Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 30
SKOÐUN
30 SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Reynigrund 41 - OPIÐ HÚS Í DAG
Frábærlega vel staðsett raðhús á
tveimur hæðum, ásamt steyptum
bílskúr, samtals, 151,1 fm neðst í
Fossvoginum. Að innan er húsið
nánast allt upprunalegt en snyrti-
legt. 3 góð svefnherbergi. Nýleg
suðurverönd. Suðursvalir á efri
hæð. Laust til afhendingar strax.
OPIÐ HÚS Í DAG
MILLI KL. 14.00 og 17.00.
VERÐ: 18,2 m (3632)
WWW.EIGNAVAL.IS
Til sölu
sumarbústaður
í Hrísey.
Upplýsingar gefur:
Narfi Björgvinsson,
Hrísey, sími 898 7345.
Sumarbústaður í Hrísey
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali
Glæsilegt tvílyft 238 fm ein-
býlishús með lítilli aukaíbúð.
Vandaðar innréttingar og
gólfefni. Fallegur garður með
heitum potti. Innbyggður bíl-
skúr. Verð 25,9 millj.
Berglind tekur vel á móti ykkur. (3102)
Opið hús í dag á milli kl. 15 og 17
Logafold 35
Til sölu snyrtilegt og vinalegt
sumarhús í landi Stóra Fjalls
í Borgarfirði. Stórt kjarrivaxið
land með fagurri fjallasýn og
útsýni til jökulsins. Friðsæll
staður í innan við klukku-
stundar akstur frá Reykjavík.
Verð 3,4 millj.
Ásta verður á staðnum, sími 696 4834.
SUMARHÚS Í BORGARFIRÐI
TIL SÝNIS Í DAG!
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Smáralind - 1. hæð
Sími 565 8000
Opið í Smáralind í dag
á milli kl. 12-18
Opið hús í dag á milli kl. 15 og 18
Skildingatangi 6
Hús við hafið! Nýtt hús við göngustíginn í Skerjafirði, and-
spænis Bessastöðum. Öldugjálfur og óviðjafnanlegt útsýni,
garður og sólpallur þar sem njóta má næðis. Vandaðar inn-
réttingar. Verð 49,0 millj.
Herdís og Gísli taka á móti ykkur
með kaffi á könnunni í dag.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Nýkomið í einkasölu sér-
lega fallegt tvílyft einbýli
með innbyggðum bílskúr,
samtals 294,5 fm. 6 svefn-
herbergi, stofa, borðstofa,
stórt eldhús, arinu o.fl. Frá-
bær staðsetning og útsýni.
Eignarlóð. Verð 29,5 millj.
96302
Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
Eyktarás - Reykjavík - einbýli
ÁRIÐ 2002 var ár menningar-
minja í aðildarlöndum menning-
arsáttmála Sameinuðu þjóðanna,
UNESCO. Hinn 1.
febrúar sl. tilnefndi
ríkisstjórn Íslands
Þingvelli á heims-
minjaskrá
UNESCO. Nið-
urstaða er vænt-
anleg sumarið 2004
á 60 ára lýðveldisafmæli þjóðar-
innar, að loknu matsferli nefndar
um arfleifð þjóðanna (World Her-
itage Committee).
Staðir á heimsminjaskrá
UNESCO eru alþjóðlega viður-
kennd verndarsvæði og talin meðal
mestu undra veraldar. Þekktir stað-
ir þar á meðal eru t.d. píramídarnir
í Egyptalandi, Stonehenge í Eng-
landi, Kínamúrinn, Taj Mahal á
Indlandi, Galapagoseyjar, Grand
Canyon og stafkirkjan í Urnes í
Noregi. Þingvellir eru nú tilnefndir
á lista yfir þessa merkustu staði
jarðar. Staðir á heimsminjaskránni
draga gjarnan að aukinn fjölda
ferðamanna þannig að mikilvægi
viðkomandi staða eykst í þjóðhags-
legu tilliti. Heimsminjaskráin er tal-
in vera afar öflugt tæki til minja- og
náttúruverndar ekki síður en upp-
byggingar vandaðrar ferðaþjónustu
í hverju landi.
Íslendingar gerðust aðilar að
samningi Menningarmálastofnunar
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)
frá 1972 um verndun menningar- og
náttúruarfleifðar heimsins í desem-
ber árið 1995. Í desember 2001 var
ákveðið af ríkisstjórninni að stefna
að tilnefningu merkustu staða Ís-
lands á heimsminjaskrá UNESCO.
Er þeim áfanga náð með tilnefningu
Þingvalla. Á heimsminjaskrá
UNESCO eru nú um 730 staðir í
124 löndum, en allir þessir staðir
eru taldir einstakir í heiminum og
sameiginleg arfleifð mannkyns, þ.e.
vitnisburður um samspil mannlífs
og náttúru jarðarinnar. Með aðild
Íslendinga að samningi Menningar-
málastofnunar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) frá 1972 um verndun
menningar- og náttúruarfleifðar
heimsins urðu Íslendingar sam-
ábyrgir fyrir því að tryggja varð-
veislu staða á Íslandi til komandi
kynslóða samfélags jarðar.
Sem formaður samráðshóps um
heimsminjaskrá kynnti undirrituð
nýlega tilnefningu Þingvalla á
stjórnarfundi norrænu heimsminja-
skrifstofunnar í Osló. Því var fagnað
enda tilnefning Þingvalla mikilvæg
fyrir norræna menningararfleifð al-
mennt á heimsminjaskránni. Herra
Francesco Bandarin, aðal-
framkvæmdastjóri heimsminjaskrif-
stofu UNESCO í París, var við-
staddur stjórnarfundinn og var af
því tilefni rætt um heimsminjar á
Norðurlöndum og stöðu þeirra mála
í heiminum almennt. Meginstefna
heimsminjaskrifstofu UNESCO er
samkennd mannkyns og samhengi
minja og sögu á veraldarvísu. Á
fundinum var því rætt um heims-
minjar og mannúðarmál almennt.
Mikil umræða varð um málefni
stríðshrjáðra svæða, m.a. Afganist-
an og Írak. Öllum er ljóst að þegar
stríð herjar líða saklausar mann-
eskjur og það snertir okkur öll enda
ekkert meira virði fyrir mannkyn
en friður og öryggi. Um þetta erum
við sammála.
Sem þjóðminjavörður vil ég hér
beina sjónum að þeim þætti stríðs-
hörmunga sem lúta að niðurbroti
mannsandans með eyðileggingu
menningarminja. Það átti sér stað í
stríðsátökunum í Írak, fornminjar,
söfn og listaverk voru eyðilögð og
þeim stolið í stórum stíl. Þegar
ómetanlegar minjar eru eyðilagðar í
stríði kemur það okkur öllum við.
Öllum er einnig í fersku minni þeg-
ar búddalíkneskin ómetanlegu voru
lögð í rúst í Afganistan. Þetta er
óbætanlegt tjón fyrir mannkynið
allt. Allt frá 19. öld og fram á 20. öld
voru fornminjar í Írak óþrjótandi
rannsóknarefni fornleifafræðinga og
listfræðinga alls staðar að úr heim-
inum. Verndun þessara minja þró-
aðist frá því að vera eins og hún
gerðist best í heiminum á þeim tíma
til ástandsins sem ríkt hefur og er
til vitnis um hið gagnstæða. Í hinu
frjósama landi Mesópótamíu á milli
fljótanna Efrat og Tígris á vestræn
menning rætur sínar, þar var vagga
siðmenningar. Svæðið Basra Al
Qurna, þar sem Efrat og Tígris
mætast, er í hugum manna sjálfur
aldingarðurinn Eden. Öll sjáum við
fyrir okkur 1001 nótt og hver á sér
ekki mynd af fegurð Babylon, einu
af sjö furðuverkum fornaldar, sem
er um tveggja tíma akstur sunnan
Bagdad, höfuðborgar Írak. Aðrir
þekktir sögustaðir eru bæirnir Ur
og Uruk, frá því um 4000 f.Kr., sem
þekktir eru úr Biblíunni og forn-
leifafræðinni. Það sama má segja
um assýríska höfuðstaðinn Nineveh.
Miklu fleiri þekkta minjastaði í Írak
má telja til.
Það sem snýr að mannlegum
þáttum varðandi stríð í Írak snertir
okkur öll. Ekki síður verður að
harma eyðileggingu óbætanlegra
fornminja. Menningararfur mann-
kyns er kjarni menningar og þess
að vera til sem manneskja. Í stríði
er verið að stefna siðmenningunni
frá vöggu til grafar. Stríðið milli Ír-
an og Írak á sínum tíma var hörm-
ung niðurlægingar fyrir mannlíf og
minjar á svæðinu og sagan endur-
tók sig nú í stríðinu í Írak. Spengjur
og stríðsátök eyddu mannslífum og
lögðu mannvirki og fornminjar í
eyði. Það sama má segja um afleið-
ingar átakanna á Balkanskaga á
sínum tíma og fleiri dæmi má nefna.
Í þeirri ringulreið sem ríkti í stríðs-
átökunum voru fjölmörg söfn og
fornminjastaðir eyðilagðir í átökum
og loftárásum. Hversu víða veit í
raun enginn. Þjóðir sem fyrrum
voru mjög meðvitaðar um merka
sögu sína og menningararf voru
brotnar niður í eymd og fátækt
stríðsástands. Í Írak er mikið af
menningarminjum og telja sérfræð-
ingar í fornminjum að mannkynið
hafi átt þar yfir 100 þúsund ein-
staka minjastaði. Stór hluti þeirra
var óskráður og því ekki einu sinni
til heimildir um staðina sem eyði-
lagðir voru í stríðinu. Því er hættan
á að stórfelld eyðilegging menning-
ararfs á þessum slóðum hafi átt sér
stað augljós, enda skotmörk oft ná-
lægt ómetanlegum minjum. Á það
meðal annars við um sögustaðinn
Ur, fæðingarstað Abrahams. Ólög-
leg sala menningarminja blossar
einnig upp og gersemar eru seldar
siðlausum og gráðugum kaup-
endum. Á árlegum fundi þjóðminja-
varða Norðurlanda dagana 9.–11.
maí sl., sem haldinn var í Ribe í
Danmörku, undirrituðu þjóðminja-
verðirnir sameiginlega yfirlýsingu
og áskorun til safna og forn-
gripasala á Norðurlöndum. Þar eru
söfn, uppboðshaldarar og forn-
gripasalar hvattir til að sporna við
og vinna gegn slíkri sölu á Norð-
urlöndum. Bent er á að söfn, forn-
minjar og sögustaðir hafi verið eyði-
lagðir og rændir í stríðinu í Írak og
mikið af ómetanlegum menningar-
minjum Íraks tekið til ólöglegrar
sölu. Því er mikilvægt að allir taki
höndum saman til þess að bjarga
því sem bjargað verður. Undir yfir-
lýsinguna skrifuðu auk undirrit-
aðrar Steen Hvass, þjóðminjavörð-
ur Danmerkur, Henrik Lilius,
þjóðminjavörður Finnlands, Nils
Mastein, þjóðminjavörður Noregs,
og Inger Liliequist, nýskipaður
þjóðminjavörður Svíþjóðar. Er
áskoruninni hér með komið á fram-
færi hér á landi.
Saddam Hussein hafði á sínum 35
ára stjórnarferli algjörlega virt að
vettugi ákvæði Menningarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna frá 1972 og
einangraði sig frá alþjóðlegu sam-
ráði m.a. á sviði minjavörslu. Minja-
vernd í Írak átti því enga möguleika
á því að bregðast faglega við að-
stæðum enda minjafræðingar í Írak
einangraðir frá umheiminum. Arth-
ur Houghon, sérfræðingur í að-
stæðum Mið-Austurlanda og fyrr-
verandi sérfræðingur við
Getty-safnið, stjórnaði kortlagningu
heimilda um verðmæt minjasvæði
fyrir varnarmálaráðuneytið í
Bandaríkjunum, en Bandaríkin hafa
ekki staðfest Haag- sáttmálann frá
1954, sem hefur að markmiði að
varðveita menningarminjar, sem
eru í hættu vegna stríðsátaka. Um
þessar mundir er unnið að því að yf-
irfara ákvæði sáttmálans sem kveða
á um öryggi þjóðargersema á her-
teknum svæðum og aðgerðir gegn
ólögmætum útflutningi menningar-
verðmæta. Þar er einnig kveðið á
um að unnt sé að kalla til sérfræð-
inga Sameinuðu þjóðanna og al-
þjóðlega aðstoð til þess að koma í
veg fyrir eyðileggingu menningar-
minja. Fyrir árásina á Normandí í
seinni heimsstyrjöldinni sagði
Dwight D. Eisenhower forseti:
„Brátt munum við brjóta okkur leið
yfir evrópska meginlandið til þess
að bjarga siðmenningu okkar. Á
leiðinni munum við rekast á menn-
ingarminjar, sem eru táknrænar
fyrir þau gildi sem við berjumst við
að varðveita og vernda. Það er
ábyrgð hvers herforingja að virða
þessi tákn í hvívetna.“ Nú í augna-
bliki mannkynssögunnar er ábyrgð
okkar síst minni.
Vagga siðmenningar?
Eftir Margréti Hallgrímsdóttur
Höfundur er þjóðminjavörður, for-
maður safnaráðs og samráðs-
hóps um framkvæmd samnings
Menningarmálastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna (UNESCO) frá
1972 um verndun menningar- og
náttúruarfleifðar heimsins og
stjórnarmaður norrænu heims-
minjaskrifstofunnar NWHF í Osló.
Bogense nuddkrem
þegar þú vilt
líkamann stinnari
og grennri
20%
afsláttur í næsta apóteki
Veglegur kaupauki