Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 25

Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 25 Norræni menningarsjóðurinn veitir styrki til norrænna menningarverkefna sem að minnsta kosti þrjú Norðurlandanna/sjálfstjórnarsvæðanna taka þátt í. Umsóknarfrestir haustsins 2003 eru: 1. ágúst, 1. september og 1. október. Á einungis við um rafrænar-umsóknir allt að 100.000 DKK. Afgreiðslutími umsókna er 9-10 vikur. 1. september. Gildir fyrir umsóknir yfir 100.000 DKK og allar póstsendar umsóknir. Afgreiðslutími er 14-15 vikur. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu sjóðsins: www.nordiskkulturfond.org Nordisk Kulturfond Store Strandstræde 18 1255 København K Sími 0045 33 96 02 00 Netfang: kulturfonden@nmr.dk Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ                          !   ! " #                  !! " ### $%    && '  $  ( ) *+*  % , - + *...%    $  ! % $                   Í DAG, sunnudaginn 29. júní, verður opnuð sýning Aðalheiðar S. Ey- steinsdóttur í Gallery xie xie, Xia- men í Kína. Opnun sýningarinnar er liður í verki Aðalheiðar „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is BÓK þessi minnir um sumt á ljóð- ræna kveðskapinn sem svo mjög var í tísku snemma á öldinni sem leið. Aldarandinn bauð að skáldin lýstu tilfinningum sínum opinskátt; stundum óbeislaðri lífsgleði en jafn- oft söknuði og trega vegna horfinnar æsku sem liðið hafði allt of fljótt. Vel þótti hæfa að útmála dýpt tilfinning- anna með litríkum náttúrulýsingum í bakgrunni. Á persónugervingar var ennfremur litið sem innblásið textaskraut; stundum jafnvel horft til þeirra sem staðfestingar á því hvort viðkomandi væri skáld eður ei. Það sem hér hefur verið tínt til á meðal annars við ljóðin Syngdu söngfugl, Snjókorn, Regnhjarta, Apríldagur og Til mömmu. En hvað sem líður samanburði við fyrri tíma skáldskap er eigi að síður margt sem aðgreinir ljóð þessi frá kveðskap þeim sem var í tísku á ár- unum milli stríða þegar unga fólkið svaf með Svartar fjaðrir og Söngva förumannsins undir koddanum. Þó nú væri! Ljóðformið hefur gengið í gegnum breytingar, að ekki sé sagt byltingar. Súrrealisminn, vakinn af Freud og Jung og André Breton og Louis Aragon, kafaði í djúp undir- vitundarinnar. Og modernismin blés á burt hinu tilsniðna formi. Ljóst er að Eyþór Rafn hefur kynnst hvoru tveggja þótt hvorki verði hann tal- inn til súrrealista né modernista, langt því frá. Eigi að síður veikir það ljóð hans að í þeim kennir of margra áhrifa úr ýmsum áttum. Þar eru með öðrum orðum fleiri endar en svo að auðveldlega megi hnýta sam- an. Sum ljóðin eru ort með rími og ljóðstöfum, þeirra á meðal Karen amma. Það er bæði persónulegt og nærfærið og hugmyndin hin ágæt- asta. En höfundurinn er ekki svo grunnmúraður í gamla tímanum að honum takist að leyna barningi sín- um við endarímið. Í ljóðinu Júní- mynd á Kirkjubæjarklaustri, sem ort er á modernískari nótunum, lýsir Eyþór Rafn sveitasælunni eins og hún angar og skín í skilningarvitum borgarbúans: yfir húsunum vakir lágreist fjallið og Systrafoss frussast niður Skaftá liðast áfram og strýkur stráin við bakkann mjúklega nokkrar kýr úti á túni og taðlyktin blandast saman við ilminn af grasinu Ljóð þetta lætur ekki mikið yfir sér, er raunar lítið meira en einfald- ur texti, en vekur þægilega kennd í vitundinni. Nema hvað undirritaður hnaut um orðið „frussast“ sem Stef- án og Davíð hefðu fráleitlega notað í idyllisku ljóði. Í sonnettunum Laugarhögni, Hrós, Ferjumaðurinn, Frá morgni til kvölds og Vorjafndægur bregður fyrir gliti af gulli innan um grjótmol- ana. Smávegis lagfæringar hefðu sums staðar breytt ásýndinni til muna. Hér er auðvitað dæmt eftir smekk. Og varla þarf að taka fram að smekkur er umdeilanlegur. Best – og raunar langbest – tekst Eyþóri Rafni upp í örstuttum ljóð- um þar sem allt er sagt sem segja þarf, engu er ofaukið og líkingamál- ið hæfir tilefni. Taka má sem dæmi ljóð sem hann nefnir einfaldlega Gleði: í brjósti mínu springur hávær flugeldur og varpar stjörnum Þrátt fyrir margháttaða hnökra og hæpið orðaval, sem undirrituðum gengur misjafnlega að fella sig við, skilur bók þessi eftir fleira jákvætt en neikvætt, ef ekki – hreint að segja – dálítinn ljósgeisla í hug- skotinu. Því veldur mannleg afstaða skáldsins til lífsins og ljóðsins sem vissulega hlýtur að vera frumhvati hvers konar listar, hvort sem maður tjáir sig opinskátt eða dulbýr hugs- un sína. Opinskár og einlægur BÆKUR Ljóð eftir Eyþór Rafn Gissurarson. 47 bls. Pjaxi ehf. Garðabær, 2003. RAF Erlendur Jónsson ÚT eru komnar fimm kiljur af Útkalls- bókum Óttars Sveinssonar um sannar frásagnir af slysum og björgunum. Bækurnar eru allar prentaðar í Dan- mörku en Stöng gefur út. Í Útkalli TF-SIF/TF-LÍF er úrval frá- sagna úr fyrstu bók Óttars, Útkalli Alfa-TF-SIF og fjórðu bók hans, Útkalli TF-LÍF. Þar eru sannar og áhrifaríkar sögur þyrluflugmanna Landhelgis- gæslunnar og fólks sem þeir hafa bjargað þar sem barist var upp á líf og dauða. Bókin er 220 bls. Verð kr. 1.499. Útkall Geysir er horfinn. Fjórum sól- arhringum eftir að Geysir hverfur hefur þjóðin talið vélina af. Þá berst ógreini- lega morssending: ,,staðarákvörðun ókunn … allir á lífi“. Saga eins mesta björgunarafreks Íslandssögunnar þeg- ar áhöfn Geysis er bjargað af Vatna- jökli við ótrúlegar aðstæður. Bókin er 216 bls. Verð kr. 1.499. Útkall á jólanótt. Fimm skipbrots- menn af ms. Suðurlandi lýsa ótrúlegri vist um borð í hálfbotnlausum gúmbáti eftir að skip þeirra sökk á jólanótt 1986. Tók ms. Suðurland niðri á sov- éskum risakafbáti eins og margir telja? Bókin er 190 bls. Verð kr. 1.499. Útkall í Djúpinu. Febrúar 1968. Tug- ir breskra og íslenskra fiskiskipa lenda í versta illviðri í manna minnum. Tog- arinn Ross Cleveland hverfur í Ísafjarð- ardjúpið og menn verða forviða þegar Harry Eddom, einn af áhöfn togarans, finnst á lífi 36 tímum síðar. Saga ótrú- legs björgunarafreks þar sem menn berjast fyrir lífi sínu. Bókin er 204 bls. Verð kr. 1.499. Doom in the Deep. Hér er um að ræða enska þýðingu á Útkalli í Djúpinu sem hugsuð er fyrir erlenda ferða- menn og gjafir til vina hér heima sem erlendis. Doom in the Deep verður væntanlega gefin út erlendis síðar á árinu. Bókin er 211 bls. Verð kr. 1.499. Kiljur NÝKJÖRIN stjórn Félags ís- lenskra bókaútgefenda skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi starfsársins 2003–4. Sigurður Svavarsson, Eddu, for- maður (kjörinn á aðalfundi), Snæ- björn Arngrímsson, Bjarti, vara- formaður, Gunnar H. Ingimundarson hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi, gjaldkeri, og Hildur Hermóðsdóttir hjá Bókaút- gáfunni Sölku, ritari. Aðrir í stjórn eru: Arnbjörn Kristinsson hjá Setbergi, Björn Ei- ríksson hjá Skjaldborgu, Bragi Þórðarson hjá Hörpuútgáfunni, Egill Örn Jóhannsson hjá JPV út- gáfu og Pétur Már Ólafsson hjá Eddu. Í varastjórn eru Ingibjörg Ás- geirsdóttir hjá Námsgagnastofnun, Jón Hjaltason hjá Bókaútgáfunni Hólum og Jörundur Guðmundsson hjá Háskólaútgáfunni. „Þorbergur Þórsson hag- fræðingur mun vinna áfram að kortlagningu á íslenskum bóka- markaði, en fyrsti hluti skýrslu hans var kynntur á Bókaþingi í apríl sl. Félagið mun setja aukinn kraft í lestrarörvun og leita í því skyni samstarfs við ýmsa aðila í þjóðfélaginu. Einnig verður lögð aukin áhersla á baráttu fyrir niður- fellingu eða lækkun á virðisauka- skatti á bækur,“ segir í fréttatil- kynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. „Framundan eru óvenjumikil samskipti við erlenda útgefendur og samtök þeirra. Yfir 90 manna norrænt kennslubókaþing verður á Akureyri í ágúst og í Reykjavík verður bókmenntahátíð í haust en hana munu sækja margir erlendir útgefendur og rithöfundar. Ráð- stefna Norræna útgefendaráðsins verður einnig haldin hér á landi næsta sumar,“ segir þar enn frem- ur. Ný stjórn útgefenda ÚT er komin bókin Hafnir á Reykja- nesi – Saga byggðar og mann- lífs í ellefu hundr- uð ár eftir Jón Þ. Þór. Sögusvið bók- arinnar er Hafnir á Suðurnesjum. Við fáum innsýn í þróun byggðarinnar frá fyrstu tíð, kynnumst fólkinu og sögu hreppsins í texta Jóns Þ. Þór sagn- fræðings. Jón hefur rannsakað sögu sjávarbyggða og sjávarútvegs um langt skeið, skrifað greinar og gefið út margar bækur um það efni. Útgefandi: Reykjanesbær. Bókin er 271 bls. og henni fylgir kort. Prentuð í Steinholti ehf. Umbrot og filmuvinna: Egill Baldursson. Sagnfræði FAGURHÓLSBRÆÐUR úr Landeyjum, niðjatal Sigurðar Einarssonar, bónda í Fagurhól í Landeyjum, og Helgu Ein- arsdóttur konu hans, er nú komið út í nýrri og endurskoðaðri gerð. Höf- undar niðjatalsins eru Eygló Halldórs- dóttir og Jón Valur Jensson, en hann tók einnig saman framættir þeirra hjóna. Alls er verkið 70 bls. í stóru broti, gefið út af Ættfræðiþjónust- unni. Þau Sigurður og Helga bjuggu í Fag- urhól á síðustu áratugum 19. aldar og fram yfir aldamótin. Af fimm börnum þeirra komust upp fjórir synir, Steinn skólastjóri, skáld og gjaldkeri, Einar eldri, bóndi á Arngeirsstöðum í Fljóts- hlíð (faðir sr. Sigurðar skálds í Holti og systkina hans), Einar yngri, verka- maður og sjómaður í Reykjavík, og Markús húsasmíðameistari, lengst í Reykjavík. Niðjatalið nær yfir um 700 afkom- endur þeirra Fagurhólsbræðra. Mynd- ir og ættskrár fylgja. Niðjatal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.