hóseanna í kring-
um hann.
Ég held ég sé að gera minningu
Halldórs Kiljans Laxness greiða með
því að skrifa þessa bók á hispurslaus-
an, heiðarlegan og einlægan hátt. En
ég tek það fram að ég skrifa þessa bók
ekki sem bókmenntafræðingur held-
ur sem rithöfundur. Ég skrifa hana
sem ævisagnahöfundur. Ég skrifa
hana fyrir hinn almenna lesanda og
reyni að gera hana læsilega.
Sjálfur hef ég skipt um stíl í mínum
rithöfundarferli. Þegar ég var ungur
maður skrifaði ég uppskrúfaðan
spakvitringa- og menntamannastíl,
með fjöldann allan af tilvitnunum í
aðra spakvitringa. Ég er þeirrar
skoðunar núna að besti og eðlilegasti
stíllinn sé þessi létti og ljósi blaða-
mannastíll, sem er auðvelt að lesa. Að
minnsta kosti á hann prýðilega við í
ævisögum.“
Þegar þú hefur komið fram á sjón-
arsviðið og talað um Halldór Laxness
hefurðu oft gagnrýnt hann, m.a. fyrir
að segja ekki frá því fyrr en aldar-
fjórðungi síðar að hann hafi verið
staddur á heimili Veru Hertzsch í
Moskvu þegar hún var handtekin þar
fyrir engar sakir árið 1938. Hefurðu
ekki of sterkar skoðanir á manninum
til þess að þú getir skrifað um hann af
samúð?
„Ég held að við þurfum að átta okk-
ur á því að Halldór Kiljan Laxness
var að sjálfsögðu saklaus af þeim
verkum, sem alræðissinnar 20. aldar-
innar frömdu,“ segir Hannes og
ómögulegt að draga hann lengra út í
þessa sálma. „Mín bók verður hins
vegar ekkert mjög mikið um pólitík.
Hún verður miklu frekar um manninn
Halldór Kiljan Laxness og tilraun til
að skilja hann. Hann var maður sem
kenndi til í stormum sinna tíða, eins
og Stephan G. Stephansson orðaði
það. Hann hafði sterkar skoðanir og
ég ætla ekki að dæma hann, heldur
reyna að skilja hann, skýra hann og
draga fram það sem máli skiptir.
Þetta á ekki að vera neitt uppgjör
við Halldór Laxness. Frekar lýsing á
20. öldinni og tilraun og viðleitni til að
skilja þá menn sem stóðu andspænis
hinum ögrandi verkefnum 20. aldar-
innar og gengu á hólm við margar
skoðanir þeirrar aldar. Það má ekki
gleyma því að Halldór Kiljan Laxness
var sjálfur myndbrjótur. Hann var
maður sem skoraði margar skoðanir
og viðteknar venjur síns tíma á hólm.
Hann var alls óhræddur að gagnrýna
máttarvöldin. Ég held við verðum að
vera tilbúin að feta í fótspor hans í því
efni; vera tilbúin að gagnrýna hann,
en gera það á heiðarlegan hátt.“
Nú er þetta ósamþykkt ævisaga,
þ.e. ekki með samþykki ættingja eða
aðstandenda Halldórs Laxness. Þú
staldrar ekkert við það?
„Er ekki Laxness sameign þjóðar-
innar frekar heldur en séreign ein-
hverra örfárra manna? Gefur það
ekki rithöfundinum dálítið frelsi ef
það eru ekki menn að anda yfir axl-
irnar á honum?“ spyr Hannes.
„Við megum ekki gleyma því að
Halldór Laxness var heillandi og
margbrotinn persónuleiki og það
voru mjög margar hliðar á honum.
Það sem mig langar til að gera er að
leyfa þessum ljósbrotum öllum að
njóta sín og skína í dagsbirtunni.“
Reyndirðu ekki að fá samþykki
ættingja og aðstandenda fyrir útgáfu
bókarinnar?
„Ég hef ekki fengið neitt bann
heldur. Aðalatriðið er að skrifa þetta
út frá þeim heimildum sem til eru og
reyna að vanda sig. Þannig að það
þurfi enginn að hafa skömm eða
skaða af þessu verki. Ég lít ekki svo á
að með minni ævisögu verði síðasta
orðið sagt um Halldór Laxness. Aðrir
eiga eftir að líta hann öðrum augum
en ég. Ef aðrir vilja skrifa um hann
heilagramannasögur eða bókmennta-
fræðispeki, þá mega þeir gera það
Rómantíkin sterkari en
Tveir vinnusamir menn mætast, annar lífs, hinn
liðinn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor
er að vinna að ævisögu Halldórs Laxness og kemur
fyrsta bindið af þremur út í haust. Pétur Blöndal
talaði við hann um þetta umfangsmikla verkefni,
áherslurnar og kynnin af nóbelsskáldinu.
Morgunblaðið/Golli
Hannes Hólmsteinn Gissurarson að störfum í Þjóðarbókhlöðunni.
’ Ég dáist aðHalldóri Laxness og
ég hef þær skyldur
við lesendur mína að
skrifa eins vel og eins
satt og eins rétt og ég
get. Hann var
snillingur, en hann
var líka maður og
ekki Guð eða dýr-
lingur. ‘
’ Þetta á ekki aðvera neitt uppgjör
við Halldór Laxness.
Frekar lýsing á 20.
öldinni og tilraun og
viðleitni til að skilja
þá menn sem stóðu
andspænis hinum
ögrandi verkefnum
20. aldarinnar. ‘
’ Það þarf mikinnkjark og sigurvissu
til þess að geta gert
allt það sem Halldór
Laxness kom í verk á
þeim árum sem
hann var ekkert við-
urkenndur. ‘